Leita í fréttum mbl.is

Sjálfstæðisflokkurinn 2006-2008 - geggjaður málflutningur

Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík býður þjóðinni upp á dellumeik. Það er ekki eitt, það er allt. Gamli góði Villi hóf vegferðina með því að taka snúning og plata Ólaf F. þegar hann átti trúnaðarsamtöl við Björn Inga Hrafnsson um myndun heilsteypts meirihluta sem byggður var á heilindum og trausti. Félagarnir áttu afar gott samstarf þar til upp úr sauð vegna REI-málsins en báðir mökuðu krókinn. Trúnaðurinn brást vegna þess að öðrum eða báðum fannst annar maka meira en hinn.

Við tók meirihluti framsóknarmanna og annarra og þá áttu sjálfstæðismenn ekki orð yfir óheilindum Björns Inga. Notuð voru stór orð um Björninn og svo stór að búast hefði mátt við krossfestingu. Þeir sáu sér leik á borði og skrifuðu án athugasemda undir kosningastefnu Ólafs F. Magnússonar og vörðu hana í 200 daga, hvort sem það var að punga út háum upphæðum fyrir gömlum húsum eða vera á móti Bitruvirkjun og brotthvarfi flugvallarins.

Skyndilega kom babb í bátinn þegar Hanna Birna skoraði ekki nógu hátt í skoðanakönnun. Þá ákvað hún að segja skilið við Ólaf þrátt fyrir að að hennar sögn hafi verið um mjög árangursríkt samstarf að ræða og taka upp samband við hirðsvein Björns Inga og skýringin er auðvitað sú að endurnýja samband við Framsóknarflokkinn sem var traust þangað til því lauk.

Í öllum þessum vaðli sem látinn er ganga úr barka sjálfstæðismanna yfir landsmenn er mikil hætta á því að orð í íslensku máli, s.s. traust, árangur og heilindi, missi upphaflega merkingu sína.


mbl.is Ólafur: Blekktur til samstarfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Það er dapurt að horfa á viðtölin við annars vegar Hönnu Birnu og hins vegar Ólaf Friðrik. Það er eins og fólk tali tungum tveim. Segir engin satt í þessum stjórnmálum í Reykjavík.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 15.8.2008 kl. 20:58

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Mér fannst furðulegt að heyra í Kastljósi kvöldsins að Hanna Birna hafi viðurkennt fyrir alþjóð að hún hafi rætt kjaftasögur um einkalíf Ólafs F á margra klukkutíma fundi um slit meirihluta Reykjavíkurborgar en hinar ástæðurnar voru ráðning Gunnars Smára og síðan 19 aldar götumynd Laugavegarins.

Nú er spurning hvort að Hanna Birna hafi ekki tekið þessa varðveislu gamalla húsa og gilda of alvarlega og sé orðin sérstakur verndari Viktoríanskra gilda.

Sigurjón Þórðarson, 15.8.2008 kl. 21:53

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Er ekki bara allt í lagi í borgarstjórn ef hún fær að ráða allavega mátti Björn vera ef hann gerði eins og hún vildi fannst eins og það hefði verið svipað með Ólaf en nú hefur hún fengið Óskar inn verður fróðlegt að sjá hvort hann helst inni allt til loka

Jón Aðalsteinn Jónsson, 15.8.2008 kl. 22:18

4 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Mér fannst Hanna Birna trúverðugri í kvöld og vona að næst verði ríkisstjórnin fyrir smá upplyftingu.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 15.8.2008 kl. 22:19

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er aldrei að vita nema að Hanna Birna verði látin leysa Geir Haarde af hólmi ef að það er það sem þú átt við Högni en þá verður Össur að fara að vara sig.

Það gæti meira en verið að hún talaði við Össur með tveimur hrútshornum og færi rækilega yfir söguburð og gömul og góð viktríönsk gildi.

Sigurjón Þórðarson, 15.8.2008 kl. 22:29

6 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég held að það sé rétt hjá þér að einhver þessara orði tapi merkingu sinni. Hvernig getur samstarf sem er stofnað til til fjögurra ára verið traust þegar því lýkur fyrirvaralaust eftir rúmt ár? Hvaða heilindi eru í því að skrifa undir málefnasamning sem maður getur í mesta lagi sætt sig við upp á 25%? Hvenær fáum við Sundabraut? Hver er árangurinn í samgöngumálum Reykvíkinga?

Berglind Steinsdóttir, 15.8.2008 kl. 22:44

7 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ja ég er að vona að Samfylkingunni verði gefið rauða spjaldið og menn fari að bretta upp ermarnar.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 15.8.2008 kl. 22:58

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hanna Birna viðurkenndi að Sjálfstæðisflokkurinn hefði skrifað undir málefnasamning sem eftir á að hyggja hefði verið betri fyrir F-listann og ekki sanngjarn.  Var það kannski Ólafur sem plataði sjálfstæðismenn til að skrifa upp á þennan samning?

Sigurður Þórðarson, 15.8.2008 kl. 23:40

9 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Sigurjón.

Fráfarandi borgarstjóri var ekki i Frjálslynda flokknum frekar en varamaður hans og fleiri, sem skipaðir voru hægri vinstri í ráð og nefndir borgarinnar og komu flokknum lítið við.

Það er vonandi fyrir Reykvíkinga að þeir tveir flokkar sem skipa meirihluta hangi saman út kjörtímabilið.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 16.8.2008 kl. 00:57

10 identicon

Vissulega var ÓFM á móti Bitruvirkjun en við skulum ekki gleyma því að Skiplagsstofnun var áður búin að hafna henni vegna óafturkræfra áhrifa á náttúruna. Auðvitað var ÓFM feginn að fá slíkt vopn í hendurnar.

En þessi farsi sem borgarpólitíkin er, er náttúrlega afar neyðarlegur fyrir leikendur.

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 02:26

11 Smámynd: Halla Rut

Þau segja nú öll, Sigurður, að það hafi verið Kjartan sem kom með þennan samning til Ólafs. Svo það var Sjálfstæðisflokkurinn sem samdi hann. En auðvitað var hann samin á þann hátt sem mundi "lokka" Ólaf til upprisu og síðan til samstarfs. Merkilegir stjórnmálamenn sem skrifa undir samning sem þeir fyrirfram ætla sér ekki að standa við og er þeim ekki að skapi.

Halla Rut , 16.8.2008 kl. 09:57

12 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þá heuf það verið upplýst að það var Villi sem gekk frá kaupum á Laugaveg 4 og 6, á heimili sínu, að Ólafi forspurðum. Ólafur var síðana látinn taka ágjöfina þó hann hafi verið andvígur þessum vinnubrögðum.

Sigurður Þórðarson, 16.8.2008 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband