Leita í fréttum mbl.is

VG er á móti friðun húsa við Laugaveginn

Það getur á stundum verið erfitt fyrir mig, saklausan sveitamanninn, að átta mig á því sem fram fer í stjórn Reykjavíkurhrepps. Það fer þó ekki á milli mála að fulltrúa Græna framboðsins, Svandísi Svavarsdóttur, er mjög í nöp við borgarstjóra sem leggur sig þó fram um halda aftur af öllum virkjunaráformum og stóriðju en á meðan Græna framboðið réði Reykjavíkurborg virkjaði borgin í gríð og erg til þess að knýja álver.

Í grein í 24 stundum í morgun mátti sjá að fulltrúi græningjanna hefur margt og mikið að setja út á borgarstjórann og ein aðfinnslan var við það að skipa Magnús Skúlason í skipulagsnefnd borgarinnar en hann er fastari fyrir en aðrir í friðun húsa. VG virðist vera mjög andsnúið þessari skipan og hlýtur málefnaleg ástæða að vera að baki, s.s. að vera á móti friðun húsa við Laugaveginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Röksemdafærsla er bara ekki þín sterka hlið. Niðurstöður þínar eru ekki neinu samræmi við staðreyndirnar.

Ármann Jakobsson hefur orðað þetta vel þegar hann segist styðja stefnumál Ólafs en að borgarstjórinn sé afleitur málsvari þeirra. Það að Svandís mótmæli því að nefndarmanni sé sparkað fyrir það eitt að vilja skoða mál almennilega áður en hún lýsi afstöðu sinni er fullkomlega eðlilegt og í raun nauðsynlegt.

Það má vel segja að það hafi ekki gengið nógu vel að koma stefnumálum VG að í tíð R-listans og það er í raun helsta ástæðan fyrir því hve margir innan VG vildu hætta því samstarfi. Þetta myndirðu kannski vita ef þú fylgdist með.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 10:54

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þakka þér þessar upplýsingar, Óli. Ég fylgist sæmilega vel með og m.a. með skrifum Ármanns Jakobssonar og ég skil að mörgu leyti hans málflutning en það verður alltaf erfiðara og erfiðara að skilja leiðtoga VG í borginni, Svandísi Svavarsdóttur, sem nánast grét þegar slitnaði upp úr samstarfinu við Samfylkingu og Framsókn og titrar nú af reiði þegar „árangur“ næst við að ná fram baráttumáli VG, s.s. að hægja á virkjunaráformum fyrir stóriðju og friða gömul hús í Reykjavík.

Sigurjón Þórðarson, 1.8.2008 kl. 18:18

3 identicon

Get ómögulega séð hvað er að röksemdafærslu Sigurjóns hér. Getur Svanhvít ekki stutt viðhorf Ólafs F. af því hann er ekki nógu góður málsvari þeirra? Óttalega eru það aumar mótbárur. Síðast þegar ég vissi var VG á móti virkjunum og með friðun gamalla húsa, rétt eins og Ólafur F. Sigurjón gerir vel í því að halda þessu til haga.

ábs (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband