Leita í fréttum mbl.is

Samfylkingin sátt og ánægð með ríkisvæðinguna

Það hefur vakið mikla athygli hversu sátt og ánægð Samfylkingin er með ríkisvæðingu Glitnis og þá sérstaklega með hliðsjón af miklu vinfengi Samfylkingarinnar við Baugsveldið. 

Ráðherrar Samfylkingarinnar hafa ekkert sett það fyrir sig þó að aðgerðir hafi farið fram í skjóli nætur og svarinn andstæðingur Baugsfeðga hafi stjórnað aðgerðum. 

Það er helst að skáldið Hallgrímur Helgason láti í ljós einhverja óánægju með myrkraverk Davíðs Oddssonar en eflaust má finna skýringu á tómlæti Samfylkingarinnar í eftirfarandi ljóðlínu:

Já, sagt er að, þegar af könnunni ölið er,
fljótt þá vinurinn fer.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þú ert eins og kjaftakelling Sigurjón.... vinfengi Samfó við Baug er eitthvað sem er líklega inngróið í heilann á þér. Eigendur Baugs kannast örugglega ekki við neitt sérstakt vinfengi við Samfylkinguna enda flestir eða allir inngrónir Sjálfstæðismenn.

Jón Ingi Cæsarsson, 30.9.2008 kl. 15:06

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Jón Ingi, eitthvað virðist sem að Samfylkingarfólki vera sárt um að rifja upp Borgarnesræður ISG til varnar Baugi og að þeir sem hafi samið um og þegið kaupréttarsamninga fyrir milljarða hafi verið sérstakir heiðursgestir á landsfundi "jafnaðarmanna".

Sigurjón Þórðarson, 30.9.2008 kl. 15:34

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Mér er slétt sama um hvað þér finnst... og nákvæmlega ekkert sárt í þessu máli. Skrif þín sína bara að þú veist lítið og segir margt

Jón Ingi Cæsarsson, 30.9.2008 kl. 15:41

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þetta var nú ekki langur pistill sem ég skrifaði en því er við að bæta að að ég sá að Eiríkur Bergmann tekur undir með skáldinu Hallgrími um að það sé verið að leika gamla vini grátt.

Sigurjón Þórðarson, 30.9.2008 kl. 15:53

5 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Heimfæra má þennan fyrri part víðar, er ég hrædd um.  Bakkabræður orðnir sérfræðingar á þessu sviði.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 30.9.2008 kl. 19:32

6 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Annars er fátt sem gleður nú eftir liðlega eins árs efnahagsstjórn Samfylkingarinnar - það er ekki hægt að bjóða almenningi upp á þetta.

Einu áhyggjurnar hjá Samfylkingunni er hvort að Ísland fái sæti í öryggisráðinu.

Sigurjón Þórðarson, 30.9.2008 kl. 23:39

7 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurjón.

Það er alveg rétt að það er hjákátlegt að sjá viðskiptaráðherra Samfylkingarinnar nú í dag halda ræður til varnar Seðlabankastjóra.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 1.10.2008 kl. 01:27

8 identicon

Já, Eiríkur Bergmann segir margt úr samfylkingarbælinu Bifröst, en Bifröst er í raun pólitísk innrætingarstofnun fyrir Samfó þar sem er predikað "fagnaðarerindið" um Evrópusambandsaðild.

Erling B. Oddsson (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 10:59

9 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er rétt að Eiríkur er miklu frekar í trúboði en gagnrýnni fræðimennsku.

Sigurjón Þórðarson, 1.10.2008 kl. 16:46

10 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Hvaða skoðun hefur Sigurjón á gjaldmiðilsmálum?  Er hann enn á því að við eigum að halda í íslensku krónuna?

Vilhjálmur Þorsteinsson, 1.10.2008 kl. 17:03

11 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Vel á minnst Vilhjálmur ég hef aldrei bundist íslensku krónunni einhverjum tilfinningaböndum en ég hef ítrekað bent á að allt tal um að upptaka Evru sem lausn á ójafnvægi og óstjórn efnahagsmála, fyrst og fremst undir stjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks og síðan aðgerðarleysisstjórninni D og S, er ódýr leið fyrir óábyrga stjórnmálamenn sem vilja ekki horfast í augu við verkefni dagsins.

Hér er úr grein sem ég skrifaði í janúar 2007 og flest þar sem þar er skrifað hefur staðist tímans tönn.

Almenningur geldur fyrir slaka efnahagsstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks með hæstu vöxtum í Evrópu sem þar að auki eru verðtryggðir. Háir vextir halda síðan uppi yfirverði á íslensku krónunni.

Einstaka stjórnmálamaður hefur boðað að við upptöku evrunnar væri hægt að bjóða lán sem væru margfalt hagstæðari en þau sem eru í boði nú.

Staðreyndin er þó sú að Ísland er langt frá því að geta uppfyllt skilyrði fyrir upptöku evrunnar.

Upptaka evru er skilyrt
Í fyrsta lagi er Ísland ekki í Evrópusambandinu sem er skilyrði fyrir upptöku evrunnar en þó svo að Ísland gerðist aðili að Evrópusambandinu væri björninn ekki unninn. Aðrar kröfur sem settar eru fyrir upptöku evru eru þær að verðbólga sé ekki 1,5% hærri en í þeim þrem löndum Evrópusambandsins þar sem verðlag er hvað stöðugast og sömu sögu er að segja um vexti, að þeir séu ekki 2% hærri en í fyrrgreindum löndum.

Íslendingar eru langt frá því að uppfylla þessi skilyrði þar sem vextir hér eru þeir hæstu í Evrópu og verðbólga er enn nálægt 8% en þyrfti að vera í kringum 2,6%.

Við í Frjálslynda flokknum höfum ásamt málsmetandi hagfræðingum hvaða afleiðingar það hefði fyrir efnahagslíf á Íslandi ef hægt væri að ýta öllum lagalegum og tæknilegum hindrunum til hliðar og taka upp evru.

Skilyrði
Í fyrsta lagi þá þyrfti að ákveða verðgildi krónunnar í þeim skiptum sem fram færu, þ.e. hvað margar evrur fengjust fyrir 1.000 íslenskar krónur. Það skiptir gríðarlega miklu máli, en ef tekin væri sú afstaða að skiptin færu fram á verðgildi krónunnar á mörkuðum nú um stundir þá væri verið að festa í sessi það yfirverð sem nú er á íslensku krónunni um leið og vextir væru færðir niður um að minnsta kosti 11% í sambærilega vexti og á evrusvæðinu í einu vetfangi.

Hætt er við að slíkar sviptingar verði mikill eldsmatur fyrir verðbólguna. Til lengri tíma litið er hætt við að yfirverð í gengisskráningu í krónum í skiptum fyrir evru verði einungis leiðrétt með sársaukafullum afleiðingum, t.d. samdrætti og kjaraskerðingu.

Hinn kosturinn væri að verðfella krónuna í þeim (vöru)skiptum sem færu fram á evrum og krónum en hætt er við að staða íslensku bankanna yrði erfið þar sem þeir hafa verið stórtækir á erlendum lánamarkaði og við gengisfellingu krónunnar myndi staða þeirra versna verulega.

Einnig má gera ráð fyrir að tekjur bankanna myndu skerðast verulega þar sem meiri samkeppni yrði á lánamarkaði og þeir hefðu ekki sjálfvirkar tekjur af gjaldeyrisviðskiptum og endurlánum af erlendu lánsfé (carry trade).

Það er mikil draumsýn að ætla að við það eitt að taka upp evru hverfi allur vandi sem blasir við í hagstjórninni, hverfi eins og dögg fyrir sólu. Til þess að hægt sé að hugleiða að taka upp evru þá er forsendan sú að ráða takast á við það ójafnvægi sem ríkir í þjóðarbúskapnum. Eigum við ekki að reyna að taka hlutina í réttri röð?



Sigurjón Þórðarson, 1.10.2008 kl. 18:12

12 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Í Kastljósi rúv í kvöld kom það skýrt fram í málflutningi Kristins H. Gunnarssonar að það var framið valdarán á Íslandi á sunnudagsmorgun af bankastjóra Seðlabankans Davíð Oddsyni.En hann var það klókur að hann lét sér ekki nægja að láta Samfylkinguna styðja valdaránið,heldur lét hann þá félaga sína sem sömdu með honum eftirlaunafrumvarpið um árið koma niður í Seðlabanka og styðja það líka.Enda var Pétur Blöndal lúpulegur og talaði mest um að ekki þýddi að vera að tala um það sem búið væri að gera heldur þyrftu menn að standa saman.Ég trúi Kristni H. Gunnarssyni að þetta hafi verið brot á lögum um seðlabankann og það er grafalvarlegt ef Davíð Oddson fær ekki á sig kæru.

Sigurgeir Jónsson, 1.10.2008 kl. 22:40

13 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Ef ég skil Sigurjón rétt vill hann "ráðast á það ójafnvægi sem ríkir í þjóðarbúskapnum" áður en það kemur til álita að skipta um gjaldmiðil.  En er ekki gjaldmiðillinn einmitt stór ástæða ójafnvægisins?  Flökt krónunnar, vaxtamunarviðskipti, ofurvextir o.s.frv. eru einhver stærstu vandamálin í íslenska hagkerfinu.  Hvernig á að "ráðast á ójafnvægið" án þess að huga að helstu ástæðu þess?

Vilhjálmur Þorsteinsson, 2.10.2008 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband