Leita í fréttum mbl.is

Kerfið lokar miðum og mörkuðum

Forsíðufrétt blaðs allra landsmanna segir að Svisslendingar hafi lokað á sölu á villtum þorski frá Íslandi á þeim forsendum að veiðarnar séu ekki sjálfbærar. Án nokkurs efa hafa Svissararnir þær upplýsingar beint frá Hafró en þar á bæ hafa "sérfræðingar" metið þorskstofninn í stöðugt verra ásigkomulagi þrátt fyrir að dregið hafi verið verulega úr veiðum og sumum fiskimiðum nánast lokað. Fyrir nokkru gaf helsti sérfræðingur stofnunarinnar út það álit að við þorskstofninum blasti lítið annað en hrun ef haldið yrði áfram með sömu sókn. 

Þetta mat Hafró er vafasamt þar sem það byggir á reikniformúlum og -líkönum sem ganga þvert á viðtekna vistfræði og algerlega litið framhjá ástandi dýranna, fiskanna í stofninum sjálfum. Hvaða búfræðingi dytti í hug að fullyrða um ástand bústofns og hafa ekki til hliðsjónar ástand dýranna í stofninum? Ekki nokkrum. Þorskarnir sem Hafró telur að of mikið sé veitt af eru ekki að vaxa eins og þegar sóknin var meiri. Þessi litli vöxtur gefur augljóslega til kynna að minna sé um æti en áður fyrir hvern og einn. Helstu merki um ofveiði ættu að vera fáir fiskar sem vaxa of hratt.


mbl.is Lokað á villtan þorsk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Hvað myndi bóndi gera sem ætti ekki nóg fóður út veturinn fyrir skepnur sínar? Fella umframdýrin eða gera ekki neitt og láta  allt drepast? Eru þetta einhver geimvísindi?

Víðir Benediktsson, 10.8.2008 kl. 13:06

2 identicon

Þetta er undarlegt sérstaklega í ljósi efnahagsástandsins hér á landi sem er vægast sagt slæmt, að vera með þessa gullkistu (miðin) og láta hana nánast ósnerta.

Talað um einhver milljarða lán og bla bla, afhverju ekki að senda flotan út og fara að VEIÐA! Sækja peninga, ætli það mundi ekki eitthvað bæta í baráttunni við "kreppuna" hér á landi.

Þetta er kannski einföldun hjá mér, en það er mín skoðun að núverandi kerfi sé meingallað.

Einar (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 14:19

3 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Það er svo magt sem okkur, eða allavega mér er ekki ætlað að skilja og ég tek alveg heilshugar undir með Einari, afhverju í fjandanum er kvótinn ekki aukinn og það strax og svo má velta sér endalaust upp úr allskonar hugmyndum um blessaðann kvótann sem ég hef akkurat ekkert vit á, en skil ekki ahfverju smábátarnir fá ekki að róa "villt".

Þetta með ætið og fiskafjöldann er auðvitað eitthvað sem hafró þarf að skoða betur um leið og allar aðrar breytur vegna umhverfisbreytinga ss. sjávrhlýnunnar ofl. og breyta forsendum í líkaninu sínu, ef það er þá hægt að breyta einhverju þar.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 10.8.2008 kl. 21:39

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurjón.

Ég hefi ekki lesið þessa frétt en hins vegar er það ekkert skrýtið að aðrar þjóðir uppgötvi að núverandi skipulag fiskveiðistjórnunar er ekki sjálfbært fyrir fimm aura. Það veitir sjómönnum ekki jafnræði til atvinnu í atvinnugreininni, en ein forsenda sjálfbærni er dreifing starfa.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 11.8.2008 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband