Leita í fréttum mbl.is

Heimsendirinn sem ekki varð

Í síðustu viku voru þó nokkrir sem töldu að stór hætta væri á að heimurinn færist. Það er ekki nýtt af nálinni að menn spái heimsendi og má sjá dæmi um það í sögu trúarbragða fyrr og nú, og sömuleiðis koma fram kenningar í vísindum um að allt sé að farast. Fyrir um áratug var t.d. í gangi gríðarleg aðgerðanefnd til að ráðast gegn svonefndum 2000-vanda. Þá áttu allar skrifstofuvélar heimsins að stöðvast um aldamótin og jafnvel töluðu menn um kjarnorkuslys. Þegar til kastanna kom var vandinn ekki til staðar frekar en að heimurinn hafi farist í síðustu viku. Það er erfiðara að eiga við kenningar um að allt sé að fara fjandans til vegna gróðurhúsaáhrifa þar sem ýkt áhrif eiga að koma fram eftir áratugi en vera þá svo svakaleg að þau skerði búsetuskilyrði mannkynsins.
Sömu sögu má segja um margtuggðar ofveiðikenningar, en samkvæmt þeim virðist þorskstofninn vera nánast í útrýmingarhættu á Íslandsmiðum þrátt fyrir að sjaldan eða aldrei hafi verið minna veitt af honum síðustu 100 árin en einmitt núna og vöxtur hans sé í sögulegu lágmarki sem bendir eindregið til skorts á æti.
Staðreyndin er sú að hvergi í heiminum hefur tekist að klára einhvern fiskistofn og þar sem sannarlega hefur verið veitt margfalt umfram ráðgjöf, s.s. í Barentshafinu, dafnar þorskstofninn engu verr en áður.
Nú spá ýmsir mjög illa fyrir efnahagslífinu. Það er samt ekki rétt að dvelja of lengi við dómsdagsspár, leita frekar leiða út úr vandanum og setja um leið spurningarmerki við vonleysisráðgjöf sem hvergi hefur gengið eftir í heiminum.
Ónýtt tækifæri til að afla gjaldeyris felast í bættri nýtingu á fiskveiði- og orkuauðlindum, og síðast en ekki síst ferðaþjónustunni sem alltaf er að verða mikilvægari. Til að ráða niðurlögum verðbólgunnar er vísasta leiðin að afla meiri gjaldeyris en það myndi hífa upp íslensku krónuna og gera afborganir af erlendum lánum og vörum viðráðanlegri. Það að ætla að skipta um gjaldeyri og taka upp evru og reyna að ráðast á mein efnahagslífsins með því einu er hálfgerður barnaskapur en þegar jafnvægi er náð, búið að ná verðbólgunni niður, er skynsamlegt að fara þá leið.

Grein sem birtist í DV


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hallur "..Það að ætla að skipta um gjaldeyri og taka upp evru og.."

Afhverju er okkar íslenska króna búin að vera? Hverning er það hefði það ekki verið betra og skynsamlegra að hafa okkar gengi fast og ekki fljótandi.

Hvað skoðun hefur þú á þessu Nýja Heisskipulagi eða þessari hnattvæðingu Nýja Heimsskipulagsins þegar svo : Evrópusambandið(ESB / EU) , Afríkusambandið (AU), Asíusambandið ( Asian Union), Suður-Ameríkusambandið (SAU), Mið-Ameríkusambandið (CAU) og Norður-Ameríku/Community SPP/NAFTA verður sem sagt sameinað undir eina alheimsstjórn "One World Governmet" eða New World Order (NWO)? 

The Real New World Order

The New World Order is Here!

Því ég er á því að menn verði að skoða Nýja Heimsskipulagið NWO. einnig í þessu sambandi svo og öll lög ESB/stjórnaskrá ESB.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 20:36

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Sæll Þorsteinn - það er gaman að velta þessu fyrir sér í víðu samhengi eins og þú gerir en ekki eingöngu út frá verðinu á rauðvíni í ríkinu eða kjúllanum í Kaupfélagi Skagfirðinga.

Viðskipti heimsins ganga oftar en ekki út á að brúa mun þ.e. að hafa auga fyrir hvar er hægt að gera hlutina með ódýrari og hagkvæmari hætti.  Það er spurning hvað verður um viðskiptin þegar það verður búið að fletja heiminn út í eina skipulagsheild?

Sigurjón Þórðarson, 22.9.2008 kl. 21:47

3 identicon

Sæll Sigurjón

Fyrirgefðu mér að hafa skrifað nafnið þitt vitlaust eða ekki rétt, eða réttara sagt óvart gleymt að lagfæra nafnið efst. Það eru margir sem eru farnir að velta NWO. fyrir sér. Menn eins og td  Dr. John Coleman hefur verið að rannsaka NWO í meira en 30 ár, en starfaði fyrir MI6 og skrifaði síðan bókina Committee of 300 um allt sem hann vissi, og reyndar fleiri bækur. Og ég er á því að Committee of 300 sé besta bókin, því hún segir svo mikið, hún er "must buy now". Victor Thorn skrifaði bókina The New World Order Exposed en þessi bók er frábær, hún segir ofsalega mikið. Nú svo ég mæli með fleiri höf. og bókum þá er bókin Rule by secrecy eftir Jim Marrs góð, Corporationsm The Secret Government of the New World Order mjög góð . Þá eru bækurnar Bilderberg Diary eftir Jim Tucker athyglisverð, svo og Dilderberg Group eftir Daníel Estulin mjög góð fyrir þá sem vilja athuga eitthvað um uppruna ESB.

Svo ég reyni að svar þessu :".. hvað verður um viðskiptin þegar það verður búið að fletja heiminn út í eina skipulagsheild?" Nú ef NWO verður að veruleika,  verður allt á RFID chips eða allar upplýsingar og ekki neinir peningar eða allt á stafrænu formi og allt gengur út á þessar stafrænu upplýsingar og við verðum reyndar bara orðnir þrælar undir stjórn NWO.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 02:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband