Leita í fréttum mbl.is

Sömu skrif nú og í blaði Reynis Trausta fyrir sautján árum

Á fjörur mínar rak merkilegt rit Reynis Traustasonar, ritstjóra DV, sem hann setti saman fyrir um 17 árum en þá var hann formaður Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Bylgjunnar. 

Í tilefni þess að ritið var veglegt afmælisrit félagsins var sjávarútvegsráðherra, Þorsteinn Pálsson, fenginn til að rita ávarp til félagsmanna Bylgjunnar og hér er gripið niður í það:

Enn á ný stöndum við frammi fyrir þrengingum í sjávarútvegi. Að þessu sinni er ástæðan sú að við þurfum að draga verulega saman þorskafla vegna lélegrar nýliðunar stofnsins á undanförnum árum. Þessi samdráttur bitnar á kjörum sjómanna og afkomu þjóðarbúsins í heild. Við þessum aðstæðum verður að bregðast með því að auka rannsóknir á lífríki hafsins og finna skýringar á því hvað þessu valdi. Í því skyni er mikilvægt að efla rannsóknir á hrygningu fiskistofna og vexti og viðkomu seiða. Þá verðum við að bregðast við þessum aflasamdrætti með því að bæta nýtingu og alla umgengni um auðlindina eins og frekast er kostur.

Sextán árum síðar má sjá nánast sömu skrif sama manns í leiðaraskrifum Fréttablaðsins. Enn er hvatt til þess að halda áfram svokallaðri uppbyggingarstefnu þorskstofnsins þó svo að sú niðurstaða blasi við að stefnan hafi algerlega brugðist sl. einn og hálfan áratuginn.

Aldrei hefur verið sýnt fram á eitthvert jákvætt samband á milli mikillar nýliðunar og stórs hrygningarstofns en samt er haldið áfram vonlausri baráttu í svokallaðri uppbyggingu - til að fá meiri veiði, meiri nýliðun seinna. Er ekki nóg komið af þessari vitleysu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þorsteinn hætti að skrifa og fékk sér ljósritunarvél.

Sigurður Þórðarson, 11.8.2008 kl. 19:24

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Í pistli Þorsteins stendur meðal annars "Framsóknarflokkurinn skipar sér að vísu á bekk með Frjálslyndum að því er þetta varðar. Það er nýmæli og skýr vísbending um pólitíska tæringu"

Það skyldi þó aldrei vera að eina tæringin sem á sér stað sé á milli eyrna Þorsteins... Þvílík afneitun.

Hallgrímur Guðmundsson, 11.8.2008 kl. 23:40

3 Smámynd: Júlíus Valsson

Þetta eru "tímalaus" skrif

Júlíus Valsson, 13.8.2008 kl. 21:17

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ef hrygningarstofn verður núll þá verður nýliðun núll.

Sigurgeir Jónsson, 14.8.2008 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband