Leita í fréttum mbl.is

Þórhallur blaðamaður fékk verðlaun fyrir stíl

Það var margt um glæsimenni og glæsimeyjar á íþróttaleikvangi Neista á Hofsósi í dag þegar félagið fagnaði 110 ára afmæli sínu með skemmtilegri knattspyrnukeppni, grillveislu og léttum leikjum. Í mótslok veitti sjónvarpsmaðurinn og landsþekkti grínarinn Gísli Einarsson keppendum margvísleg verðlaun og einkum fyrir stíl. Meðal annars var gert upp á milli Óslandsbræðra um hver þeirra væri liðtækastur í boltasparki en hinn reyndi blaðamaður Skessuhorns, Þórhallur Ásmundsson, fékk bæði verðlaun fyrir fegurð, enda lítur hann út eins og Tarzan, og fyrir að vera ellismellur Neista fyrr og síðar.

Mitt lið, lið Fljótamanna, lenti í 2. sæti í keppninni og var gert út um leikinn í vítaspyrnukeppni þar sem ég stóð í markinu og Harpa Kristinsdóttir, kjarnorkukvendi, þrumaði knettinum rétt undir markslána. Gísli Einarsson lýsti aðdraganda marksins sem ógurlegum þar sem krafturinn sem Harpa leysti úr læðingi hefði jafnast á við Suðurlandsskjálftann.

Til hamingju með afmælið, Neistamenn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband