Leita í fréttum mbl.is

Samkynhneigðir og sjómenn

Samfylkingin hefur reynt að setja sig á stall sem merkisberi mannréttinda og hefur m.a. beitt sér fyrir mannréttindum samkynhneigðra og auknum atvinnuréttindum útlendinga. Það er eflaust ýmislegt jákvætt við þessa stefnu flokksins og þess vegna kemur verulega á óvart hversu einbeitt Samfylkingin er í að halda áfram að brjóta mannréttindi á sjómönnum.

Hvað ræður för menntaelítunnar í þessu er ekki hægt að fullyrða um, en líkleg skýring er fordómar gagnvart vinnandi fólki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Frímann Traustason

Hae ofsalegar áhyggjur hafa menn í þinum flokki af samkynhneigðum ,það er fullt af samkynhneigðum sjómönnum líka athugaðu það .En ég vil benda á að allir eiga að njóta fullra mannréttinda,og siðast en ekki síst sjómenn.

Jóhann Frímann Traustason, 11.6.2008 kl. 12:31

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hefur þá Frjálslyndi flokkurinn ekki barist fyrir "mannréttindum samkynhneigðra og auknum atvinnuréttindum útlendinga", Sigurjón minn?

Og hvað með aðra stjórnmálaflokka en Samfylkinguna? Hafa þeir setið hjá í þessum efnum?

Er ekkert "vinnandi fólk" í Samfylkingunni? Engir verkamenn, engir iðnaðarmenn og engir sjómenn?

Og engir samkynhneigðir sjómenn?

Þorsteinn Briem, 11.6.2008 kl. 12:33

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég er hjartanlega sammála Jóhanni Frímanni um að allir eigi að njóta mannréttinda og ekki síst sjómenn.

Það er því miður að verða vitni af því að Samfylkingin virðist vera staðráðin í að virða álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna að vettugi og halda áfram lítilsvirða mannréttindi sjómanna.

Steini Briem, það er nú þannig að ég hef beitt mér fyrir réttindum samkynhneigðar og hef ekki farið í manngreiningarálit hvað varðar réttindi borgaranna líkt og Samfylkingin gerir sig seka um nú um stundir.

Ég veit sem er að þessi blessun Samfylkingarinnar á áframhaldandi mannréttindabrotum stjórnvalda fer mjög illa í almenna flokksmenn Samfylkingarinnar og ég efast um að þeir vilji vera í sama liði þessir brotamenn sem verma ráðherrastólana.

Sigurjón Þórðarson, 11.6.2008 kl. 12:57

4 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

´

Georg Orwell í bók sinni "Dýragarðurinn" (Animal Farm), þar sem hann lýsti svo vel setustofu- og sófakommunum (svínunum í sögunni). 

Þá var boðskapurinn orðinn: "Öll dýr eru jöfn, en sum dýr eru jafnari en önnur."

Lýsing á hjartalagi kommúnista, hvort sem þeir heita; Kommúnistaflokkurinn, Alþýðuflokkurinn, Alþýðubandalagið, Vinstri Grænir eða Samfylkingin, breytist aldrei.  Þeir eru og varða alltaf samir við sig.

Sigurbjörn Friðriksson, 11.6.2008 kl. 13:27

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Eru viðhorf Samfylkingar til endurskoðunar kvótakerfis meira vandamál fyrir þig heldur en viðhorf, saga og aðkoma Sjálfstæðisflokksins? Merkilegt. Vilja Frjálslyndir ekki vera vondir við mömmu sína? Gæti verið fallegt, ef þið bara gangist við því. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 11.6.2008 kl. 13:43

6 identicon

Gunnlaugur hittir naglann á höfuðið.   Hvaða samfylkingarkomplexar eru þessa dagana í þér og skoðanabróður þínum Magnúsi Þ. ? Þið eruð hættir að þora í Sleggjuna.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 13:59

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigurjón. Ríkisstjórnin er búin að gefa það út að tekið verði tillit til þessa álits Mannréttindanefndarinnar og það liggur ljóst fyrir að nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi tekur ekki gildi hér 1. september í haust.

Aðalatriðið er að hér taki gildi nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi 1. september á næsta ári og sem flestir verði sáttir við það til frambúðar, frá til dæmis laga-, hagfræði- og félagslegum sjónarhólum, eftir miklar spekúlasjónir.

Hins vegar stórefast ég um að menn taki sérstakan samkynhneigðan vinkil á þetta mál, hvorki frá sjónarhóli homma né lesbía.

Þorsteinn Briem, 11.6.2008 kl. 15:18

8 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Gulli, það er kannski rétt að minna samfylkingarfólk á að það fór um fyrir síðustu kosningar, ólíkt sjálfstæðismönnum, og boðaði breytingar. Mannréttindabrot Samfylkingarinnar verða hvorki betri né verri þó að Sjálfstæðisflokkurinn taki þátt í þeim.

Það virðist vera auðveldara fyrir Samfylkinguna að mismuna sjómönnum en samkynhneigðum.

Sigurjón Þórðarson, 11.6.2008 kl. 15:19

9 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Það verður seint hægt að ásaka FF um fordóma gagnvart samkynheigðum þó sumt megi gagnrýna líkt og hjá öðrum flokkum. Ekki veit ég hvaðan þessar ranghugmyndir koma. Eru menn að verða mát eða uppiskroppa um ágreiningsefni

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 11.6.2008 kl. 19:45

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Guðrún Jóna.

Hver er að saka hér Frjálslynda flokkinn, eða einhvern annan flokk, um fordóma gagnvart samkynhneigðum?!

Hins vegar sýnist mér að Sigurjón sé hér að reyna að spyrða saman samkynhneigða og stjórn fiskveiða.

Þorsteinn Briem, 11.6.2008 kl. 21:18

11 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er rétt hjá Steina Briem að ég nefni samkynhneigð í sömu andrá og sjómennsku og sé ekkert að því. 

Ég er einfaldlega að vekja athygli á því að Samfylkingin telur í góðu lagi að halda áfram að brjóta mannréttindi á sjómönnum og ganga þvert gegn áliti Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna á meðan flokkurinn leggur sig fram um að rétta hlut annarra hópa s.s. milljarðamæringa og samkynhneigðra.

Mér finnst í sannleika sagt þetta viðhorf Samfylkingarinnar lykta af fordómum í garð sjómanna sem búa við óréttlæti stjórnvalda.

Sigurjón Þórðarson, 11.6.2008 kl. 22:36

12 Smámynd: Kolgrima

Hvernig eru mannréttindi brotin á sjómönnum?

Kolgrima, 11.6.2008 kl. 22:44

13 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Kolgríma 

Í stuttu máli var það niðurstaða Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna að sjómenn hafi verið sviptir réttinum til atvinnu með ósanngjörnum og ómálefnalegum hætti.

Það sem meira er að ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks ákvað að hunsa skýr tilmæli sem komu fram í álitinu um að bæta sjómönnum skaðann.

Sigurjón Þórðarson, 11.6.2008 kl. 23:02

14 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Gefum okkur að þessi umræða hafi haft jákvæðan tilgang og hún leiði til niðurstöðu. Getum við þá ekki orðið sammála um að það þurfi sérstaklega að huga að réttindabaráttu samkynhneigðra sjómanna .... ? Menn hafa ekki áhuga stjórnmálum til að vera í einhverju hnútukasti heldur vinna sig í átt að lausnum og betri heimi.

Gunnlaugur B Ólafsson, 12.6.2008 kl. 00:12

15 Smámynd: Júlíus Valsson

Það virðast allir traðka á sjómönnum, sem eru orðnir að minnihlutahóp í þjóðfélaginu í víðri merkingu. Þeir eru meira að segja hættir að svara fyrir sig eins og sjómönnum sæmir. Þetta er lærð hegðun, önnur kynslóð kvótakerfissjómana er nú að vaxa úr grasi. Það fer þó vonandi ekki fyrir þeim eins og atvinnuleysingjum í Bretlandi.

Júlíus Valsson, 12.6.2008 kl. 00:34

16 Smámynd: Kolgrima

Eru þá ekki allar takmarkanir á fiskveiðum mannréttindabrot? Eða hvers konar fiskveiðistjórnun virðir atvinnuréttindi sjómanna?

Hvernig viltu afnema kvótakerfið og hvað viltu að komi í staðinn?

Kolgrima, 12.6.2008 kl. 01:15

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Samkynhneigðir eru í tízku – sjómenn ekki. Fjölmiðlar skapa hugmyndatízkuna; þar eru samkynhneigðir og vinir þeirra út um allt – ekki sjómenn.

Samfylkingin lætur stjórnast – í stað þess að stjórna. Hún kann ekki (við) að segja nei við vel skipulagða þrýstihópa, en gæði stjórnmálamanns mælast einmitt af því að kunna að segja nei (saggði T. Blair). Í kvótamálinu mætti SF eindreginni, þrautseigri og stöðugri andstöðu LÍÚ og flokkanna sem studdust við LÍU – þá var einfaldast að gefast upp og svíkja sjómenn.

Samfylkingin kann svo vel að meta milljarðamæringa; þá er auðvelt að gleyma alþýðunni og gömlu princípunum.

Svo má ekki gleyma því, að þetta er félagsráðgjafaflokkur (enga sjómenn hér, takk). 

Jón Valur Jensson, 12.6.2008 kl. 02:53

18 identicon

Ég held að ekki nokkur sjómaður sé kynvilltur. Ég var sjómaður á mínum yngri árum og man ekki eftir nokkrum slíkum. Reyndar var þá ekki í tísku að vera kynvillingur, þótti ekki flott í þá daga. Nú til dags þykir ekki merkilegt að vera karl í dag, en orðin kona á morgun og krefjast mannréttinda. Hvert stefnum við eiginlega? Ég verð að segja að mér líst ekkert á þetta, getur verið að gróðurhúsaáhrifin hafi þessi áhrif?

Ingi (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 02:57

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Og ekki er nú Frjálslyndi flokkurinn kynvilltur.

Hann hefur að minnsta kosti aldrei leitað  á mig. Á minn sann.

Maður er bara svona ómerkilegur.

Hins vegar skilst mér að það geti verið mjög óþægilegt að fá Samfylkinguna og Ingibjörgu Sólrúnu á heilann, og engin lækning til við því.

Þorsteinn Briem, 12.6.2008 kl. 11:05

20 Smámynd: Bumba

Enn og aftur Sigurjón, niður með samfylkinguna. Með beztu kveðju.

Bumba, 12.6.2008 kl. 11:17

21 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Það er dálítið kostulegt að sjá guðfræðinginn og líffræðinginn formæla Samfylkingunni fyrir að vera "félagsráðgjafaflokkur" og "menntaelíta" og tala eins og þeir hafi staðið út á dekki og fengið á sig marga ölduna. Þið verðið að fyrirgefa en ég tengi ykkur ekkert frekar við sjómennsku heldur en Samfylkinguna.

Já, Steini það er slæmt að fá eitthvað á heilann og reyna síðan að búa til einhver leiðindi út frá því. Hver ætli sé lækningin? Gefum okkur að við höfum það markmið að bæta líðan sem flestra og stefna að umbótum í veröldinni. Kærleikur í samskiptum fólks og flokka.

Gunnlaugur B Ólafsson, 12.6.2008 kl. 11:21

22 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þeir guðfræðingar eru nú til, sem fengið hafa á sig ölduna. Og hafa augun hjá sér og taka eftir því, sem augljóst er.

Jón Valur Jensson, 13.6.2008 kl. 02:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband