Leita í fréttum mbl.is

Ofurlaunasamningar Samfylkingarinnar

Á sama tíma og Jóhanna Sigurðardóttir saup hveljur og náði vart andanum í ræðustól Alþingis af hneykslun yfir ofurlaunasamningum í þjóðfélaginu gerði Samfylkingin í Grindavík ofurlaunasamning við fyrrverandi bæjarstjóra, Ólaf Örn Ólafsson, sem virðist hafa verið ráðinn á svipuðum kjörum og forseti Íslands og mun betri en forsætisráðherra þjóðarinnar.

Eitthvað virðist sem umrædd launakjör hafi verið girnileg beita og svo góð að leiðtogi jafnaðarmannaflokksins hafi tekið þá ákvörðun að slíta meirihlutanum til að geta sjálf sest í stólinn og makað krókinn, a.m.k. hefur hvergi komið upp kvittur um að um einhvern málefnaágreining hafi verið að ræða.

Umræddur samningur kom bæjarbúum í opna skjöldu, og jafnvel bæjarfulltrúum, enda er getið um sérkjör bæjarstjórans í einhverjum viðauka sem samþykktur er löngu eftir ráðningu bæjarstjórans.

Leiðtogi Samfylkingarinnar hefur verið drjúg við að skipa nýja sendiherra og jafnvel ráða ríkisforstjóra með ómálefnalegum hætti, eins og forstjóra Varnarmálastofnunar, og margir samfylkingarmenn hafa varið fyrrverandi REI-furstann sem vildi ekki skila opinberum gögnum. Líklegast er nú skynsamlegast fyrir almenning, ég tala ekki nú um blaðamenn, að grennslast fyrir um á hvaða ofurlaunum Samfylkingin hefur ráðið flokkshesta sína - og hvort einhverjir óvæntir viðaukar komi upp úr kafinu sem almenningur verður látinn punga út fyrir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ofursamningar f.v. bæjarstjóra í Grindavík

Nokkrar vangaveltur um ábyrgð kjörinna bæjarfulltrúa, sveitastjórna í

landinu. Ljóst er að samningur fráfarandi bæjarstjórnar Grindavíkur ( þ.e.

samfylkingar og sjálfstæðismanna) við fráfarandi bæjarstjóra á sér hvergi

hliðstæðu í íslenska stjórnkerfinu, hann er t.d. verulega hærri en

borgarstjórans í Reykjavík, forsætisráðherrans eða nokkurs annars

bæjarstjóra í landinu. Vísað til ráðningarsamnings dags. 13. júní 2006 og

viðauka dags. 12.3. 2007 sem má setja spurningarmerki við hvort sé

löglegur. Að mínu mati hefur fráfarandi meirihluti farið langt yfir þau

mörk sem teljast eðlilegir viðskiptahættir.

Ólafur R. Sigurðsson skipstjóri (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 23:28

2 identicon

Sæll Ólafur besti frændi

Þurfti ekki bæjaráð Grindavíkur til að samþykkja samninginn? Var engin viðstaddur frá fyrrverandi minnihluta þegar þessi samningur var gerður? Ef svo hefur verið var þá ekki gerð bókun um að sá minnihluti hafi mótmælt þessum gjörningi harðlega? Eða var minnihlutinn bundin trúnaði? 

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 23:46

3 Smámynd: Auðun Gíslason

Sjálfstæðisflokkurinn, var hann ekki líka í meirihluta?  Og hvað með minnihlutann?  Sagði hann ekki neitt?  Skil nú ekki alveg ykkur hægrimenn í þessari gagnrýni.  Það er ekki eins og Samfylkingin hafi verið ein að verki.  En samningurinn er forkastanlegur og ósvífinn!  Og bæjarstjórinn hlýtur að búa í dýrasta einbýlishúsinu í þorpinu!

Auðun Gíslason, 16.7.2008 kl. 01:06

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurjón.

Upphæðirnar sem þarna um ræðir eru ofar einhverju sem hinn almenni launamaður á vinnumarkaði kemst nokkurn tímann með tærnar í og með ólikindum að slíkt skuli til staðar í stórnsýslu hins opinbera.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 16.7.2008 kl. 01:52

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Sigurjón, mér finnst þú hnýta ómaklega í Jóhönnu Sigurðardóttur með þetta mál. Hún ber ekki ábyrgð á þessum samningi og þú veist það sjálfur. Jóhanna hefur í gegnum tíðina sýnt að hún er dugleg og heiðarleg og samkvæm sjálfri sér. Þú valdir hér einfaldlega ranga manneskju til að gagnrýna.

Ég get hins vegar alveg tekið undir restina í pistlinum þínum  

Haukur Nikulásson, 16.7.2008 kl. 08:38

6 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Jóhanna sagði forðum "Minn tími mun koma" nú er tími Jóhönnu komin og hefur verið undanfarið ár.

Ég held að Jóhanna hafi ekkert með þessi laun að gera. Mér finnst launin í Grindavík hreinn viðbjóður og auðvitað getur minnihlutinn lítið sagt hann er jú minnihlutinn.

Hvað með íbúana í Grindavík, segja þeir ekki neitt, þetta eru jú þeirra peiningar.

Mér finnst að Jóhanna eigi að standa við loforðin eins og til dæmis að huga að öldruðum, hvað sagði Samfylkingin fyrir síðustu kosningar, þeir lofuðu miklu í öldrunarþjónustunni. Jóhanna má ekki gleyma því !

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 16.7.2008 kl. 08:57

7 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég verð nú aðeins að taka upp hanskann fyrir fráfarandi bæjarstjóra í Grindavík þótt mér finnist launin há en hver er fyrirmyndin? Jú það er Alþingi.  Að vera bæjarstjóri er ekki öruggt starf eins og sannast núna í Grindavík og því ekkert óeðlilegt að bæjarstjórar vilji hafa einhverja tryggingu ef þeir missa starfið.  Alþingismaður sem ekki nær inn á þing fær full laun í nokkra mánuði, ég veit ekki hvað þeir eru margir.  Alþingismaður getur hætt á þingi aðeins 55 ára gamall og farið á eftirlaun og ef hann fær síðan vinnu þá heldur hann sínum eftirlaunum, jafnvel þótt hann fái starf hjá ríkinu.  Núna eru t.d.bæði Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson á fullum eftirlaunum sem forsætisráðherrar auk þeirra launa sem Davíð fær frá Seðlabankanum og Halldór fær hjá Norrænu ráðherranefndinni.  Það er oft sagt að eftir höfðinu dansa limirnir og er það bara ekki að ske núna í Grindavík, það ber bara meira á svona sukki í minni bæjarfélögum, nú eru t. d. 3 menn á fullum borgarstjóralaunum hjá Reykjavíkurborg og stutt í þann fjórða.  Og á þessari vitleysu bera allir flokkar ábyrgð og er þar Frjálslyndir ekki undanskildir.  Það er mjög algengt að bæjar- eða sveitarstjórum sé  útveguð íbúð og ef viðkomandi vill heldur kaupa sér hús þá er yfirleitt um það samið að viðkomandi sveitarfélag kaupi viðkomandi hús við starfslok.  Ég er sammála flestum sem hér hafa skrifað að þetta er rugl og vitleysa hjá Grindarvíkurbæ en fræinu var sáð á Alþingi, sem gaf af sér þessa uppskeru.

Jakob Falur Kristinsson, 16.7.2008 kl. 10:57

8 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er ekki verið að gagnrýna bæjarstjórann heldur þá sem gerðu samninginn við hann og Samfylkingin sem gerði samninginn er einmitt sá flokkur sem hafði hæst á sama tíma um að siðleysi ofurlauna.

Sigurjón Þórðarson, 16.7.2008 kl. 11:23

9 identicon

Minnihluti hvort sem hann er hjá ríki eða bæ á að veita meirihlutanum aðhald með opinni umræðu með því að koma eins og svona málum strax við fæðingu á framfæri við kjósendur. Aðgerðarleysi þýðir það sama og vera  sammála undir rós.

Baldvin Nielsen,Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 12:42

10 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég er sammála þér Baldvin að það þarf að taka þessi mál föstum tökum og kanna hvort að "viðaukinn" við samning bæjarstjórans hafi verið kynntur og þá hvernig. 

Einnig er þarft að spyrja út í hvort að nýr bæjarstjóri eigi von á enn einum viðaukanum frá Samfylkingunni.

Sigurjón Þórðarson, 16.7.2008 kl. 13:11

11 identicon

Jakob.  Ólafur þurfalingur var bæjarstjóri í Grindavík.  Það er ekkert sem réttlætir að hann þurfi sömu laun og forsætisráðherra, hvað þá hærri og margföld fríðindi.  Þetta er bara mas í þér.

Það er algjör óþarfi að afsaka úlfinn alveg þegar hann gleypir í sig litla sauði í pólítíkusaleik.

marco (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 21:47

12 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Sæll Sigurjón,

Ég var að setja saman undirskriftarlista til stuðnings Ásmundar Jóhannssonar, sem ég mun svo afhenda stjórnvöldum þegar að því kemur.

Hann er að finna hér http://www.petitiononline.com/mod_perl/signed.cgi?asmundur 

Fyrirgefðu að þetta kemur greininni þinni ekkert við, en ég veit að þú tekur vel í þetta.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 16.7.2008 kl. 22:46

13 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Laun bæjarstjórans eru hneyksli og skýr skilaboð niður launastigann.. Jakop.. ef ég hefði 1.4 milljónir á mánuði þá mundi mér ekki detta í hug að ég þyrfti starfslokasamning sem nær út yfir allan þjófabálk..  

exxxcuse me Guðsteinn.. en hver er Ásmundur ?

Óskar Þorkelsson, 16.7.2008 kl. 23:30

14 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ásmundur er sá sem er róa til fiskja í óleyfi stjórnvalda, hann á öngvan kvóta og er að mótmæla þessu heimskulega kerfi.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.7.2008 kl. 00:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband