Leita í fréttum mbl.is

Þarf að auka völd ráðherra?

Í dag varð ég þeirrar ánægju aðnjótandi að Kristján Möller, íbúi Fjallabyggðar, sló á þráðinn til mín.  Satt best að segja var ég feginn að heyra í Kristjáni en það gaf til kynna að eitthvert lífsmark væri með stjórnarþingmönnum og ráðherrum landsbyggðarinnar. Það er a.m.k. ekki að heyra að þeir hafi gert eitthvert veður yfir nýrri skýrslu Byggðastofnunar um byggðir í nauðvörn en fólksfækkunina má að stórum hluta rekja til alræmds kvótakerfis sem rænir byggðirnar atvinnuréttinum.

Erindi Kristjáns Möller var að koma á framfæri þeirri leiðréttingu, afar kurteislega þó, að skrif mín um að samgönguráðherra hefði eitthvað með þá ákvörðun að gera að leggja af Siglufjarðarflugvöll væru röng. Ég hafði ályktað út frá fréttum í 24 stundum og vefsíðunni Lífið á Sigló að ráðherra væri potturinn og pannan í þeirri ákvörðun að leggja niður flugvöllinn, enda var ákvörðunin tekin í samráði við Flugstoðir ohf. sem heyrir undir ráðherra. Það var að heyra á ráðherra að hann hefði ekkert með málið að gera frekar en hver annar íbúi Siglufjarðar og ég gat ekki heyrt betur en að hann væri mótfallinn því að leggja niður völlinn. 

Ég vil því nota tækifærið og biðja Kristján Möller afsökunar á því að hafa misskilið málið með þeim hætti að telja að samgönguráðherra hefði eitthvað með starfrækslu flugvalla að gera. Þetta mál hlýtur að vekja upp alvarlegar spurningar um hvort í fyrsta lagi ekki sé nauðsynlegt að auka völd samgönguráðherra þannig að hann hafi eitthvað með grundvallarmál að gera og síðan í öðru lagi hvort hið nýja opinbera hlutafélag Flugstoðir ohf. fari algerlega gegn ráðherra í málum sem snerta samgöngur í heimabæ ráðherra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Það er ekkert annað. Hann getur þá ekki heldur státað sig af lengingu Akureyraflugvallar. Skítt maður.

Víðir Benediktsson, 27.7.2008 kl. 15:56

2 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Getur verið Sigurjón að stofnanir hins opinbera séu að verða svo sjálfstæðar að við getum hætt að gera út stjórnarráð og ofaní kaupið þurfi þær ekki með nokkrum hætti að standa sig, hvorki fjárhagslega eða verklega saman ber Vegagerð Ríkisins og Veiðimálastofnun og svo núna Flugstoðir.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 27.7.2008 kl. 17:54

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Högni þetta er góð spurning en svo er það hin hliðin sem vert er að velta upp.  Hún er hvort að ráðherrar sem vilja losna undan að axla ábyrgð reyni hvað þeir geta að drepa umræðunni á dreif með því að benda í allar áttir?

Sigurjón Þórðarson, 27.7.2008 kl. 17:59

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Siglufjörður hentar ekki vel til flugsamgangna af landfræðilegum ástæðum og það vinnur sennilega einna helst gegn flugvellinum þar. Göngin til Eyjafjarðar bæta síðan varla úr skák.

Sjálfur bjó ég á Siglufirði í nærri áratug og flaug þar af leiðandi oft og það gekk allt upp vegna þess að erfitt land og vafasamar aðstæður skapa sjálfsagt góða flugmenn. En samt geturðu ekki stólað á slíkt endalaust og vegarstæðið í vestur frá Siglufirði er vonlaust frá náttúrunnar hendi (það nefnist Skriðurnar) og eftir að göngin til austurs komast í gagnið ætti flugvöllurinn að mestu að leggjast niður nema til neyðarúrræða á borð við sjúkraflug.

Baldur Fjölnisson, 27.7.2008 kl. 21:52

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég greindi hæðni eina fína atarna.

Klárlega ekki karlagður karlánginn minn.

Steingrímur Helgason, 27.7.2008 kl. 22:53

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þakka þér fyrir þessa ábendingu Sigurjón. Hún hittir í mark eins og flest sem þú tekur til máls um. Auðvitað er Siglufjörður eitt af mörgum teiknum þar sem hin dauða hönd fiskveiðstjórnunar hefur sett mark sitt á þróun mannlífs. Samgöngur skapa ekki atvinnu en framleiðsla verðmæta skapar þörf fyrir góðar samgöngur. Þetta virðast stjórnvöld ekki sjá. Mín skoðun er sú að aldrei sem nú hafa fólkið á landsbyggðinni haft þörf fyrir menn eins og þig. Það er þó ljós í myrkrinu hjá okkur frjálslyndum á meðan þú gerir vart við þig á pólitískum vettvangi.

Ég vil sjá þig ganga sem formann út af næsta landsfundi okkar og þeim fer ört fjölgandi í okkar flokki sem þannig hugsum.

Og stattu svo vörð um Héraðsvötnin.

Bestu kveðjur í mína gömlu heimabyggð!

Árni Gunnarsson, 27.7.2008 kl. 23:17

7 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það er nú margt vitlausara en að hafa Siglfirðing sem ráðherra enda byggðist þjóðabúið einu sinni á framleiðslu en ekki á skuldapappírum. Kannski þurfum við að snúa okkur frá hundaskyggnilýsingum og árulækningum í fiskveiðar.

Baldur Fjölnisson, 27.7.2008 kl. 23:35

8 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Jú það er rétt og svo fjandans þrýstihóparnir (vinir, vandamenn og flokkfélagar).

Högni Jóhann Sigurjónsson, 28.7.2008 kl. 10:44

9 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Sæll Árni ég er nokkuð viss um að Guðjón Arnar yrði fanta ánægður með að sundkappi Skagafjarðar tæki við fomennskunni.

Sigurjón Þórðarson, 29.7.2008 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband