Leita í fréttum mbl.is

Ríkisstjórnin klók

Ríkisstjórnin hefur ekki boðað neinar efnahagsaðgerðir síðan íslenskt efnahagslíf tók mikla dýfu ef frá er talin auglýsingaherferð Ingibjargar Sólrúnar og Geirs Haarde við að koma „réttum skilaboðum“ um stöðu íslenskra efnahagsmála til heimsbyggðarinnar. Þessi auglýsingaherferð leystist upp eða réttara sagt breyttist í að Ingibjörg Sólrún fór að boða friðun heimsins á meðan Geir þeyttist um og bað fjölmargar þjóðir náðarsamlegast að koma í reglulegt flug yfir landið með orrustuflugvélar.

Ein af boðuðum aðgerðum er að setja 4 milljónir króna í verðlagseftirlit. Það er svolítið sniðugur leikur vegna þess að það er látið líta út eins og vondir heildsalar eða verslunarmenn beri einir ábyrgð á að skrúfa upp verðlag á Íslandi. Það er auðvitað ekki svo, hver maður getur séð að heildsali sem er með rekstrarfé að láni í erlendri mynt sem hækkar um 30% er vafalaust í vanda við að verðleggja vöru þannig að hann fái sanngjarnt verð fyrir vinnu sína en verðleggi sig ekki út af markaðnum þótt vafalaust séu þess einhver dæmi að menn fari hastarlega í að hleypa hækkunum út í verðlagið. Vegna falls íslensku krónunnar kosta erlendar vörur 30% meira en þær gerðu fyrir örfáum vikum sem auk verðhækkana í útlöndum hlýtur að einhverju leyti að skila sér út í verðlagið. Það er spurning hvert hlutverk verðlagseftirlitsins sé og til hvaða aðgerða eigi að grípa í framhaldinu. Það væri miklu árangursríkari leið að tryggja samkeppni á matvælamarkaði.

Það er sniðugt hjá ríkisstjórninni, en ódýrt, að beina umræðunni i eitthvert verðlagseftirlit í stað þess að ræða kjarna málsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Þetta er snilldar feluleikur, ríkið fær 10 af 10 mögulegum fyrir svona klækjabragð ! annars fær hún 1 / 10 fyrir rest, þessi eini hjá mér fær Þorgerður Katrín fyrir að vera fallegasti ráðherran frá því ég fór að muna eftir mér.

Sævar Einarsson, 29.4.2008 kl. 13:53

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

Þetta er ekki rétt hjá þér Sigurjón. Seðlabankastjóri var látinn hrópa úlfur, úlfur svo fasteignamarkaðurinn fraus. Þannig tókst að falsa verðbólgutölur. Ef húnæðisþátturinn væri tekinn í burtu væri verðbólgan trúlega um 30% en ekki 12% Þessi ríkisstjórn lifir á sjónhverfingum. Efnahagsaðgerðir í lagi, eða hvað?

Víðir Benediktsson, 29.4.2008 kl. 15:26

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Guðfaðir þessarar ríkisstjórnar var einu sinni aðalkyndarinn undir verðbólgubálinu 1982 og næstu ár áfram. Sem borgarstjóri í Reykjavík hækkaði hann gjaldskrá Hitaveitunnar upp úr öllu valdi og var ekkert annað á Íslandi sem hækkaði öllu meira en heita vatnið. Þar sem gjaldskráin var tengd við vísitöluútreikninga þá hækkuðu öll lán upp úr öllu valdi. „Misgengishópurinn“ var stofnaður, manstu eftir honum Sigurjón? Þá voru 25% af launahækkunum strikuð burt en fólk sat uppi með þriðjungs hærri hækkanir á öll fasteignalán sín, okurlánin miklu! Nú eru aðrar okursnörur teknar við!

Þannig endurtekur sagan sig en stundum með öfugum formerkjum. Sjálfstæðisflokkurinn lagðist gegn ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen af öllu sínu afli og linnti ekki látum fyrr en hún sagði af sér. Þó gerði þessi ríkisstjórn sennilega miklu meira í viðleitni að hemja dýrtíðina. En allt kom fyrir ekki, kyndingarmeistarinn náði sínu fram og varð nokkrum misserum síðar skipsstjórinn á fleytunni.

Bestu kveðjur

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 29.4.2008 kl. 15:39

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er alltaf spurning hvað eigi að vera inn í vísitölunni og hvað ekki t.d. húsnæðisliðurinn.  Það var töluverð umræða um hvort að hann ætti að vera inni þegar húsnæði hækkaði umfram annað.

Ég held að það sé rétt að vera ekki að krukka ekki um of í vísitölunni en mér var bent á að ef að sama mælilng væri notuð nú og fyrir nokkrum árum síðan þá væri verðbólg í BNA mæld 9- 12%.

Ég man ekki eftir þessu Guðjón en það væri fróðlegt að rifja þetta mál upp.

Sigurjón Þórðarson, 29.4.2008 kl. 16:33

5 identicon

Hvernig er þetta með olíuna! Er ekki hægt að taka hana út úr vísitölu neysluverð og þá sérstaklega ef OPEC ríkin eru að tala um að tunnan af hráolíu fari uppí 200$?

Ég heyri reglulega í honum Pétri Blöndal í útvarpinu tala um að við eigum ekki að lækka álögur af olíunni þar sem við getum engan vegin stjórnað heimsmarkaðs verðinu. En afhverju erum við þá með hluti í neysluvísitöluni sem við getum ekki haft nein áhrif á?

Nú segja þeir í OPEC að það sé nægt framboð af olíu og allar þessar hækkanir undanfarið má rekja til veika stöðu dollars og spákaupmennsku! Þannig að ef Olíuleiðsla lekur í Nígeríu þá hækkar fasteignarlánið mitt hérna á Íslandi! það væri ekki einu sinni hægt að ljúga þessari vitlausi á einhvern!!

Er virkilega ekki hægt að frysta verð á hráolíu á heimsmarkaði í ákveðin tíma. Taka þessa spákaupmenn og frysta þá kannski í leiðinni. Ef helstu Iðnríkin myndi ákveða í sameiningu verð sem myndi endurspegla hvor tveggja framboð og eftirspurn þá myndi komast ró á markaðinn.

Þröstur Halldórsson (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 22:21

6 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég er sammála þér Einar þetta er ekki góð blanda.

Sigurjón Þórðarson, 29.4.2008 kl. 23:26

7 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurjón.

Þetta er hráskinnaleikur aðgerðaleysisins.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 30.4.2008 kl. 00:36

8 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Þeir gera margt til að láta okkur halda að þeir sé að vnna í málinu. Hvað segja stókaupmenn nú, þeir eru jú mest ljósastaurar (sjálfstæðismenn).

Ef kosið væri núna er hætt við að lítið breytist, því þessi 47% sem kjósa XD vita ekki um hvað pólitík snýst.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 30.4.2008 kl. 01:07

9 Smámynd: Róbert Tómasson

Sæll Sigurjón og takk fyrir síðast.

Það er alltaf gaman að góðum feluleik, sérstaklega ef vel tekst til, en svo er því miður ekki fyrir að fara hjá Geir og "ekki sætustu stúlkunni á ballinu en gerir þó sama gagn" henni Ingibjörgu.

Hjá Shakespeare voru örlaganornirnar þrjár og ferðuðust um á kústsköftum, en við höfum tvær sem gætu allt eins heitið "Stríð og Friður" og þeim nægir ekki kústskaft ( þótt ég efist ekki eitt andartak að þau gætu flogið slíku tæki ) heldur þeytast þau um á einkaþotum ásamt útvöldu fjölmiðlafólki.  Erlendis tíðkast það í slíkum tilfellum að hlutaðeigandi fjölmiðlafólk greiðir sem svarar fargjaldi á almennu farrými.  Hvernig er það kallast það ekki mútur þegar þetta er frítt?

Róbert Tómasson, 30.4.2008 kl. 08:31

10 Smámynd: Jóhann Elíasson

Fjórar milljónir í verðlagseftirlit er bara brandari, annars hélt ég, í fávisku minni, að það væri enginn brandari að stjórna landinu en þessir tindátar sem það eiga að gera virðast líta á málið af mun meiri léttúð en ég.  Kannski ætti ég að fara til sálfræðings?

Jóhann Elíasson, 30.4.2008 kl. 12:37

11 Smámynd: Víðir Benediktsson

Ég var ekki að mæla með því að hróflað yrði við vísitölunni heldur að raunútgjöld hins almenna neytanda hafa hækkað mun meira en verðbólgan segir til um. Þar munar mest um frystingu húsnæðismarkaðarins. Þetta útkall Davíðs um 30% lækkun frysti markaðinn og skekkir stöðuna.

Víðir Benediktsson, 30.4.2008 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband