Leita í fréttum mbl.is

Gott hjá Gulla

Ég verð að hæla gömlum blaðbera Þjóðviljans Guðlaugi Þór Þórðarsyni heilbrigðisráðherra fyrir að setjast niður með hjúkrunarfræðingum og fara yfir rök þeirra í vaktadeilunni illskiljanlegu.  Það var greinilegt að ráðherra var tilbúinn að gera fleira en gott þykir og setjast niður með þeim sem hafa haldið uppi harðri gagnrýni á störf hans.  Niðurstaðan af þessum viðræðum var sú að það náðist sátt um að leggja til hliðar umdeildar breytingar á vaktafyrirkomulagi hjúkrunarfræðinga á LSH.  Guðlaugur Þór hefur væntanlega orðið þess áskynja í viðræðunum í gærkvöld að það hefur verið eitthvað verið til í þeim málflutningi að stjórnendur LSH hafi nánast látið hjá líða að hafa samráð við hjúkrunarfræðinga um boðaðar breytingar.

Það væri óskandi að aðrir ráðherrar í ríkisstjórninni gætu tekið Guðlaug Þór sér til fyrirmyndar. Ég á þá sérstaklega við sjávarútvegsráðherra sem hefur þverskallast við að hlusta á málefnalega gagnrýni á núverandi óstjórn fiskveiða og jafnvel þó svo að kerfið hafi verið úrskurðað ósanngjarnt af mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna.

Vísindamenn sem hafa efast um ráðgjöf Hafró og hafa bent á að veiðin virðist minnka stöðugt eftir því sem uppbyggingarstarf stofnunarinnar heldur lengur áfram fá ekki einu sinni aðgang að vísindagögnum nema reiða fram háar upphæðir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Sigurjón ! Er þetta ekki í hans verkahring að leysa mál eins og þetta. Þau hafa greinilega ekki haft neitt umboð Björn og Anna, annars hefðu þau leyst þetta fyrir löngu. Nema þau hafa trúað því að hjúkrunarfræðingar létu undan...

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 1.5.2008 kl. 20:37

2 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Guðlaugur stóð sig vel og á þökk skylda fyrir að bera klæði á vopnin. Guðrún Þóra, breytingar á LSH hafa skipt hundruðum ef ekki þúsundum og Gulli er ekki með nefið oní hvers manns koppi. Í þessu tilfelli varð harmleikur í mannlegum samskiptum sem leiddi til uppsagna. Þá varð þörf á ráðherra og tókst honum að lægja öldurnar. Allir eru sammála um að innleiða þurfi breytingar en spurningin er hvernig að þeim er staðið. Allt hefst þetta og endar á mannlegum samskiptum.

Gunnar Skúli Ármannsson, 1.5.2008 kl. 21:15

3 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Guðlaugur stóð sig vel í þessu tilviki og var röggsamur. Ég er sammála Skúla hér að ofan, uppsagnirnar má rekja til erfiðra samskipta á milli stjórnenda og hjúkrunarfræðinga.Trúlega hafa fleiri heilbrigðisstéttir lent í slíkum samskiptum/samskiptaleysi við æðstu stjórnendur LSH. Það eitt er umhugsunarvert því ekkert gerist án gagnkvæmrar virðingar í mannlegum samskiptum.

Í öllu falli hlýt ég að draga þá ályktun að hvorugur núverandi stjórnenda er vel að sér í fræðum mannauðs og breytingastjórnunar og hvorugur getur talist ,,leiðtogi" 

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 2.5.2008 kl. 00:06

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Gunnar. Hann var nú samt svoldið lengi að átta sig á að eitthvað væri að þarna. Hef grun um að það hafi verið af ásettu ráði.

Haraldur Bjarnason, 2.5.2008 kl. 00:07

5 Smámynd: Steinn Hafliðason

Getur verið að hann hafi gert þetta af illri nauðsyn?

Steinn Hafliðason, 2.5.2008 kl. 00:14

6 identicon

Ég er sammála þér Sigurjón, þetta ver vel að staðið hjá Guðlaugi Þór. Hann leysti þarna úr hnútnum, sem Sif Friðleifsdóttir byrjaði á að hnýta í sinni ráðherratíð og ekki þeim fyrsta. Alveg makalaust hvernig sú kona gat rústað heilbrigðiskerfinu. Nú er verið að byggja upp eftir hana. Framsókn má aldrei fá þennann málaflokk aftur.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 08:31

7 identicon

Það er rétt,Sif stóð sig illa en gleymum ekki þegar Ingibjörg Pálmadóttir mokaði flórinn eftir Sighvat Bjarnason,hún stóð sig geysivel og afsannar það að frammarar geti ekki séð um heilbrigðismál. Vandinn núna er viðvarandi sveltistefna sem er alltaf undanfari einkavæðingar en þjóðin hafnar henni, það skal aldrei verða. Það vantar 2 milljarða í kerfið það vita þeir sem vilja og gagnslaust að stæra sig af 50 milljarða tekjuafgangi þegar svo er.

Skafti Steinólfsson (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband