Leita í fréttum mbl.is

Sjálfstæðismenn þorðu ekki að mæta

Í gær var í Kastljósinu rætt um mál Ásmundar Jóhannssonar og mannréttindabrot stjórnvalda á íslenskum sjómönnum og auðvitað var reynt að fá á móti Grétari Mar, fulltrúa Frjálslynda flokksins, sem hefur staðið með sjómönnum einhvern fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem hefur ráðið þessum málaflokki frá 1991. Kerfið er illræmt á Íslandi og meirihluti þjóðarinnar vill breyta því. Að auki hefur það fengið falleinkunn hjá mannréttindanefnd SÞ.

Ég hef eftir áreiðanlegum heimildum að enginn sjálfstæðismaður hafi þorað að mæta í Kastljósið til að verja afkvæmið eða rétta sagt óskapnaðinn sem íslenska kvótakerfið er, heldur er sendur fulltrúi afar þröngra sérhagsmunasamtaka. Það er kannski tímanna tákn að Sjálfstæðisflokkurinn líti á ýmis sérhagsmunasamtök sem málsvara sína.

Kerfið er ómanneskjulegt og ósveigjanlegt og leyfir ekki einu sinni öldruðum og bakveikum sjómönnum að ná sér í nokkra þorska með handfærum af ótta við að þorskstofninn fari veg allrar veraldar. Þetta segir meira en flest um árangur kerfisins - árangursleysi.

Það sem er aumast við umræðu síðustu daga er að talsmenn og fjölmiðlar í bandi hjá sérhagsmunaöflunum hafa ekki treyst sér til að ræða mál efnislega, heldur farið að vega að persónu Ásmundar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég hugsa að ég myndi heldur ekki tresta mér í það, að fara að rífast við ofvaxið þroskaheft 7 ára barn í beinni útsendingu í sjónvarpi.

D. Eng (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 12:25

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

D. Eng, ert þú áhrifamaður í Sjálfstæðisflokknum eða jafnvel þingmaður sem þorir ekki að ræða nema í skjóli nafnleyndar mannréttindabrot ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks á sjómönnum?

Sigurjón Þórðarson, 12.8.2008 kl. 13:02

3 identicon

Alls ekki, ég er nú bara leikmaður út í bæ, sem furða mig á því hvernig þið reynið að gera einhverskonar alþýðuhetju úr manni sem fór  út úr þessari atvinnugrein með 60 milljónir á sínum tíma. Held að flestir viti bornir menn horfi bara á þetta sem þjófnað og rányrkju, það sem þetta kallast réttu nafni.

Skora svo á þig að fá þér bát, og fara út á sjó án veiðileyfis og kvóta.

D.Eng (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 13:39

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

D. Eng, þú verður að gæta að því að Ásmundur hefur álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna sér í vil.

Það á ekki við að kalla það rányrkju þó svo að Ásmundur veiði nokkra þorska á handfæri. Ég furða mig í sjálfu sér ekki á því að hve Sjálfstæðis og Samfylkingarfólk er feimið að verja þessi áframhaldandi mannréttindabrot Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar gagnvart öldnum sjómönnum sem verið er að brjóta á og þurfa að gera það í skjóli nafnleyndar hvort sem þeir nota dulnefnið Staksteinar eða þá D. Eng - Kerfið er nefnilega óverjandi enda hafa upphafleg markmið þess ekki gengið eftir þ.e. auka afrakstur fiskistofna og tryggja hag sjávarbyggðanna.

Sigurjón Þórðarson, 12.8.2008 kl. 14:20

5 identicon

Ég myndi ekki kalla 6 tonn af þorski nokkrir fiskar á handfæri, verðmæti þessa afla er um rúmlega 1 milljón króna.

Hvað varðar álit Sameinuðu Þjóðanna, hafið þið Frjálslyndir verið jafn duglegir við að taka það úr samhengi sínu og þið eruð við það að koma óorði á útlendinga.

Það kemur hvergi fram í þessu áliti, að kvótakerfið standist ekki mannréttindarákvæði. einungis kemur fram, að þegar kvótakerfið var sett, hafi menn sem voru búnir að vera lengi til sjós, og gert það að sínu framtíðarstarfi, misst vinnu sína bótalaust. þessi nefnd fjallar alls ekkert um kvótakerfið sem slíkt, og með því mætti gagnálykta að nefndin hafi fallist á rök íslands um gagnsemi þess að ráðist var í það að setja þetta kerfi.

mér þykir það líka ansi skondið sem manni sem fæddur er og alinn er upp út á landi, hversu marga af þínum stuðningsmönnum ég kannast við hér til hliðar, en margir af þeim einmitt seldu sín skip og svo kvóta og hurfu svo í burtu. eru þeir að biðja um nýtt kerfi til þess að getað grætt á því líka? það voru akkurat þessir menn sem rústuðu sjávarbyggðinni í landinu, þegar þeir seldu allt sitt og hurfu.

Þakka þér svo fyrir að líkja mér við fólk eins og Geir Haarde og Ingibjörgu S. Gísla. Það er þó allavega fólk sem hugsar með heilanum en ekki rassgatinu.

D. Eng (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 14:41

6 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

D. Eng, Ég kannast ekki við að Frjálslyndi flokkurinn hafi verið að snúa út úr áliti mannréttindanefndar Sþ en ég get hins vegar bent á nokkur dæmi þar sem félagar þínir úr Sjálfstæðisflokknum hafa gert lítið úr áðurnefndri mannréttindanefnd.

Mér finnst í raun átakanlegt að verða hvað eftir annað vitni að því að Sjálfstæðismenn skuli dylgja í skjóli nafnleyndar s.s. Staksteina í garð fólks sem vill breyta óréttlátu og algerlega gagnslausu kvótakerfi en í ljósi ofangreindra athugasemdar sem beint er gegn bloggvinum mínum vil ég taka fram að þeir eru úr öllum stjórnmálaflokkum og sömuleiðis eru margir utan flokka og ekki mikinn áhuga á stjórnmálum.

Að lokum vil ég taka undir með þér hvað það varðar að Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún hugsi með höfðinu en það gerum við nú flest.

Sigurjón Þórðarson, 12.8.2008 kl. 15:10

7 identicon

Jæja, þú virðist ekki vilja taka neina efnislega umræðu um þá punkta sem ég hef sagt. Ég efa það að þú hafir meiraðsegja lesið þetta álit þessarar nefndar.

En að búa til alþýðuhetju úr þessum manni, sem er búinn að græða 63 milljónir á þessu kerfi, og finnst það ekki nóg, er trúðaskapur af verstu gerð. en ég tek hattinn af fyrir þessum manni fyrir því, að hann gerir það sem hann trúir á, annað en þið Grétar Mar, sem hvetjið menn til þess að brjóta lög og farið svo heim og felið ykkur undir sófa.

Ég veit ekki hvar þú hefur það að ég sé úr sjálfstæðisflokknum? en þú kannski gefur þér það, því ég virðist vita það betur hvað við erum að tala um en þú?

svo að lokum skora ég aftur á þig og Grétar Mar að koma undan sófanum ykkar, og fara kvóta og veiðileyfislausir út á sjó!

það er ef Grétar gæti  þá e-ð notað þig til sjós.

D.Eng (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 15:24

8 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er alltaf spurning hvað á að taka mikla efnislega umræðu við þá sem skáka í skjóli nafnleyndar en ég hef áður tekið fram að ég hef ákveðinn skilning á því, hvort sem menn eru í Sjálfstæðisflokknum eða Samfylkingunni. 

 Ég er nú á því að menn sem taka sig til og sverta nafngreint fólk s.s. Ásmund í skjóli nafnleyndar s.s. Staksteinara gerðu ættu að hugsa sinn gang og sama á við um D. Eng. Þessi aðferð eða rottugangur vinnur vart vondum málstað fylgis.

Ásmundur hefur greint frá því að hann hafi selt sína útgerð fyrir daga framseljanlegra veiðiheimilda. 

Nefndarálit Sþ snérist í fyrsta lagi um:

Ólögmæta mismunun íslenskra ríkisborgara og niðurstaða nefndarinnar sú að íslenskum þegnum var verulega mismunað. Ríkið gat ekki sýnt fram á að upprunaleg úthlutun hefði byggst á sanngirni.

Þeim Íslendingum sem gert var að kaupa af öðrum sem fengu veiðiheimildir án endurgreiðslu urðu fyrir óréttlætanlegri mismunun.

Mannréttindanefndin taldi að íslensk stjórnvöld með þau Ingibjörgu Sólrún Gísladóttur og Geir Haarde í fararbroddi brytu í bága við 26 grein mannréttindasáttmálans og þess vegna bæri stjórnvöldum að greiða sjómönnunum sem kærðu bætur.

Gefinn var 180 daga frestur til að bregðast við í samræmi við álitið og rétta hlut sjómannanna sem í hlut áttu og breyta kerfinu í átt til sanngirnis. 

Ríkisstjórnin ákvað að hunds álitið og greiða sjómönnunum sem brotið var á ekki eina krónu í bætur.

Nefndarálitið er bindandi fyrir ríki sem vilja kalla sig réttarríki.

   

Sigurjón Þórðarson, 12.8.2008 kl. 16:05

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

D.Eng er kínverskt nafn Sigurjón. Þetta er bráðvel gefinn maður og bæði rökvís og kurteis. Það er hárrétt hjá honum að þau Geir og Ingibjörg hugsa með heilanum.

Árangurinn ber hinsvegar ekki vott um mjög þroskaðan heila.

 En svona okkar á milli D.Eng: Gengurðu kannski með hauspoka til öryggis, svona til viðbótar við nafnleyndina?

Árni Gunnarsson, 12.8.2008 kl. 17:16

10 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

D.Eng! það er eitt sem ég skil ekki, fyrir utan að þú segir ekki til nafns og hreytir skætingi, það er að þú segir að Ásmundur hafi grætt 60 millj. á kvótakerfinu, en, með leyfi fossseta, seldi Ásmundur ekki bátinn á matsverði áður en kvótinn var framseljanlegur?

Högni Jóhann Sigurjónsson, 12.8.2008 kl. 21:40

11 identicon

Ásmundur hefði fengið lítið fyrir bátinn ef ekki hefði verið kvóti á honum enda voru bátarnir á þessum tíma verðlausir.Ásmundur fékk sem sagt gott verð af því að það var verðmætur kvóti á bátnum. þetta er nú ekki flóknara en það að auðvitað græddi hann á kvótanum og urðu hann og Simmi bara þokkalega efnaðir.

Þórunn (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 22:19

12 identicon

Mikið er ég  svo sammála D. Eng með hann Grétar Mar. Hann virkar á mig eins og þroskaheftur og er Frjálslynda flokknum ekki til framdráttar.

Þórunn (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 22:27

13 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Mikið hljótið þið D.Eng og Þórunn að vera falleg, en þá bara að utan, svona gerðust kaupin á eyrinni sumsé þeir seldu bátinn sinn með kostum hans og göllum, ekki satt?

Högni Jóhann Sigurjónsson, 12.8.2008 kl. 22:30

14 identicon

Þér finnst kannski Ásmundur og Grétar fallegir að innan. Ásmundur búinn að stela á aðra miljón og Grétar kvaðst hafa stolið með því að landa framhjá vigt og hvetur svo aðra til að gerast þjófar.Ekki góð skilaboð eða kvað?

Þórunn (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 22:50

15 identicon

á að vera hvað?

Þórunn (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 22:58

16 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég hef ekki áhuga á að tala um persónurnar heldur mikklu frekar um aðferðarfræðina og kerfið og spyr aftur, svona gerðust kaupin á eyrinni sumsé þeir seldu bátinn sinn með kostum hans og göllum, ekki satt?

Högni Jóhann Sigurjónsson, 12.8.2008 kl. 23:45

17 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurjón.

Það er gifuryrðaflóðið eins og venjulega þegar kemur að umræðu um kvótakerfið, en vegna umræðuleysis þekkja menn kerfið ekki nógu mikið að sjá má.

Svo vill til að Grétar Mar Jónsson þekkir kerfi sjávarútvegs all vel fyrir og eftir upptöku kvótakerfis í sjávarútvegi og veit allt um annmarka kerfisins nú.

Fullyrðingar þess efnis að Ásmundur hafi " stolið " einhverju með sölu báts síns fyrir tíma framsals aflaheimild ( kvótabrasksins ) kalla þá á aðra spurningu þess efnis.

Hve miklu hafa allir aðrir núverandi útgerðarmenn "stolið"  í sams konar viðskiptum ?

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 12.8.2008 kl. 23:54

18 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Grétar stóð fyrir sínu eins og hann er vanur, og Friðrik J.Arngrimsson framkvæmdastjóri Landsambands Íslenskra Útgerðarmanna gat ekki svarað til um árangur kvótakerfis sjávarútvegs frá upphafi.

Enda engan að finna í þvi efni þegar litið er til þjóðarhagsmuna í heild.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 13.8.2008 kl. 02:16

19 Smámynd: Dunni

Gretar Mar er langt frá því að vera þroskaheftur.  Hann er bara alþýðumaður sem langar til að berjast fyrir réttindum sjómanna til að veiða fisk í kringum landið.

En honum voru ákaflega mislagðar hendur í Kastljósinu með Friðriki J. Þar var hann eins og framsóknarmaður. Já og nei þegar hann var spurður um löndun framhjá vigt. Já og nei þegar hann var spurður um hvort hann hefði kastað fiski í sjóinn sem ekki var hagkvæmt að koma með að landi. Svo nietaði hann að hafa hvatt Ása og aðra kvótalausa trillukarla mótmælaveiða.

Meðan málflutningur þingmanna Frjálslyndra er með þeim hætti sem Gretar flutti hann í Kastljósinu geta kvótalausir trillukarlar varla gert sér vonir um raunhæfan stuðning úr þeirri átt. 

Dunni, 13.8.2008 kl. 06:19

20 Smámynd: Sævar Einarsson

D.Eng: Gætir þú svarað því hvað mætti áætla að Sjálftökuflokkurinn sé búinn að arðræna þjóðina um marga milljarða í gegnum árin ? þeir milljarðar eru ansi margir. Að fremja þann gjörning með "ó"lögum að ríkisvaldið geti ráðstafað eign ALLRA Íslendinga til ákveðinnar atvinnustéttar er mannréttindabrot og það þarf ekki að kunna að kljúfa atóm til að sjá að það. Meiga Íslendingar kannski búast við því ef það finnst olía innann landhelgi Íslands að fáir útvaldir sitji að þeirri köku í ró og næði ?

Sævar Einarsson, 13.8.2008 kl. 08:52

21 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Grétar Mar hefði mátt spyrja Friðrik J. út í sjóræningjaveiðar Líú mafíunnar á Makríl. Makríll er kvótasettur nytjastofn og ákveður að ég held Norður- Atlandshafsfiskveiðiráðið kvótann. Eru þá ekki veiðar úr þeim stofni án kvóta rán? 

En að sjálfsögðu passar Líú sig á því að tala ekkert um þessar veiðar, nóg blása þeir útaf meintum sjóræningjaveiðum á Reykjaneshrygg. Ræningjarnir eru greinilega bara þeir sem eru mafíunni ekki þóknanlegir.

Hallgrímur Guðmundsson, 13.8.2008 kl. 09:53

22 identicon

Ef það er málið að félagi Sigurjón þurfi að komast út á sjó til að nokkrir af þeim sem bulla hér að ofan taki hann alvarlega, er hann velkominn með mér þegar hann vill, en ég held að það sé málinu óviðkomandi og hreinn útúrsnúningur að bulla um það. Sigurjón er nákunnugur atvinnulífinu á landsbyggðinni, enda lifir hann og starfar þar með okkur og fyrir okkur. - En eins og bent er líka á hér að ofan, er kannski einn megin þátturinn í þessu öllu saman hvaða gagn kvótakerfið hafi haft til þess að vernda og byggja upp fiskistofnana til framtíðar. Hver er árangurinn? Því þarf ekki að svara, það liggur í augum uppi. Málið er, að eins og frjálslyndi flokkurinn og fleira gott fólk hefur bent á, þarf að hugsa þessi mál alveg upp á nýtt. Það þarf að meta áhrif ýmissa veiðarfæra á lífið í sjónum og gera s.n. fjölstofna rannsóknir á áhrifum bæði veiða og og veiðistofna á lífríkið í heild. Nefni sem dæmi áhrif loðnuveiða á afkomu botnfiskstofna, áhrif botnvörpu og dragnótar á botnlífið o.s.frv. Þetta fæst hvorki Hafró, Sjávarútvegsráðuneytið eða LÍÚ til að ræða. Þeirra hugsun snýst öll um skammtímasjónarmið.  

Ellismellur (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 09:56

23 identicon

Ég veit um mann sem dæmi sem býr í Hanstholm í Danmök sem er kominn vel yfir sjötugt sem varð að yfirgefa land sitt vegna mannréttindabrota sem kvótakerfið öllu honum.

Það er ekkert blað hér á Íslandi sem hefur viljað vita af þessum manni né öðrum sem þar búa eða bjuggu svo ég viti sem urðu að flýja land vegna þessa brota. Jyllands Posten stærsta blaðið þar í landi gerði stórt og vandað viðtal við hann og fleiri þá lögfræðinga þar á bæ vegna þessara mannréttinda brota sem hann varð fyrir minnir að þetta viðtal hafi verið árið 1995.

Man svo vel eftir myndinni af þessum manni í blaðinu hann var myndaður við Hanstholm höfn með alla fiskibátanna á bak við sig svo stóð undir myndinni eins og ég man það ,,Sigurður Jónsson verður að láta sig duga að horfa á bátanna í Hanstholm höfn eftir þau áföll sem hann og hans fjöldskylda urðu fyrir vegna mannréttinda brota sem kvótakerfið öllu þeim.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

P.S.

Ef einhver blaðamaður hér á landi hefur áhuga að heyra í kappanum  þá er simanúmerið 00-45-97961918

B.N. (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 20:43

24 Smámynd: Jón V Viðarsson

Jesú sagði: Seljið kvótan ikkar til stórútgerðamannana og þið munuð uppskera miljónir króna í gróða. Í dag segja stórútgerðamenn: Leifið kvótanum að koma til okkar og þið fáið að leigja af okkur kvóta í staðinn. Já sniðug hugmynd segja lærisveinarnir og svo kærum við til mannréttiindadómstólsins og förum fram á bætur.

Svona er Ísland í dag :)

Jón V Viðarsson, 14.8.2008 kl. 00:13

25 identicon


Um eignarhaldsrétt útgerðarfélaga á kvóta.
Lög nr. 38 1990 1. gr. “Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.”

Staðreyndin er að kvóta er úthlutað af breytilegum forsendum frá ári til árs til útgerðaraðila. Úthlutun fiskikvóta hefur alltaf verið í höndum sjávarútvegsráðherra, með hliðsjón af ráðleggingum Hafrannsóknarstofnunar, og hefur aldrei leikið vafi á um rétt hans til þeirra aðgerða. Umræða um eignarhald er því út úr kortinu því stöðug afskipti samfélagsins af þessum verðmætum er til staðar. Því getur hefðarréttur aldrei myndast um kvóta. 

Þau kaup hins vegar manna á milli í gegnum tíðina á þessum ímyndum verðmæta í kvótalíkingu, varðar okkur samfélaginu ekkert um. Þeir gerðu þessi viðskipti sín á milli, án samráðs við þjóðfélagið, gegn vilja settra laga og því alfarið á þeirra ábyrgð.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 08:10

26 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Mannréttindadómstóll Evrópu er rétti vettvangurinn fyrir mál útgerðarmanna eins og Ásmundar.Ef mannréttindadómstóllinn neitar að taka málið fyrir þá er um ekkert mannréttindabrot að ræða.Frjálslyndiflokkurinn hlýtur að aðstoða Ásmund við að koma málinu til dómstólsins.Ef ekki þá er flokkurinn ekki trúverðugur.

Sigurgeir Jónsson, 14.8.2008 kl. 21:28

27 identicon

Ég er sammála því að Grétar Mar hefur ekki meiri þroska en sjö ára barn. Ég hef ætíð borið virðingu fyrir alþingismönnum þó skoðanir þeirra færu ekki saman við mínar. En mér er með öllu ómögulegt að bera virðingu fyrir þessum bullukolli sem heldur því fram að við sjómenn séum ótíndir glæpamenn sem stundum bara brottkast og löndum framhjá vigt og ýmislegt annað gruggugt eins og hann hélt fram. Það er með ólíkindum að fólk hafi geð í sér til að kjósa þennann mann á þing.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband