Leita í fréttum mbl.is

Góður félagi orðinn utanríkisráðherra

Við Jørgen Niclasen höfum ferðast víða, bæði innanlands og utan, og kynnt skynsamlega stjórn fiskveiða þar sem tekið er mið af vist- og líffræðilegum þáttum. Við héldum m.a. fyrirlestur hjá sjávarútvegsnefnd ESB og breska umhverfisráðuneytinu og sömuleiðis víða hér um land. Jørgen er frábær fyrirlesari og náði oft og tíðum að opna sýn áheyrenda á að hægt væri að stunda fiskveiðar með öðrum hætti en með aflakvótum, enda hefur það kerfi hvergi í heiminum gefist vel.

Mér fannst oft undrum sæta hvað íslenskir fjölmiðlar og þó sérstaklega íslensk hagsmunasamtök voru áhugalítil um að kynna sér málefnið. Þeir sem þó mættu voru svo gjarnan bergnumdir og sáu að Jörgen hafði lög að mæla.

Óneitanlega var samt sem áður á brattann að sækja þar sem allir svokallaðir fiskifræðingar sem miklu frekar ætti að kalla reiknisfiskfræðinga halda fast í arfavitlaust kvótakerfi þar sem markmiðið var að byggja upp fiskistofnana. Það gera þeir þrátt fyrir að það hafi hvergi í heiminum gengið upp.

Nú reikna ég með að íslensk stjórnvöld leggi við hlustir þegar Jørgen rekur upp að ströndum Íslands og fari þá einu sinni með opnum hug í gegnum tillögur hans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll, af hverju segirðu að fiskifræðingar vilji halda í núverandi kvótakerfi? Ég sem hélt að það væru hagsmunasamtök tengd sjávarútvegi, LÍÚ sem réðu ferðinni, með strengjabrúðuaðferðinni í sjávarútvegsráðuneytinu. Sjáðu bara hvernig Einari K var snarsnúið!

Ef þarf að takmarka fiskveiðar, má alveg nota kvótakerfi, bara ekki eins og það er að gera sig í dag. Það allra fyrsta sem þarf að gera, er að aðskilja veiðar og vinnslu. Síðan á allur kvóti að fara á markað!

Ríkið á að fá þær tekjur, það á að selja kvótann á markaði í þrem áföngum á hverju fiskveiðiári, allir sem eiga fiskibát hafa rétt á að bjóða í kvótann. Þar með erum við búnir að opna fyrir þann möguleika að semja um aðild að ESB, án þess að missa réttinn yfir auðlindinni.

Síðan er fiskurinn veiddur og seldur á markaði, hér heima! Allur! Þá hafa allir sem vilja vinna fisk jafnan aðgang að honum. Líka erlendir aðilar innan ESB! Sjávarútvegsráðuneytið á ekki að koma nálægt úthlutun veiðiheimilda, heldur ópólitísk faglega skipuð nefnd, sem fer eftir áliti fiskifræðinga. Síðan þarf að setja skírar reglur um aðgengi fiskiskipa við strendur landsins. Til Dæmis! Allann togaraflotann út fyrir sjötíu mílurnar!

Kveðja Sigfús.

Sigfús (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 03:26

2 identicon

Sigfús! Þú hljómar eins og Plató. Útópía er land sem er stjórnað af fræðingum. Ég get verið sammála ykkur báðum í megin atriðum, en að fiskifræðngar eigi bara að stjórna fiskveiðum í kring um landið er útópía. Hvað með reynslu sjómanna? En að öðru: ég var að skoða heimasíðu frjálslynda flokksins. Ég get hvergi fundið þessa meintu misnotkun Magnúsar Þórs á henni eins og Sigurjón talar um. Vinkona mín sagði mér að það logaði allt innanhúss hjá frjálslyndum út af Jóni Magússyni og heimasíðu flokksins sem Magnús Þór stjórnar. Er hægt að fá nánari útskýringar?

Aníta

Anítablom (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 11:39

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Aníta, þetta er misskilningur hjá þér, Magnús Þór Hafsteinsson hefur ekki séð um heimasíðu flokksins lengi. Að sama skapi virðist vinkona þín misskilja fleiri þætti og vísa ég þá til útskýringar á skemmtiþátt íslenska ríkisútvarpsins, Spaugstofuna, sem sýndur var í gær.

Sigurjón Þórðarson, 28.9.2008 kl. 22:09

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurjón.

Jörgen er einstaklega viðkunnanlegur maður og fyrirlestur hans fyrir okkur Frjálslynda á landsþinginu forðum daga er manni enn í fersku minni.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.9.2008 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband