29.9.2008 | 10:11
Gríðarlega hátt verð
Nú er ljóst að ríkið leggur Glitni til 84 milljarða en bankinn hefur verið gullnáma stjórnenda sem hafa mokað milljörðum í eigin vasa í gegnum siðlausa kaupréttarsamninga. Eigendur bankans hafa stundað það að lána sjálfum sér og skáka sjóðum bankans í fyrirtæki sem ekkert hafa gefið af sér nema feita samninga fyrir stjórnendur fyrirtækjanna, s.s. Fl.
Það er rétt að halda því til haga að Geir Haarde og Árni Mathiesen hafa miklu frekar mært framgang fjármálafyrirtækjanna en hitt á síðastliðnum árum og fjármálaráðherrann sjálfur hagnast vel vegna sölu á stofnbréfum í Sparisjóði Hafnarfjarðar.
Verðið 84 milljarðar fyrir 75% hlut í Glitni er gríðarlega hátt ef mið er tekið af því að ríkið seldi FBA á 14,4 milljarða en FBA var forveri Íslandsbanka og síðast Glitnis.
Ríkið eignast 75% í Glitni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:56 | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Nýjustu athugasemdir
- Birtir yfir stjórnmálunum: Komið þið sælir; á ný ! Jóhann Stýrmaður ! Segjum tveir:: jeg s... 24.12.2024
- Birtir yfir stjórnmálunum: Því miður "bresta krosstré sem önnur tré". Fréttir voru að be... 24.12.2024
- Birtir yfir stjórnmálunum: . . . . rjett í þessu; greinir frjettastofa Ríkisútvarpsins frá... 22.12.2024
- Birtir yfir stjórnmálunum: Jæja... Það á að herja á fiskeldi, bæði á landi og sjó, þó með ... 22.12.2024
- Birtir yfir stjórnmálunum: Sæll Sigurjón æfinlega; og til heilla, með kjör þitt þann 30. X... 22.12.2024
- Birtir yfir stjórnmálunum: Ja misjöfnum augum lýta menn "silfrið". Ég hefði nú haldið að ... 22.12.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.12.): 5
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 847
- Frá upphafi: 1015240
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 746
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Íslandsbanki var reyndar orðinn til löngu fyrir FBA. Þó svo þessir bankar hafi síðar sameinast.
Ketill Sigurjónsson, 29.9.2008 kl. 10:19
Það er rétt Ketill, ef ég man þetta rétt þá var það fifty fifty sameining.
Sigurjón Þórðarson, 29.9.2008 kl. 10:24
Já þetta er frelsið í hnotskurn.
Merkilegt nokk að í gegnum tíðina hefur þessi flokkur Sjálfstæðis í landinu staðið vörð fyrir því að frelsið fái að njóta sín. Þegar harðnar á dalnum koma þessir plebbar skríðandi eins og kjölturakkar til að fá klapp á kollinn fyrir að hafa gert mistök. Þetta er dæmigert fyrir auðvaldið í þessu landi. Þeir hefðu átt að leyfa þessum vesalingum að fara á hausinn og taka afleiðingum eigin gjörða. Það vakna upp ótal spurningar þegar svona gerist í landi þar sem ekki er hægt að borga hinum almenna verkamanni sómasamleg laun. Hver eru skilaboð þessarar ríkisstjórnar til almennings til launþega, verkalýðfélaga og allra þeirra aðila sem eru að ramba á barmi gjaldþrots. Það er mikil skítalykt af þessu máli rétt eins og þegar Ríkið var alltaf að hlaupa til og bjarga Flugleiðum á sínum tíma með alskonar bjargráðum.
Ég vil þess stjórn burt, vil að Samfylkingin þrukkist út því hún hefur ekki gert annað en fægja stóla í þingsölum til þessa. Við þurfum fólk sem gerir hlutina og um leið og ég segi það getur Geir H áttað sig á því að þetta er örugglega ekki ein af þeim leiðum sem menn hafa verið að tala um til að koma fjármálunum í lag að koma inn í eitthvað fyrirtæki bara til að hygla vinum og vandamönnum sem ekki stóðu sig í stykkinu.
Það þarf líka að skoða alla þessa kaupréttarsamninga sem gerðir hafa verið hjá fyrirtækjum og opinberum aðilum og rifta þeim öllum og þetta pakk borga til baka það sem það hefur verið að stela frá almenningi þessa lands.
Bestu kveðjur meðan reiðin er í lágmarki.
Baldvin BaldvinssonBaldvin Baldvinsson (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 10:34
Hvernig dettur þér í hug að bera saman söluna á FBA vs þetta case? Það er eins stupid og hægt verður.
nonni (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 10:53
Nonni, það væri ekki úr vegi að fá örlítinn rökstuðning með sterkum skoðunum þínum.
Sigurjón Þórðarson, 29.9.2008 kl. 11:40
Æji hvað þetta er allt sorglegt. Þetta vekur bara vanlíðan hjá mér að hugsa um hvað hefur verið að gerast á Íslandi og með peninga íslensku þjóðarinnar! Sárt, þrælsárt!
Baldur Gautur Baldursson, 29.9.2008 kl. 15:13
Já, svona endaði þá hin ,,nýja hugsun og nýju leiðir" eins og Íslandsbanki auglýsti sem mest í byrjun.
Þórir Kjartansson, 29.9.2008 kl. 17:09
Ekki gleyma því strákar að við erum að leggja drög að sögu framtíðarinnar. Spillingin mikla mun verða þar mikilvægur kafli ;)
Bullukolla, 29.9.2008 kl. 17:23
Sæll Sigurjón fyrir gefðu að ég ræðst inná síðuna þína.
En mér langar að vekja atgli í þessum þrengingum sem gengur nú yfir þjóðina.
Samkvæmt áliti sjómanna allt í kringum landið hafa þeir bent á að veiða mikið meira en nú er gert t,d, aukning um 70þ tonn á þorsk kvóta kæmu sirka 50 miljarða inn í hagkerfi þjóðarinnar höfum við efni á því að horfa framhjá þeirri staðreynd.
Þingmenn f listans hafa margoft bent á þessa staðreynd.
Ólafur R Sigurðson Skipsjóri úr Grindavík (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 21:17
Góð ábending hjá aflaskipstjóranum úr Grindavík honum Ólafi R Sigurðssyni vini okkar. 50 milljarðar í beihörðum gjaldeyri inn í hagkerfið væri sú vítamínsprauta sem dygði og vel það.
Sigurður Þórðarson, 29.9.2008 kl. 22:29
Enn eitt geipið um kaupréttarsamninga frá manni sem skilur þá ekki.
Ef gengið í Glitni verður í kring um 2 (sem er verðið sem ríkið kaupir á) þá eru kaupréttarsamningar í bankanum gersamlega verðlausir. Kaupréttur á genginu 10 (t.d.) er einskis virði ef hægt er að kaupa bréf á markaði á genginu 2.
Stjórnendur græða ekkert á kaupréttarsamningum nema gengið fari upp, það er einmitt hugsunin á bak við þá.
Vilhjálmur Þorsteinsson, 29.9.2008 kl. 22:37
P.S. Þar að auki er stærðfræðin röng hjá Sigurjóni, eins og gjarnan vill brenna við hjá Frjálslyndum. Upphæðin sem ríkissjóður leggur inn í nýju hlutafé segir ekkert um það hvort bankinn sé dýrt metinn eður ei. Það sem skiptir máli er matið á hlutnum sem fyrir er. Glitnir er í þessum viðskiptum metinn á um það bil 1/8 af síðasta viðskiptaverði á markaðnum, og sirka 40% af bókfærðu eigin fé. Þótt ég telji vissulega hugsanlegt að ofgreitt sé fyrir bankann, er fjarri lagi að tala um "gríðarlega hátt verð".
Vilhjálmur Þorsteinsson, 29.9.2008 kl. 22:46
Ef einhver vill kaupa bankann á því verði sem ríkið keypti hann á þá er verðið í lagi. Ef ekki þá er verðið of hátt.Það kemur fljótlega í ljós hvort verðið var rétt, því ekkert hefur komið fram sem segir að ekki verði opnað aftur með hlutabréf í bankanum í kauphöllinni.Kaupréttarsamningar sem stjórnendur fjármálafyrirtækja hafa haft er stór orsakavaldur í því hruni sem bankar eru að lenda í, í dag.Þeir sem þykjast hafa vit á fjármálum viðurkenna það að sjálfsögðu ekki, og þeir þurfa ekki endilega að vera í Frjálslyndaflokknum.Peningavitið er til að mynda ekki alltaf hjá þeim sem geta reiknað. Og hafa jafnvel próf til þess.En hvenær yfirtekur ríkið Selvogsbankann
Sigurgeir Jónsson, 29.9.2008 kl. 23:10
Þá vitum við það hjá Vilhjálmi Þorsteinssyni að 84 milljarðar er ekki há upphæð!
Bankinn var kominn í þrot og það var enginn sem rak eigendur bankans til þess að taka þessu boði og því hefði örugglega ekki verið tekið ef að aðrir hagstæðari möguleikar hefðu verið upp á borðum.
Sömuleiðis virðist sem að fulltrúi Samfylkingarinnar sé bara býsna ánægður með þá kaupréttarsamninga sem gerðir hafa verið á umliðnum árum og hafa gefið kraftaverkamanni á borð við Bjarna Ármannssyni milljarða í aðra hönd og minni spámönnum hundruði milljóna.
Sigurjón Þórðarson, 30.9.2008 kl. 00:27
Börsen í Danmörk fjallar um Glitnir og Ríkið og segir að Íslenska Ríkið hefði sennilega farið á hausinn ef Glitnir hefði rúllað yfir. Þeir vilja meina að ef annar banki fari á hausinn hér á Íslandi muni Ríkið ekki getað komið öðrum banka til bjargar þar sem Seðlabankinn þoli ekki meiri ágjöf. Miðað við þetta er traustið á Íslensku bankana í algjöru lámarki og ekki mikið sem má fara úrskeiðis. Þessi aðgerð var því mun ódýrari fyrir okkur heldur en að ríkið færi á hausinn.
Jón V Viðarsson, 30.9.2008 kl. 00:44
Þetta er hluti af grein Börsen sem fjallar um yfirtöku á Glitni.
"Man kunne have håbet, at statens overtagelse ville have givet tilliden tilbage. Men det, der sker, er, at statens størrelse i forhold til bankerne viser, at den ikke vil kunne redde bankerne, hvis det går galt. Folk bliver nu nervøse for, om selve den islandske stat går fallit. Så markedet opfatter dette her, som at staten forsøger at redde noget, den ikke kan, og det er en dårlig nyhed."
Det er dog ikke sandsynligt, at den islandske stat går under.
"Det ville overraske mig, hvis Island gik konkurs, men der er en reel bekymring for, at hvis Glitnir har så store problemer, så kan de andre banker også have dem. Og med statens størrelse er det ikke sikkert, at den kan redde dem," siger Tobias Thygesen og afslutter:
Jón V Viðarsson, 30.9.2008 kl. 01:17
Sigurjón, "gríðarlega hátt verð" er ekki það sama og "gríðarlega há upphæð". 84 milljarðar er vissulega gríðarlega há upphæð, en sem verð fyrir 75% af banka sem hefðu kostað 650 milljarða þremur dögum fyrr, er það ekki endilega gríðarlega hátt.
Það var einmitt sú staðreynd að bankinn var kominn í þrot sem rak eigendur hans til að taka þessu tilboði, sem þeir stórtapa á. En töldu það væntanlega betra en ekkert.
Kraftaverkamaður eins og Bjarni Ármannsson var þrátt fyrir allt varkárari en sumir þeir sem nýlega hafa ráðið í bankanum. Hann var látinn fara ekki síst vegna þess að nýjum eigendum Glitnis þótti hann of varkár.
Ég er nú enginn sérstakur "fulltrúi Samfylkingarinnar", en ég hef vissulega verið jafnaðarmaður í aldarfjórðung.
Vilhjálmur Þorsteinsson, 30.9.2008 kl. 01:27
Vilhjálmur?
Er innistæða fyrir þessu háa verði hvort sem um gríðarlega háa upphæð er að ræða eða ekki.
Nú vita allir hvernig kaupin gengu fyrir sig þar sem sömu aðilar seldu sjálfum sér eignir og þær hækkuðu dag frá degi.
Þarf að tiltaka dæmi þar um?
Hverjir hafa ekki horft á börn blása sápukúlur og fyllast takmarkalausri aðdáun á sköpunarverkinu. Ekki ólíkt að líkja því við þessa blessuðu hámenntuðu bankastjóra sem að kunnu að diffra og búa til sápukúlur.
Rétttlætir það himinháa kaupréttar- og starfslokasamninga sem að vissulega eru innustæðulausir í dag hvað sem framgangi seðlabankans viðkemur.
Svei þessu krimmaliði. Svei þeim öllum.
Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 02:17
Þessir kaupréttarsamningar eru hættulegir því þrýstingurinn á að halda genginu háu verður svo mikill að hætt er við að menn grípi til örþrifa ráða til þess.
Hinsvegar var tekið fyrir alla svona samninga hjá Glitni þegar ný stjórn tók við á síðasta aðlfundi.
Landfari, 30.9.2008 kl. 09:03
Jón Viðar það er að vona að Börsen reynist ekki sannspár en margir hafa velt því fyrir sér hvað muni gerast fyrir íslenskt samfélag ef að Stoðir ná ekki að komast út úr greiðslustöðvuninni.
Vilhjálmur, það er naumast hvað helsti kóngur kaupréttarsamninganna Bjarni Ármannsson er heilagur í augum Samfylkingarinnar en þó svo að hann hafi verið sérstakur heiðurgsgestur jafnaðarmanna á síðasta landsþingi, þá finnst mér það vægast sagt sérkennilegt að jafnaðarmenn skuli hvað eftir annað bera í bætifláka fyrir siðlausa kaupréttarsamninga í hæstu hæðum.
Ég vil taka undir með Eggerti um sápukúluverðið á eignasafni og það er spurning hvað af þessu eru eignir eða veð hjá fyrirtækjum skuldsett eru upp fyrir rjáfur s.s. íslensk sjávarútvegsfyrirtæki.
Landfari - það er vonandi að eitthvað hafi skánað með nýrri stjórn sem tók við hjá Glitni fyrr á árinu en það eru samt sem áður ýmsir sem telja að núverandi stjórnendur hafi ekki gengið heiðarlega fram þegar MEST varð gjaldþrota,
Það væri eftir öðru ef að ríkið setti sömu menn í stjórn og forystu fyrirtækisins sem hafa komið fram fyrir alþjóð og haldið því fram að rekisturinn sé mjög traustur og það sé langt frá því að bankinn þurfi á aðstoð ríkisins að halda.
Auðvitða eiga þessir menn að fara og ég held að t.d. Þorsteini Má sé hollara að einbeita sér að rekstri eigins fyrirtækis..
Sigurjón Þórðarson, 30.9.2008 kl. 09:44
Það er rétt hjá Vilhjálmi að kaupréttarsamningar í Glitni eru ekki mikils virði í dag. Þessir kaupréttarsamningar segja hinsvegar afar skýra sögu um viðhorf stjórnendanna til þess álitamáls! hverjir eigi að njóta hagnaðarins af góðum rekstri. Hvort það eigi að vera eigendur bankans og þar með vinnuveitendur stjórnenda eða stjórnendurnir sjálfir.
Árni Gunnarsson, 30.9.2008 kl. 10:22
Ertu enn á því að þetta sé gríðarlega hátt verð.
Ríkissjóður búinn að "græða" yfir 200 milljarða bara í morgun á þessum kaupum.
Landfari, 30.9.2008 kl. 13:07
Já ég er þeirrar skoðunar að þetta sé mjög hátt verð en það á eftir að koma í ljós á næstu mánuðum en ég ætla rétt að vona svo sé ekki.
Hitt er annað mál bankinn verður verðmætari með aðkomu ríkisins en hann fær þá meiri tiltrú en það er ólíkt traustara að ríkið eigi bankann en ef um er að ræða FL eða Stoðir sem tapað hafa 2 milljörðum á mánuði.
Aukið traust á Glitni getur hins vegar aukið vanda hinna bankanna en ég heyrði í manni sem á nokkra tugi milljóna inn á bók hjá Kaupþingi sem velti því fyrir sér hvort að peningarnir væru ekki orðnir öruggari í ávöxtun hjá Glitni eftir ríkisvæðinguna.
Sigurjón Þórðarson, 30.9.2008 kl. 13:28
Sigurjón, þú gætir vel hafa tapað atkvæðum 11.000 hluthafa í Glitni með þessu kjánalega útspili, a.m.k. væri það mjög verðskuldað. Ekki eru þeir sáttir við verðið sem ríkið keypti bankann á, meðan þú hefðir væntanlega viljað hafa það mun lægra, sbr. lýsinguna "gríðarlega hátt".
Vilhjálmur Þorsteinsson, 1.10.2008 kl. 00:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.