Leita í fréttum mbl.is

Sínum augum lítur hver Glitni

Ég var rétt í þessu að lesa leiðara 24 stunda eftir Gunnhildi Örnu þar sem hún segir eitthvað á þá leið að það sé rétt að hafa áhyggjur af þeim starfsmönnum MEST sem Glitnir tók ekki undir verndarvæng sinn og ganga nú um atvinnulausir. Ég get vissulega tekið undir að það sé rétt að hugsa um þessa fjölmörgu starfsmenn og hvernig eigi að snúa við þeirri þróun sem er að verða á vinnumarkaði.

Það vill svo til að ég hitti nýlega fyrrverandi starfsmann MEST sem sér aðkomu Glitnis með allt öðrum hætti. Hann lítur svo á að Glitnir hafi hirt út úr fyrirtækinu verðmætustu bitana og skilið aðra viðskiptamenn fyrirtækisins eftir með ónýtar kröfur. Ekki sá hann heldur fyrir sér að starfsmennirnir sem voru endurráðnir væru teknir undir einhvern verndarvæng, heldur að þeim hafi verið settir afarkostir um kaup og kjör.

Það væri óskandi að það væri kafað örlítið niður í þessi mál og að ágætir fjölmiðlar landsins gæfu okkur gleggri mynd af stöðunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: tatum

Löglegt? en siðlaust!  Hvernig stendur á því að fólki finnst þessi aðgerð í lagi?????   Er það fólk í lagi?  Hvaða lög eru í þessu landi? eru þau fyrir launþega landsins? eða fyrir bankana? (peningamennina) Að taka besta hlutann úr fyrirtækinu, og breyta verri hlutanum í annað nafn, (kennitölu).... finnst fólkinu í landinu þetta í lagi? Á sama tíma og bankarnir eru að koma með hálfsársuppjör sitt með margramillljarða hagnaði?

tatum, 2.8.2008 kl. 21:21

2 Smámynd: Bumba

Ég fer nú að hallast að því að það sé eitthvað bogið við þessar hagnaðartölur ALLRA bankanna. Maður heyrir  bara um endalausar uppsagnir á starfsfólki og þar fram eftir götunum. Sérkennilegur gróði það. Með beztu kveðju.

Bumba, 2.8.2008 kl. 22:12

3 Smámynd: Sigurjón

Það er alveg klárt mál að bankarnir eru ekki í þessu brölti til að tapa á því, hvað þá halda hlífiskildi yfir einhverjum.  Vonandi fá þeir að finna fyrir því...

Sigurjón, 3.8.2008 kl. 01:10

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

það hlýtur að verða skoðaður sá gjörningur að lauma öllu gúddíinu burt svo skömmu fyrir gjaldþrotið. óþefur af málinu.

Brjánn Guðjónsson, 3.8.2008 kl. 02:50

5 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég hélt að undanskot á fjármunum korteri áður en það verður gjaldþrot væri refsivert, þetta á eftir að vera mjög fróðlegt. Og líka fróðlegt að Glitnir bauð starfsmönnum áfram vinnu gegn því að skrifa undir að þeir mættu ekki fara fram á neinar launakröfur / hækkanir launa næsti 15 mán. Ætli það verði þannig þegar bankarnir rúlla yfir um og það þurfi ríkið til að bjarga þeim. Þá hlýtur ríkið að fara fram á slíka samninga sem Glitnir bauð starsmönnum Mest við þá, annað væri unfair ... Þetta bankabrask er mjög svo skrítið.

Sævar Einarsson, 3.8.2008 kl. 03:44

6 identicon

Ég veit ekki hvort þetta er löglegt en það er allavega á mjög svo gráu svæði ,en siðlaust er það

Skal hinn nýi atvinnurekandi virða áfram launakjör og starfsskilyrði samkvæmt kjarasamningi með sömu skilyrðum og giltu fyrir framseljanda þar til kjarasamningi verður sagt upp eða hann rennur út eða þar til annar kjarasamningur öðlast gildi eða kemur til framkvæmda."

Þessa klausu fann ég á ASÍ vefnum getur einhver frætt mig um það hvort þá hafi ekki verið brotnar reglur á þessum mönnum .

Þeir eiga að fá alla þá hjálp sem þeir eiga rétt á ,til þess eru verkalýðsfélög og finnst mér þau ansi slöp undanfarandi ár og mega þau alveg fara að vakna til lífsins það á ekki alltaf að þurfa að byðja þau um hjálp eins og í svona stórum malum ,nóg er nú borgað í þau.

Guðmundur E.Jóelsson (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 10:08

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Og við skulum hafa það í huga að þarna er um að ræða TILRAUN TIL UNDANSKOTS, því að þetta er svo augljóst að ef skiptaráðandi þrotabúsins er með "fulla fimm" þá er ekkert mál, að rifta svona gjörningi, en því miður virðist ekki vera neinn vilji til að láta reyna á svona lagað og á meðan enginn gerir neitt má búast við uppákomum sem þessari. 

Jóhann Elíasson, 4.8.2008 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband