Leita í fréttum mbl.is

Árásir Samfylkingarinnar bíta á Sjálfstæðisflokkinn

Af meðfylgjandi könnun má ráða að stöðugar árásir samfylkingarmanna á samstarfsflokkinn í ríkisstjórn virðast hafa áhrif. Það sem minnt hefur verið á er að forsætisráðherra ber mest áhrif allra stjórnmálamanna á óviðunandi ástandi í efnahagsmálum, hárri verðbógu og björgunarleiðangri fyrir bankana. Þetta hefur gengið svo langt að þegar ég hef minnt réttilega á að Samfylkingin taki óhikað þátt í áframhaldandi mannréttindabrotum á sjómönnum hefur litlu samfylkingarköllunum og -kellingunum fundist það óviðurkvæmilegt og heimtað að ég einbeitti mér að Sjálfstæðisflokknum.

Þegar Sjálfstæðisflokkurinn á svona vini þarf hann ekki á óvinum að halda. 


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar í könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bumba

Því segi ég enn og aftur Sigurjón, NIÐUR MEÐ SAMFYLKINGUNA. Með beztu kveðju.

Bumba, 22.6.2008 kl. 17:41

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Bukollabaular, það virðist sem þér sé að verða að ósk þinni þar sem Samfylkingin er á góðri leið með að lama flokkinn og hefur sömuleiðis gert ríkisstjórnina ótrúverðuga í leiðinni.

Sigurjón Þórðarson, 22.6.2008 kl. 18:07

3 identicon

Það merkilega er að þrátt fyrir allt vælið í ykkur þjóðernissinnum útí Samfylkinguna þá eykst bara fylgi hennar.

Glöggt dæmi um að það er ekki hlustað á ykkur

Vilhjálmur Strange (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 18:41

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það getur verið að harðsoðnir alþjóðasinnar í Samfylkingunni leggi ekki við hlustir enn sem komið er, en það eru þó fleiri en einn og fleiri tveir sem gera það og eru sammála um að það sé vægast sagt ömurlegt að "jafnaðarmannaflokkurinn" vilji halda áfram óhikað að brjóta mannréttindi á sjómönnum.

Sigurjón Þórðarson, 22.6.2008 kl. 18:55

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Enn og aftur er ekkert samræmi milli verka stjórnmálaflokka og fylgi þeirra. Ætla íslenski kjósendur aldrei að refsa stjórnmálaflokkum og halda áfram að kjósa hugsunarlaust?

Samfylkingin skreið upp í bælið hjá íhaldinu og sturtaði öllum hugsjónum sínum niður klósettið.

Meirihluti kjósenda er greinilega ánægður með svik við kosningaloforð, hæstu vexti í heimi og að venjulegt fjölskyldufólk geti ekki komið sér þaki yfir höfuðið vegna vaxtaokurs og dýrtíðar, nema setja sig í skuldafangelsi til æviloka.

Menn fá það sem þeir kjósa, flóknara er það ekki. Ef kjósendur vilja engu breyta verður engu breytt.

Theódór Norðkvist, 22.6.2008 kl. 19:03

6 Smámynd: Bumba

Þú hefur lög að mæla Theódór. En ég skil ekki þessa tækifærissinna í Samfylkingunni, sem hafa rakkað Sjálfstæðisflokkinn niður í langan tíma, og gera ennþá. Um leið og þau finna lyktina af valdi þá skal farið í sæng með þeim sem valdið hefur hver svo sem það er. Það er ekki trúverðugt. Og gleypa allt sem búið er að lofa. Gleymt er þegar gleypt er stendur einhversstaðar. Það er valdafýla af þeim. Þetta fólk eyðir penignum almennings, strax og það kemur í kjötkatlana þá skal öllu eytt. Hef andstyggð á þessu pakki. Með beztu kveðju.

Bumba, 22.6.2008 kl. 21:16

7 Smámynd: Rannveig H

Bumba tek undir hvert og eitt einasta orð hjá þér.

Rannveig H, 22.6.2008 kl. 21:58

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þetta eru hörð orð hjá Bumbu, en því miður sönn. 2/3 kjósenda ætla að kjósa Sjálfstæðisfylkinguna samkvæmt þessari könnun.

Theódór Norðkvist, 23.6.2008 kl. 00:01

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta er nú reyndar svollítið undarleg og vandræðaleg blanda af vitleysingum sem hefur sest að í Stjórnarráðinu.

 Samfylkingin hefur aldrei treyst sjálfri sér fyrir miklu valdi eða þungri ábyrgð. Þeirra hugsjón er einföld og snýst um að fá stóla handa sínu fólki á þýðingarmiklum kontór og taka við skipunum frá einhverju óskiljanlegu og -jafnvel óljóst skilgreindu yfirvaldi um að skipta grautnum í skálinni jafnt á milli borðnautanna. Það gefur líka færi á svolitlum prakkaraskap við að hafa meira í ausunni fyrir verkstjórana.

Nú hafa þeir fengið það gullna tækifæri upp í hendurnar að samstarfsflokkurinn er búinn að glutra efnahagslegu sjálfstæði okkar niður í lægstu lægðir með blátt áfram óskiljanlegum aulahætti sem honum virðist hafa verið skipað að ástunda.

Og nú bjóða þéir upp á lausnina sem er inntakið í þeirra stóra pólitíska draumi. Að fela sjálfstæði okkar á hendur stóra kontórnum í von um helling af þægilegum embættum fyrir sitt fólk og bjóða kjósendum upp á ilmandi rúsínugraut úr stóru súpuskálinni og svo þessar ótrúlega billegu paprikur í eftirrétt.

Mér sýnist undarlega margir ætla að láta freistast og þiggja boðið.  

Árni Gunnarsson, 23.6.2008 kl. 00:29

10 Smámynd: Bumba

Af hvorugum flokknum er ég hrifinn svosem. En að fólk skuli ekki sjá í gegnum þessa Samfylkingarmoðsuðu er hreint og beint ráðgáta. Þessi fyrverandi formaður skólamála Gerður Óskarsdóttir ætti svo sannarlega svara til saka. Hún eyðilagði skólakerfið í Reykjavík og það mun taka langan tíma að vinna upp þann skaða. Þetta vinkvennabákn sem hún og já, margir aðrir Samfylkingaraðskotadýr sem komust til valda og "metorða" undir Rauða listanum sáluga í Reykjavík ættu flest að gera greina fyrir eyðslu sinni og firringu í starfi meðan þau voru við völd. Þvílik fásinna. Með beztu kveðju.

Bumba, 23.6.2008 kl. 06:20

11 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ægir ég sé að þú ert ánægður hvernig þínir menn hafa náð að klekkja á Sjálfstæðisflokknum.

Sigurjón Þórðarson, 25.6.2008 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband