Leita í fréttum mbl.is

Ofsinn í Samfylkingunni

Ekki fyrir löngu datt einhverjum í Samfylkingunni það í hug að kenna landslýð upp á nýtt hvernig ætti að skiptast á skoðunum um landsins gagn og nauðsynjar.  Nýja aðferð Samfylkingarinnar kallaðist samræðustjórnmál og átti að leysa af hólmi átakastjórnmál sem var víst ekki eins fínt fyrir síviliseruðu intelligensíuna í Samfylkingunni.

Það skýtur óneitanlega skökku við að liðsmenn flokksins sem vildi kenna sig við samræðustjórnmál skuli ítrekað grípa til gífuryrða og ofsafenginna úthrópana þegar þeir verða undir í rökræðu. 

Í harðri kosningabaráttu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur til að hljóta sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna er öllu tjaldað til. Í skyndingu var ákveðið að fá til landsins mikinn fjölda flóttamanna frá Írak.  Nú brá svo við að varaformaður Frjálslynda flokksins og formaður félagsmálaráðs Akraness taldi ýmsa meinbugi á að setja umrædda flóttamenn niður á Akranesi og lagði með sér í þá umræðu vandaða greinargerð. 

Það er umhugsunarvert að fulltrúar samræðustjórnmála skuli ekki gera sér far um að ræða málefnalega um greinargerðina í stað þess að missa sig í einhverjum ofsaköstum eins og prúðmennið Össur Skarphéðinsson gerir sig sekan um ásamt fjölda annarra nafntogaðra samræðukvenna og -karla.

Össuri er greinilega mikið kappsmál að staðsetja flóttafólkið uppi á Akranesi og hvergi annars staðar þrátt fyrir rökstuddar efasemdir eins og áður segir.

Ég vil benda á að ef stjórnarflokkunum er svo umhugað um að fá umræddan hóp til landsins þá er fjöldi bæjarfélaga þar sem stjórnarflokkarnir eru einráðir, s.s. á Seltjarnarnesi eða Hafnarfirði. Saman starfa þeir síðan í bæjarstjórn Akureyrar.

Það er mjög erfitt að átta sig á ofsa ýmissa í Samfylkingunni í þessu máli og því algera getuleysi sem opinberast hjá fólki þess flokks í að taka þátt í málefnalegri umræðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara að benda á þegar þú gagnrýnir samræðustjórnmál Samfylkingar, að nú klukkan 12:50 er nokkuð ljóst að Frjálslyndir eru ekki lengur við stjórn á Akranesi. Helg að Magnús hefði kannski átt að bera skoðun sína undir fólk í F-listanum á Akranesi. Hann talaði heldur ekki svona yfirvegað um þetta mál á Útvarpi Sögu. En þar var hann á því að ef það þyrfti yfir höfuð að vera að hjálpa þessu fólki þá ætti bara að gera það í FLÓTTAMANNABÚÐUM. Það væri hægt að reka þar skóla og annað fyrir þetta fólk. Sem hljómar eins og gera allt til að það kæmi ekki hingað heldur byggi áfram við það að vera í flóttamannbúðum og komast hvorki löng né strönd. Samsagt að fólkið geti bara búið áfram í flóttaannabúðunum eða réttarasagt fangelsi.

Það er ekki eins og hér eigum við ekki nægt land, peninga og vinnu fyrir nokkra einstaklinga 10 konur og kannski 20 börn.

Magnús Helgi Björgvinsson, 14.5.2008 kl. 13:10

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Úr frétt af vef félagsmálaráðuneytis:

"Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu flóttamannanefndar um að bjóða allt að 30 manna hópi palestínskra flóttamanna hæli á Íslandi. Um er að ræða konur, einstæðar mæður og börn þeirra sem nú dvelja við afar bágar aðstæður í Al Waleed flóttamannabúðunum í Írak. Konurnar hafa flestar misst eiginmenn sína í stríðsátökum undanfarin ár og eru taldar líklegar til að geta nýtt sér tækifæri til nýs lífs í íslensku samfélagi."

Þarna stendur 30 manneskjur í allt. En það er allt í lagi að ýkja þetta aðeins. Hef reyndar heyrt að það gæti komið annar hópur síðar. En það hefur ekkert verið ákveðið.

Magnús Helgi Björgvinsson, 14.5.2008 kl. 13:55

3 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Magnús, það hefur löngum verið sagt að ef þú vilt breyta heiminum skaltu byrja á sjálfum þér.

Það er ágætt og virðingarvert að vilja styðja við bakið á stríðshrjáðu fólki, en það breytir því ekki að það er fólk hérna sem sveltur, það er fólk hérna sem þarf að sofa í húsasundum, ofan á loftræstigrindum og annarsstaðar til þess að fá í sig il.

Það er fólk á Íslandi sem skrimtir ekki mánaðamóta á milli í fáránlega háu leigu og matvælaverði hérlendis.

Ég hef heyrt þess dæmi að stúlka nokkur í Garðabæ hafi lent í því að börnin hennar voru tekin af henni sökum þess að hún þurfti að vinna myrkranna á milli til þess að hafa efni á rándýrri húsaleigunni.

Áður en við björgum mæðrum og börnum Palestínu skulum við byrja á okkar eigin.

Ég kýs að vitna í mótmælasöngvarann Patrick Fitzgerald sem söng 'You're too busy fighting you're irrelevant battles, to see what's going on in your own backyard, cause some of us are having a hard, hard time.'


PS: Ég segi þetta ekki af óvild við Palestínufólk. Ég er ekki einn af þeim sem gengur með Keffyeh án þess að vita hvað hann merkir.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 14.5.2008 kl. 14:52

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ágæti J.Einar ég held að það sé sama hvar þú ferð í heiminum það eru alltaf einhverjir sem hafa það skítt. En við ættum kannski ekki að dæma ástandið á Íslandi eftir frásögn af einni konu í Garðabæ. Þó hún hafi það ekki gott þa´er kannski við Garðabæ að sakast. En ef allir hugsuðu svona væri engum hjálpað í heiminum. Ef við ein ríkasta þjóð í heiminum getum ekkert hjálpað þá geta það engir.

Hér er ekki atvinnuleysi, hér á að vera félagslegt kerfi sem hjálpar fólki. Ef það er ekki nógu gott þá þarf að breyta því. Það má ná í pengina hér t.d. með hátekjusköttum. Bendi á að hér eigum við nú menn sem mælast með ríkustu mönnum heims. Fyrirtæki sem skila milljörðum í hagnað og svo framvegis.

Magnús Helgi Björgvinsson, 14.5.2008 kl. 15:05

5 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Ég skal gera við þig díl Magnús. Ég skal taka undir og lýsa yfir stuðningi við komu þessa flóttafólks ef a) þau fá samstundis haldbæra Íslenskukennslu til þess að auðvelda þeim að samlagast umhverfinu og fá atvinnu, b) þau eru ekki tekin framfyrir þá Akurnesinga sem nú þegar bíða eftir félagslegum húsnæðum og c) að þeim sé ekki komið fyrir í 1-2 verkóblokkum og sett í einhverskonar 'gettó'. Ef þú getur sýnt fram á að þetta verði gert skal ég glaður lýsa yfir stuðningi, enda þá ólíklegra að þetta annars ágæta fólk verði undir í samfélagi dagsins í dag sem er ekki vænlegt fyrir innflytjendur hérlendis.

Eins skal ég fallast á að þú hafir rétt fyrir þér og að ef allir hugsuðu um sitt eigið samfélag og hlúðu að því áður en þeir færu að eyða skattpeningum okkar í örðum heimshálfum væri heimurinn mun verri, en bara ef þú kemur og með mér í sjálfboðastörf í Samhjálp einusinni í mánuði það sem eftir er. Ég er ekki þar sjálfur, en ég skal ganga til liðs við Samhjálp ef þú kemur og eyðir, ekki hverjum degi, ekki hverri viku heldur bara einum degi í mánuði við það að reyna að hlúa að minnstu bræðrum okkar í okkar eigin bakgarði í stað þess að leita að vandamálum erlendis til þess að lagfæra.

Díll? 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 14.5.2008 kl. 15:53

6 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Ég biðst forláts á nokkrum innsláttarvillum í svari mínu. Öðrum og Heimsálfum ekki hálfum og örðum...

...lyklaborðsfljótfærni. :-P 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 14.5.2008 kl. 15:55

7 identicon

Þetta er svona svipað og að moka u.þ.b. 1400 blæjukonum inn á Reykjavíkursvæðið. Slíkt myndi veita félagsfræðingum og sálfræðingum gífurlega framtíðarvinnu og eru fyrrtaldar stéttir ekki einmitt kjósendur Samfylkingar og Vinstrigrænna ? Þannig að að þetta er allt útpælt.

Stefán (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 16:32

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ekki skánar umræðan...

Viðar í síðdegisútvarpinu að bulla út í loftið.. Magnús felur bullið í orðskrúð.. og Sigurjón ræðst á samfylkinguna..

Bottom line er: frjálslyndir eru ekki frjálslyndir heldur öfgafólk upp til hópa.

Óskar Þorkelsson, 14.5.2008 kl. 18:16

9 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Óskar, nú ert þú að ata heila hreyfingu fólks aur og kalla það öfgafólk.

Hvernig hefur þú efni á því?

Ef ég kallaði alla stuðningsmenn Liverpool bullur, væri ég þá ekki að skíta í skóna mína og boða fordóma?

Sjáðu risafuruskóginn í eigin auga áður en þú kallar okkur sagverksmiðju svo ég taki orð trésmiðsins frá Nazaret og geri mín eigin. 

Ég sé ekki að þú sért að bæta neinu málefnalegu við umræðuna neins staðar. 

Hinsvegar get ég vísað þér á góðan sportbar. 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 14.5.2008 kl. 18:33

10 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hef nú ekki séð þær konur sem eru hér á landi frá Palestínu vera sérstakleg mikið með slæður hvað þá bæjur umfram íslenskar. Verð nú að segja að svona talsmáti um fólk lýsir viðhorfi til fólks sem mér er ekki að skapi.

Í Palestínu er megnið og nær allir hófsamir í sinni trú og engin skilda fyrir konur að vera með blæjur.

Svona eins og að Íslendingum væri bannað að ganga í lopapeysum í Danmörku ef þeir byggju þar.

Magnús Helgi Björgvinsson, 14.5.2008 kl. 18:38

11 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Magnús segir, "Hér er ekki atvinnuleysi, hér á að vera félagslegt kerfi sem hjálpar fólki. Ef það er ekki nógu gott þá þarf að breyta því. Það má ná í peninga hér t.d. með hátekjusköttum. Bendi á að hér eigum við nú menn sem mælast með ríkustu mönnum heims. Fyrirtæki sem skila milljörðum í hagnað og svo framvegis".

Eitt heilræði fyrir þig Magnús, græjaðu þessa hluti áður en þú ropar svona dellu út úr þér. Náðu í tekjur með hátekjusköttum og fáðu þessa ríku til að leggja í púkkið áður en lagt er af stað. Ef þér tekst það þá eru verðugur sem næsti forsætisráðherra. En því miður fyrir þig þá er svona bara hreint ekkert á stefnuskrá einkavinavæðingarklúbbsins sem sumir vilja kalla Sjálfstæðisflokk en þeim sem betur fer fer fækkandi sem styðja klúbbinn.

Hallgrímur Guðmundsson, 14.5.2008 kl. 23:16

12 identicon

Fattiði ekki plottið hjá Samfylkingunni? Það er engin tilviljun að þessu vesalings flóttafólki á að hola niður á Skaganum. Þetta er ekki gert í miskunsemi og greiðvikni við þetta fólk. Nei það er notað í pólitískum hráskinsslag sem gengur út á að útrýma Frjálslynda flokknum og skulu öll meðul leyfð. Samfylkingin vissi upp á hár að meirihlutinn myndi springa með þessu óþokkabragði. Og Samfylkingin setur þetta þannig upp að þeir sem tala gegn þessum ráðahag eru ekkert annað en kynþáttahatarar! Samfylkinging er orðin verri en allur ferill þeirra Davíðs og Halldórs samanlagt!!

Kristófer (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 23:24

13 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ríkið ætlar að leggja með hverjum einstakling í þessum hóp um 3 milljonir. Ríkið er rekið með hagnaði upp á milljarða síðustu ár. Bæjarfélög mörg rekin með hagnaði. Þannig var man ég t.d. að Kópavogur sem ég bý í var rekinn með um 2,7 milljarða hagnaði á síðasta ári. Því er held ég ekkert komið að því að það þurfi að hækka skatta sérstaklega til að takast á við þessi verkefni.

Hinsvegar bendi ég á umræðu sem ég heyrði í vikuni um félagslegakerfið. Þar var verið að tala um endurhæfingu og starfsþjálfun m.a. fyrir öryrkja. Það er að koma í ljós að það er að verða algengara að "þriðja kynslóð öryrkja er að verða til"  Þá er verið að tala um að börn sem eru jafnvel alin upp af öryrkjum sem hafa verið alin upp hjá öryrkjum. Og þau börn þekki ekki annað og reyni þvi að komast inn í þetta kerfi líka. Þetta er náttúrulega stór hluti af þeim sem sækja inn í félagslega kerfið. Síðan eru aðrir sem eru mikið fatlaðir sem vinna fulla vinnu á vinnumarkði. Jafnvel með miklar fatlanir og þurfa því mun minna á félagslegri aðstoð að halda.

Því tel ég fulla þörf á að breyta félagslegri þjónustu og hún fari að snúast meira í það að koma þeim sem það geta út úr kerfinu og inn í almennakerfið með markvissri þjálfun og aðstoð.

En óháð þessu höfum við nóga peninga til að hjálpa nokkrum flóttamönnum sem lifa við ömurlegar aðstæður í dag.

Magnús Helgi Björgvinsson, 15.5.2008 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband