Leita í fréttum mbl.is

Messíasarkomplex Kristins

Kristni H. Gunnarssyni virðist vera einkar lagið að magna upp allar deilur, hvort það sem hefur verið í stjórnmálaflokkum eða stjórnum stofnana, s.s. Byggðastofnunar. Um nokkra hríð hefur staðið mikill styrr um formennsku hans í þingflokki Frjálslynda flokksins og í stað þess að líta í eigin barm og viðurkenna að honum hafi ekki alltaf tekist vel upp, reyna að gera minna úr ágreiningnum og leita sátta virðist hann vilja magna upp ágreininginn og láta hann snúast, ekki um sig og sín störf heldur formennskuna í Frjálslynda flokknum. Búin er til einhver dellusamsæriskenning sem fjölskylda Kristins endurómar af bloggsíðum. Hann reynir síðan á mjög óskammfeilinn hátt að draga upp þá mynd að hann sé verndari formannsins þegar raunin er sú að hann hefur miklu frekar bakað honum gríðarleg vandræði með stífni. 

Í umræðum kemur Kristinn fram eins og hann sé handhafi stefnu flokksins og borinn til að gegna sérstöku hlutverki við að túlka hana þótt hann hafi ekki komið að samningu hennar.

Einn helsti vandi Kristins er að hann virðist haldinn einhvers konar messíasarkomplex sem birtist m.a. með þeim hætti að honum líkar það afar illa ef viðmælendur hans eru ekki nákvæmlega á sömu og réttu skoðuninni og hann einmitt hefur. Þessi komplex birtist þjóðinni nú um helgina í Silfri Egils þegar Kristinn setti allsvakalega ofan í við Andrés Magnússon lækni. Kristinn sagði lækninum nánast að hann ætti ekki að hafa ranga skoðun.

Það er löngu orðið tímabært að Kristinn H. hætti að leita stöðugt eftir núningi við flokksbræður og -systur sínar og taki miklu frekar upp harða baráttu fyrir helstu stefnumálum flokksins.

Ég er nokkuð viss um að margur frjálslyndur væri til með að fyrirgefa núverandi formanni þingflokks Frjálslynda flokksins ef hann tæki upp á því að berjast af oddi fyrir skynsamlegra og réttlátara fiskveiðistjórnunarkerfi. Fyrsta skref í því væri að taka trillurnar út úr illræmdu kvótakerfi en þær voru settar inn í braskkerfið af ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks með skelfilegum afleiðingum fyrir Vestfirði. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flokkurinn þarf að losa sig við Kristinn og fleiri hans líka

Gísli (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 16:43

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

er þetta ekki innanflokksvandamál :)

Óskar Þorkelsson, 18.9.2008 kl. 16:48

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ef einhverjum hefur dottið í hug að fara eftir ályti Mannréttindanefndar Sameinuðu Þjóðanna þá gerir sá hinn sami það ekki með því að mismuna sjómönnum eftir stærð skipa.Það væri ekki mikið mál að fá ályktun mannréttindanefndarinnarum að það væri brot á jafnræðisreglunni.Fáir áttu jafnmikinn þátt í því og Kristinn H.Gunnarsson að festa trillurnar í kvótakerfinu, þegar hann sem stjórnarmaður í stjórn Byggðastofnunar barðist fyrir því að sett væri í lög að veðsetja mætti kvóta svo Byggðastofnun gæti lánað meira til kvótakaupa á trillur, sér í lagi fyrir vestan, svo þurfti Sparisjóðurinn í Bolungarvík líka að fá sínar tryggigar.

Sigurgeir Jónsson, 18.9.2008 kl. 17:07

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er klókt hjá Kristni að gera sig að píslarvotti. Þegar hann var pólitískt skipreika fyrir síðustu kosningar veltu margir vöngum yfir því hvar hann hygðist freista framlengingar á pólitísku lífi sínu. Margir tóku þar til máls og reyndu að geta í eyðurnar. Þegar þessari óvissu lauk með björgunaraðgerð Guðjóns Arnars var mikið hlegið og spáð fyrir um það hversu langur tími yrði að baki þegar Kristinn yrði búinn að koma flokknum í vandræði. Mér er ekki grunlaust að einhverjir þeir sem nú hafa hæst galað um einelti okkar gegn þessum gæflynda manni séu einmitt þeir sömu sem vöruðu okkur við honum. En nú hlakkar að sjálfsögðu í þeim og Kristinn telur líklega að ekki þurfi að efast um einlægni þessa fólks í hans garð.

Árni Gunnarsson, 18.9.2008 kl. 18:12

5 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Það er gott að eiga góða fjölskyldu.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 18.9.2008 kl. 19:31

6 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Ekki veit ég hvað kom yfir þig eða hvaða krankleiki hrjáir þig Sigurjón en það er greinilega eitthvað alvarlegt.

Ég hef áður sagt það hér að ég er sjálfstæður einstaklingur sem er fullfær um að taka mína eigin ákvarðanir og móta eigin skoðanir. Ég þarf ekki, líkt og sumir, að láta skúffumata mig á þeim eða segja mér fyrir verkum í þeim efnum. Ég hef tekið þátt í bloggskrifum sem sjálfstæður einstaklingur, á eigin ábyrgð og hyggst gera það áfram.

Mér sýnist sem menn verði að spóla betur afturábak til að kanna hvenær vandræðagangur og valdabaráttan hófst innan  FF. Það vita allir að það var löngu fyrir inngöngu Kristins í flokkinn. Því er svo erfitt að fjalla um málin út frá staðreyndum?

Þú kemur að raun að kjarna málsins í þessari bloggfærslu sem snýst um að menn væru reiðubúnir að fyrirgefa núverandi formanni ef hann tæki sig til og berðist fyrir réttlátari fiskveiðistjórnunarkerfi. Þetta snýst um óánægju gagnvart formanninum eins og flestir hljóta að sjá.

Þér hefur gengið illa að fóta þit og jafna þig eftir útkomu síðustu kosninga. Ekki bætti úr skák að félagi þinn; Magnús, fékk framkvæmdarstjórastarfið en ekki þú. Það eru til faglegir ráðgjafar sem aðstoða einstaklinga eftir áföll. Ég ráðlegg þér eindregið að skoða þann möguleika. Þunglyndi er vondur fylgifiskur áfalla.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 18.9.2008 kl. 19:50

7 identicon

Það er ekki eðlilegt að formaður og þigflokksformaðu seu úr sama kjördæmi. En þetta varð niðurstaða þigflokksinns á þeim tíma því miður. Þetta er ekki lýðræðislegt að mínu mati. Eg er þeirrar skoðunar að Jón Magnússon hefði átt að verða formaður þingflokksinns frá upphafi þingsinns. FF flokkurinn berst fyrir mannréttindum og lýðræði. Flokksforustan og aðrir flokksmenn verða að fara eftir sínum eigin samþykktum til að geta barist fyrir mannréttindum innanlads og utan. kv. Gísli Hjálmar Ólafsson

Gísli Hjálmar Ólafsson (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 20:51

8 Smámynd: Jóhann Kristjánsson

Það er ansi magnað að sjá hvað biturleikinn herjar á systur Kristins H.

Jóhann Kristjánsson, 18.9.2008 kl. 20:53

9 identicon

Undir þeim kringumstæðum sem nú eru uppi enn einu sinni í þessum blessaða stjórnmálaflokki, er óhætt að gera orð eins íþróttafréttamannsins að manns eigin þegar evrópsk handknattleiksþjóð var að slátra okkur íslendingum um miðjan seinni hálfleik.

Hvenær stoppar þetta eiginlega ? 

Ævar Þ. (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 21:10

10 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Kæra Guðrún,

ef þú telur Sigurjón þunglyndan tel ég stétt þinni og persónu ekki sæmandi að tala til hans á þennan hátt.

Þú verður að sætta þig við það að Sigurjón sé ósammála einhverjum í FF og hyggist reyna að afla skoðunum sínum fylgis innan flokksins. Það er bara mannlegt og eðlilegt. Það er barátta fyrir skoðunum ekki þunglyndi.

Lifðu heil.

Gunnar Skúli Ármannsson, 18.9.2008 kl. 21:10

11 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Ég verð að viðurkenna að ummæli þín; Gunnar Skúli, komu mér í opna skjöldu. Ég hef ekki bloggað í krafti stéttar minnar eða menntunar og skil því hvernig þú kýst að setja ummæli mín í tengsl við hana. Oftar en ekki hafa menn ,,talað" líkingarmál, bæði hér á þessari bloggsíðum og öðrum sem ekki er ætlast til að sé tekið of bókstaflega.

Ég er hjartanlega sammála þér í því að það er mannlegt og eðlilegt að afla skoðunum fylgis en ég er ekki alltaf sammála aðferðarfræði þeirri sem beitt er. Sumir virðast telja eðlilegt að viðhafa stóryrði og ill ummæli um einn félaga sinn á meðan ekki má blá blása á annan án þess að það sé niðurrif og ég veit ekk hvað og hvað. Lýðræði snýst í mínum huga um það að allir séu jafnir og á það við skoðanir þeirra einnig. Engin ein skoðun þarf að vera rétt, við þurfum að hafa umburðarlyndi gagnvart skoðunum hvors annars þó við séum þeim ósammála.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 19.9.2008 kl. 06:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband