Leita í fréttum mbl.is

Landsbankinn vandar um við Davíð Oddsson

Þegar jatan er tóm bítast hestarnir. Það á vel við um íslenskan fjármálamarkað um þessar stundir. Kaupþingsstjórinn skammaði ríkisstjórnina í heilu lagi um daginn fyrir efnahagsaðgerðir sínar og nú í Fréttablaðinu í dag má lesa grein eftir einn æðsta yfirmann Landsbankans þar sem lesa má á milli línanna að verið sé að vanda um við Davíð Oddsson og stefnuna í peningamálum þjóðarinnar.

Ástandið í peningalífi þjóðarinnar er auðvitað ekki krónunni sem slíkri að kenna, heldur því að bankarnir fóru gríðarlega geyst í að bera inn í landið erlent lánsfé á mjög lágum vöxtum og síðan þegar kjörin versnuðu lentu bankarnir og gengi íslensku krónunnar í miklum ólgusjó. Það er barnalegt hjá yfirmanni Landsbankans að ætla að kenna krónunni og Seðlabankanum alfarið um erfiðleikana, miklu nær væri að bankarnir litu einnig í eigin barm.

Það er ekki þar með hægt að segja að viðskiptabönkunum sé einum um að kenna, Seðlabankinn ber einnig ábyrgð vegna andvaraleysis síns og Geir Haarde er sekur um hið sama. Hann hefði átt að stemma stigu við gríðarlegri lántöku bankanna, sér í lagi vegna þess að menn fengu aðvaranir á sínum tíma, m.a. frá Danske bank.

Það er ekki fyllilega ljóst af hvaða hvötum Landsbankinn vandar um við Davíð Oddsson en maður heyrir æ fleiri raddir innan úr Sjálfstæðisflokknum tala um að þær sakni Davíðs Oddssonar og styrkrar stjórnar hans samanborið við lausatök Geirs Haarde í vonlausu samkrulli með Samfylkingunni.


mbl.is Gengisfall skýri verðbólgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Já Sigurjón. Frjálshyggjumennirnir verða fljótt ósjálfbjarga og krefjast þess að félagsmálastofnun þeirra verði virkjuð eins og kvótagreifarnir hafa ævinlega komist upp með.

Ég held að Geir H.Haarde sé prýðispiltur og eigi framtíð fyrir sér sem brekkusöngvari. Í dag líkist hann nú helst hrossaflugugreyi sem hefur orðið fyrir því slysi að álpast niður í súrmjólkurskál. 

Árni Gunnarsson, 29.6.2008 kl. 18:40

2 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Sigurjón,

til hamingju með daginn segir elsku systir,

svo hefurðu líka mikið til þíns máls eins og venjulega, áfram Sigurjón!! 

Gunnar Skúli Ármannsson, 29.6.2008 kl. 21:19

3 identicon

Krónan var ekki ónyt þegar jónassgay var að kaupa allan heiminn og Jóakim von landsbankagullrass tók mörg þúsund milljarða aðalega handa syni sínum til kaupa handónýt  fyrirtæki, því annars væru þau ekki föl.

Luðvík (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 00:55

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

Þú ert ekki frjálshyggju maður ef þú kallar þig það bara á tillidögum.

Annars get ég alveg eins byrjað að kalla mig Sósíalista þá ég myndi aldrei flokkast sem slíkur.

Ef Bankarnir vilja nota evru eða annan gjaldmiðil, geta þeir bara hunskað sér í burtu. Þeir munu hinsvegar ólíklega gera það því þeir treysta á að seðlabankinn hjálpi þeim þegar í harðbakkan slær.

Það á að skipta bönkunum upp. fjárfestingarbanka og venjulega banka. Ef 3 stóru vilja það ekki geta þeir hipjað sig og leyft sparisjóðunum eða öðrum að ávaxta fé landsmanna.

Það er til mjög einfald ráð við öllum deilum sem eru í samfélaginu um bankanna.

Ef þú borgar ekki skatt á íslandi þá færðu ekkert og engan stuðning á íslandi. USA nota þetta mikið varðandi ríkisborgararétt. Þar er það: "Ef þú borgar ekki skattana þína heim þá missiru ríkisborgararéttinn".  

Fannar frá Rifi, 30.6.2008 kl. 00:58

5 identicon

já, alveg sammála þér Sigurjón.

alva (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 01:22

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Góður Fannar!!!

Árni Gunnarsson, 30.6.2008 kl. 15:48

7 Smámynd: Þórir Kjartansson

Mér finnst farið að votta fyrir smá efa hjá Fannari um allt blessað frelsið leysi öll vandamál. 

Þórir Kjartansson, 30.6.2008 kl. 17:23

8 identicon

Blessaður Fannar.

Veit ekki hvernig þetta er á Rifi, en hérna í útlöndum snúa málin svona: Ég borga ekki skatt til Íslands og fæ að sjálfsögðu ekkert þaðan. Þannig að hugmyndin þín er í raun eins og raunveruleikinn er í dag.

Annað mál hvort maður hafi eitthvað að sækja til Íslands enda almannatryggingar mun betri hérna í Skandinavíu.

Bergþór (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 18:37

9 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Góður pistill Sigurjón.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 1.7.2008 kl. 01:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband