Leita í fréttum mbl.is

Paul Ramses vs. Björn Bjarnason

Mál Íslandsvinarins og Keníubúans Pauls Ramses hefur verið rekið á mjög tilfinningasömum nótum þar sem Ramses, hinn bjarti góði drengur, er fórnarlamb hins svarta Björns Bjarnasonar sem býr í Skuggasundi. Ekki ætla ég að hætta mér út í þá umræðu, heldur benda á að Samfylkingin sem vill að við Íslendingur göngum inn í bandalag hinna góðu og göfugu Evrópuríkja treystir alls ekki einu af stofnríkjum Evrópusambandsins til að fjalla með óvilhöllum hætti um mál Ramses sem er algjörlega borðliggjandi að mati Evrópusinnanna í Samfylkingunni.
mbl.is Vill að dómsmálaráðherra endurskoði ákvörðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef ég væri svo óheppinn að þurfa að yfirgefa landið í óvissuna um framtíð mína - þá vildi ég að þeir sem styddu mig tæki því persónulega og af tilfinningarhita. Það hefur nefnilega oftar en einu sinni komið í ljós að rök og kurteisi eru eins og sultan á brauðinu. Bara eitthvað sem hægt er að kyngja, melta og skila svo frá sér.

Ég treysti lögfræðingi Pauls til að vera nógu rökfastur. Það er einmitt hlutverk hinna að hafa hátt og sýna í orði og verki að okkur er ekki sama!

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 23:44

2 identicon

Sæll Sigurjón,

Jæja nú verðurðu aldeilis flengdur opinberlega og úthrópaður nasisti og upphafsmaður alnæmisfaraldursins. ef ekki bara aðalritari öxulveldis hins ílla.

Svona ljótt má ekki segja um Samfylkinguna og PC-klíkuna og skoðunakönnunar flokkinn sem eru ljós réttlætisins hér á hjara veraldar.

Ég verð nú reyndar að segja fyrir mitt leiti að ég skil ekki þetta fjaðrafok vegna þessa máls. mér sýnist þetta vera gjörsamlega borðleggjandi og að við sem aðilar að Shengen-sáttmálanum og Döblin-sáttmálanum erum hreinlega ekki í neinni aðstöðu til þess að gera lítið úr getu Ítalskra yfirvalda til þess að taka á þessu máli eins og þeim ber samkvæmt þeim sáttmálum sem við og þeir erum aðilar að.

Þetta mál er búið að snúast upp í þvílíkan taglhnýting að annað eins hefur ekki sést síðan Lúkasrarmálið kom upp í blogg heimum.

Kv,

Umhugsun.

Umhugsun (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 23:45

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Því miður er Ramses ekki Þröngsýnisflokknum hugnanlegur enda af kolröngu kyni.. en maður með nafn eins allra mesta einræðisherra allra tíma Rameses II er fær um að velta BB.. og ekki bara það heldur rjúfa stjórnina... 

Óskar Þorkelsson, 7.7.2008 kl. 23:55

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það skyldi þó aldrei verða að ég verði fordæmdur af flokknum sem hefur hunsað álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna og lagt blessun sína yfir áframhaldandi mannréttindabrot gagnvart sjómönnum.

Sigurjón Þórðarson, 8.7.2008 kl. 00:00

5 identicon

Sælir,

Það kæmi ekki stórkostlega á óvart að Samfó myndi nota Ramses sem átyllu til þess að leysa upp stjórnina. Málflutningur Ágústs Ólafs í kvöld er virkar fyrir mér eins og bensín á þá glóð....

Kv,

Umhugsun.  

Umhugsun (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 01:23

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurjón.

Jú jú málið er sett upp með þessu móti eins og þú lýsir það er alveg rétt.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 8.7.2008 kl. 02:04

7 identicon

Móttaka pólitískra flóttamanna á Íslandi er og hefur alltaf verið til skammar. Og ekki sýnist mér að hún mundi skána ef þið kæmust til valda.

Gerður (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 09:29

8 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Gerður ég hef reyndar fylgst nokkuð með ástandi mála í Kenýa og þar hefur sem betur fer ástand færst til betri vegar á meðan miklu alvarlegra ástand er í ríkjum bæði fyrir sunnan og norðan landið.

Sigurjón Þórðarson, 8.7.2008 kl. 09:56

9 identicon

Sigurjón, síðasta færsla er nú ansi aum hjá þér og hvað áttu við. Þegar kemur að málefni Paul Ramses, hvaða máli skiptir þá að ástandið sé verra í einhverjum öðrum löndum en heima landi hans. Það er vel ef ástandið er að skána í Kenýa en það er enn slæmt. Eigum við ekkert að aðhafast í málefnum hans útaf því að nú eru líkurnar ekki eins rosalega miklar á að hann verði fyrir alvarlegu ofbeldi ef hann yrði sendur aftur til Kenýa. Það er hann og hans fjölskylda sem málið snýst um og viðbrögð íslenskra stjórnvalda og það er fáranlegt að vera með athugasemdir um að ástandið sé verra einhverstaðar annarsstaðar.

 Myndir þú sætta þig við þau rök að Íslendingar eigi bara að vera sáttir við fiskveiðikerfið hér af því að það er verra í sumum öðrum löndum. Á það kannski að vera svar ríkisstjórnarinnar til Mannréttindarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Miðað við síðustu færslu þína ættu þér að þykja það góð rök og við Íslendingar bara að þurfa að fást við málefni flóttafólks frá því landi sem málefnin eru allra verst. Ef þau eru bara slæm, þá geta bara einhverjir aðrir séð um það!

Ármann (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 10:32

10 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ármann, mér finnst það helvíti hart ef það má ekki lengur benda á að mál séu að færast til betri vegar í Kenýa.

Sigurjón Þórðarson, 8.7.2008 kl. 10:42

11 identicon

Það er gott að ástandið sé að batna þar, en þú varst ekki bara að benda á það heldur var það svar þitt við athugasemd sem Gerður kom með þegar hún sagði:

Móttaka pólitískra flóttamanna á Íslandi er og hefur alltaf verið til skammar. Og ekki sýnist mér að hún mundi skána ef þið kæmust til valda.

Gerður (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 09:29

Við þeirri færslu sagðir þú:

Gerður ég hef reyndar fylgst nokkuð með ástandi mála í Kenýa og þar hefur sem betur fer ástand færst til betri vegar á meðan miklu alvarlegra ástand er í ríkjum bæði fyrir sunnan og norðan landið.

 Ég stend því við það að mér þykir þetta aumt svar hjá þér við athugsemd Gerðar og kannski undirstrikar það bara að ef Frjálslindir væru við völd - eða allavegana þú - þá myndi ekki verið unnið betur að málefnum flóttamanna heldur bara bennt á að ástandið væri nú að batna sumstaðar og verra annarsstaðar - og landamæri Íslands gjörsamlega lokuð og önnur lönd bæru alla ábyrg en Ísland enga!

Ármann (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 11:14

12 identicon

Ég afsaka ef þér finnst ég vera eitthvað ókurteis í þinn garð hér í síðustu færslum - það er ekki meiningin - mér finnst þetta bara léleg vinnubrögð hjá þér, sérstaklega í ljósi þess hvernig þú skrifar þegar kemur að mannréttindum og fiskveiðikerfinu á íslandi og hvernig íslensk stjórnvöld haga sér gagnvart SÞ í þeim málum. Ég vona svo sannarlega að þú hafir eitthvað meira og betra fram að færa þegar kemur að málefnum Paul Ramses og flóttamönnum og stefnu dómsmálaráðherra, annað en að benda á að ástandið sé að skána í Kenýa og samfylkingin virðist ekki treysta eihverju EB landi. Hafðu frekar þá hugsjón að VIÐ íslendingar eigum að standa okkur betur þegar kemur að málefnum flóttafólks og mannréttinda. Þú ert ekki huglaus maður og ættir ekki að vera hræddur við að blanda þér í þessa umræðu frekar en aðrar. Bestu kveðjur, Ármann

Ármann (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 12:01

13 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ármann, hvað vilt þú taka við mörgum flóttamönnum á ári, en það er ef nógu að taka?

100?

1000?

3.000?

Sigurjón Þórðarson, 8.7.2008 kl. 12:34

14 Smámynd: Heidi Strand

 Mér finnst þetta mál skelfilegt frá A til Ö.


Heidi Strand, 8.7.2008 kl. 12:46

15 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég get tekið það Heidi að þetta eru mjög erfið mál.

Jón Grétar hvað telur þú að íslenskt samfélag ráði við að taka við mörgum flóttamönnum?

Sigurjón Þórðarson, 8.7.2008 kl. 13:06

16 Smámynd: Óðinn Þórisson

sf er vinna að því skref fyrir skref að splundra ríkisstjórninni ég hélt að það væri öllum ljóst

Óðinn Þórisson, 8.7.2008 kl. 13:56

17 identicon

Gott fólk og aðrir,

Jón segir hér að ofan: "Svona fyrir utan að það eru ekki 3000 flóttamenn sem að sækja um hæli hér." 

Jón: Hvað heldurðu að umsóknirnar verði marga þegar það spyrst út um samfélög með verri lífskjör en hér eru, að hingað sé hægt að koma og fá landvistarleyfi af mannúðarástæðum ef þú átt ekki 42" flatskjá og 2 bíla og ferðast til útlanda 4x á ári?

1? 2? eða 3 milljónir á mánuði?

Það er fullkomlega fáránlegt að halda því fram að við séum einhverjir hrottar hér í innflytjendamálum vegna þess að við förum eftir alþjóðlegum sáttmálum sem við erum aðilar að.

Stóra málið er ekki það hvort ástandi sé betra eða verra í Kenýa eða einhversstaðar annarsstaðar. Málið er einfalt. Ítölsk yfirvöld eiga að sjá um þetta mál og ekki orð um það meir.

Í hvaða stöðu værum við búin að koma okkur ef við Íslendingar einir aðilar að Schengen-samstarfinu förum allt í einu að taka inn efnahagslega flóttamenn frá löndum sem eru aðeins skilgreind sem fátækari en Ísland þótt pólitískt ástand þar sé tryggt (samkvæmt: United Nations Development Programme (UNDP-Kenya). Eins og er klárlega í þessu tilfelli.

Ég myndi fastlega gera ráð fyrir því að ef Ísland eitt landa sem aðili að sáttmála þjóða um frjálst flæði fólks milli landa, færi að breyta skilgreiningunni á því hver sé flóttamaður og hleypa inn fólki sem ekki er frá löndum sem skilgrein eru sem áhættu svæði, þá er ég hræddur um að hinar Schengen þjóðirnar myndu fara að hafa áhyggjur af því hverjum sé hleypt inn á svæðið og í hvaða tilgangi.

Við getum ekki farið að verða veikasti hlekkurinn í samstarfinu og gert eins og okkur sýnist. Slíkt gengur bara alls ekki upp í samskiptum okkar við hinar þjóðirnar sem við erum í sáttmála með.

Ps. Þakka þér enn og aftur fyrir að impra á þessu málefni Sigurjón.

kv,

Umhugsun.

Umhugsun (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 13:59

18 Smámynd: Óskar Þorkelsson

tek undir með Jóni Grétari hér, umhugsun vekur mann til umhugsunar um FF það er alvg pottþétt.

Sigurjón þú ert kominn út á hálan ís í afstöðu til flóttamanna.  Þú sem fyrrverandi alþingismaður og núverandi wannabe alþingismaður ættir kannski að upplýsa okkur hin hvað þú telur að sé ákjósanlegt magn af flóttafólki árlega!

En ef ég ætti að rýna í það sem þú hefur sagt hér og á örðu bloggi hér á þinni síðu um palestínsku flóttakonurnar þá tel ég að þín tala sé 0 flóttamenn. 

Óskar Þorkelsson, 8.7.2008 kl. 14:55

19 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll.

Hvað ef Paul Ramses hefði verið hvítur og unnið í Álveri eða orkugeiranum.

Katrín Theodórsdóttir, lögfræðingur Paul Ramses, hyggst skila inn kæru til dómsmálaráðuneytisins í fyrramálið vegna meðferðarinnar á Paul Ramses.

Þessi hópur sem kallar sig frelsis boðendur mannrétta VG Og CO. hefði eflaust hjálpað honum um borð um flugvélin sem flutti hann úr landi ef hann hefði unnið í álver eða orkugeiranum  og verið hvítur,  enda benda skrif þeirra  til þess eimtómt hatur og fordómar og rasismi gagn var starfsmönnum sem starfa í áliðnaði og orkugeiranum.

Vona samt að málið fái farsælan endi.

Kv. Sigurjón Vigfússon 

Rauða Ljónið, 8.7.2008 kl. 15:06

20 identicon

Sæll Jón,

 Áður enn þú ferð að væna fólk um fáfræði þá bendi ég þér á að kynna þér málið, þó ekki væri nema aðeins smá inngang.

Málið er að pólitískt ástand í Kenýa gefur ekki tilefni til þess að hægt sé að segjast vera pólitískur flóttamaður þaðan og þ.a.l. sótt um hæli í öðrum löndum sem flóttamaður. Skilurðu það?

það sem ég er að benda á er þetta: Það er ekki hægt að sækja um hæli hér á Íslandi bara vegna þess að "ástandið" (óskilgreint hugtak) er verra í Kenýa en hér.

Staðreyndir málsins liggja fyrir: Það eru engar opinberar dauðasveitir starfandi í Kenýa (samkvæmt fjölmörgum mannúðarsamtökum og opinberum stofnunum sem fjalla um málefni Kenýa) og því þarf maðurinn ekkert að óttast. Hann segist vera að flýja ástandið vegna afskipta hans af stjórnmálum. Þú hlítur að vita allt um hið pólitíska "ástand" í Kenýa er ekki svo? Enda rosalega klár og "fjölfróður" maður. Ef svo er þá áttarðu þig á því að í Kenýa er stjórnmála ástandið talið stöðugt og engin ástæða fyrir því að vera að flýja það.

Ég geri mér fulla grein fyrir því að lífskjör eru töluvert frábrugðin í Kenýa miðað við á Íslandi. En ef við ætlum að nota það sem ástæðu en ekki pólitískt ástand í landinu. þá erum við búin að opna á það að:

ALLIR SEM BÚA Í LÖNDUM ÞAR SEM KAUPMÁTTUR ER MINNI EN Á ÍSLANDI GETA SÓTT HÉR UM HÆLI AF MANNÚÐARÁSTÆÐUM. 

Þessi úrelta klysja um rasista og kerfiskalla mun ekki gagnast þér neitt þegar þú og þínir þenkjandi hafið engin rök haldbær til þess að hleypa ekki hverjum sem er inn í landið af mannúðarástæðum.

það er bara það sem ég er að benda á hér.

þessi upphrópun þín og ykkar Ármanns hér lýsir því einungis á hvaða þroskastigi þið eruð. Um leið og þið eruð komnir út í horn með þessi blessuðu rök ykkar þá er gripið í "rasista og kerfiskalla" plötuna sem er orðið eitthvað það rispaðasta gargan sem fyrir finnst.

Ps. Ég veit um amk 6 milljónir manna sem eru verr settir en hann Paul vinur þinn í heiminum í dag + allir íbúar Darfúr héraðs í Súdan. Ekki er verið að hleypa þeim inn í landið þótt þeir hafi það töluvert verra en hann.

Þú ættir að spara stóru orðin, það er ágætt að eiga eitthvað inni þegar eitthvað er virkilega í gangi. Hver veit Lúkas gæti týnst aftur

kv,

Umhugsun.

Umhugsun (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 15:14

21 identicon

Jón,

Ég sé það greinilega á þér að þú ert mjög réttlátur og góður maður sem öllum vilt vel.

Málið er bara það að það er stór munur á því að vera pólitískur eða efnahagslegur flóttamáður.

Pólitískur = kemur frá landi þar sem stjórnmála ástand er ótryggt.

Efnahagslegur = kemur frá landi þar sem laun eru lág (afstætt hugtak).

Á íslandi telst maður vera fátækur ef maður á ekki flatskjá og 2 bíla og þénar undir 200þús á mánuði. Á Indlandi ertu í millistétt og ert vel stæður ef þú býrð í húsi með rafmagni og þénar 70þús á mánuði. Ergo fátækt og lág laun eru afstætt hugtak.

Bæði tilfelli þarfnast fordómalausa skoðun, skipti fyrir skipti.

Það sem er með þetta mál og gerir það að enn erfiðara máli er það að, eins og við vitum. Við erum aðilar að ákveðnum sáttmálum og samningum, þar sem til okkar er ætlast að við beitum sömu viðmiðum og hinir aðilar þessa samninga (Schengen og Döblin samningarnir). Ef við förum hér upp á okkar einsdæmi að breyta þessum viðmiðum þá erum við einfaldlega að útiloka okkur frá þessu samstarfi.

Mín skoðun er hins vegar sú að við sem "rík" þjóð hér Norður undir heimskautsbaug, ættum frekar að styrkja uppbyggingu í löndum þar sem peningarnir okkar koma að margfalt meiri notum en hér heima með því að taka inn einn og einn flóttamann.

Sem dæmi er hægt að byggja heilt 300 manna þorp með rafmagni, rennandi vatni, skólplögnum og hvítum timbur grindverkum við hvert hús í  Malaví fyrir 10 milljónir IKR.

Hér á íslandi er mögulega hægt að fá 90fm 3ja herbergja íbúð á Ísafirði fyrir sama pening.

Svo er það annað að Þegar fólk talar um hvað hin og þessi þjóð er æðisleg í aðstoð við þá sem minna meiga sín þá er umræðan oft á algjörum villigötum. Sjáiði Dani sem dæmi: Danir fá 15kr til baka til Danmerkur fyrir hverja 1 krónu sem þeir láta til Sameinuðu þjóðana og þróunarverkefna vegna þess að skrifstofa UNICEF er svo dýr í rekstri í Köben.

Væri ekki nær að hafa þessa skrifstofu í Nairobí? og senda þessar 15kr per 1 kr til Kenýa og um leið skapa störf í Kenýa sem síðan skapa önnur afleidd störf.

Svona mætti endalaust halda áfram. Málið er að peningarnir nýtast betur í löndunum sem á að byggja upp í stað þess að taka hæfasta fólkið frá þeim.

Þetta atriði virðist aldrei vera hægt að ræða heldur skal alltaf gripið í upphrópanir um það hver sé rasisti og hver sé kerfiskall osfrv.

Mikið væri gaman ef hægt væri að koma upp úr skotgröfunum.

Kv,

Umhugsun.

Umhugsun (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 16:00

22 identicon

Sigurjón,

Ég byðst afsökunar á því að taka upp svona mikið pláss á blogginu þínu. En einhversstaðar verða víst vondir að vera

kv,

Umhugsun.

Umhugsun (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 16:11

23 identicon

Jón,

 þetta byggist reyndar á því að Kenýa er eitt af fáum löndum í Afríku allri sem hefur hefð fyrir lýðræði og hefur verið að styrkjast statt og stöðugt síðan landið fékk sjálfstæði frá Bretum 1960.

Stjórnkerfið í Kenýa er með þeim þróuðustu í Afríku, þannig að það er ekki mikið til að hafa áhyggjur af þar. Þegar þú talar um srtíðandi fylkingar þá ertu að tala um kjósendur sitthvorra forsetaframbjóðenda sem búnir eru að sættast og eru mjög sammála um það að ofbeldi er ekki leið sem Kenýa mun búa við. Það má vel vera að þér finnist þetta vera "undarlegt". Þegar öllu er á botninn hvolft þá urðu sættir milli aðila með þeim hætti að komið var á fót þjóðstjórn þar sem báðar stóru fylikingarnar koma að stjórn landsins.

Eitthvað sem Steingrímur frændi þinn Sigfússon hefur lagt til að verði gert hér á íslandi þannig að jú að vissu leyti get ég tekið undir það að þetta sé undarlegt, en góð lausn þar sem hún á við. þ.e.a.s í Kenýa en ekki hér.

Og jú þvert á móti þá eru bundnar miklar vonir við þessa þjóðstjórn og flestir búast við því að ekki verði breyting á þeim friði sem ríkir. Aðilar eru sáttir við fyrirkomulagið eins og það er og það mun ekki koma til kosninga fyrr en að þessu kjörtímabili liðnu.

Ástandið er það gott meira að segja að Afríkusambandið vísaði sérstaklega til þess góða ástands sem ríkir í Kenýa sem fyrirmynd að mögulegum sáttum í Simbabve. En auðvitað ljáði Róbert Múgabe ekki máls á því enda myndi það færa völd frá honum til stjórnarandstöðunar jafnt á við hann.

Ps. Ég veit ekki hvort þú sért skyldur Steingrími, mér fynnst bara sniðugt að skjóta smá fordómum inn í þessa umræðu þar sem ég var alveg búinn að sleppa þeim hingað til  

Kv,

Umhugsun

Umhugsun (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 16:57

24 Smámynd: Guðmundur Björn

Er boðskapur þessarar færslu að allt sé Birni Bjarnasyni að kenna eða hvað? 

Guðmundur Björn, 8.7.2008 kl. 17:19

25 identicon

Jón,

"ég mun seint skilja þessa lása á landamærum okkar. Glæpamenn hafa nánast greiðann aðgang hingað..."

Þarna svaraðirðu sjálfum þér. Ég er reyndar þeirrar skoðunar að við ættum alls ekki að vera í þessu Schengen samstarfi. Við búum á Eyju og eigum að hafa bestu mögulegu varnir gegn óboðnum gestum svo sem glæpamönum og öðrum þeim sem við viljum ekki að hingað komi.

Ef við værum ekki í Schengen þá hefðum við einmitt haft frjálsar hendur með það að taka fyrir mál Pauls Ramses og ef þetta er góður og gildur þegn (sem ég hef ekki hugmynd um en gef mér það sem forsendu að hann sé), þá ættum við að hafa sjálfsákvörðunarrétt um það hvort honum sé hleypt inn eða haldið úti. Alveg eins og við ættum að hafa það í hendi okkar að meina glæpamönnum og fólki með ónæma berkla og aðra smitsjúkdóma að koma óhindrað til landsins ef við kjósum svo.

Hér komum við aftur að kjarna málsins sem er það að maðurinn kom fyrst til Ítalíu og á reglum samkvæmt að sækja um hæli þar. Auk þess sem búið var að boða hann á fund hjá útlendingastofnun sem hann hundsaði og þ.a.l. sýndi hann fyrirleitningu á því kerfi sem hann vildi komast inn fyrir. Auk auk þess, var landvistaleyfi hans hér á landi útrunnið og ekkert ríki í heiminum heimilar það að þeir sem láta það undir höful leggjast að endurnýja eða yfirgefa landið á tilsettum tíma, fá nokkra fyrirgreiðslu.

Ég vona að þú sjáir þetta mál eins og það er og staðreyndir málsins benta til. Í stað þess að vera bara reiður út í "helv. rasista og kerfiskalla" eins og þú kallar þá en eru í raun bara fólk sem sinnir störfum sínum við að framfylgja lögum og sáttmálum sem við höfum undirritað sem þjóð meðal þjóða.

Kv,

Umhugsun.

Umhugsun (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 17:29

26 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Jón Grétar ég tel vafasamt og rauninni mjög rangt að tala um aríastefnu.

Útlendingastofnun  er að framfylgja reglum þjóðfélagsins.  Það eru ýmsir sem fjölmiðlar hafa borið á höndum sér sem ekki hafa reynst merkilegir þegar málin hafa verið skoðuð ofan í kjölinn s.s Planton og Kyo Briggs.

Sigurjón Þórðarson, 8.7.2008 kl. 19:00

27 Smámynd: Jóhann Kristjánsson

Þetta er bara enn eitt eitt dæmið sem sýnir að samfylkingin mígur sífellt í annann skóinn. Það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja.

Mér finnst hinsvegar athyglisvert hversu ósamstíga stjórnarflokkarnir eru í þessu máli. Fyrir nokkrum mánuðum hafði einn stjórnarmaður í félagi frjálslyndra í Eyjafirði það á orði að hann spáði að ríkisstjórnin myndi springa innan árs.. ef fram heldur sem horfir þá get ég nú ekki annað séð að spádómurinn muni rætast og það mun fyrr en hann spáði.

 Kveðja

Jóhann Kristjánsson formaður frjálslyndra í Eyjafirði

Jóhann Kristjánsson, 9.7.2008 kl. 00:33

28 identicon

Að mínu mati snýst allt þetta mál um ósköp einfalda hluti.  Átti að veita manni sem við þekkjum af öllu góðu um hællisvist þar sem að hann á erfitt heima fyrir?  Allir vinir mínir hefðu gert mér þennan greiða og ekki gert stór mál úr því  - sama áttum við að gera við umræddan Paul.   Ekki flókið mál.

Þórður Áskell Magnússon (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 02:23

29 identicon

Umhugsun,

Eitt sem ég vildi spurja um, hvernig eiga menn að koma "beint" til Íslands frá Afríku ?  Held að menn verði að millilenda í einhverju Evrópu ríki fyrst.

Annað sem mér finnst ekki hafa komið nógu skýrt fram er að þetta mál er ekki "hefðbundið mál" .  Sú staðreynd að konan hans hafi eignast barn á Íslandi gerir málið einstakt og þess vegna ber að meðhöndla það nánar. 

Kristín (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 11:57

30 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Agalegir krakkar getið þið verið.

Umhugsun: Ég er viss um að öllum innan FF væri sönn ánægja að þú tækir fram að þú ert ekki talsmaður okkar.

Óskar Þ : Umhugsun er ekki talsmaður FF, þó að það væri þér alveg að skapi, enda ein af þínum uppáhalds iðjum að reyna að finna betri og betri ad hominem rök gegn FF. Væri gaman ef þú kæmir nú einusinni með haldbær efnisrök í stað tilfinningaraka.

Jón Grétar; Þó að ég sé að vissu leiti sammála þér, þá verður að athuga það að þetta mál er vegna hins svokallaða Dyflinarsamnings um meðhöndlun hælisleitenda. Það er einfaldlega verið, aldrei þessu vant, að framfylgja alþjóðlegum sáttmálum sem við erum aðilar að. Hugsið ykkur hversu slæmt þetta væri ef við værum Brusselsþegnar! 

Sigurjón: Ég er ekki alveg að skilja þennan málflutning hjá þér. Það er vissulega satt að það er allt of mikið af tilfinningarökum í þessari umræðu og þetta mál er sett upp á mjög naïve máta af fjölmiðlum og  þeim sem eru að berjast fyrir Ramses, en er eitthvað að því? Það er ekki Samfylkingin sjálf sem stendur fyrir þessu, heldur aðallega mafía Pólítískrar Réttsýnar á Íslandi, og aldrei þessu vant hygg ég að þeir hafi eitthvað til málanna að leggja. Detti mér allar dauðar lýs úr höfði...
Þetta er klassískt dæmi um pólítískt vopnaskak, ég er viss um að Paul þessi Ramses sé ágætis maður og það hafi aldrei verið ætlun hans að verða að pólítísku bitbeini hérlendis. Þó svo að Quislingaklíkan SF séu enn einusinni  að drita uppá axlir með því að rétta hverja höndina á móti annari, þó oft séu þær hendur tengdar við sömu axlir, þá hygg ég að það væri hið besta mál að boðað yrði aftur til kosninga, ekki okkar vandamál... og raunar gott tækifæri fyrir okkur til sóknar.

Annars verð ég að segja að mér þætti mjög gaman að fá fleiri Kenýubúa hingað. Allir þeir sem ég hef hitt hérlendis hafa verið hámenntaðir, skemmtilegir og alls ekki langt frá mér í pólítískum skoðunum. Sem er gaman.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 9.7.2008 kl. 12:31

31 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Jón, ég sagði aldrei að þetta snerist um pólítíska rétthugsun, heldur að það væri ekki Quislingaklíkan Samfylkingin, heldur PC mafían sem stæði hvað ötullast á bakvið þessi mótmæli.

Persónulega finnst mér brottvísun þessa manns hið versta mál. 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 9.7.2008 kl. 13:11

32 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Já...

...en þú gerir þér vonandi grein fyrir því hversu mikil skoðannakúgun fer fram að hálfu fólks sem er með alveg óumdeilanlega leiðinlegar skoðanir... 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 9.7.2008 kl. 14:34

33 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Nei, enganvegin, en það er ekki málið, það er hinsvegar mjög oft vegið að málfrelsinu hérlendis sem og erlendis undir yfirskyni Pólítískrar Réttsýnar...

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 9.7.2008 kl. 14:51

34 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það sem ég var að benda á Einar er einfaldlega að Samfylkingin treystir ekki ríkjum Evrópusambandsins að fjalla um mál sem hún telur borðliggjandi þ.e. að veita PR pólitískt hæli en þessi sami flokkur telur ekkert mál að Evrópuþjóðirnar yfirtaki önnur mál Íslands s.s. stjórn fiskveiða og hafi meira með að segja hvernig málum er skipað hér á landi við inngöngu í Evrópusambandið. 

Annars eru stjórnmálaleiðtogar í Evrópu að tala fyrir sameiginlegri innflytjendastefnu s.s. forseti Frakka.  Sömuleiðis leggur breski Verkamnnaflokkurinn mikla áherslu á stranga en jafnframt sanngjarna innflytjendalöggjöf þar sem einungis þeim sé veitt hæli sem sannarlega þarfnast þess. 

Það hefur ekki verið sýnt að það hafi ekki verið gætt jafnræðis við málsmeðferð PR og annarra sem eru í sambærilegri stöðu og viðkomandi en samt er hleypt af stað mikilli áróðursherferð fyrir því að PR og fjölskylda fái landvist á Íslandi. 

Í sjálfu sér er ekkert nema gott og blessað um það að segja ef ekki væri um leið farið ráðist persónulega að þeim sem hafa með mál PR að gera 1  2  3 4 og hafa leyst úr því með svipuðum hætti og sambærilegum málum.  Rætin herferð mannúðar er eitthvað sem ber að varast.

Sigurjón Þórðarson, 9.7.2008 kl. 17:10

35 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég vill að Jón Magnússon verði látinn taka pokann sinn, hann hefur persónutöfra á við notaðar nærbuxur og svo skín af honum hroki, ég fékk viðbjóðshroll á að horfa á hann í fréttum tjá sig um málefni Paul Ramses , bara afsakið Sigurjón að ég segi(skrifa) þetta hér en ég læt það engu að síður vaða

Sævar Einarsson, 9.7.2008 kl. 18:55

36 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Verst þú sagðir þetta ekki í greininni, það hefði gert hana miklu betri, Sigurjón.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 10.7.2008 kl. 00:41

37 identicon

Sæll J. Einar,

Að þinni beiðni þá lýsi ég því hér með að ég er hvorki tengdur Frjálslynda Flokknum á nokkurn hátt né hef ég nokkurn tíman kosið þann flokk. Ég hef hinsvegar slysast til þess að kjósa samfylkinguna 1 sinni en þann skoðunakönnunarbólu-flokk mun ég aldrei ljá atkvæði mitt framar. Það má reyndar segja að Samfylkingin sé þjóðlegasti flokkur landsins því hún hegðar sér eins og veðrið hér á landinu bláa, sí-skiptandi um áttir og gjörsamlega óútreiknanleg.

Gæti reyndar hugsað mér að kjósa FF ef stefna flokksins snérist um eitthvað fleira en fisk og útlendinga. Skilst reyndar að það sé í raun sama málefnið þar sem við íslendingar nennum ekki lengur að vinna við fisk og þurfum þ.a.l. útlendinga til þess að sjá um það fyrir okkur.

Mér finnst allar umræður af hinu góða og ég fagna því innleggi FF. Það eru margir þar innan sem hafa ekki staðlaðar skoðanir og mjög ferskt að fá það inn í umræðuna.

kv,

Umhugsun.

Umhugsun (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 13:14

38 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Frábært.

Okkar stefnumál snúast um ýmislegt annað, sbr að halda okkur utan Evrópusambandsins, eðlilega meðferð á þjóðarauðæfum, stuðla að jöfnuði á sama tíma og frelsi og m. fl.

Finnast þér vera gæfuleg stefnumál hjá hinum flokkunum? 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 10.7.2008 kl. 13:32

39 identicon

Sævarinn:

ætti jón að taka poka sinn?

núna hefur komið í ljós að hann Jón hafði bara nokkuð rétt fyrir sér. paul ramses var víst að ljúga um hagi sína á kenía.

einmitt það sem jón var að tala um, að athugað væri betur hvað til væri í þessu sem paul sagði um sín mál í kenía.

betra að bíða rólegur með stóru orðin, nota þau frekar þegar eitthvað stórt gerist, hver veit Lúkas gæti týnst aftur.

Einar (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 23:53

40 identicon

Jón Grétar,

Hér er svo viðtalið við frænda Pauls á vísi, en ætli þú finnir ekki einhverja afsökun til þess að halda þessari "Lúkasar" herferð þinni áfram?

 http://www.visir.is/article/20080711/FRETTIR01/842560233

Jón og fleiri Lúkasar-krossfarar: Lúkas er fundinn, láttu þetta bara eiga sig og viðurkenndu bara að þú hafir hlaupið á þig enn eina ferðina.

Kv,

Umhugsun.

Umhugsun (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 14:15

41 identicon

Ps. Jón: ætli þú skuldir ekki einhverjum "uppþornuðum kerlingum og kerfiskörlum" afsökunarbeiðni eftir öll gífur yrðin?

Bara smá umhugsunarkonfekt fyrir þig.

Kv,

Umhugsun.

Umhugsun (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband