Leita í fréttum mbl.is

Björn Bjarnason næsti forsætisráðherra?

Í pottunum og víðar heyrir maður á sjálfstæðismönnum vaxandi óánægju með Geir Haarde, sérstaklega slæma stöðu efnahagsmála sem hann ber mesta ábyrgð á sjálfur, þráa við að viðhalda vondu kvótakerfi og síðast en ekki síst undanlátssemi gagnvart vitleysunni í Samfylkingunni.

Þegar litið er yfir þinglið sjálfstæðismanna kemur einn maður upp í hugann sem væri líklegur til að snúa af þessari braut þráa og aðgerðaleysis Geirs Haarde. Það er helst Björn Bjarnason sem er vinnusamur og tilbúinn að skoða mál upp á nýtt, s.s. evrumálin. Hver veit nema dómsmálaráðherra sé einnig tilbúinn til að skoða sjávarútvegsstefnu þjóðarinnar sem hefur stórskaðað hana?


mbl.is Ríkisstjórnin ræði evrumál við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hættu nú, Sigurjón!

Og hvar hefur maður sjálfan þig? Orðinn evrusinni? Ég vona bara, að það hafi enginn verið að bjóða þér til Brussel í þingleyfinu langa.

Jón Valur Jensson, 14.7.2008 kl. 14:28

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Félagi Jón Valur, ég reikna nú ekki með því að BB sé ESB sinni þó svo að hann sé tilbúinn að skoða upptöku evru.

Hitt er svo annað mál að það er obbulítið skondið að þjóðin sem er búin að eyða of miklu með mikilli lántöku vill redda málunum annars vegar með þeirri töfralausn að skipta um mynt og hins vegar með því að taka lán - en á sama tíma má ekki heyrast á það minnnst að skynsamlegt sé að veiða meiri þorsk.  "Málsmetandi" menn vija miklu frekar ræða olíuhreinsunarstöðvar og lántökur. 

Sigurjón Þórðarson, 14.7.2008 kl. 14:45

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sigurjón, þú ert ágætur, en ég er ekki félagi í Frjálslynda flokknum, ef einhver skyldi halda það – hef aldrei tilheyrt honum og þótti leitt að frétta það nýlega, að þið skylduð hafna því að stefna á að verða kristinn flokkur.

Í þorskveiðimálunum erum við samherjar.

Jón Valur Jensson, 14.7.2008 kl. 15:00

4 Smámynd: Jóhann Kristjánsson

Ég tel blaðamannafund Geirs í dag merki um krísu sem sjálfstæðismenn eru komnir í. Ríkisstjórnin hefur fengið heimild til að taka 500 milljarða lán sem hún hefur síðan ekki nýtt sér hingað til ,,svo kemur Björn með aðra hugmynd sem er að taka upp evru. Geir ákveður síðan að grafa yfir sannleikann með blaðamannafundi.

Sannleikurinn er nefnilega sá að ríkisstjórnin hefur ekki hugmynd hvað skal gera í stöðunni og það má nefnilega ekki spyrjast út.

Á meðan hafa sjálfstæðismenn múlbundið samfylkinguna sem þorir ekki að segja eitt aukatekið orð.

Tilraun ríkisstjórnarinnar til að snúa stundarglasinu við er að mistakast og síðasti sandurinn í glasinu er um það bil að fara að renna í gegn.

Kveðja

Jóhann Kristjánsson formaður frjálslyndra í Eyjafirði

Jóhann Kristjánsson, 14.7.2008 kl. 15:58

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Jóhann, það er mjög mikið til í þessu.

Sigurjón Þórðarson, 14.7.2008 kl. 16:26

6 Smámynd: Víðir Benediktsson

Sigurjón, þér getur ekki verið alvara. Áttu virkilega von á því að Björn Bjarnason fari á móti LÍÚ klíkunni?

Víðir Benediktsson, 14.7.2008 kl. 17:32

7 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég hef það á tilfinningunni að innan LÍÚ séu menn opnari fyrir ýmsum breytingum og sjá að núverandi kerfi er ekki að ganga upp.

Það verður ekki litið fram hjá því að afl LÍÚ er að minnka í samfélaginu.  Það hefur gerst m.a. vegna þess að einn liðurinn í því að reyna að festa óréttlátt kvótakerfi í sessi hefur verið að halda þeirri vitleysu að þjóðinni að sjávarútvegurinn skipti ekki máli en það hefur minnkað upp leið pólitískan slagkraft greinarinnar sjálfrar.

Slagkrafturinn hefur þó fyrst og fremst minnkað vegna þess að kvótakerfið byggir á ráðgjöf Hafró og hugmyndum um uppbyggingu þorskstofnsins sem gengur ekki vistfræðilega upp og er dæmt til að mistakast, á sama tíma og kvótakerfið hefur boðið upp á gríðarlega skuldsetningu sem er farin að bíta nú þegar vextir hafa hækkað.

Tekjur eru því minni og skuldir hærri almennt og margir vilja því leita nýrra leiða og sjá tækifæri í breytingum.

Sigurjón Þórðarson, 14.7.2008 kl. 18:25

8 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Frjálslyndi flokkurinn verður á réttri leið meðan hann eltir ekki Samfylkingu og vinstri Græna, eða jafnvel Framsókn um þjóðnýtingu sjávarútvegsins og atvinnulífsins yfir höfuð.Sömuleiðis verður hann á réttri leið ef hann hafnar afskiptasemi Jesús Krists af stjórn landsins, þótt menn geti leyft sér að stjórna í anda hans ef þjóðin kýs svo´. Það sama gildir að sjálfsögðu um aðra spámenn, svo sem Múhammeð. Jón Val Jensson og Búdda.

Sigurgeir Jónsson, 14.7.2008 kl. 21:16

9 Smámynd: Sigríður Inga Sigurjónsdóttir

Er það ekki að fara úr öskunni í eldinn að Björn Bjarnason verði næsti forsætisráðherra? Sorrý en er ekki sami "rassinn"  undir þessu öllu? Það er varla hægt að kenna neinum um þetta bagalega ástand þjóðarinnar nema okkur sjálfum sem kjósum þetta bull yfir okkur ár eftir ár eftir ár......

Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, 15.7.2008 kl. 00:12

10 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurjón.

Það er skammt stórra högga á milli í Sjálfstæðisflokknum að virðist, því hafi menn kvartað yfir stjórnsemi fyrrverandi formanns, þá hljóta þeir hinir sömu að vera farnir að sakna einhvers frá þeim tíma miðað við andvaraleysis sem nú ríkir um mál öll.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 15.7.2008 kl. 00:44

11 identicon

ég hef það eftir nokkuð áræðanlegum heimildum að lánið sé á leiðinni og verði tilkynnt um það með blaðamannafundi seinna í vikunni....auðvitað er bb ekkert á leiðinni með að verða forsætisráðherra , þvílkt bull er þetta.

steiner (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 03:09

12 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Steiner, það er orðið hálfundarlegt ef öll stjórn efnahagsmála snúist um lántöku en núverandi forsætisráðherra á stærstu sök á ástandinu en hann og fjármálaráðherra sýndu mikið anvaraleysi.

Sigurjón Þórðarson, 15.7.2008 kl. 09:09

13 identicon

Ég sem Sjálfstæðismaður finnst það sama og Sigurjón lýsir.  Mér finnst Björn mjög góður stjórnmálamaður sem alltaf er vinna vinnuna sína.  Andstæðingar hans hafa þann ósið og snúa út úr öllu sem hann segir og gerir, því þeim stendur ógn af honum.

Hér fyrir nokkru var lýst eftir Geir, en hann virtist hafa horfið.  Maðurinn verður að fara taka sig saman og verða meira sýnilegri og hætta þessari meðvirkni með vitleysunni í Samfylkingunni.  Samfylkingin virðist komast upp með hvert bullið og upphlaupið á fætur öðru í þessu ríkistjórnarsambandi. 

Samband þeirra Geirs og Ingibjargar minnir æ meira á samband Gunnars á Hlíðarenda og Hallgerðar Langbrókar.  Bæði samböndin urðu til á Þingvöllum og samband þeirra Gunnars og Hallgerðar var allt annað en farsælt.  Samband Geirs og Ingibjargar virðist ætla að fara sömu leið, þó vissulega að maður voni ekki að samband Geirs og Ingibjargar verði eins örlagaríkt og samband Gunnars og Hallgerðar.

Júlíus S. Magnússon (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 10:17

14 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Í pottunum og víðar heyrir maður á sjálfstæðismönnum vaxandi óánægju með Geir Haarde, sérstaklega slæma stöðu efnahagsmála sem hann ber mesta ábyrgð á sjálfur


Ég vissi ekki að forsætisráðherra Íslands væri orðinn svona valdamikill í heiminum. Að hann geti komið af stað alþjóðlegri verðbólgu, mestu hækkunum á hráefnum siðan 1973 og hæsta olíuverði allra tíma og svo komið bönkum á hausinn í Ameríku, Danmörku og Bretlandi og látið þá afskrifa 600-700 miljarða dollara og startað þar með stærstu fjármálakreppu heims síðan 1930. Mér finnst að einhver ætti að aðvara Bandaríkjamenn. Þetta er skuggaleg þróun í það minnsta.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 15.7.2008 kl. 12:45

15 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Gunnar, hækkun á orku og matvælum er ekki það sem er að koma þjóðarbúinu hvað verst enda framleiða Íslendingar matvæli og landið býr yfir mikilli orku.

Það sem er að koma Íslendingum mjög illa er að Geir Haarde sýndi algjört andvaraleysi gagnvart erlendri lántöku bankanna sem dældu erlendu lánsfé inn á markaðinn sem hækkaði gengi íslensku krónunnar og olli miklum verðhækkunum á fasteignamarkaði. Í lok árs 2005 var hrein staða þjóðarbúsins við útlönd neikvæð um 856 milljarðar króna en nú  hefur staðan versnað gríðarlega og var í vor 2.212 milljarðar króna.  Þegar erlenda lánsféð hætti að berast inn í landið þá féll krónan um tugi prósenta og húsnæðismarkaðurinn er frosinn.

Ath. staðan versnaði á sama tíma og hið opinbera var að greiða upp sínar skuldir.

Það er ekki hægt að segja annað en að Geir Haarde hafi verið varaður rækilega við að stefnan væri varasöm, bæði af innlendum og erlendum aðilum. Sömuleiðis hefur hann verið varaður marg oft við að sjávarútvegsstefnan að veiða minna til að veiða meira seinna sé dæmd til að mistakast enda brýtur hún í bága við vitekna vistfræði.

Nú þurfa menn að gera það upp við sig hvort að Geir sé rétti maðurinn til að koma Íslendingum úr þeirri kreppu sem hann leiddi þjóðina í. 

Ég hef mínar efasemdir um það.

-865.618-1.391.412-1.583.996-1.280.946-1.332.502-1.352.908-1.583.996-2.211.997

Sigurjón Þórðarson, 15.7.2008 kl. 17:03

16 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Sigurjón og takk fyrir


Það er óbeint búið að bjarga bönkunum með því að halda þeim í skák mát með Íbúðalánasjóði. Enginn hefði sætt sig við að Forsætisráðherra Íslands hefði sett bönkunum stólinn fyrir dyrnar því það ríkir jú frelsi á fjármagnsmörkuðum. Það var ENGINN sem sá fjármálakreppuna koma nógu snemma annars væru jú ekki þessi vandræði allsstaðar í heiminum. Og það mun ENGINN seðlabanki neins staðar í heiminum fara út í bjarga bönkum sem hafa hagað sér óábyrgt eða sem eru illa reknir. Heldur ekki Seðlabanki Íslands. Það er engin hætta á því. En allir góðir seðlabankar munu hinsvegar standa við sitt frómasta hlutverk sem er að vera banki bankana þegar á reynir, og þegar allar forsendur eru uppfylltar fyrir öllum reglum leiksins. Þú sýnir mér bækurnar, ég mun skoða þær og svo ræðst áframhaldið af innihaldi bókanna og ég mun setja skilyrðin. Gæti verið sala, samruni eða gjaldþrot eða aðstoð.

Það er 2008 núna og ekki 1975. Sem betur fer. Ef það er einhver maður á réttum stað núna þá er það forsætisráðherra Geir H. Haarde og svo Seðlabankastjórinn

Fyrst var þetta Dönum að kenna

Svo Bretum

Svo krónunni

Svo er það nýjasta: sjálfur forsætisráðherrann.

Hvað næst ?

Ísland er á engan hátt meira ónæmt fyrir því sem er að ske á mörkuðum úti í hinum stóra heimi en önnur lönd eru. Menn verða að bíta á jaxlinn, taka á honum stóra sínum og grafa sig niður. Allir aðrir gera það við svona aðstæður. Svo er að bíða.

Kæru félagar, það munu koma betri tímar.

Gunnar Rögnvaldsson, 15.7.2008 kl. 18:00

17 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Afsakið: á að vera minna ónæmt en ekki "meira ónæmt"

Gunnar Rögnvaldsson, 15.7.2008 kl. 18:03

18 Smámynd: Óskar Þorkelsson

"Og það mun ENGINN seðlabanki neins staðar í heiminum fara út í bjarga bönkum sem hafa hagað sér óábyrgt eða sem eru illa reknir. "                                                                                                                        Er ekki bandaríkjastjórn að gera einmitt þetta í dag Gunnar ?

Óskar Þorkelsson, 15.7.2008 kl. 22:44

19 Smámynd: Árni Gunnarsson

Gunnar: Hver einasti bóndi og hver einasti rútubílstjóri á íslandi sá það fyrir að útrásarbrjálsemi þessara fjármálaspilafíkla var hættuspil. Og ekki bara hættuspil fyrir hlutabréfaeigendurna sem búið var að sýkja af fíkninni, heldur fyrir þjóðarbúið í heild.

Sú óhóflega skuldsetning umfram þjóðarframleiðsluna var beinlínis rússnesk rúlletta. Íslenska hagkerfið er svo örsmátt og samkvæmt því viðkvæmt að veðsetning sem mistókst hlaut að koma með meiri þunga á íslensk heimili en ef um milljónaþjóðir hefði verið að ræða.

Stjórnvöld hunsuðu þá sjálfsögðu skyldu að krefja bankana um bindiskyldu og að auka gjaldeyrisforða seðlabankans.

Tölurnar sem Sigurjón tilgreindi áttu að vera stjórnvöldum skilaboð um að þörf væri á að stíga á einhverjar bremsur. En stjórnvöld trúðu á kraftaverk frjálshyggjunnar.

Við skulum einfalda allar vangaveltur um hagfræði og viðurkenna að kenningar markaðshyggjunnar og frjálshyggjunnar þreyttu sína prófraun á litla Íslandi og- KOLFÉLLU.

En bjálfarnir í Samfylkingunni gráta þurrum tárum. Nú sjá þeir fram á betri tíð til að predika inngönguna í ESB. Þeir hafa gefist upp á því að trúa á sjálfstæða þjóð í þessu auðuga landi. Gefist upp- fyrir löngu.

Árni Gunnarsson, 15.7.2008 kl. 23:37

20 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Óskar

Nei, Óskar. Freddie Mac (The Federal Home Loan Mortgage Corporation) og Fannie Mae (The Federal National Mortgage Association) standa fyrir 50% af öllum húsæðislánum í BNA. Þetta eru EKKI subprime bréf. Þetta er fyrsti veðréttur. Ef menn fara að efast um að skuldabréf þessara stofnana séu ekki nógu vel tryggð þá myndi það jafngilda því raganrökum fyrir allann heiminn - það ekki gott fyrir neinn. Svo já The Fed kemur og ítrekar að hann muni styðja við bakið þeim EF á þarf að halda. Það vissu allir og það þarf að ítreka það á viðsjárverðum tímum. Það næsta sem Ísland kemst þessu er sennilega skuldabréf Íbúðalánasjóð. En þau eru jú bökkuð upp með ríkisábyrgð frá byrjun við sjálfa útgáfuna á bréfunum, annars hefði enginn keypt þau nema með stórum afföllum frá byrjun. Þetta er sem sagt ekki venjuleg bankastarfssemi. Það var Bear Stearns ekki heldur, hann var fjárfestingabanki, sem varð fyrir áhlaupi. Enginn banki getur staðist áhlaup, enginn. Alveg sama hverju ofurvel hann er rekinn. Þá koma Seðlabankar til hjálpar. Það er þeirra hlutverk.

Árni

Það skiptir engu máli hvort hagkerfi Íslands sé lítið eða stórt. Þá eru upphæðirnar bara minni eða stærri. Það sem skiptir máli er að annaðhvort ertu með frjálst markaðskerfi eða ekki. Það er ekki hægt að hafa frelsi á fimmtudögum og svo ófrelsi á mánudögum af því að mun "kanski" rigna næsta laugardag. Engir peningar myndu vilja setjast að í svoleiðis hagkerfi. Fyrirtækin myndu hvergi geta sótt peninga á hlutabréfa- og fjármálamörkuðum í svona hagkerfi því það væru einfaldlega engir kaupendur að bréfunum. Reglurnar verða að vera alveg kristal klárar frá byrjun því enginn kaupir bíómiða á sýningu þar sem sýningarvélin fer kanski í gang eða ekki eða þar sem þú færð stuð úr stólnum ef þú hallar þér afturábak á vissum köflum í myndinni.

Fjármálamarkaðirnir eru taugakerfi kapítalismans og þú getur alveg trúað því að ef þeir virka ekki þá virkar ekki neitt í þínu samfélagi. Þá færi kapítalismalíkaminn að sprikla óstjórnlega og á hinn undarlegasta hátt eins til dæmis að hefja bæjarútgerðarrekstur eða henda peningunum þínu í ofnana eða í sjóinn. Enginn nema Skattheimtan vill fjárfesta í svoleiðis sunnudagafélagi. Taugakerfi kapítalismans er víst nógu viðkvæmt fyrir án þess að það þurfi að setja það á LSD.

Fyrirtæki í svona samfélagi myndu hætta að þora að taka áhættu, hætta að geta skaffað sér hlutafé á mörkuðum og einfaldlega flytja úr landi. Bless. Ef hluthafarnir missa trúnna á samfélaginu þá er ekki von á góðu. Þeir hefðu allir selt allt á núll komma fimm ef það hefði átt að setja sunnudagahömlur á bankana í bullandi góðæri útaf því að Forsætisráðherra Íslands væri gæddur yfirskilvitlegum hæfileikum og talaði við "menn að handan" á mánudögum, því þá hefðu þeir álitið að þetta væri blöff og bíó og rugl.

Ef maður þolir ekki hitann í eldhúsinu þá á maður að halda sig frá eldhúsinu og gera eitthvað annað.

Ég held að íslenskir bankar séu alveg ágætlega vel reknir og að minnsta kosti eins vel reknir og góðir bankar úti í hinum stóra heimi. En enginn er samt stikk frí frá hörmungum. Þetta eru viðsjárverðir tímar.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 16.7.2008 kl. 06:06

21 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég segi nú bara; Guð forði okkur frá því að Björn Bjarnason verði forsætisráðherra.  Þá vil ég heldur jólasveininn.

Jakob Falur Kristinsson, 16.7.2008 kl. 11:02

22 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ágæti Gunnar! Ríkisbankarnir tveir voru vildargjafir íslenskra stjórnmálamanna til einkavina. Þetta veit öll íslenska þjóðin og það er óumdeilt fyrir utan þá sem að gjöfinni stóðu og þeirra pólitíska lið. Kaupverðið var "pro forma" og langt undir sannvirði að dómi ágætra hagspekinga. Það gæti hafa verið reiknað eftir formúlunni sem fundin var þegar Kaupþing bauð í SPRON, en þá lækkaði mat fyrirtækisins um yfir 70% á fáum vikum án viðhlítandi skýringa.

Ef maður þolir ekki hitann í eldhúsinu þá á maður að halda sig frá eldhúsinu og gera eitthvað annað. Þetta er rétt.  Nú þoldu ekki stjórnendur bankanna hitann í eldhúsinu og þeir  lögðu á flótta. Þeir flýðu til þeirra sem færðu þeim bankana á silfurfati og heimtuðu kælingu. Og þeir öskra á kælinguna og spyrja hvar fjandinn sé eiginlega í gangi? Þjóðin á nefnilega að bera ábyrgðina þegar upp er staðið. Mér líkar einföldun best þegar rætt er um brennandi málefni. Og ég hafna orðhengilshætti.

Ein spurning af forvitni: Af hverju búum við Íslendingar við hæstu stýrivexti í heimi?

Fjallgöngumaður getur leyft sér að hætta lífi sínu með galgopahætti og fífldirfsku ef hann hefur engum fyrir að sjá nema sjálfum sér. Fyrirvinna 10 manna fjölskyldu er ábyrgðarlaust fífl ef hann lætur sér verða þesskonar hátterni. Farsæll skipstjóri fiskar betur en kollegar hans árum saman og missir þó aldrei mann. Og það eru til aðrar pólitískar aðferðir við valdstjórn en óheft frjálshyggja og blindur kommúnismi. Þetta vitum við báðir. Og jafnframt það að yfirþjóðlegt vald á borð við EB er snautleg leið til lausnar á tímabundnu vandamáli þjóðar sem er jafn rík af auðlindum og íslenska þjóðin.

Niðurstaða: Útlánakreppa bankanna okkar er að lama atvinnulíf þjóðarinnar. Ástæðan er ábyrgðarlaust flan heimskra stjórnenda sem byrjuðu feril sinn snemma á því að skammta sér ofurlaun vegna yfirþyrmandi ábyrgðar og meistaralegrar stjórnunar!

Og eins og þú réttilega bentir á þá hljóta að gilda sömu lögmálin alla daga vikunnar og flónskuleg frjálshyggja sannaði fánýti sitt með því að í vikulokin hættu lögmálin að gilda; jafnframt að þeir sem kynda eldhúsið óbærilega eiga að yfirgefa það tafarlaust með skömmustusvip.

Árni Gunnarsson, 16.7.2008 kl. 18:01

23 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Kæri Árni. Ég öfunda þig af þinni fallegu og góðu íslensku.


Stýrðir vextir seðlabanka

Land..........Núna........Síðasta Breyting

Turkey 16,25 Hækkun

Iceland 15,50 Hækkun

Brazil 12,25 Hækkun

S-Africa 12,00 Hækkun

Egypt 10,50 Hækkun

India. 8,50 Hækkun

Hungary 8,50 Hækkun

New Zeal 8,25 Hækkun

China 7,47 Hækkun

Australia 7,25 Hækkun

Norway 5,75 Hækkun

S-Korea 5,00 Hækkun

Bretland 5,00 lækkun

Sweden 4,50 Hækkun

ECB Evra 4,25 Hækkun

Slovakia 4,25 lækkun

Tékkland 3,75 Hækkun

Taiwan 3,6250 Hækkun

Hong K. 3,50 lækkun

Canada 3,00 lækkun

Sviss.. 2,75 Hækkun

USA... 2,00 lækkun

Japan 0,50 Hækkun

Þetta kemur í öllum stærðum en það mikilvægasta er það þetta kemur eftir ÞÖRFUM! Verðbólgu.

Á Íslandi er pass-through virkni hæst, þ.e. þar fara erlendar verðhækkanir hraðast út í verðlag, næstum strax. Þið verðið byrjuð að lækka stýrivexti á meðan hinir eru ennþá að hækka þá. Og þá munuð þið ekki væla.

Þú veist að hitt er einungis þessi venjulegi söngur. En ég skil hann samt vel. Þetta er ekki skemmtilegt. Þolinmæði. Á haustmánuðum verður lækkunarferlið byrjað.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 16.7.2008 kl. 21:26

24 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Slóð beint í æð (ég sé að ég hef klúðrað einhverju af síðustu breytingum sýnist mér, afsakið það).

WORLD INTEREST RATES TABLE

Gunnar Rögnvaldsson, 16.7.2008 kl. 21:33

25 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þú þarft engan að öfunda af þokkalegri málkennd Gunnar.

En nú höfum við lokið þessu tuski okkar,- vonandi báðir ósárir.

B.kv.

Árni Gunnarsson, 16.7.2008 kl. 22:43

26 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já, og takk fyrir kaffið Árni !

Bestu kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 17.7.2008 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband