Leita í fréttum mbl.is

Davíð Oddsson metur Geir Haarde óvinnufæran

Það er ekki hægt að líta öðruvísi á en að með yfirlýsingu sinni um þjóðstjórn sé Davíð Oddsson að lýsa algjöru vantrausti á ríkisstjórnina, þá sérstaklega á leiðtoga hennar, Geir Haarde. Eins og ég hef sagt fyrr á síðunni á ég ekki von á nokkru bitastæðu frá forsætisráðherra í kvöld frekar en fyrri daginn. Davíð Oddsson virðist meta ástandið mjög svipað.

Þjóðin hlýtur að velta fyrir sér möguleikunum í stöðunni vegna þess að núverandi ástand leiðir af sér gjaldþrot. Einn mögulegur leikur er að taka upp símann, slá á þráðinn til Pútíns og slá hann um nokkrar rúblur. Annar leikur er sá að Íslendingar leiti á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til að hjól efnahagslífs þjóðarinnar stöðvist ekki algjörlega.

Það má segja að Rússar hafi oft reynst okkur betri en enginn þegar önnur sund hafa virst eða verið lokuð.


mbl.is Stefnuræða forsætisráðherra flutt í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Unglimgarnir tala um að Haardera þegar þeir eru að lýsa því yfir að þeir ætli ekki að gera neitt. Hvað ætlar þú að gera í kvöld? Tja, ég ætla bara að Haardera.

Valsól (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 15:20

2 Smámynd: Rannveig H

Þorgerður Katrín kann betur við ástandið og skammar Davíð.

Rannveig H, 2.10.2008 kl. 16:39

3 identicon

Ég held reyndar að þessi hugmynd snúist ekki um það að núverandi stjórn ráði ekki við málið, hvað þá að hæfara fólk sé að finna meðal stjórnarandstöðunnar, heldur er þetta vandamál þess eðlis að pólitískt dægurþras þvælist bara fyrir og verður til óþurftar.  Hér þurfa allir að vera samtaka í þeim aðgerðum sem farið verður í.

Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 17:03

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Eftir valdaferil Davíðs er þingflokkur íhaldsins sem vitsmunalegt Sahara, enda æskilegt að leiðtoginn standi undirmönnunum amk. ekki mikið að baki hvað vitsmuni snertir, og Geir hefur síðan enn sterkari sérþarfir hvað þetta snertir.

Baldur Fjölnisson, 2.10.2008 kl. 17:17

5 Smámynd: Skattborgari

Það er staðreynd að þessi lækknun mun valda mörgum heimilum og fyrirtækjum verulegum vandræðum og fjárhagslegu tapi.

Það þarf eitthvað að gera áður en allt stoppar og þúsundir verða gjaldþrota með alvarlegum afleiðingum fyrir allt samfélagið.

Ég held að það sé betra að leita til Pútins en gera ekkert og láta allt drappast niður.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 2.10.2008 kl. 19:23

6 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Hippókrates, möguleikunum fækkar eftir því sem dregið er að taka nokkra ákvörðun hvort sem það er að auka þorskveiðina, setja á gjaldeyrishömlur, slá lán eða leita eftir aðstoð.

Þeim virðist fjölga sem telja að Ísland þurfi á aðstoð erlendis og víst er að betra er að róa en reka undan og þá verður væntanlega fyrst róið á Alþjóðagjaldeyrssjóðinn og síðan gamlar vinaþjóðir.

Hvað s.s. okkur finnst um stjórnarfar og lýðræðið í Rússlandi þá eru þeir okkar grannar og vaxandi stórveldi hér í norðurhöfum sem við eigum að kappkosta að hafa góð samskipti við og líta til þess að þeir hafa á stundum reynst okkur betri en enginn eins og Bjarni Fel myndi orða það.

Ég var á sjávarútvegssýningunni í dag og andrúmsloftið í Kópavoginum var þrúgað af óvissu og á lofti voru kviksögum um gjaldrþot banka og afskipti Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Sigurjón Þórðarson, 2.10.2008 kl. 20:10

7 identicon

Dollar up 21.90 kopeks, euro down 20.72 kopeks - Central Bank

16:43 | 02/ 10/ 2008

MOSCOW, October 2 (RIA Novosti) - The official dollar rate set by the Russian Central Bank for October 3 is 25.8213 rubles, up 21.90 kopeks from Thursday, the Central Bank said.

The official euro rate for Friday is 35.9458 rubles, down 20.72 kopeks from Thursday.

Russian international reserves up $3.4 bln in week

11:33 | 02/ 10/ 2008

MOSCOW, October 2 (RIA Novosti) - Russia's gold and foreign currency reserves rose $3.4 billion to $562.8 billion in the week from September 19 to September 16, the Central Bank said on Thursday.

Benedikt Stefansson (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 20:12

8 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ra- Ra Rasspútin, Russia's greatest Slot Machine.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 2.10.2008 kl. 21:06

9 Smámynd: Rannveig H

Eftir að hafa hlustað á Geir í kvöld met ég hann líka óvinnufæran.

Rannveig H, 2.10.2008 kl. 22:57

10 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Geir væri sjálfsagt þokkalega nothæfur sem skrifstofustjóri í frystihúsi en ekki teldi ég ráðlegt að leggja flóknari hluti á kollinn á honum.

Baldur Fjölnisson, 2.10.2008 kl. 23:32

11 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta er því miður rétt mat hjá Davíð, nema hann nýtist sem skrifstofustjóri í frystihús eins og Baldur segir.

Sigurður Þórðarson, 3.10.2008 kl. 09:47

12 Smámynd: Dunni

Það verður nú að segja eins og er að það er nokkuð rétt hjá Davíð.  Geir er lítið annað en pólitískur öryrki. 

Dunni, 3.10.2008 kl. 12:38

13 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Undir lokin flytur Dabbi skrifstofuna í bönkerinn undir seðlabankanum og svo verður það svipað og hjá Dolla sáluga og hann dregur okkur öll með sér til andskotans. Í guðs friði.

Baldur Fjölnisson, 3.10.2008 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband