11.5.2008 | 14:12
Er innflutningur flóttafólks liður í kosningabaráttu utanríkisráðherra?
Ég get ekki annað en tekið undir með varaformanni Frjálslynda flokksins, Magnúsi Þór Hafsteinssyni, sem leggst gegn því að taka við fjölda flóttamanna frá Írak og hópa þeim saman á Akranesi. Hann rökstyður skoðun sína einkar vel í greinargerð sem er að finna á Skessuhorni. Það er umhugsunarvert að stjórnvöld ætli að fara þessa leið í einhverjum flýti og bráðræði án þess að skýra út hvað þau ætli að gera öðruvísi og betur en t.d. Danir sem hafa lent í ýmsum árekstrum.
Það verður ekki litið framhjá því að ýmsir hópar nærast á verkefnum sem þessum, s.s. félagsráðgjafar, túlkar o.fl. sem þurfa að hlynna að þessum hópum. Þetta er einmitt fólkið sem spurt er álits á gagnsemi móttöku þessara flóttamanna. Ég er sannfærður um að það sé hægt að ná betri árangri fyrir þá upphæð sem er varið í að afla húsnæðis og eytt í alls kyns hjúkrun og ráðgjöf í heimkynnum þeirra sem til stendur að flytja hingað, þ.e. upphæðin hér nýtist margfalt betur heima hjá þeim.
Þetta lyktar svolítið af því að utanríkisráðherra sé að kippa hópi fólks úr allt öðrum menningarheimi og upp á Skaga til að fá stuðning til setu í öryggisráðinu og eflaust er Haarde með einhvern móral yfir einlægum stuðningi sínum við ólögmæta innrás í Írak.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 66
- Sl. sólarhring: 69
- Sl. viku: 162
- Frá upphafi: 1013293
Annað
- Innlit í dag: 60
- Innlit sl. viku: 110
- Gestir í dag: 60
- IP-tölur í dag: 60
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
já tek undir með ykkur.. svakalegt að fólkið skuli vera rifið upp með rótum úr tjaldstæðinu í irak.. þar sem því hafði verið komið fyrir vegna þess að það var rifið upp með rótum vegna gjörða ísraela í palestínu.. svakalegt alveg að þetta fólk skuli fá séns á skaganum í stað þess að liggja á jörðinni í eyðimerkursandi og búa í tjaldi með enga framtíð.. er þetta ekki Frjálslyndi flokkurinn í hnotskurn ?
Óskar Þorkelsson, 11.5.2008 kl. 14:58
kynntu þér þetta sjálfur Einar. það er talað hér að ofan um það að þetta fólk sé RIFIÐ upp með rótum.. halló.. þetta eru flóttamenn.. ræturnar voru rifnar upp fyrir löngu af israelum með okkar blessun.
Óskar Þorkelsson, 11.5.2008 kl. 15:48
LS (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 17:48
Hafa skagamenn ekkert sjálfir um þetta að segja? Fólkið verður um 1% af bæjarbúum.
Halla Rut , 11.5.2008 kl. 17:52
Hvað er að þarf endilega að flytja inn vandamál,þetta er sem Trjóu hestur sem sendur verður til Íslands,svo er annað skrýtið maður heyrir ekkert í Frjálslyndum meir um vanda mál fólks að erlendu bergi og þeir sem vöruð við þessu og það kom á daginn, það sem þeir sögðu ,var stungið upp í þá nefndar störfum á ofurlaunum
Íslands-Bersi, 11.5.2008 kl. 21:16
Nú eru Pólverjarnir að fara svo við verðum jú að fá eitthvað í staðin. Nú besta ráðið tl að fá hingað fólk er að múta því með nokkrum miljónum. Ódýrasta fólkið sem þeir fundu var í Palestínu. Þeir gerðu kröfu um að þurfa ekki að sjá Reykjavík, hún minnti þá of mikið á heimalandið sitt allt í rjúkandi rúst. Akranes þótti vænlegri kostur.
Jón V Viðarsson, 11.5.2008 kl. 21:56
Magnús Þór og Sigurjón hafa á réttu á standa. Utanríkisráðherra er miðað við þetta mál, kolrugluð.
Ólafur B. Jónsson (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 22:06
til hamingju með þennan pistil Sigurjón, hann hefur sýnt hið rétta andlit Frjálslynda fólksins í landinu.. lestu bara svörin sem komið hafa hér inn.. útlendingaótti og kynþáttahatur skín úr orðum hvers og eins.
Óskar Þorkelsson, 11.5.2008 kl. 22:15
Þetta er mjög athyglisverð lesning hjá Magnúsi Þór. Ef rétt er þá er verið að lauma inn flóttafólki inn á Akranes án undangenginnar lýðræðislegrar umræðu. Samfylkingin er fljót að læra, þetta lýðræði tefur bara fyrir.
Gunnar Skúli Ármannsson, 11.5.2008 kl. 22:53
Sammála Sigurjón.
Greinargerð Magnúsar Þórs sem þú vísar í er mjög greinargóð.
Af hverju rekum við ekki hjálparstarfsemi í staðinn fyrir að flytja vandamál til landsins? Það er ótölulegur fjöldi af heimilislausu og hungruðu fólki í heiminum. Við getum og eigum að hjálpa þeim á þeirra forsendum. Við getum aldrei bjargað hungruðum og fátækum með því að flytja þá hingað. Við getum hjálpað mun fleiri fátækum og hungruðum með því að senda hjálp til þeirra. Það hefur ekkert með kynþáttafordóma að gera heldur heilbrigða skynsemi.
Jón Magnússon, 11.5.2008 kl. 23:04
Þegar Íslenska ríkisstjórnin stóð með stofnun Ísraelska ríkisins, ætli að þessir kjánar hafi gert sér grein fyrir því að afleiðingarnar yrðu flutningur flóttamanna til Íslands frá Palestínu, fóks sem þurfti að rýma fyrir Zíonistunum, sem við studdum?
Kær kveðja, Björn bóndi.
Sigurbjörn Friðriksson, 12.5.2008 kl. 01:09
Einkennilegt þetta rasistatal sem blossar upp þó að bent sé á staðreyndir eins og Magnús gerði. Ég bý á Akranesi og við erum engan veginn í stakk búinn að taka við flóttafólki. Mikið vantar af félagslegum íbúðum,öldrunarþjónusta og sjúkrahús rekið með herkjum. Vandamálin í Palestínu eru fyrst og fremst runnin undan rifjum þjóða sem beita neitunarvaldi í öryggisráði SÞ ef eitthvað á að hrófla við Ísrael. Svo erum við að sækja um aðild að þessu gagnslausa möppudýraapparati. Svei því og væri þeim aurum betur varið í að hjálpa fólkinu að bjarga sér heima. Svo vil ég benda Kjarra á að hann hefur það svona gott í dag af því að forfeður okkar þraukuðu hér áður í moldarkofunum,átu sauðakjöt,drógu sinn fisk og voru engum háðir.....Skafti
Skafti Steinólfsson (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 01:09
Ég myndi bjóða flóttamennina hjartanlega velkomna á Skagann. Er ekki viss um að það sé eitthvað betra að senda aðstoð út, það bíður engin framtíð þessa fólks nema mikið eigi eftir að breytast í Palestínu.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.5.2008 kl. 01:14
Enoch Powell íhalds þingmaður í Bretlandi, boðaði harða stefnu um innflutning Asíubúa og íbúa eyja í Karabíska hafinu ásamt löndum Afríku. Hann var úthrópaður rasisti, þrátt fyrir greinagóðar útskýringar á aðvörunum sínum.
Hann jafnvel benti hann á að pakistanskir frömuðir í Bretlandi bentu á í framhaldi af ábendingum hans um að: "Nú væri nóg komið!" Nú væri tími til kominn að stoppa þennan innflutning. Þetta var árið 1971.
Ég spurði Englending sem ég þekki mjög vel frá þessum tíma og sem hafði þá gefið sig út fyrir að vera "Anti-Rasisti", hvort Bretar hefðu átt að fara eftir ábendingum og aðvörunum Enoch Powells?
Hálf skömmustulegur jánkaði hann því. Ég hváði þá og þóttist ekki hafa heyrt svarið. "Jú, við hefðum átt að hluta á hann!" Svaraði hann hátt og skýrt, en önugur, eins og vinstrisinnum er gjarnt þegar þeir þurfa að viðurkenna að hafa haft rangt fyrir sér.
Kærkveðja, Björn bóndi.
Sigurbjörn Friðriksson, 12.5.2008 kl. 01:29
"Við hvað eruð þið svona hrædd?" spurði kjarri hér kl. 23:12. Sennilega hræðast margir fjölgun múslima hér, og þótt a.m.k. 95 af hverjum 100 geti verið prýðisborgarar og 4 til viðbótar skaðlausir með öllu, óttast menn undantekninguna, 0,2 til 1%.
Fyrir 2/3 af því fé, sem fer til þessa flóttafólks, hefði mátt búa þeim glæsileg lífs- og menntunarskilyrði í einhverju múslimsku landanna við Miðjarðarhafið. Hér mæta því hins vegar tungumáls- og aðlögunarerfiðleikar. Það er lofsvert og nauðsynlegt að hjálpa þessu fólki, en að flytja það úr hitanum í Írak upp á Akranes hefði fáum dottið í hug nema Samfylkingarþingmönnum.
Jón Valur Jensson, 12.5.2008 kl. 03:52
Ef einhverjir eiga að skammast sín í umræðunni eru það þeir sem forðast að ræða málefnin og slá um sig með orðum eins rasistar.
Samkvæmt nýrri skoðanakönnun um álit fólks á fjölda innflytjenda þá eru 60% aðspurðra þeirrar skoðunar að þeir séu nú þegar orðnir of margir. Áreiðanlega er þetta fólk ekki allt rasistar.
Árni Gunnarsson, 12.5.2008 kl. 09:36
Það að bjóða eða neita fólki frá svo gjörólíkum menningarheimi landvist er erfið ákvörðun. Ég trúi því að engin sæmilega velviljuð manneskja horfi á flóttafólk og segi einlæglega: "Nei, ég vil ekki hjálpa þér." En þetta mál snýst ekki eingöngu um að vera velviljaður, það snýst ekki síður um skynsemi og raunsæi.
Talað er um að þetta sé hópur einstæðra mæðra og barna þeirra. Það er yfir vafa hafið í mínum huga að þær standa höllustum fæti allra í múslímaríkjum af ýmsum ástæðum, m.a. þeim að skólaskylda er í fáum þessara ríkja og þegar foreldrar velja hvaða börn þeirra fá að læra að lesa og skrifa þá velja langflestir að senda synina í skóla en halda dætrunum heima og ala þær upp í þekkingarleysi. Það er því ekki hægt að gefa sér að þessar konur séu læsar og skrifandi og fari síðar út á vinnumarkaðinn. Og það ættu allir Íslendingar að vita að sá sem er ekki læs og skrifandi í íslensku samfélagi mun aldrei verða sjálfbjarga: Atvinnulífið þarf ekki á þeim að halda. Magnús vekur athygli á því að Akranesbær hefur ekki bolmagn til að taka fleiri inn á velferðarkerfið þar.
Önnur hlið þessa máls er að meiri líkur en minni eru á því að konurnar og þar af leiðandi líka börnin þeirra séu múslímar, súnnítar eða sítar frekar en drúsar, hverfandi líkur eru á því að þau séu kristin. Þetta kallar á að samfélagið þar sem þeim er ætlað að búa sé reiðubúið að takast á við þá breytingu sem óhjákvæmilega verður við að fá svo stóran hóp sem hefur allt annars konar gildi en meirihluti bæjarbúa.
Sigurjón nefnir réttilega að ýmsir hópar nærast á verkefnum á borð við móttöku flóttamanna, m.a. túlkar. En þessar konur eru arabískumælandi og þótt hér búi fólk sem á arabísku að móðurmáli þá er stór hluti þeirra alls ekki nægilega mælandi á íslenska tungu til að geta sinnt því að túlka. Margir þeirra þurfa enn á túlki að halda þrátt fyrir að hafa búið hér árum saman.
Konurnar eiga alla mína samúð, en mér er til efs að þeim sé greiði gerður með því að flytja þær hingað og fjárhagslega illa stöddu bæjarsamfélagi er ekki greiði gerður með því að taka við allt að 60 manns sem um ókomin ár mun þurfa framfærslu frá bæjarfélaginu.
Hver íslensk króna er mikils virði í Austurlöndum nær og sem skattgreiðandi sé ég ekki eftir einni krónu sem færi í að byggja upp þorp í Írak, sbr. SOS-þorpin t.d., þar sem einstæðar mæður fá að læra að lesa og skrifa sitt eigið móðurmál svo þær geti hjálpað börnunum sínum, þar sem þær fengju um ókomin ár að búa endurgjaldslaust, þar sem þær fengju að læra til verka, þar sem þær fengju aðstoð til að stofna fyrirtæki, þar sem þær fengju að lifa og búa við öryggi og geti verið óhræddar um að lífið býður þeim upp á tækifæri. Það er barnaskapur að halda því fram að þetta sé líka hægt að gera fyrir þær hér.
Þolinmæði bæjarbúa verður fljót að rjúka út í veður og vind þegar þeim fer að líða eins og útlendingum í eigin bæ vegna þess að ásýnd heimabæjar þeirra breytist. Það þýðir ekkert að loka augunum fyrir því að hversu góðviljað sem fólk vill vera þá eiga allir sér þolmörk og það sem þeir áður studdu snúast þeir gegn þegar þeim finnst að sér þrengt.
Vilji einhver svara þessu innleggi málefnalega þá mun ég taka þátt í því. En ég lyfti ekki upp litla fingri til að standa í orðaskaki við hina.
Kona (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 11:05
<object width="425" height="355"><param name="movie" value="http://www.youtube.com/v/byQD8VPhvdM&hl=en"></param><param name="wmode" value="transparent"></param><embed src="http://www.youtube.com/v/byQD8VPhvdM&hl=en" type="application/x-shockwave-flash" wmode="transparent" width="425" height="355"></embed></object>
neddi (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 12:00
Ég þakka fyrir margar og sumar hverjar mjög málefnalegar atugasemdir s.s. hjá konu. Mér finnst þó miður hvað sumir góðir skrifarar s.s. Óskar hafa tekið þessari umræðu illa og reyna að lesa eitthvað slæmt út úr nauðsynlegri og vel rökstuddri greinargerð.
Ég hef þá trú að við Íslendingar séum rétt eins og annað fólk hvorki betri né verri og við megum vel búast við sömu vandamálum og nágrannar okkar þ.e. ef við ætlum ekki að standa öðru vísi að málum.
Sigurjón Þórðarson, 12.5.2008 kl. 12:31
Þakka þér sömuleiðis, Sigurjón. Það er afskaplega sorglegt að horfa upp á það að stjórnvöld hér virðast ætla að feta í fótspor stjórnvalda annarra vestrænna ríkja sem tóku á móti fleiri flóttamönnum en samfélögin réðu við að taka á móti. Ég er ekki bara að hugsa um atvinnu- og efnahagslega heldur líka að það þarf að gæta að því að flóttamenn verði ekki fleiri en svo að þolmörk heimamanna bresti ekki.
Ég tek undir með þér að Íslendingar eru eins og annað fólk, hvorki betri né verri. Veistu t.d. að Sýrlendingar tóku á móti stórum hópum landflótta Íraka, en til að verja sýrlenskt atvinnulíf þá er flóttamönnunum þar bannað að vinna. Þeir fá landvistarleyfi, tímabundið landvistarleyfi, en þeim er bannað að keppa við Sýrlendinga um vinnu. Ég er ekki að gagnrýna Sýrlendinga fyrir þetta, aðeins að vekja athygli á því að það er sammannlegt að verja sitt.
Og fyrst ég minnist á Sýrland þá varpa ég hér fram spurningunni hvers vegna vestræn stjórnvöld og Sameinuðu þjóðirnar hafa ekki farið þess að leit að fá landsvæði í arabaríkjunum til að koma upp heimilum fyrir ósjálfbjarga flóttafólk? Það væri verkefni sem mér þætti ánægjuegt að Íslendingar tækju þátt í. Sýrlendingar og Jórdanir hafa tekið á móti miklum fjölda flóttamanna frá Írak, Egyptar taka á móti fjölda Palestínumanna árlega, en þessar þjóðir biðjast undan því að taka flóttafólkið á framfæri sitt. Vestrænar þjóðir hafa efni á því. Þannig gætu múslímaríkin og kristin vestræn samfélög unnið saman að því að koma fótunum undir fólk sem deilir auðvitað þeim draumi með okkur hinum að eygja von. Það fengi þá tækifæri til að byggja upp líf eins og það þekkir, í samfélagi þar sem það þekkir samskiptareglurnar, í samfélagi þar sem þeirra eigið móðurmál er lykilinn að samfélaginu, þar sem meirihluti þjóðanna deilir með þeim trú og lífsgildum.
Kona (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 13:04
Það er nú erfitt að bera ástandið í Syríu saman við að íslendingar ætla nú loksins að manna sig uppí að hjálpa 30-60 írökum af palestínsku bergi brotnu, aðalega konum og börnum.
Fyrir árás vesturlanda á Írak voru um 100.000 írakskir flóttamenn í Syríu. Núna er áætlað að þeir séu um 2 miljónir. 10% af fólksfjölda Syríu. Alveg svakalegt ástand. Talið er að um helmingur þeirra hafi vinnu, margir ólöglega.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.5.2008 kl. 13:45
Hvers vegna var ekki varnarliðssvæðið nýtt sem flóttamannabúðir fyrir Rauðakrossinn. Þar var allt til alls til þess að koma fólki á rétta braut. Hefðum fengið mikla peninga út úr því frá Sameinuðuþjóðunum. Sumir hefðu sest hér að og aðrir flutt á brott aftur. Ættum að skoða svona möguleika í framtíðinni.
Jón V Viðarsson, 12.5.2008 kl. 13:47
Þið skulið hafa í huga að um leið og fólkið hefur hlotið Íslenskan ríkisborgararétt þá er nánustu fjölskyldum þeirra frjálst að flytja hingað. Við erum hér að tala um langt um fleiri en 60 manns.
Halla Rut , 12.5.2008 kl. 13:55
Svo er það annað, að mér kæmi ekki á óvart þó margir þessara einstaklinga kæmu úr þokkalega stæðum og mentuðum bakgrunni. Hversvegna ? Jú, vegna þess að flóttamenn frá Palestínu voru yfirleitt styrktir sérstaklega af Saddamstjórninni. Var hjálpað með vinnu, aðgangur að heilsugæslu, mentun o.s.frv.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.5.2008 kl. 14:03
Ómar heldur þú virkilega að þessar einstæðu múslímsku konur séu menntaðar?
Ákveðum eina upphæð á ári til að hjálpa fólki erlendis. Deilum henni svo út að bestu samvisku. Þannig nýtist hjálpin best.
Halla Rut , 12.5.2008 kl. 14:20
Mín skoðun er sú að við eigum að reyna af öllum mætti að reyna að halda þessu fólki heima hjá sér pg hjálpa því eins og hægt er þar. Ég býst einhvernvegin við að þessar konur, eins og flestir aðrir kjósi það helst að halda áfram að búa heima hjá sér, myndum við öll ekki helst kjósa það? Ástandið er víða mjög slæmt en fólk vill samt helst af öllu getað búið í sínu landi og hjá sínu fólki í sinni menningu. Er það ekki með flesta? Ekki veit ég hvort og hvað ég mundi velja, væri ég ein af þessum konum með þessi börn..ekki er ég viss um að ég mundi aðlagast í einhverju fjarlægu landi, sama hversu allir þar væru velviljaðir, hvað þá börnin - myndu þau aðlagast hérna?? Og rétt að skoða hvernig ástandið er hjá þessu fólki í nágrannalöndunum, ekki er það víst að ganga sem skyldi að aðlagast. Auðvitað segist fólk vilja komast burt núna - en ef ástandið væri aðeins betra, kysi það að vera heima hjá sér, notum frekar peningana í það að gera ástandið aðeins betra heima hjá þeim eins og við, þessi litla þjóð getum. Það finnst mér.
alva (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 15:12
Halla, eg veit það ekkert fyrir víst, en eg yrði ekkert hissa þó einhverjar væru það. Td var einhver að tala um að allt liðið kynni hvorki að lesa eða skrifa og eg veit ekki hvað.
Málið er að Saddam setti á sínum tíma þvílíkt prógram í gang til að auka læsi og mentun almennt. (held jafnvel að það hafi verið fangelsisrefsing við því að mæta ekki í kennsluna) Mentun var ókeypis alveg uppí háskóla held eg. Konum var tryggður jafn réttur í Saddamsstjórnarfarinu. Ma fékk hann sérstök verðlaun frá UNESCO á sínum tíma fyrir prógram sitt.
Nú, vitað er að sumir hópar voru frekar í náðinni hjá Sadam en aðrir. Palestínumenn voru í náðinni. Hann gerði vel við þá (líklega til að ganga í augun á muslimalöndum almennt) Þannig að eg persónulega yrði ekkert rosalega hissa þó jafnvel einhverjar kvennana væru þokkalega mentaðar.
En náttúrulega á undanförnum áratug eða meira hefur allt verið í vitleysu í Írak og óljóst hvernig staða barnanna er.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.5.2008 kl. 15:38
Mér kæmi það virkilega á óvart ef þessar konur væru menntaðar. Það sem þú segir um að Saddam hafi sett af stað prógramm þar sem konum var tryggður jafn réttur kemur mér virkilega á óvart í ljósi þess hvernig hann, meðstjórnendur hans og hans bræður fóru með konur. Bræður hans er þekktir fyrir að fara með konur verr en nokkur fer með skeppnur. Þeir héldu kvennabúr þar sem konum var nauðgað og misþyrmt daglega.
Já, Saddam ætti svo sannarlega skilið á fá verðlaun fyrir að fara vel mið konur. Á EKKI ORÐ.
Halla Rut , 12.5.2008 kl. 15:49
Ef svo er að við getum engu breytt um komu þessa flóttafólks þá legg ég til að við plöntum því niður í hverfum ráðamanna þjóðanna. Þá yrði annað hljóð í þeim. Það er nefnilega svo að þeir sem predika fjölmenningu taka yfirleitt aldrei þátt í henni sjálfir að neinu marki og búa í sínum fínu hverfum með girðingar eins og t.d. í Bretlandi til að vernda sig gegn þessum gestum þjóðarinnar sem þeir ákváðu sjálfir að fá inn í landið.
Johnny Rebel (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 15:59
Eg er ekkert að ljúga þessu með prógrammið og verðlaunin. Eg er heldur ekkert að verja Saddam neitt sérstaklega. En staðreyndin er að konum var tryggður jafn réttur í sjórnaskránni sem samþykkt var eitthvað um 1970. Staða þeirra var mun betri en í mörgum öðrum löndum.
http://www.hrw.org/backgrounder/wrd/iraq-women.htm
Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.5.2008 kl. 16:34
Halla Rut , 12.5.2008 kl. 16:37
Þótt ég sé nú allskostar ekki ánægð með stjórnarmenn þessa lands í dag þá stórefast ég um að þeir séu með kvennabúr og ræni til þess ungum stúlkum sér til kynlífskemmtunar.
Þessu er bara ekki saman að líkja eins og ég hef svo oft sagt þér áður Bryndís. Enn og aftur ertu að líkja saman ofbeldi sem er leyfilegt og þar sem hegningarlögum er beitt ef uppum kemst.
Eins og Johnny segir þá þætti mér gaman að sjá Geir eða Ingibjörgu veita þessum komum athvarf í sinni götu eða nágrenni. Nei, það á að koma þeim fyrir á Akranesi, Akranesingum að forspurðum.
Halla Rut , 12.5.2008 kl. 16:46
Nákvæmlega Halla.
Ég man ekki eftir að þetta hafi verið kosningamál í síðustu kosningum hvort það ætti að gera flóttamenn 1% af íbúm Akranes. Þessi hópur verður orðinn að 100-200 einstaklingum innan 20 ára á meðan Íslenskur hópur af svipaðri samsetningu og sömu stærðar fækkar niður í 25.
Þetta er ekkert annað en hægfara þjóðarmorð.
Johnny Rebel (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 17:02
Frétt á vef Skessuhorns:
Formaður félagsmálaráðs á móti komu flóttafólksins
9. maí 2008
Magnús Þór Hafsteinsson, formaður félagsmálaráðs Akraneskaupstaðar lagði í gær fram minnisblað á meirihlutafundi um málefni flóttafólks sem til umræðu hefur verið að Akraneskaupstaður taki við. Minnisblaðið hefur Magnús Þór auk þess sent Skessuhornsvefnum til birtingar í heild sinni og er það hér neðar á síðunni undir “Aðsendar greinar”. Magnús Þór rekur þar aðstæður þess flóttafólks sem um ræðir, beiðni félagsmálaráðuneytisins um að Akraneskaupstaður taki við fólkinu, undirbúning hér heima fyrir og aðstæður til móttöku stórs hóps flóttafólks á Akranes nú. Niðurstaða hans er sú að ekki sé tímabært að Akraneskaupstaður taki við þessum hópi. Lokaorð hans í minnisblaðinu eru þessi: “Miðað við skamman aðdraganda, lítið svigrúm til undirbúnings, mikla óvissu í málinu og þær horfur sem nú eru í bæjarfélaginu þá tel ég alls ekki tímabært að Akranesbær fallist á að taka á móti flóttafólki að svo stöddu. Sem formaður félagsmálaráðs treysti ég mér ekki til að mæla með þessu.”
Tekið fyrir á bæjarstjórnarfundi
Á bæjarstjórnarfundi næstkomandi þriðjudag verða málefni flóttamannahópsins til umræðu. Samkvæmt heimildum Skessuhorns er afstaða bæjarfulltrúa mismunandi til málsins og má því búast við að tekist verði á um það á fundi bæjarstjórnar. Þess ber að geta að Magnús Þór Hafsteinsson formaður félagsmálaráðs er varabæjarfulltrúi fyrir Frjálslynda og óháða og situr því ekki í bæjarstjórn. Ekki er því hægt að segja til um það hvort meirihluti bæjarstjórnar sé klofinn í afstöðu sinni til málsins. Því er ekki hægt að spá fyrir um hvernig atkvæðagreiðsla fari um það, en alveg liggur ljóst fyrir að meðal almennra bæjarbúa eru skoðanir mjög skiptar um þetta mál.
Ekki upplýst nógu vel
Í minnisblaði sínu gerir Magnús Þór mjög alvarlegar athugasemdir við allan tilbúnað umhverfis þetta mál. “Stjórnvöld hafa samband við okkur fyrir nokkrum vikum síðan og stilla okkur nánast upp við vegg. Við erum krafin svara um það hvort við ætlum að taka við flóttafólki - já eða nei. Settur er mjög þröngur tímafrestur og okkur tjáð að annaðhvort skuldbindum við okkur nú til að taka á móti báðum hópum eða ekki neinum. Ekki fylgja þessu neinar frekari upplýsingar varðandi það fólk sem um ræðir,” segir hann og síðar í sömu málsgrein segir: “Ég hef ákveðnar grunsemdir um að stjórnvöld séu búin að hafa það á prjónunum í allnokkurn tíma að taka á móti flóttafólki frá Miðausturlöndum og lýsi furðu minni yfir þeim makalausa dónaskap sem Akranesi er sýndur sem sveitarfélagi að við séum ekki upplýst betur en raun ber vitni.”
Höfum nóg úrlausnarefni fyrir
Þá kemur Magnús Þór að innri málefnum bæjarfélagsins og möguleikum þess til móttöku hópsins. Hann segir: “Akranes hefur stækkað mjög hratt undanfarin misseri. Íbúum hefur fjölgað hraðar en dæmi eru um fyrr. Þetta er jákvætt en hefur í för með sér ákveðna vaxtarverki sem enn eru ekki komnir fram að fullu. Við höfum staðið í mikilli varnarbaráttu við að reka okkar velferðarkerfi og sinna lögbundinni þjónustu á félagsmálasviðinu. Sömuleiðis hefur staðan verið þröng á skólasviðinu, bæði varðandi grunnskóla og leikskóla. Við stöndum frammi fyrir gríðarlegu átaki í framkvæmdum á vegum bæjarins til að mæta þeirri þjónustuþörf sem kemur í kjölfar mikillar íbúafjölgunar. Það er mitt mat að við þurfum á öllu okkar að halda við að einbeita okkur að þessum verkefnum á næstu misserum ef vel á að takast til.Þá segir Magnús að nú þegar séu ýmis mál sem félagsmálaráð glími við og séu afleiðing efnahagsástandsins. Hann segir félagsleg vandamál vera að aukast í bænum. “Það kreppir hratt að í þjóðfélaginu, við höfum lent í skakkaföllum í atvinnulífinu sem enn sér ekki fyrir endann á.”
Að lokum segir formaður félagsmálaráðs að ef bæjarfélagið taki að sér stóran hóp flóttamanna sé um að ræða meiriháttar pólitíska ákvörðun og alger stefnubreyting á félagslega sviðinu. “Með þessu er sveitarfélagið hætt að einbeita sér að því að sinna lögbundnum velferðarskyldum sínum, en til viðbótar byrjað að bera ríkar skyldur og sinna alþjóðlegu hjálparstarfi innan marka bæjarfélagsins.”
Jón (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 17:28
Ætli húsið hans Magnúsar verði líka eggjað á næstunni?
http://vidargudjohnsen.blog.is/blog/vidargudjohnsen/entry/537229/#comments
Johnny Rebel (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 18:24
EGG eru í tísku þegar rökin þjóta.
Halla Rut , 12.5.2008 kl. 20:04
furðulegar röksemdir hér gegn komu þessa fólks.. hver segir að þetta hafi verið gert að akurnesingum forspurðum ?
er ekki offramboð á íbúðum á akranesi ?
Verða þessar manneskjur á framfæri Akruensinga einna ?
Á íslandi er skortur á vinnuafli þrátt fyrir niðursveiflu í atvinnulífinu og þarna fá nokkur börn sénsinn í lífinu sem þau annars hefðu ekki fengið , mæður þeirra fá sénsinn á mannsæmandi lífi og fá að horfa á börnin sín vaxa og dafna.
en það sem ég þekki til Skagans þá er ég viss um að þessar elskur verða konar til okkar hér í borginni innan fárra ára og akurnesingar geta horft upp á tómar blokkaríbúðir þeirra árum saman.. því hver vill búa á skagaqnum ófríviljugur ?
Óskar Þorkelsson, 12.5.2008 kl. 20:32
Væri ekki nær að hlúa betur að einstæðum Íslenskum foreldrum sem eiga erfitt uppdráttar áður en við förum að flytja inn vandamál sem við höfum nú þegar til staðar hér á landi og ekki hefur tekist að uppræta.
Hvernig dettur mönnum í hug að flytja inn hópa sem þeir hlúa ekki einu sinni að í eigin landi?
Jóhann Kristjánsson, 12.5.2008 kl. 20:34
Óskar: Það er augljóst að hvorki var kosning né einu sinni haldinn fundur með íbúum Akranesar um þetta mál.
Það bíttar engu hvort það sé offramboð á íbúðum eða ekki. Ef það ætti að gefa þær á annað borð þá ætti að sjálfsögðu að gefa þeim Íslendingum. Annars virðist það vera tíska hér á landinu að fá útlendinga til að starfa í byggingarvinnu við að byggja hús sem einungis útlendingar flytja svo í. Ekki sé ég tilganginn í því nema fyrir nokkra gráðuga peningakalla.
Það skiptir líka litlu hvort fólkið verði á framfæri Akurnesinga einna eða alls landsins. Þetta er þrátt fyrir allt óþarfur kostnaður og eyðsla á peningum skattborgara.
Johnny Rebel (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 20:39
Óskar: Akranes fær eingreiðslu með hverri konu sem eru þrjár milljónir. Þeir eiga svo að sjá þeim fyrir húsnæði, leikskóla, skóla, dagpeningum, húsgögnum, fræðslu og fl. Væri þessum peningum ekki betur komið í þeirra landi þar sem þeir gætu komið miklu fleira fólki til hjálpar.
Þótt fólkið muni vissulega hafa það betra hér þá hlýtur það að vera mikið áfall fyrir illa upplýst fólk sem lifað hefur fábrotnu lífi að koma inní algjörlega ólíkt menningarsamfélag án ættingja sinna og fjölskyldu.
Halla Rut , 12.5.2008 kl. 20:48
Vitum við eitthvað um það í raun og veru hvort fjölskylduhagur kvennana er eins og þær segja eða okkur er gefið upp? Er þetta ekki bara svipað eins og með þessa austur-evrópsku iðnaðarmenn sem eiga víst flestir að vera hámenntaðir?
Fljótlega fara svo ættingjarnir að streyma inn og moskurnar að hlaðast upp.
Johnny Rebel (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 20:55
ekki skánuðu röksemdirnar..
Óskar Þorkelsson, 12.5.2008 kl. 21:06
Sjálfsagt er á þessu máli margar hliðar og ástæða til fyrir fámenna þjóð að fara með gát.
Ef í ljós kemur að utanríkisráðherra sé að taka þessa ákvörðun í tengslum við óskilt mál þá er vissulega fylsta ástæða að gæta að hvar bremsurnar eru.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 12.5.2008 kl. 22:22
Um hvað snýst málið eiginlega? Ég þekki marga útlendinga sem hér búa, þeir sjá flestir fyrir sér sjálfir og eru ekki fyrir neinum svo ég viti. Get varla ímyndað mér að þetta fólk sé eitthvað öðruvísi. Talandi um hvað þetta kosti skattborgara þá held ég að umræðan sé á villigötum.
Hvað kostar það skattborgara þegar íslensk kona fæðir barn? Örugglega talsvert til að byrja með en seinna skilar barnið því öllu til baka og rúmlega það. Heimurinn er að breytast og það gerist hratt.
Eins og við erum nettengd og spjöllum við fólk hinu megin á hnettinum ferðast fólk og flytur búferlum. Það getur ekki nokkur mannlegur máttur komið í veg fyrir þessa þróun svo það er eins gott að sætta sig við hana strax í stað þess að ergja sig yfir því sem er ekki séns að breyta.
Elliðaáin rennur niður í mót og menn geta alveg eins pirrað sig yfir því. Þetta heitir hnattvæðing og hún verður ekki stöðvuð.
Víðir Benediktsson, 12.5.2008 kl. 22:42
Óskar Þorkelsson. Hér fer fram umræða sem ég hef forðast að taka þátt í enda oft mjög ómálefnaleg að mínu áliti. Vegna orða þinna geri ég þó undantekningu á þessu því mér finnst þú reiða hátt til höggs og vera harðorður um okkur Frjálslynd þegar þú telur að hér birtist "hin rétta" mynd af flokknum og stutt í rasistastimpilinn hjá þér. Menn hafa mismunandi skoðanir á svona viðkvæmu máli og óþarfi að spyrða alla á sama raftinn. Ef þú hefur áhuga á minni skoðun þá er hún eftirfarandi: 1. Grein Magnúsar mjög góð og málefnaleg og jafnframt fræðandi. Finnst að sumir hefðu átt að lesa hana áður en þeir fóru að tjá sig um málið. 2. Að ætla að bjarga þessum konum á heimavelli er útilokað. Að láta peninga í það er bara léleg tilraun til að friða samviskuna og svipað og að henda perlum fyrir svín. 3. Þessar konur og þeirra afkomendur eru ekki að fara í beina samkeppni um vinnu við aðra næstu árin og því óþarfi að rugla því saman við innflytjendur almennt. 4. Eftir að hafa lesið bækur eins og "Þúsund bjartar sólir" hef ég ekki áhyggjur af því að þessar konur fari að heimta Moskur eins og meðferðin og óréttlætið hefur verið gagnvart þeim í þeirra heimalandi. 5. Að komast til Íslands og upplifa íslenskt samfélag sem við vitum að er mjög gott , frið og öryggi, er trúlega eins og að endurfæðast fyrir þær. Ef Akranes ræður ekki við þetta þá mega þær mín vegna flytja í götuna hjá mér hér í Kópavogi. ;) Hvað fjármál varðar þá ber ríkið ákveðna ábyrgð og kemur væntanlega til með að láta fjármagn í þetta næstu árin en auðvitað reynir mikið á viðkomandi sveitarfélag og lykilatriði að fólkið sé velkomið hvar sem það verður sett niður til að koma í veg fyrir fordóma. Já þetta er svona í örstuttu máli mín skoðun kveðja Kolbrún.
Kolbrún Stefánsdóttir, 12.5.2008 kl. 23:04
Víðir: Þetta kostar skattborgara tugi milljóna að taka við þessu fólki. Hvað varðar það að fólkið skili einhverju til baka þá tel ég svo ekki vera. Eins og dæmin hafa sannað í Danmörku þá versna innflyjendur með hverri kynslóð og sem dæmi þá eru 3 og 4 kynslóðin í Danmörku enn verri en 1 og 2.
Þegar við tölum um Íslendinga á annað borð þá er sagan önnur enda er landið byggt upp fyrir afkomendur okkar en ekki múslima frá Palestínu. Talandi um að fólkið sé jafnt okkur, hefurðu ekkert spáð í það að ástæða er fyrir misskiptingu manna? Þetta var ekki þannig að hvítu mennirnir fengu allt upp í hendurnar sökum heppni heldur er þetta genalegt. Blöndun við Palestínuaraba mun því einungis draga úr styrk þjóðarinnar og því meiri sem blöndunin er því meir munum við færast því að líkjast þeim og þeirra lágmenningu.
Ástæðan fyrir misskiptingu á milli innflytjenda og hvítra manna í Evrópu er því ekki vegna kúgunar síðarnefnda hópsins á þeim fyrri heldur vegna þess að fljótlega finna innflytjendur fyrir því að þeir eru ekki jafnir hvíta manninum sem myndar bæði biturð og reiði hjá þeim og svo er skuldinni skellt upp á hvíta manninn sem hefur þó ekki unnið sér annað til saka en að bjóða fólkið velkomið og gefa þeim allt upp í hendurnar.
Menn flytjast ekki búferlum á milli landa tilviljanakennt. Þeir sem hafa það verr streyma til landa sem hafa það betra og með tímanum þá fer betri þjóðinni sem fólkið fluttist til að hnigna í lífsgæðum og almennri velmegun. Holland er gott dæmi um þetta en þar hefur fjölmenningarstefnunni verið lýst sem misheppnaðri og innflytjendur viðurkenndir sem vandamál. Þeir sem tjá sig gegn þessari "þróun" Hollands eru svo jafnvel myrtir.
Kolbrún: Málið er viðkvæmt af því að búið er að gera það viðkvæmt vísvitandi af óþjóðlegum öflum.
Það er hins vegar rétt að þessar konur fara mjög ólíklega í samkeppni á vinnumarkaðnum á næstu ári enda flóttamenn sem lifa á spena ríkisins og eru notaðar til þess eins að sýnast fyrir alþjóðasamfélaginu. Því mun ríkið gera allt sem í sínu valdi stendur til að halda þeim uppi. En að þeir geri ekki kröfur um mosku vegna þess að þær koma frá bágbornu landi finnst mér léleg fullyrðing enda veit ég ekki betur en að slíkar kröfur séu gerðar af múslimum út um alla evrópu sem koma frá löndum sem þessum.
Ég held að þú vitir ekki hvað þú ert að tala um með að hleypa flóttamönnunum svona inn í hverfin. Þú ættir að kíkja í ýmis innflytjendahverfi í Bretlandi t.d. þar sem fólk er búið að girða húsin sín af vegna ótta við glæpi.
Johnny Rebel (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 23:32
Þetta er alveg rétt hjá þér Einar. Auðvitað á maður að gefa sér það fyrirfarm að hver einast útlendingur sem hingað vill koma sé ótíndur glæpamaður sem á sér ekki viðreisnarvon.
Það er næstum öruggt að konurnar sem hér um ræðir eru örugglega með sakaskára í klósettrúllulengd, þarf ekki einu sinni að gá að því.
Það er aldeilis munur á þessum óþverralýð sem hingað flytur og íslensku kórdrengjunum sem hafa komið sér fyrir í öðrum löndum og eru undantekningalaust SÓMI SVERÐ OG SKJÖLDUR ÍSLANDS
Ég finn mig knúinn eftir að hafa skoðað rök þín gaumgæfilega að biðjast afsökunar á því að mér skyldi yfirleitt hafa dottið þessi vitleysa í hug.
Víðir Benediktsson, 12.5.2008 kl. 23:33
Ég reikna með að Kristinn H. Gunnarsson styðji afstöðu varaformanns flokksins í þessu máli.
Aðalatriðið er samt ekki hvað Frjálslynda flokknum finnst, heldur hvaða Skagamönnum finnst. Ef það á að nota 150-200 milljónir til að aðstoða flóttamenn í Írak er ég sannfærður um að þeir fjármunir nýtist betur í heimkynnum fólksins en að þeim sé varið að stórum hluta í sérfræðinga sem ráðnir verða til að hlynna að flóttamönnunum.
Sigurjón Þórðarson, 13.5.2008 kl. 00:05
Ég tel þá sem eru á móti komu flóttafólksins ekkert þurfa að vera að afsaka sig fyrir öðrum að þessum fjármunum væri betur varið í þeirra eigin heimalandi. Þetta eru okkar fjármunir og ég sé ekki að palestínumenn eigi eitthvað tilkall til þeirra.
p.s. Hvað ertu að tala um Írak Sigurjón?
Johnny Rebel (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 00:12
Johnny Rebel: Það eru vel á annað þúsund Palestínumenn í flóttamannabúðum á landamærum Íraks og Sýrlands en þetta fólk hefur að öllum líkindum alið allan sinn aldur í Írak.
Í grein formanns félagsmálaráðs Akraness, Magnúsar Þórs Hafsteinssonar kemur fram að flóttamennirnir sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vill staðsetja á Akranesi koma úr Al-Waleed á landamærum Íraks og Sýrlands.
Sigurjón Þórðarson, 13.5.2008 kl. 00:37
Skil þig. Þessi þáttur greinarinnar hefur einhverra hluta vegna farið framhjá mér.
Johnny Rebel (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 00:51
Rök varaformannsins eru sannfærandi, því verður seint hægt að neita. Við hljótum öll að spyrja okkur hvers konar líf við bjóðum flóttamönnum upp á hér á landi.
Er sveitarfélag eins og Akranes tilbúið að taka á móti þessum fjölda flóttamanna þegar kemur að aðbúnaði og lífsviðuværi þessa fólks? Er bærinn tilbúinn með húsnæði, heilbrigðisþjónustu, skóla, leiksskóla, túlkaþjónustu, tungumálakennslu, áfallahjálp og annan sálfræðilegan stuðning eftir allar hörmungarnar sem fólkið hefur gengið í gegnum?
Liggja fyrir einhverjar áætlanir um það hvernig best er að taka á móti þessum einstaklingum, ekki síst börnunum, aðstoða við aðlögun í ókunnugu landi, víðsfjarri heimahögum með allt aðra menningu? Hefur kirkjan gert ráðstafanir til að mæta þessum hópi manna af öðru trúfélagi? Hefur Akraneskaupstaður fjármagn til að standa straum af þeim kostnaði sem hlýst af verkefninu? Þannig má endalaust spyrja.
Ef svörin eru jákvæð í öllum tilvikum þá er bæjarfélagið í stakk búið til að taka á móti hópi flóttamanna af ólíkum uppruna, tryggja einstaklingunum mannsæamandi lífskjör og aðbúnað. Mistök í þessum efnum eru dýrkeypt, við erum að tala um brothætta einstaklinga sem hafa þurft að lifa miklar hörmungar. Við getum ekki leyft okkur að standa illa að móttöku flóttamanna og skiptir þá engu máli hvaða sveitarfélag þar á í hlut.
Er það tilviljun ein sem ræður því að ín stærsta sveitarfélagi landsins eru etv. hlutfallslega fæstir flóttamenn en trúlega hvað bestu aðstæðurnar til að mæta þörfum þessara hóða í víðasta skilningi þess orðs?
Það hefur ekkert með neikvæði í garð útlendinga að gera né rasisma þegar fólk íhugar í alvörunni hvort að við séum í stakk búin til að tryggja grunnréttindinfi flóttamanna og annarra útlendinga, standa við bakið á þeim og tryggja þeim sömu kjör og við Íslendingar búum við. Við getum ekki leyft okkur að bjóða þeim upp á neitt minna enda jafningjar okkar á ferð en brothættari og stríðshrjáðir einstaklingar í sumum tilvikum.
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 13.5.2008 kl. 00:57
Kæri Bloggvinur Herberts!
Ég leita til þín í von um að þú getir hjálpað mér. Maðurinn minn, Herbert Fr. Stefánsson, hefur ekki sést síðan á föstudaginn fyrir helgi og við erum orðin frekar hrædd um hann. Ég kemst ekki inn á bloggið hans sem er hebbifr.blog.is, og bið því bloggvini hans um hjálp að láta þetta berast ef einhver skyldi hafa séð hann.
Netfangið okkar er hebbiogsilla@gmail.com
með fyrirfram þökkum
Sigurlaug Helgadóttir EggerzSigurlaug Helgadóttir (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 08:43
Móttaka flóttamanna er ein þeirra alþjóðlegu skuldbindinga sem við höfum gengist undir í þeim tilgangi að fá viðurkenningu sem fullgildur meðlimur í samfélagi þjóðanna. Það hefur lengi verið í tísku á Íslandi að krefjast réttar okkar í alþjóðasamfélaginu en skjóta okkur undan skuldbindingum okkar. Við höfum viljað velja úr það sem hentar okkur en hunsa hitt. Núna virðist kominn upp hópur fólks sem villt t.d. bera fyrir sig álit Mannréttindanefndar S.Þ. um fiskveiðistjórnunarkerfið, á grundvelli þjóðréttarsamnings, en vill ekki taka við flóttafólki á grundvelli ánnars þjóðréttarsamning.
Að mínu mati snýst þetta um það hvort við Íslendingar ætlum að standa við loforð sem við gengumst undir af fúsum og frjálsum vilja, hvort sem um er að ræða mannréttindaákvæðin um atvinnufrelsið eða skuldbindingar um að taka við flóttafólki. Svo hefur fólk mismunandi skoðanir á þessu og þær ber að virða - meira að segja skoðanir þess litla hóps sem hræðist þetta.
Hreiðar (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 09:10
Flóttamenn rifnir upp með rótum úr rótlausu umhverfi sínu eru væntanlega alveg rótlausir. Að fara að planta þeim hér, þar sem við höfum ekki einusinni aðmennilegan sand fyrir þá, er alveg út í hött.
Njáll Harðarson, 13.5.2008 kl. 10:28
HALLA RUT.
Hinn 12.5.2008 kl.15:49 skrifar þú:
"Mér kæmi það virkilega á óvart ef þessar konur væru menntaðar. Það sem þú segir um að Saddam hafi sett af stað prógramm þar sem konum var tryggður jafn réttur kemur mér virkilega á óvart í ljósi þess hvernig hann, meðstjórnendur hans og hans bræður fóru með konur. Bræður hans er þekktir fyrir að fara með konur verr en nokkur fer með skeppnur. Þeir héldu kvennabúr þar sem konum var nauðgað og misþyrmt daglega."
Ekki er ég að bera blak af Saddam hússein og kónum hans, en fyrir utan lygar Bandaríkjamanna og taglhnýtinga þeirra, svo sem íslenska ríkisstjórnin til að réttlæta innrásina sem var öll á fölskum forsendum eins og heimurinn veit í dag, þá finnst mér ekki viðeigandi að Frjálslyndi Flokkurinn sé að bæta ofaná lygarnar með þessum hætti. Þá hættir Frjálslyndi Flokkurinn að vera trúverðugur, mér sýnist að þú sért á góðri leið með að skjóta hann í kaf, með þessum lygum þínum og kjafthætti, vegna þess að þú lýsir þér sem framámanni í þessum flokki með eigin lýsingu: "Ég er í Frjálslynda Flokknum og sit í kjördæmafélagi Reykjavíkur fyrir flokkinn."
Mér er annt um Frjálslynda Flokkinn og hef haft áhuga á að styðja hann en þú hefur skemmt mikið fyrir því. Ég held að Sigurjón Þórðarson sem ritaði upphafið að þessari umræðu með pistli sínum hér að ofan, Magnús Þór Hafsteinsson varaformaður Frjálslynda Flokksins sem hóf umræðuna með frábærri grein í Skessuhornið, ættu að gefa þér gott orð í eyra, fyrir að gera málflutning þeirra ótrúverðugan með því að þú, framámanneskja í Frjálslynd Flokknum ert með svona þvætting og órökstuddan áburð, þar sem þú getur ekki heimilda. Það er ekki nóg að tala eins og Vinstri Grænn og Femínistar og segja þegar þeir eru að ljúga einhverju: "Eins og alþjóð veit...."
Forsetafrú okkar hún Dorrit Mússajeff lét hafa eftir sér nokkru eftir innrásina í Írak og fjöldamorð og hryðjuverk herafla BNA þar, að Írak væri það arabaland þar sem mest frjálslyndi væri, og um að konur þyrftu þær ekki að ganga með slæður, klæddust vestrænum klæðnaði ef þær kysu, gengju í öll störf, væru frjálst að ganga í alla skóla, þar væri menntunarstigið á háu plani og konur hefðu fullan aðgang að því. Þar væri heilbreigðisþjónusta á háu plani nema fyrir utan það að Bandaríkjamenn og þeirra taglhnýtingar hefðu sett á landið viðskiptabann, sem meinaði þeim að kaupa og flytja inn lyf og matvæli eftir þörfum.
Halla Rut. Nú væri gott að fá að vita um heimildir þínar fyrir svona svívirðilegum aðdróttunum í garð Íröksku þjóðarinnar allrar, nema þú hafir fengið þær frá kynsystur þinni Condolezzu Rice eða strafsbróður hennar Donald Rumsfeld. En þú ert búin að gera forsetafrú okkar, Dorrit, að ómerkingi. Og þú ert búin að gera Frjálslynd Flokknum mikið mein.
Ég hef engan áhuga á að flytja inn flóttamenn til Íslands, meira en komið er. Mér finnst heilbrigðara að hjálpa þeim að sjá fyrir sér þar sem þeir búa og eru fæddir. Hinsvegar skal satt vera satt, og þú skalt virða sannleikann, eða, Frjálslynda Flokksins vegna, hætta svona skrifum.
Kær kveðja, Björn bóndi.
Sigurbjörn Friðriksson, 13.5.2008 kl. 11:54
ég vil bara segja þetta: það er 100% staðreynd að Saddam bjó til veraldlegt veldi í Írak þarsem konur höfðu það betra en í nokkru öðru múslimsku landi á svæðinu... þær höfðu það virkilega, virkilega gott menntunarlega séð, þær voru í háum embættum osfrv osfrv. Þetta hef ég vitað síðan 1993, það er ekkert mál að sanna þetta, kíkið bara á netið, þetta var líka mikið í umræðunni áður en innrásin var gerð 2003. Þá varaði fólk við því að trúargeðsjúklingar myndu taka völdin í svokölluðu "lýðræði" og behold, það gerðist nákvæmlega þannig. Saddam hafði haldið Islam algjörlega í skefjum miðað við hvað gengur og gerist.
Augljóslega var aldrei réttlæti fyrir alla í Írak meðan Saddam var við völd, og alls ekki fullkomið jafnrétti eða tækifæri til menntunar, en, það er staðreynd að Írak undir hans stjórn verður ekki líkt við neitt annað land á þessu svæði og ástandið hefur gjörsamlega farið úr öskunni í heitasta helvíti fyrir konur síðan stríðið hófst.
halkatla, 13.5.2008 kl. 14:37
Hvet alla til að fara og sjá Redacted. Myndin fjallar um sannsögulega atburði, er bandarískir hermenn gerðust sekir um hrottalega glæpi gagnvart saklausum borgurum í Írak, en af lagalegum ástæðum má De Palma ekki segja það beint út.
Þar kemur að bandaríkjamenn eru ekkert betri. Virkilega áhrifarík mynd sem allir ættu að sjá. Sannleikurinn sem við fáum er ansi litaður.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 13.5.2008 kl. 15:18
Ég ráðlegg fólki að sjá myndina Obsession , hægt er að finna hana hér:
Þar kemur vel fram hvernig múslimar hugsa.
Áhyggjufullur vesturlandabúi (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 16:06
Það vita allir um hvernig sumir múslimar haga sér. Hins vegar fáum við bara að vita um brota brot af því sem við vesturlandabúar gerum.
Dettur þér aldrei í hug að allt sem við höfum og tökum er á kostnað annarra hinum megin á jörðinni. Við erum ekkert betra fólk.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 13.5.2008 kl. 16:34
Kolbrún ertu að segja að allir jepparnir, allur iðnaðurinn hafi ekki áhrif. Hvar helduru að Nike sé framleitt. Hvað kemur íslandssagan því við?
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 13.5.2008 kl. 17:46
Endilega eyða tugum milljóna í að kaupa sér "góðvild" annarra þjóða svo við komust inní gagnslaust öryggisráð með engin völd í smá tíma, auðvitað er það ekkert nema réttlátt að eyða 500 - 1000 milljónum í þetta, það er ekki eins og það sé vandamál á Íslandi, hérna lifa allir í sátt og samlyndi, þjóðin sú hamingjusamasta í heimi, hér er enginn fátækt, fólk þarf ekki að fá mataraðstoð frá félagasamtökum, á Íslandi eru enginn vandamál, Ísland BEST Í HEIMI !
Sævar Einarsson, 13.5.2008 kl. 17:52
Kolbrún íslandssagan hefur ekkert að gera með hvernig við förum með jörðina í dag. Hvaða rugl er í þér. Ég kann íslandssöguna ágetlega. Hún er nú ekkert til að vera stolt af.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 13.5.2008 kl. 18:24
röksemdirnar skánuðu þegar á leið :)
Ég býð þessar konur velkomnar til íslands.. til þeirra sem segja að sumar einstæðar konur hafi það skítt á íslandi hef ég bara þetta að segja.. hver er sinnar gæfu smiður og öll fengum við sem hér á landi fæddumst tækifæri í einu af betri löndum þessa heims.. sumir fóru illa með það tækifæri og er ekki neinum um að kenna nema þeim sjálfum.
Ég tala af reynslu í þessum málum enda hef ég klúðrað miklu í mínu lífi en hef aldrei fallið í þá gröf að öfundast út í nágrannan eða reynt að koma í veg fyrir að ósjálfbjarga einstaklingur fái hjálp þegar við á.. það fá ALLIR hjálp á íslandi sem þurfa þess og sækjast eftir henni.
Ég er einstæður faðir og hef verið í 10 ár.
Óskar Þorkelsson, 13.5.2008 kl. 18:32
Ég er sammála Magnúsi Þór og þeim sem telja að því fé sem varið er í þetta "verkefni" væri betur varið þar sem neyð ríkir- af nógu er að taka. Það á að vera forgangur að hjálpa fólki til að bjarga sér sjálft í þeirra rétta umhverfi og þar sem það þekkir sig best.
Hér er nefnilega verið að hafa endaskipti á hlutunum. Það er látið í veðri vaka að það sé verið að bjarga einstaklingum þegar verkefnið gengur út á það fyrst og fremst að skapa áframhaldandi atvinnu fyrir íslendinga sem hafa áður tekið á móti samsvarandi hópum og sérhæft sig í þjónustu því tengdu.
Þetta lyktar ekki ólíkt því þegar nokkrar erlendar ríkisstjórnir ákváðu hér á árum áður að styrkja fátæk ríki með því að flytja smáar og stórar verksmiðjur til þriðjaheims ríkja. Þegar málin voru síðan skoðuð kom alltaf i ljós að það var verið að bjarga einhverjum heima fyrir með flutningi á verksmiðjunni - og nýja vinnuaflið undantekningalaust rúið inn að skyrtunni.
Annað dæmi: Um daginn staðfestu innlendir fréttamenn á Sri Lanka að friðargæsluliðarnir íslensku hafi í raun ekkert gert nema að fylgjast með stríðsástandinu á eyjunni - engum til gagns. En brottrekstur þeirra var bölvað fyrir okkur í tvennum skilningi. Nokkrir íslendingar misstu vinnuna og framlög okkar til þróunarhjálpar lækkaði sem því nam.
Atli Hermannsson., 13.5.2008 kl. 22:19
Einar Einarsson, 13.5.2008 kl. 12:23
Hættu þessum útúrsnúningi með að setja öll múslimsk ríki og alla múslima undir sama hatt. Skammastu þín! Múslimar í t.d., Saudi-Arabíu, Afganistan, Yemen-ríkjunum, Írak eða Tyrklandi eru ekki það sama svo ég taki dæmi. Eða hefurðu aðra skoðun?
Lestu athugasemdina sem kom eftir þinni: Anna Karen , 13.5.2008 kl. 14:37. Þar talar kona sem kann að tjá sig efnislega og heldur sig við sannleikann, þó hann sé sár.
Þakka þér Anna Karen. Ég er sannleikans maður, velkomin í klúbbinn.
Ég er ennþá að bíða eftir heimildaskrá Höllu Rutar. Sjá athugasemd: Halla Rut , 12.5.2008 kl. 15:49 Bera þeir sem gefa sig að vera stjórnmálamenn enga ábyrgð á orðum sínum né aðdróttunum í garð heillar þjóðar?
Kær kveðja, Björn bóndi.
Sigurbjörn Friðriksson, 13.5.2008 kl. 23:53
Orðum mínum í upphafi síðustu athugasemdar var beint til Einars Einarssonar sjá: Einar Einarsson, 13.5.2008 kl. 12:23
Fyrir þá sem átta sig ekki á því.
Kær kveðja, Björn bóndi.
Sigurbjörn Friðriksson, 14.5.2008 kl. 00:31
Oh! Þessi Frjálslyndi flokkur ætlar aldrei að ná að toppa sjálfan sig þegar viðurstyggð er annars vegar
Heiða B. Heiðars, 14.5.2008 kl. 11:00
Einar Einarsson. Það er ástæða til að skammast sín fyrir að setja alla múslima, Talíbana, al-Kaída og fleiri undir sama hatt og friðsama múslima út um allan heim. Það er nóg að lita á blogg síðuna þína: http://einartor.blog.is/blog/einartor/
Vesturlandaþjóðirnar; Bandaríkjamenn og Bretar, taglhnýtingar þeirra, langflestir kristnir, hafa stundað hryðjuverk og fjöldamorð út um allan heim áratugum saman. Nú síðast í Afganistan og Írak, síðan hótað Sýrlendingum og Írönum innrásum.
Ætlar þú að setja aðrar vestrænar þjóðir, flestar kristnar, undir sama hatt?
Kær kveðja, Björn bóndi.
Sigurbjörn Friðriksson, 14.5.2008 kl. 14:43
Sæll Sigurjón.
Það sem Magnús Þór telur mest til vansa svo hægt verði að taka sómasamlega á móti flóttafólkinu frá Írak, er að ekki liggi fyrir nægar upplýsingar um heilsufar, aldur og menntun. Ef marka má fréttaflutning fjölmiðla þá er um að ræða til að byrja með 30 einstæðar mæður og börn þeirra. Þau eru sögð eiga koma frá Al Waleed flóttamannbúðunum sem var komið á laggirnar í Desember 2006.
Í dag er talið að rúmlega 1400 flóttamenn séu í búðunum og langstærsti hluti þeirra konur og börn af palestínskum uppruna. Búðirnar voru settar upp til bráðbyrgða og eru án allrar heilbrigðisþjónustu, t.d. er vatni er ekið inn daglega, ásamt matarskömmtum. Fólkið var áður búsett í Bagdad og er fórnalömb vopnaðra sveita sem falið hefur verið af "stjórnvöldum" að drepa karlmennina og flæma í burtu konur og börn. Flestar konurnar eru því ekkjur og sumar mjög lasburða. Meðal þeirra kvenna sem finna má í búðunum er t.d. ein kona, sjö barna móðir, sem þjáist af Lúkemíu og einn sonur hennar (15 ára) er með sykursýki.
Talið er að meira en 950 þeirra sem í búðunum búa þarfnist læknishjálpar, en næsta sjúkrahús er í nokkra stunda fjarlægð og er þá ekið um afar hættulegt landsvæði. Á fyrstu mánuðunum eftir að búðirnar opnuðu dóu nánast öll nýfædd börn þessara kvenna úr sjúkdómum.
Telja má líklegt að eldri konurnar séu læsar og skrifandi á Arabísku en þar fyrir utan ómenntaðar. Yngri konurnar gætu verið háskólamenntaðar þótt ólíklegt verði að teljast að menntun þeirra t.d. í heilbrigðisgeiranum yrði tekin gild hér á Íslandi.
Í þessum búðum sem eru allsóvarðar fyrir óvæginni náttúru (sandauðn og sandstormar) fer hitinn upp í 50 gráður á sumrum. Aðbúnaðurinn í búðunum núna er slíkur að miklar líkur eru taldar á að margir látist eftir því sem líður á sumarið. Sumar konurnar eru svo illa haldnar að þær hugleiða sjálfsvíg daglega.
af "öryggisástæðum" er hjálparstofnunum ekki leyfilegt að setja upp bækistöðvar í búðunum og engin lausn fyrir þessar konur er í sjónmáli önnur en að eitthvert land aumki sér yfir þær og gefi þeim landvistarleyfi. Þær hafa enga möguleika á að snúa aftur til Palestínu og í Sýrlandi flóir allt af Írökum (flóttafólki) sem konurnar í AL Waleed treysta ekki af skiljanlegum ástæðum.
Eftir öllum landamærunum við Sýrland (Sýrlandsmegin) er reyndar fjöldi flóttamannbúða á borð við Al Waleed og það er því af nægu að taka óski íslendingar eftir að leggja einhverju af þessu fólki lið þótt þeir kæri sig ekki um lasburða ekkjur og börnin þeirra.
Svanur Gísli Þorkelsson, 14.5.2008 kl. 15:45
Þetta eru flóttamenn. Þeir sem segja að betra sé að hjálpa þeim heima hjá sér eru á villigötum vegna þess að flóttamenn EIGA HVERGI HEIMA, nema í besta falli í flóttamannabúðum. Hvað viljið þið gera? Senda þeim harðfisk? Þetta snýst um að veita fólki tækifæri til mannsæmandi lífs fyrir sig og börnin sín. Er Akranes eitthvað of gott til þess?
Einar H. Einarsson (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 20:17
Þetta er allt saman Pólitík, og ekkert annað. Karen er flokka Drusla, Gísli bæjó er ekki með heila hugsun. Þetta er bara algjört kjaftæði frá upphafi til enda. Það er ekkert pláss fyrir þessa flóttamenn, Skólarnir eru kjaft fullir,(það á að kenna í skúr í Grundaskóla næsta vetur vegna þess að það vantar kennslustofur) enda laus bið eftir leikskólaplássi. Þannig má endalaust telja. Eg held að þetta sé ekki spurning um rasista heldur skinsama hugsun.
skagamadur (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 21:02
Fengi þetta fólk þá bara íbúð og vinnu strax? En jæja, skítt með okkar eigin samlanda sem hafa búið hér allt sitt líf, eru heimilislausir og þurfa að sofa á bekk niðri í bæ. Ykkur virðist vera skítsama um ykkar eigin samlanda, þið viljið "sýna ykkur" fyrir öðrum þjóðum hvað þið eruð rosalega umburðarlynd og góð og flytja inn FLEIRA fólk sem á um sárt að binda og láta þau hafa allt upp í hendurnar á meðan aðrir hérna heima fá ekki skít á priki.
Þorsteinn (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 01:55
Skagamaður: Skólarnir eru kjaft fullir,(það á að kenna í skúr í Grundaskóla næsta vetur vegna þess að það vantar kennslustofur)"
Mig þætti nefnilega gaman að vita hvort skólastjórar eða aðrir stjórnendur við Grunnskóla á Akranesi hafi verið hafðir með í ráðum. Ég vil minna á að ekki fyrir löngu kom hingað lítill hópur fá Colombiu sem komið var fyrir í Reykjavík. Í þeim hópi eru t.d. nokkrir mjög erfiðir strákar sem "hent" var inn í Hlíðaskóla...Það gæti verið fróðlegt fyrir skólayfirvöld á Akranesi að slá á þráðinn, þó ekki væri nema til að kynna sér hvernig ekki á að standa að komu og aðlögun á litlum brotnum einstaklingum frá allt öðru menningarsvæði...að því loknu væri svo gráupplagt að hringja í Björk Vilhelms og spyrja hana hvort hún viti hvernig til hefur tekist.
Atli Hermannsson., 15.5.2008 kl. 08:53
Ég skil ekki þessa manvonsku, hjá ykkur það á að fara að gera önnur Hvalfjarðar göng og vantar fólk á skagann með kúnáttu til að far með sprengi efni dínammit og þess lags efni og þá flytjum við það bara inn svo þarf að bjarg tveim fótbolta drengjum sem eiga of margar íbúðir þarna,og Solla bolla,er auðvita svo annt um ferðalög að hún nær í fleiri fyrir okkur ef vantar,
Íslands-Bersi, 15.5.2008 kl. 11:07
Ah búinn að renna í gegnum allt og finnst sumar athugasemdir vægast sagt hlægilegar.
t.d. "
Ég ráðlegg fólki að sjá myndina Obsession , hægt er að finna hana hér:
Þar kemur vel fram hvernig múslimar hugsa.
Áhyggjufullur vesturlandabúi (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 16:06 "
Þessi skrif dæma sig nú alveg sjálf. Þetta er svipað og ef ég mundi segja þér að horfa á "Jesus Camp" og segja þér að það mundi segja allt um hugsunarhátt Kaþólikka.
Hvað er málið með fólk að vera svona hrætt við innflytjendur ? Las hérna einhversstaðar tillögu að þeir mundu flytja í götuna hjá ráðherrum. Ég mundi glaður taka við þessum flóttamönnum í götuna mína. Þeir mættu búa í íbúðinni við hliðina á mér mín vegna.
Lesið aðeins yfir skrifin ykkar. Frjálsyndi flokkurinn er ekki stimplaður rasistaflokkur vegna þess að hann vilji sakavottorð hjá innflytjendum. Ef þið sjáið ekki áróðurinn ykkar er ykkur ekki bjargandi.
Já það væri alveg HRÆÐILEGT ef einhver prósenta af bæjarfélagi á Íslandi séu útlendingar. Hah ég á ekki orð.
Stebbi (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 11:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.