17.5.2008 | 20:22
Er Geir Haarde ofstækismaður?
Í Fréttablaðinu í dag gaf Þorgerður Katrín það sterklega til kynna að þeir sem væru afdráttarlausir í andstöðu eða fylgispekt við Evrópusambandið væru þjáðir af fordómum og ofstæki.
Þessi yfirlýsing er merkileg í ljósi þess að Geir Haarde lýsti þeirri skoðun sinni afdráttarlaust í dag að Ísland ætti að standa utan Evrópusambandsins.
Nú er spurning hvort sá metnaðarfulli stjórnmálamaður sem ÞKG er sé að gera atlögu að Geir Haarde og ætli að taka af honum formannssætið. Hún skynjar eflaust að Geir stendur höllum fæti og hann hefur verið gripinn í bólinu vegna andvaraleysis í efnahagsmálum. Íslenskt efnahagslíf hefur tekið mikla niðurdýfu og nú er róinn lífróður með aðstoð Davíðs Oddssonar í að bjarga því sem bjargað verður.
Ég er ekki sammála varaformanni Sjálfstæðisflokksins um að kalla fólk sem er henni ekki sammála ofstækisfullt og fordómafullt frekar en ég tel réttlætanlegt að stimpla fólk kynþáttahatara upp úr þurru.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Nýjustu athugasemdir
- Bara ef það hentar mér: Hér má sjá ráðleggingar Hafró um afla hvers árs og það sem enda... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: "Vagn" svei mér þá þú ert bara mun meiri "GRAUTARHAUS" en ég ha... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Jóhann, úthlutaður kvóti, veiðiheimildir, er ekki það sama og r... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Pálmi það skal tekið fram að ég fylgjandi auknum veiðiheimildum... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Sæll Sigurjón Þú ert bara ekki að bera saman epli og epli. Þú v... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Hvað er eiginlega á milli eyrnanna á þér "Vagn"???? Kvóti og v... 7.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 88
- Frá upphafi: 1019333
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 74
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
ég vona að hún geri það ekki.. því með Geir við stjórnvölin er útilokað að sjalftektarflokkurinn stækki...
Óskar Þorkelsson, 17.5.2008 kl. 21:01
Ég sé mig knúinn að koma með smá yfirlýsingu.
Miðað við orð varaformanns Sjálfstæðisflokksins þá er formaður flokksins í hópi ofstækismanna. Engin spurning.
En ég er nú ekki sammála Þorgerði Katrínu í þessu og dettur ekki einu sinni í hug að ýja að því að Geir sé ofstækismaður vegna skoðana hans um aðild að ESB.
Þannig að þó varaformaður Sjáfstæðisflokksins setji formann sinn í hóp ofstækismanna þá gerir varaformaður Frjálslynda flokksins það ekki.
Magnús Þór Hafsteinsson, 17.5.2008 kl. 23:03
Ég verð að viðurkenna að mér finst Geir vera nokkuð góður að vilja ekki selja fullveldið okkar í hendur bjúrókratanna í Brussel....
Svo má nú alltaf velta fyrir sér hver sé ofstækisfullur, sá sem vill ganga í ees eða hinn sem ekki vill.
MBK
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 17.5.2008 kl. 23:07
Þetta var góð ræða hjá Geir
Sigurður Þórðarson, 18.5.2008 kl. 00:14
V0nduð ræða Geirs sannfærði Þorgerði. Málið er dautt.
Júlíus Valsson, 18.5.2008 kl. 01:07
ofstækiskona checking in
halkatla, 18.5.2008 kl. 05:06
Ólafur.. við erum í EES.. stökkið yfir í EU er ekki stórt.
Óskar Þorkelsson, 18.5.2008 kl. 10:29
Ólafur.. við erum í EES.. stökkið yfir í EU er ekki stórt.
Óskar. Þetta er ekki stökk. Því miður ekki. Að ganga í ESB er allt örðuvísi en að taka stökk. Það er best hægt að líkja því við að panta 10 ára tíma hjá tannlækni sem svo dregur úr manni flestar tennurnar á þessum 10 ára tíma. Hægt, en bítandi, eru tennurnar dregnar út þér og þar sem þú heitir ekki Þýskaland eða Frakkland þá færðu enga deyfingu. En tannlaus verður þú smá saman. Og það er ekki hægt að setja gömlu tennurnar í aftur, ef þú seinna meir sérð eftir þeim.
Ef er búinn að prófa þetta. Ég bý í ESB og hef gert það í 23 ár og rekið fyrirtæki í ESB í næstum jafn langann tíma.
ESB er alltaf að verða fátækara og fátækara miðað við Bandaríkin og einnig miðað við Ísland. Árið 1985 bjuggu þegnar BNA við þær þjóðartekjur á mann sem ESB þegnar hafa núna. En það sorglega er að þetta bil fer vaxandi og ekki minnkandi. Þetta getur ekki verið örðuvísi. Frelsið undirstaða alls og því mjög dýrmætt. Passið það því vel kæru Íslendingar. Það er undirstaða ríkidæmis og velmegunar. Ekki taka pilluna. Það er ekki hægt að kasta henni upp aftur, ef ykkur líkar ekki áhrifin.
Gunnar Rögnvaldsson, 18.5.2008 kl. 11:57
Hér er ágæt skýrsla sem stjórnvöld gerðu um Evrópumál.
http://www.forsaetisraduneyti.is/utgefid-efni/nr/2558
Það að líta á aðild sem einhverja frelsun er barnaskapur - verður allt í jafnvægi eins og í Danmörku Ítalíu eða Litháen.
Mér finnst merkilegt að hlýða núna á Silfrið þar sem fulltrúi Samfylkingarinnar segir eitthvað á þá leið að hugsjónir skipti ekki máli heldur bísness.
Sigurjón Þórðarson, 18.5.2008 kl. 12:57
Ingunn.
Þetta er alltof flókið mál til þess að neinni einni persónu dygði æfin til að rýna í viðeigandi pappírsdyngju ESB. Pólverjar sögðust hafa haft 3.000 manns á launum við að annast bandalagið við Sovétríkin og Varsjárbandalagið á sínum tíma. En eftir að þeir gengu í ESB segjast þeir hafa þurft að ráða 12.000 skriffinna til að annast landbúnarðarstuðinginn frá ESB.
Eitt af hlutverkum bæjarfélaganna væri að "taka þátt í" og "vinna að" og gera "sitt besta" til að Lissabon markmiðið náist fyrir 2010. En það er markmið sem segir að ESB eigi að verða samkeppnishæfasta og best þénandi hagkerfi í heimi. Þetta marmið var sett árið 2000 en féll um sjálft sig strax á næsta ári því ofur-gapið á milli ESB og BNA hélt bara áfram að stækka og stækka og ESB að verða fátækara og fátækara og minna samkeppnishæft miðað við BNA. En vel rekin sveitafélög eru einn þátturinn í að það sé framgangur í hagkerfinu.
Hvað það muni kosta að ganga í ESB ? Þetta veit enginn. Það hefur sennilega aldrei í sögunni skeð að svo ríkt land sem Ísland jú nú er, hafi gengið í ESB. Flest þau ríki sem undanfarin mörg ár hafa gengið í ESB hafa verið fátæk og séð ESB sem bjargvætt frá fyrri gereyðingu kommúnisma og niðurníddu hagkerfi og innviða. Hin ríkin sem gegnu í ESB á undan, eru núna föst því það er ekki hægt að segja sig úr bandalaginu.
En eitt er víst. Til þess að ESB geti gengið upp þá þarf að breyta því Bandaríki Evrópu (USE) því ESB getur aldrei virkað vel með 27 ríkisstjórnum, 27 löggjöfum og ollu tilheyrandi - á 50 tungumálum. En það er jú ekki sú vörumerking sem stendur núna utaná ESB pakkanum. Á honum stendur núna: "getulaus krypplingur" - gerið svo vel!
Gunnar Rögnvaldsson, 18.5.2008 kl. 13:09
Hvað gerði Þorgerður af sér?
1. Lýsti yfir vilja til að ESB mál fengju ítarlega skoðun innan Sjálfstæðisflokksins. Kominn tími til. Samfylkingin eini flokkurinn sem að er búin að vinna vel heimavinnuna.
2. Lýsa yfir að það sé vilji þjóðarinnar sem eigi að ráða um viðræður og aðild. Hún ber því virðingu fyrir lýðræðinu í landinu. Þar á hún hrós skilið og kveður þar við nýjan tón hjá íhaldinu.
Hef áhyggjur af því að Frjálslyndir beri ekki næga respekt fyrir þeirri staðreynd að um 2/3 þjóðarinnar vilja hefja aðildarviðræður. Þeir ætla að taka að sér að hafa vit fyrir þjóðinni ásamt nokkrum útvöldum ofurfálkum. Eða hvað? Mbk, G
Gunnlaugur B Ólafsson, 18.5.2008 kl. 15:10
Gott innlegg hér hjá Gunnar Rögnvaldsson, og er ég honum sammála.
Halla Rut , 18.5.2008 kl. 16:05
Hverslags málflutningur er þetta? Er ESB að bjarga Svíþjóð og Finnlandi frá "fyrri gereyðingu kommúnisma"? Þætti gaman að fá það skjalfest hvað Svíþjóð er mikið fátækara en ísland. Líklega átti þetta bara að vera djók hjá Gunnari R.
Víðir Benediktsson, 18.5.2008 kl. 16:44
Það er kannski ekki hægt að segja að Geir Haarde sé ofstækismaður. En það er greinilega skoðanakúgun á háu stigi í þingflokknum. Þar innanborðs eru aðilar sem fara mikinn í andstöðu sinni við ESB og víla sér ekki við að ljúga upp óyfirstíganlegum hindrunum sem við gætum aldrei samið okkur frá. Þessir sömu aðilar hafa kynnt sér ESB að þeirra sögn að kostgæfni. En þekking þeirra miðast ekki við upplýsta umræðu. Hún miðsast eingöngu við að verja þá afstöðu sem þeir hafa fyrir löngu tekið.
Á heimssíðu Heimssýnar þar sem sumir af yngri þingmönnum sjálfstæðismanna hafa leitað baklands morar allt í hálfsannleik og ómerkilegheitum. Það er ekki nokkur tilraun til þess gerð að leita sannleikans - heldur unnið hörðum höndum við að koma upp hindrunum gegn inngöngu. Það þarf ekki nema að lesa kaflann um sjávarútfagsstefnu ESB til að sjá að ómerkilegheitin og hálfsannleikurinn er hafður að leiðarljósi. Mér finnst í raun furðulegt að Frjálslyndir sem vita manna best að þekking ungra Sjálfstæðisþingmanna á íslenska fiskveiðikerfinu er hverfandi, skulu ekki hreifa andmælum þegar sömu aðilar úttala sig í smáatriðum um kosti og þó aðallega galla fiskveiðikerfis ESB - sem munu þó aldrei snerta okkur neitt.
Þá skrifaði Birgir Ármannsson grein um daginn á heimasíðu Heimssýnar. Ég gerði léttar athugasemdir við nokkrar af þeim spurningum sem hann varpaði fram en þær fengust ekki birtar og því koma þær hér.
Birgir spurði m.a. þessara spurninga, með mínum athugasemdum.
1) En fyrst þarf auðvitað að taka afstöðu til þeirrar grundvallarspurningar hvort við viljum verða aðilar að Evrópusambandinu eða ekki: Það væri eins og að ákveða að kaupa fasteign áður en maður skoðar hana, sér hvers virði hún er og hvort hún hentar manni.
2) Er það fýsilegur kostur fyrir íslensku þjóðina (að vera í ESB) þegar til lengri tíma er litið? Ég veit það ekki en vil endilega komst að því og til þess þarf að skilgreina samningsmarkmið okkar og ganga til viðræðna.
3) Með öðrum orðum; er þetta einfaldlega markmið sem við viljum stefna að? Það á að vera stefna og markmið númer eitt hjá öllum stjórnmálamönnum að leita allra leiða til að bæta lífkjör almennings í landinu - og þá á ekki að útiloka neitt að óathuguðu máli..
4) Þá stefnu þarf að marka að undangengnum rökræðum um kosti og galla aðildar, bæði meðal almennings og á hinum pólitíska vettvangi. Nauðsynlegt er að komast að niðurstöðu í þeim efnum áður en lengra er haldið. Það þarf vissulega að skilgreina markmiðin vandlega En það væri hrein heimska að sökkva umræðunni í einhverja “galla” sem við vitum ekki hverjir verða fyrr en að loknum viðræðum.
Og hvernig fer Geir Haarde svo að því að finna "gallana". Hann er fyrir löngu búinn að ákveða hverjir þeir eru, sennilega notað yfirskilvitlega hæfileika sína til þess. En þetta hafði Geir Haarde um málið að segkja í gær og lýsir alveg "ótrúlegri víðsýni" hans á opinni og fordómalausri umræðu um málið.
"Við leggjum á vogarskálar öll atriði sem skipta máli. Í mínum huga er ekkert vafamál að kostirnir eru léttari á þessari vogarskál en gallarnir. Þess vegna vil ég ekki ganga í Evrópusambandið," sagði Geir."
Ekki getur maður annað en dáðst að sjáandanum Geir Haarde og félögum í Heimssýn sem telja sig nú þegar geta séð það sem út úr aðildarviðræðum við ESB kemur - áður en til þeirra er stofnað. Og það er ekki einu sinni búið að skilgreina samningsmarkmiðin - en niðurstaðan er nú þegar ljós að þeirra mati....Blessaðir séu sjáendur og andlegur leiðtogi þeirra afturhalds- og íhaldsmanna, myrkrahöfðinginn Ragnar Arnalds.Atli Hermannsson., 18.5.2008 kl. 16:58
Víðir: Hann segir "Flest þau ríki sem undanfarin mörg ár hafa gengið í ESB hafa verið fátæk og séð ESB sem bjargvætt frá fyrri gereyðingu kommúnisma og niðurníddu hagkerfi og innviða. Hin ríkin sem gegnu í ESB á undan, eru núna föst því það er ekki hægt að segja sig úr bandalaginu." ATH HANN SEGIR "FLEST"
Halla Rut , 18.5.2008 kl. 16:58
Halda menn virkilega að við fáum eitthvað betra tilboð en Noregur fékk.
Halla Rut , 18.5.2008 kl. 17:01
Til Víðis.
Kæri Víðir ef þú lest innlegg mitt þá sérðu að ég skrifaði að flest þau lönd sem hafa gengið í ESB mörg síðustu ár hafa verið fátæk lönd. Er það ekki rétt? Það eru einungis tvö rík lönd sem á seinni tímum hafa gengið í ESB. Finnar þorðu ekki öðru eftir fall USSR og flýttu sér burt - þeir hefðu gengið á nánast hvað sem er, bara til að losna undan áhrifasvæði Sovét/Rússa
Markaðir Evrópu
Skandinavía:
Danmörk, Noregur, Svíþjóð
Norðurlönd:
Danmörk, Noregur, Svíþjóð, Finnland, Ísland, Færeyjar, Grænland og Áland
Euro-12 löndin:
Austria, Belgium, Luxembourg, Finland (Áland talið með), France, Germany, Greece, Ireland, Italy, Netherlands, Portugal, Spain og Slovenia
EU-15 löndin:
Austria, Belgium, Luxembourg, Denmark (Grænland og Færeyjar talið með), Finland (Áland talið með), France, Germany, Greece, Ireland, Italy, Netherlands, Portugal, Spain, Sweden og United Kingdom.
EU (27 lönd = EU-27):
EU-15, Cyprus, Czech Republic, Estonia, Hungary, Latvia, Lithuania, Malta, Poland, Slovakia, Slovenia, Bulgaria og Romania
EEA – Evópska efnahagssvæðið:
EU-27, Norway, Iceland og Liechtenstein
Baltísku löndin:
Estonia, Latvia og Lithuania
Restin af Evrópu:
Albania, Andorra, Belarus, Bosnia and Herzegovina, Croatia, Serbia-Montenegro, Former Yugoslav Republic of Macedonia, Gibraltar, Moldova, Russian Federation, San Marin, Turkey, Ukraine, Vatican City
Gunnar Rögnvaldsson, 18.5.2008 kl. 17:21
Takk Halla :)
Gunnar Rögnvaldsson, 18.5.2008 kl. 17:28
Sæll aftur Gunnar. Vissulega las ég færsluna þína sá sá vel að þú skrifaðir "flest" það er ekki deilt um það. Það sem ég hins vegar hjó eftir var þegar þú sagðir "Það hefur sennilega aldrei í sögunni skeð að svo ríkt land sem Ísland jú nú er, hafi gengið í ESB" Síðan kemur hitt í beinu framhaldi. Ekki það að ég sé neinn sérstakur ESB aðdáandi en finnst allt í lagi að skoða málið fordómalaust.
Víðir Benediktsson, 18.5.2008 kl. 18:41
Og hvernig fer Geir Haarde svo að því að finna "gallana". Hann er fyrir löngu búinn að ákveða hverjir þeir eru, sennilega notað yfirskilvitlega hæfileika sína til þess. En þetta hafði Geir Haarde um málið að segkja í gær og lýsir alveg "ótrúlegri víðsýni" hans á opinni og fordómalausri umræðu um málið.
Auðvitað veit Geir Haarde hverjir gallarnir eru. Geri er gáfaður maður. Og kostirnir fyrir fjórðu ríkustu þjóð í Evrópu geta ekki verið annað en núll, zero. Þetta vita allir sem hugsa.
En það leiðinlega við þetta ESB mál er að það er því miður ekki hægt að láta þjóðina kjósa um inngönguna, því málið er svo flókin að þjóðin hefur ekki jarðenskan möguleika á að taka afstöðu byggða á upplýsingum eða staðreyndum. Þess vegna mun hin svokallaða umræða alltaf snúast uppí áróður, og tilfinningamál. En það er einmitt kjarninn í þessu öllu.
Þetta er fyrst og fremst tilfinningamál því við mennirnir erum fyrst og fremst tilfinningaverur. Annars hefðum við jú ekki fundið upp talmálið, skrifmálið, peninga, rafmagn eða sjúkrahús til að hjúkra sjúkum. Það er miklu ódýrara að láta suma sjúka bara drepast, það er jú "rationelt".
Og munið kæru Íslendingar að ekkert af þessu hafa stjórnmála- eða embættismenn fundið upp. Stjórnmálamenn geta ekki búið til velmegun. Þeir geta hinsvegar búið til velferð, sem er allt annað en velmegun.
Velmegun fyrir þjóðfélög geta framtakssamir og athafnafjrálsar tilfinningaverur aðeins búið til og skapað með vinnusemi, fjárfestingum, áhættu og dirfsku.
Stjórnmálamenn og embættismenn geta svo tekið af þessari velmegun og dreift til hinna sem minna meiga sín og skapað það sem oft er kallað velferð. En forsendan er sú að það sé eitthvað til að taka af. Í ESB er þetta "eitthvað" alltaf að verða minna og minna. Athafnamenn og brilliant heilar flytja alltaf þangað sem aðstæður eru bestar til nýtingar á hæfilekum sínum. Þeir fara mikið til Bandaríkjanna því Bandaríkjamenn standa ESB núna aðeins 33 árum á undan í rannsóknum og þróun og fer þetta bil vaxandi því þjóðartekjur á mann í ESB eru jú alltaf að dragast meira og meira aftur úr BNA, þannig að bráðum mun ESB sökkva enn dýpra í áfurábak gír því þeir munu ekki hafa efni á að keppa lengur.
Þetta er málið. Tilfinningar. Business er fyrst og fremst tilfinningar. Peningar eru órjúfanlega bundnir tilfinningum og galdurinn við peninga er AÐ HAFA þÁ! Núna!
Einungis stjórnmálamenn geta haldið því fram að þetta sé ekki fyrst og fremst tilfinningamál. Ætla þeir kanski að gera þjóðinni frí í hálfa öld til þess að lesa reglugerðir ESB. Stjórnmálamenn fá laun fyrir að taka afstöðu fyrir kjósendur. Þeir eiga ekki að henda ábyrgðinni á svona flóknu máli yfir á herðar kjósenda. Umræðan endar hvort sem alltaf sem rifrildi um tilfinningar.
Gunnar Rögnvaldsson, 18.5.2008 kl. 18:53
Ég biðst velvirðingar á stafsetningarvillu í nafni Forsætisráðherra.
Gunnar Rögnvaldsson, 18.5.2008 kl. 19:12
Gunnar, takk fyrir fróðlegt og skemmtileg innlegg :"Auðvitað veit Geir Haarde hverjir gallarnir eru. Geri er gáfaður maður." Ég get verið sammála því að Geir er að öllu jöfnu nokkuð gáfaður í tilsvörum. En skoðanir hans á kostum og göllum á inngöngu í ESB eru þá, ekki satt, byggðar á tilfinningum en ekki rökum, því ekki hefur hann niðurstöður úr aðildarviðræðum til að styðjast við. Svo það er þá misskilningur hjá mér að Geir sé sjáandi eins og ég var farinn að halda, heldur að tilfinningakerfið í honum sé svona gott - og þá væntanlega betra en í mér.
Atli Hermannsson., 18.5.2008 kl. 20:05
Þið getið ekki vitað hverjir kostir og gallar eru fyrr en þið eruð búin að sitja í tannlækningastólnum í 10 ár. Það er málið.
Þegar þið árið 2015 byrjið að væla um að stýrivextir ECB séu of háir eða of lágir og henti ekki Íslenskum efnahag á þeirri stundu því þið séuð jú ekki með of háa verðbólgu heldur séu þýsku verðbólgunazistarnir í Frankfurt haldnir ofsahræðslu við smá verðbólgu en þið séuð vanir 3-4% verðbólgu og að þið þurfið ekkert að óttast af því að þið séuð ekki með risastóra og tvöfalt þyngri og verðtryggða farmfærslubyrði á ríkiskassanum því ísland er með þessa fínu lífeyrissjóði sem engin af hinum löndunum hafa og skuldi ekki neitt og skattar miklu lægri og atvinnuleysi óþekkt.
En svarið frá Brussen - ef þið þá fáið eitthvað svar - mun koma inn eins og glott á faxvélinni í Forsætisráðuneytinu og ríkisstjórnin þarf þá að setjast niður í kalda stóla til þess að reyna að finna ráð við því hvernig megi örva þær fjárfestingar sem hafa nú lognast útaf og horfið til útlanda. Ekki hægt að lækka 8% stýrivexti í 1,5% verðbólgu og atvinnuleysið komið uppí 9%
eða -
Ekki hægt að hækka þessa 2% stýrivexti í þessari 12% verðbólgu til að stoppa hana. Ríkisstjórnin þarf þá að setjast niður í kalda stóla til finna út úr því hvernig megi stoppa neyslu og fjárfestingar. Ríkisstjórnin í köldu stólunum mun þá komast að því að það verður að henda "pakka" í hausinn á heimilunum. Svona pakka eins og við höfum fengið 10 sinnum í hausinn hér í Danmörku - kartöflukúr, páskapakki, hvítasunnupakki osfv. - allt til að stöðva þessa verðbólgu því ECB eru að verða brjálaðir og hóta ríkisstjórninni á köldu stólunum að þeir fái stóra sekt.
Ríkisstjórninni á köldu stólunum á ekki um neitt að velja: skattar eru hækkaðir til að draga úr þenslu. 180% skráingargjald er sett á bifreiðar og 200% skattur á lúxusvörur og fjármagnstekjuskattur er settur á 64%
takk
Gunnar Rögnvaldsson, 18.5.2008 kl. 20:34
En við þetta 9% atvinnuleysi sem komast á, þarna fyrir ofan, við það að fjárfestingar lognuðust útaf þá komst á 5% halli á ríkisjóð og langi armuninn frá Brussel henti því ríkisstjórninni á ný í köldu stólana til þess að fást við að réttað af þennan nýja halla á fjarlögum því hann er ekki leyfilegur.
Skattatekjur ríkisins nægja nú ekki lengur fyrir þessari miklu hærri frmfærslubyrði á ríkissjóð sem áður fyrr var í stakasta lagi hjá ykkur því atvinnuástand var svo gott. Það er ekki annað að gera en að hækka skttana enn meira. T.d uppí 64% eins og það er á fleiri stöðum.
Núna vinna allt í einu mikli fleri hjá ríki og bæ eða um 25% af þjóðinni og 52% af þjóðinni fær hluta af sínum tekjum úr einhverjum opinberum kassa. Það eru því 75% af kosningafærum mönnum þjóðarinnar sem eru að meira eða minna leiti á launum frá hinu opinbera. Og nú vita allir að það geta aldrei orðið neinar pólítískar breyingar á Íslandi því hver kýs undan sér annan fótinn sem er deponeraður í rískskassann ? Enginn !
Víkingaútrásarhersveitir frumkvöðla og framkvæmdagleði eru núna lagstar fyrir inni í rúmi eða fluttar úr landi.
Allt hitt, sem inngangan í ESB lofaði ykkur, hefðuð þið geta skaffað ykkur sjálfir vegna eigin dugnaðar, eða samið við aðrar fjrálsrar þjóðir um. En nú er það of seint því þið eruð komin á kassann.
Það er ekki furða þó að fátæklingarnir sem undanfarið hafa gengið í ESB gerðu það. Þeir höfðu jú engu að tapa. Þeir voru gjaldþrota fyrir, hvort sem var.
Gunnar Rögnvaldsson, 18.5.2008 kl. 21:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.