Leita í fréttum mbl.is

Fjárlagafrumvarpið: glás af bleðlum send úr landi

Það er ekki að sjá að gætt sé sparnaðar í utanríkisráðuneyti Samfylkingarinnar. Það verða áfram hundruða milljóna útgjöld vegna erlends herflugs yfir landinu. Útgjöld vegna sendiráða hækka um 32% á línuna nema bráðnauðsynlega sendiráðið í Pretóríu þar sem gömul Kvennalistakona ræður ríkjum, þar hækka útgjöldin um heil 72%.

Í þróunaraðstoð og alþjóðastofnanir á að splæsa 1,5 milljarði meira - 1.500 milljónum - en í fyrra sem er brjálæðisleg aukning miðað við stöðu efnahagsmála. Eflaust er verið að efna kosningaloforð sem sett voru fram í baráttunni fyrir sæti í öryggisráðinu.

Það er eins gott að Ingibjörg og Geir frétti ekki að vöruskiptin séu komin í jafnvægi, þá verða þau fljót að herða á eyðslunni.


mbl.is Vöruskiptin í jafnvægi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

fyrir þessa aukningu heildar útgjalda væri hægt að kaupa 23.000 kíló af gulli á núverandi verði, miðað við núverandi gengi dollars. Eða kaupa eitt stykki Glitni Banka.

Fannar frá Rifi, 2.10.2008 kl. 10:02

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þetta er ótrúlegt ástand og engir nema Frjálslynd benda á að rétt sé að ná í meiri gjaldeyri úr hafinu og stórauka veiðar og sömuleiðis væri hægt að auka strax verðmæti aflans með aukinni vinnslu.

Engar tillögur koma frá launþegahreyfingunni nema þá að hafa samráð en samráð um hvað veit ég ekki.

Það eru margar kviksögur sem ganga núna um ástandið s.s. um erfiðleika íslenskra fyrirtækja að fá afgreiðslu erlendis og sömuleiðis að ríkisstjórnin sé búin að ákveða að auka þorskafla um 30 þús tonn.

Ef svo er þá er það lítið skref og stigið seint.

Sigurjón Þórðarson, 2.10.2008 kl. 12:12

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

Að auka veiðiheimildir um 30.000 myndi bjarga miklu.

það er kannski ekki nóg til að koma okkur á réttan kjöl en það getur verið nóg til þess að halda okkur á floti. 

Fannar frá Rifi, 2.10.2008 kl. 12:16

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Hvers vegna má ekki skoða ábyrgar tillögur um að auka þorskveiðar um 100 þús tonn ?

Núverandi veiðiráðgjöf hefur ekki skilað neinu nema minni afla og aðferðarfræðin hefur hvergi gengið eftir í heiminum.

Sigurjón Þórðarson, 2.10.2008 kl. 12:27

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég er hjaranlega sammála Bukollabaular.

Sigurjón Þórðarson, 2.10.2008 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband