Leita í fréttum mbl.is

Hlífði Egill Ingibjörgu í Silfrinu?

Ég missti af Silfrinu í dag en það hringdu í mig ekki einn heldur tveir sjóarar í dag og furðuðu sig á þessu viðtali við Ingibjörgu Sólrúnu í Silfri Egils þar sem hún átti að hafa rökstutt framboð Íslands til öryggisráðsins með því að Ísland hefði eitthvað sérstakt fram að færa fyrir heimsbyggðina. Sjómennirnir furðuðu sig á því að Egill Helgason hlífði henni alveg við að svara fyrir það hvernig hún ætlaði að bregðast við mannréttindabrotum stjórnvalda sem bitna á sjómönnum landsins.

Sjómaðurinn úr Grindavík taldi allt eins líklegt að Ingibjörg hefði gengið frá því fyrir þáttinn við skoðanabróður sinn að þessi spurning kæmi ekki fram


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Sigurjón og þökk fyrir spjallið, í gærkveldi !

Hverju orði sannara, sem þú nefnir hér, í ágætri grein þinni.

Kom inn á þennan skandal, á minni síðu, fyrir stundu.

Með beztu kveðjum, í Skagafjörð / Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 21:22

2 identicon

Meira þruglið sem veltur upp úr þér Sigurjón, eilífar samsæriskenningar. Ég hafði 20 mínútur með ráðherranum. Þessi kvótamál voru aldrei á blaði hjá mér - og mér datt satt að segja aldrei í hug að nefna þau. Enda af nógu öðru að taka.

Ég held reyndar að engum manni detti í hug að hefja hér stórfelldan uppskurð á fiskveiðistjórnunarkerfinu meðan bankakerfið er stopp, gengið hrunið, verðbólgan á fullu og húsnæðismarkaðurinn að stoppa.

Egill (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 21:26

3 Smámynd: Víðir Benediktsson

Ég beið alltaf eftir þessari spurningu frá Agli sem aldrei kom. Þetta var sannkallað drottningarviðtal. Minnti á Gísla Martein og Davíð Oddsson í Kastljósi. Engar óþægilegar spurningar takk.

Víðir Benediktsson, 27.4.2008 kl. 21:26

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Já, þarna fékkstu það óþvegið frændi!

Auðvitað afgreiðir ríkisstjórnin þetta eins og Egill bendir á. Nú verður Mannréttindanefndinni send greinargerð þar sem ríkisstjórnin bendir á að Íslendingum sé ekki unnt að bregðast við úrskurðinum vegna þess að nú séu bankarnir komnir á vonarvöl og þeir eigi veð í öllum óveiddum fiski næstu kynslóða. Auk þess sé gengi krónunnar hrunið, verðbólgan á fullu og húsnæðismarkaðurinn að stoppa.

Þeir hljóta að skilja þetta mennirnir.

Því verður svo kannski hnýtt við svona án ábyrgðar að ef-og þegar við sjáum okkur fært munum við að sjálfsögðu skoða þetta upp á nýtt.

En eins og við vitum þá hverfa nú svona smámunir fyrir stoltinu sem fyllir þjóðarsálina ef við náum okkar manni inn í Öryggisráðið.  

Árni Gunnarsson, 27.4.2008 kl. 22:40

5 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Drottningaviðtal er rétta orðið yfir viðtalið við utanríkisráðherran. Mjúkir og rifhvítir hanskar og fjaðrir. Gafst fljótlega upp

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 28.4.2008 kl. 00:07

6 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Egill nefnir hér nokkrar ástæður fyrir því hvers vegna íslensk stjórnvöld eigi að halda áfram að brjóta mannréttindi á sjómönnum á meðan þau bjóða fram krafta sína til að rétta af mannréttindi út í hinum stóra heimi sem glímir eflaust við einhver vandamál líka.

Mér finnst miður að þáttarstjórnendur hjá RÚV sem vilja kalla sig gagnrýna fara ekki yfir þau tækifæri sem opnast við það að snúa ofan af kvótakerfinu sem hvetur til brottkasts og þorskaflinn nú er 30% af því sem hann var áður en uppbyggingarstarfið hófst með kerfinu.

Breyting á vonlausu fiskveiðistjórnunarkerfi væri án efa stór liður í að afla meiri gjaldeyris og létta róðurinn í efnahagsmálum. Fleira þyrfti reyndar að koma til s.s. í peningamálum þjóðarinnar en það er með ólíkindum hvernig hlutirnir hafa verið látnir reka á reiðanum lengi.

Sigurjón Þórðarson, 28.4.2008 kl. 00:13

7 Smámynd: Fannar frá Rifi

Hvernig er hægt að taka mark á nefndarmönnum í þessari mannréttindar nefnd sem skipaðir eru frá löndm sem brytja niður þegna sína?

Þessi sama nefnd ályktaði á sínum tíma um Rwuanda og sagði allt vera í stakasta lagi.

Síðan kemur ein spurning. Ef þið viljið taka mark á þessari nefnd sameinuðuþjóðanna verðið þið ekki að vera samkvæmir sjálfum ykkur og taka síðan mark á og styjða Alþjóða Hafrannsóknarráðið (ICES) í Kaupmannahöfn? Eða er bara verið að velja og hafna eftir henntisemi?

Fannar frá Rifi, 28.4.2008 kl. 00:24

8 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Fannar stjórnvöld tóku það mikið mark á þessari nefnd að þau sendu fulltrúa sína til að verja málsstað sinn og hann stóð ekki styrkari fótum en svo að sjómennirnir sem brotið var á höfðu betur.

Að bera saman ICES og Mannréttindanefnd SÞ er svon álíka að bera saman epli og appelsínur.

Sigurjón Þórðarson, 28.4.2008 kl. 00:44

9 Smámynd: Fannar frá Rifi

eru þetta ekki bæði alþjóðlegar stofnanir sem heyra undir sameinuðuþjóðirnar?

ef þú vilt ekki taka mark á annari þá geturu ekki tekið mark á hinni. síðan ef þú vilt að útlendingar séu að ákveða hvernig fiskveiðum sé stjórnað hér við land þá ættiru ekki að vera á móti ESBvæðingu sjávarútvegs.

en nú getum við deilt um þetta lon og don. 

En afhverju ertu á móti kvótakerfinu í prinsibi? jú kvóti færist úr einhverri byggð. en hvert fer hann? hann fer kannski úr einu krummaskuði yfir í annað (þetta skrifa ég og kem úr einu þeirra).

Fiskveiðar eintómar munu ekki geta haldið úti byggð á landinu. það verður að koma eitthvað annað á móti. 

Helsta vígið, sjómennskan hefur fallið á mörgum bátum fer bráðum að verða að fjórði hver sé útlendingur sem kemur hingað á vertíð. hálauna starf og íslendingar vilja ekki vinna við þau?

Málið er að ef við viljum halda úti byggð á landsbyggðinni þurfum við að hætta að berjast um liðna tíma og byrja að horfa fram á veginn. öll uppstokkun á núverandi kerfi myndi í besta falli leiða til kreppu og hörmunga fyrir fjöldann allan af byggðum eins og staðan er í dag. Síðan yrðu allar slíkar ákvarðanir dregnar fyrir dómstóla sem eignarnám, og eignir eru verndaðar í stjórnarskránni, héraðsdómur síðan hæstiréttur og loks mannréttindar dómstóllinn (taktu eftir hér er um lagalega bindandi dómstól en ekki ráðgefandi nefnd sem þú vitnar í sem nær ekkert ríki tekur mark á, ekki einu sinni ríkinn sem sitja í nefndinni taka mark á henni) myndu fara yfir þetta og af öllum líkindum dæma eigendum í hag.

Þetta myndi hafa ófyrirséð áhrif þar sem allt myndi hanga í lausu lofti og enginn framþróun eða aukning myndi eiga sér stað. enginn myndi fjárfesta í einhverju sem gæti veirið tekið af þeim þegar endanleg niðurstaða fæst. Við myndum lenda í sömu efnahags erfiðleikum og nú geisa í Zimbabwe. Þú kannski kvartar í dag yfir 10 til 11% verðbólgu. þar er verðbólgan kominn í 100.000%. peningarnir eru minna virði en pappírinn sem hann er prenntaður á. 

Mun betra væri að taka höndum saman og berjast gegn vitlausri veiði stýringu og ráðgjöf. Því það skiptir engu máli hvort það er veitt út á daga eða tonn ef það er sama úthlutunin.

(ó)vísindamennirnir (blíantsnagarar) í fílabeinsturninum sem kallast Hafró ættum við frekar að beina sjónum okkar að heldur en að berja á þeim sem vilja vinna að sjávarútvegi og fjárfesta allt sitt í honum (2000 þá voru 80% af öllum upphaflegum veiðiheimildum búnar að skipta  um hendur og þar inn í voru taldar með að sömu aðilar voru við ef þeir höfðu arfleitt eða sameinast inn í aðra þannig að gjafa kvóti er í besta falli goðsögn í dag).

Ég legg til að þú félagar þínir í Frjálslyndaflokknum á þingi leggi fram fyrirspurn á þingi um það hvort að veiðiráðgjöf hafró sem var algjörlega fylgt síðastliðið vor skili sér ekki og er þar af leiðandi þess valdandi að allt sem hafró segir er rangt ef ekki hrein lygi.  

Fannar frá Rifi, 28.4.2008 kl. 01:09

10 identicon

og hvorugt hefur fengist Eplið eða appelsínan, ef á að vera eitthvað vit í þessu rugli öllu með fiskveiðar við Ísland á bara gera eins og var gert með Kvótalögin fella þau úr gildi, hætt loðnuveiðum í 3-5 ár og lofa útgerðamönnum að breyta loðnuskipum sínum í línuskip og fá veiðileifa til þess, einnig má benda á aðra fiskstofna td Túnfiskinn þann rándýra fisk sem fæst í tonna tugatali suður og suðaustur af Íslandi inna og utan 200 sml Fiskveiðilögsögu Íslands, en það er eins og með íslendinga það þarf að ná stórri tölu allt eins og metingurinn með tonnafjölda, en gæðin gleymast, þar er peningurinn, íslendingar þurfa að fara hugsa um að nytja betur Fiskveiðilögsöguna, ekki bara þorsk og þorsk, fullt er af allskonar fiski sem erlend fólk borðar en ekki Íslendingar, það þarf kannski að sækja það lengra en í kartöflugarða sjávarsíðunnar..JAPANIR eru duglegir að fiska Túnfiskinn  suður af Íslandi , þeir koma alla leið frá Japan til að fiska hér á Atlantshafinu, en svo er annað mál ef 'ISLAND gengur inn í ESB kúgunarbandalagið, þá er annað upp á teningunum, því Íslendingar verða útlendingar í eigin fiskveiðilögsögunni og vinnan við hráefnið færist frá Íslandi til Evrópu, ekki fara ESB skipin að landa fiskinum á Íslandi þegar þeir geta fengið 2-3 ódýrara vinnukraft í Evrópu frá austantjaldinu, mikið held ég að Össur verði ánægður þá, menntun er máttur segir hann og hvern ætlar hann að mennta þegar megnið af menntaklíkunni er flúið land til Evrópu á jötu ESB, líklega lendum við á byrjunarreit, verst að maður getur ekki byrjað á í garðinum hjá sér með rollur-geitur-hænsni og fl til að lifa af eins og ver gert í den og  den sko

TBEE (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 01:24

11 identicon

Já fór fyrir brjóstið á mér þegar Ingibjörg Sólrún hélt því fram að Ísland gæti stutt við mannréttindi út í heimi. Munum að hún er fyrrverandi borgarstjóri og fjölskylda mín fólk sem hefur ekki mannréttindi á Íslandi. Hún kom beint nálægt því máli. Fannst skuggalegt að sjá konuna austur á landi undir þessum rafmagnslínum í fréttum Sjónvarpsins, eitthvað vantaði upp á mannréttindi þar. Ísland hefur brotið mannréttindi á sjómönnum og getur því ekki leiðbeint öðrum á meðan það brot er ólagað. Kv. Ingimundur Kjarvaæ 

Ingimundur Kjarval (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 01:54

12 Smámynd: Kristin Á.Arnberg Þórðardottir

Sá ekki Silfrið en mér fyrnst Egill svara frekar heimskulega,auðvitað viljum við sem byggjum alla okkar afkomu á sjósókn,margir verið dæmdir sakamenn í þessu heimsins besta fiskveiðistjórnunarkerfi og margur orðið öreigi, við viljum fá að vita hvað ætlar Ríkisstjórnin að gera?og hvernig ætlar hún að klóra sig útúr skítnum.Eiga menn bara að fara á sjó þegar fresturinn rennur út.Mér fyrnst Egill skulda okkur annan þátt þar sem komið verður inná þetta mál okkur kemur þetta við.

Kristin Á.Arnberg Þórðardottir, 28.4.2008 kl. 08:32

13 identicon

Ég segi bara einfaldlega, ég hafði 20 mínútur í þetta viðtal, það var fullt af öðrum málum til að ræða en þau komust einfaldlega ekki að.

Margir sakna þess sjálfsagt að ég ræddi ekki um velferðarkerfið eða um umhverfismál, en til þess var einfaldlega ekki tími.

En ég stend við það sem ég segi: ég sé ekki að sé mikill vilji til að fara í uppskurð á kvótakerfinu þegar efnahagsástandið er eins og það er - hvað sem síðar kann að vera. 

Hvað varðar silkihanska, þá hef ég miklu meiri trú á því að eitthvað komi út úr sæmilega sívílíseraðri samræðu en þeirri aðferð að hjóla í viðmælendur, yfirleitt varla til annars en geta svo sagt eftir á: sjáið hvernig ég tók hann/hana.

Ég hef aldrei haft mikla trú á því og ekki starfað í þeim anda.  

Egill (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 10:04

14 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Mér finnst persónulega að í RÍKISÚTVARPINU sem við greiðum fyrir eigi að banna viðtöl um stjórnmál, þar sem yfirlýst skoðanasystkini hittast yfir svona tebollaumræðum þar sem ekkert gagnlegt kemur fram, undir þeirri yfirskrift að þar fari fram gagnrýnin umræða.

Mér finnst það ekki réttlætanlegt að hægt sé að nýta dagskrárgerð í sjónvarpi allra landsmanna sem áróðurstæki fyrir nokkurn flokk og ekki réttlætanlegt að svona flöff sé á boðstólnum á kostnað okkar skattgreiðenda.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 28.4.2008 kl. 10:57

15 identicon

Besta fiskveiðistjórnun er stýring með veiðarfærum. Banna stórvirk veiðarfæri, dragnót og verksmiðjuskip og afnema kvóta með öllu.

DD (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 13:06

16 Smámynd: Fannar frá Rifi

DD. Þetta er hinn besta hugmynd og hún ætti að ganga lengra.

leyfa frjálsar veiðar á smábátum sem eru með eina rúllu, 50-100 hestaflavél, og ekki þyngri bát en 3-4 tonn. Þá er þetta orðið alvöru smábátur.  

Fannar frá Rifi, 28.4.2008 kl. 13:31

17 identicon

Meira um Silfur Egils

Finnst mönnum það ekki hafa legið beint við að í samtalinu við Ingibjörgu Sóltúnu, þar sem hún kom að fyrra braggði inn á mannréttindamál.  Lá þá ekki beinast við að þáttarstjórnandinn spyrði hana útí úrskurð mannréttinanefndar S.Þ. sem snýr að íslenskum sjómönnum.  Ég fæ ekki annað séð en þáttarstjórnandinn hafi ekki gætt hlutleysis og hljótum við þess vegna að álykta að hann hafi viljandi sleppt þessari umræðu.

Ó. R.

Ó. R. (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 14:44

18 Smámynd: Davíð Þorvaldur Magnússon

ekki nokkur einasti möguleiki á að ég mundi nenni að róa 3 tonna sturtubotni með 1 rúllu

Davíð Þorvaldur Magnússon, 28.4.2008 kl. 15:26

19 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég var rétt í þessu að sjá viðtalið og er sammála því sem fram hefur komið að það hafi verið   ákaflega "sívílíserað" og í rauninni svo að aðeins vantaði að sýnt væri úr myndaalbúmi Ingibjargar Sólrúnar svo hægt hefði verið að færa þáttinn til í dagskránni og þar til eftir fréttir til að leysa af hólmi ágætan þátt Evu Maríu.

.

Sigurjón Þórðarson, 28.4.2008 kl. 18:36

20 Smámynd: Halla Rut

Ég hélt að Egill mundi halla sér yfir og strjúka henni um kynn.

http://hallarut.blog.is/blog/hallarut/entry/522836/ 

Halla Rut , 28.4.2008 kl. 21:47

21 Smámynd: Atli Hermannsson.

 Fannar frá Rifi  "Mun betra væri að taka höndum saman og berjast gegn vitlausri veiði stýringu og ráðgjöf. Því það skiptir engu máli hvort það er veitt út á daga eða tonn ef það er sama úthlutunin.

Það er gríðarlega mikill munur á dagakerfi eins og Færeyingar nota og kvótakerfinu okkar sem er í raun sorteringakerfi þar sem allur afli er flokkaður í "hirða og henda" áður er að landi er komið. Þá er svindlað á vigtinni, ísnum, körum keyrt framhjá vigt, ufsi efst og þorskur undir og svo pakkað í vitlaust merktar pakkningar af þeim sem hafa vigtarleyfi svo eitthvað sé nefnt.

Þetta finnur þú ekki í Færeyjum, þá þurfa þeir heldur ekki lögreglu sem kostar 800 milljónir á ári til að líta eftir óskapnaðinum. Svo er eins og þú skiljir ekki við hvað dagakerfi dagakefið felur í sér. Það er bara svo margt annað en að skipta bara út kvóta-dögum fyrir kvóta-kíló.

Færeyingar úthluta veiðidögum (dagakvóti) sem geta verið mismargir eftir útgerðarflokkum. Til dæmis er stjórnvöldum heimilt að tvöfalda fjölda sóknardaga strandveiðiskipa, kjósi eigendur þeirra að veiða með handfærum.



Til viðbótar var lögsögunni skipt í innra og ytra sóknardagasvæði. Einn sóknardagur veitir rétt til að stunda veiðar í einn sólarhring á innra sóknardagasvæði. Hverjum sóknardegi á innra svæði má skipta fyrir þrjá sóknardaga á ytra svæði. Þannig er mönnum umbunað með aukadögum fyrir það að sækja lengra og dýpra frá ströndinni.



Þá eru ákveðin svæði friðuð varanlega fyrir ágangi. Frystitogarar eru bannaðir innan landhelginnar, þorskanet eru bönnuð og dragnætur einnig bannaðar. Þeir leggja mesta áherslu á vistvænar veiðar þar sem því verður við komið, með strandveiðiflota sem samanstendur af öflugum flota línuskipa og krókabátum.



Því er samsetning færeyska fiskiskipaflotans verulega frábrugðinn okkar flota. Þeir eru t.d. með um tvo öflug línuskip á móti hverjum togara. Því má segja að á tímum kröfunnar um “vistvænt og sjálfbært” hafi Færeyingar tvö vistvæn skip á móti einu óvistvænu. Hjá okkur er hlutfallið u.þ.b. eitt vistvænt á móti fjórum óvistvænum.

það er í raun með ólíkindum að íslenskir útgerðarmenn skuli hafa sjálfsvald um það hvaða veiðarfæri eru notuð hér við land og hvar þeir setja þau niður. Þetta er að vísu með fáeinum undantekningum.

En þú sérð bara öfugþróunina hjá Guðmundi Kristjáns í Brim ehf.. Stolt hans liggur ekki lengur í útgerð vistvænna línuskipa eins og Tjaldinum. Nei stoltið er í togurum eins og t.d. Guðmundi á Nesi sem má draga upp að 4 mílum troll með tveim 7 tonna hlérum auk tveggja 5 tonna stállóða til að halda draslinu við botninn. Við þennan andstyggilega gjörning dælir skipið út ómældu magni gróðurhúsalofttegunda við að brenna 1.400 lítrum af olíu á klukkustund... island mest best of fremst.

Atli Hermannsson., 28.4.2008 kl. 22:12

22 Smámynd: Víðir Benediktsson

Án þess að það komi umræðunni beint við. Hvar í veröldinni má Guðmundur í Nesi draga upp að 4 sml? Ekki nema 2 ár síðan ég hætti sem togaraskipsstjóri, greinilega eitthvað farið fram hjá mér. Þar fyrir utan heldur Guðmundur sig aðallega á Torginu 70-100 sml. frá landi á grálúðuveiðum.

Víðir Benediktsson, 28.4.2008 kl. 22:55

23 Smámynd: Atli Hermannsson.

Viðar,  stærri togarar mega á ákveðnum svæðum sem ég veit því miður ekki ekki hvar eru fara upp að 4 mílum. Þá mega "fjörulallarnir" með sín  niðurgíruðu 700 hestöfl fara upp að 3 mílum. Ég var ekkert að segja að Guðmundur á Nesi héldi sig upp í fjöru, en hann gæti það á þeim svæðum þar sem það er leift og ef hann vildi það. Ef þetta er rangt hjá mér þá endilega segðu mér hversu nálægt stóru togararnir mega vera þar sem þeir mega næst vera.

Atli Hermannsson., 28.4.2008 kl. 23:10

24 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Sigurjón,

mjög athyglisverð færsla í alla staði. Fyrsta lagi þessi litla og sakleysislega athugasemd hvers vegna Egill spurði ekki svona en hinsegin, veldur þvílíkum viðbrögðum. Sérstaklega athyglisvert er að Egill stendur vaktina og svarar þér tvisvar sinnum.

Rökstuðningur Egils er afleitur, vægast sagt. Í raun honum til ævarandi skammar. Þegar mannréttindi og öryggisráð í útlöndum eru rædd liggur beinast við að ræða mannréttindabrot okkar Íslendinga. Sér í lagi þegar Ingibjörg er fyrir svörum því hún hefur gert út á þau mið s.l. áratugi. Samkvæmt kokkabókum Egils get ég borið við annríki heima fyrir( ég á fjögur börn og eina konu) ef ég fæ stefnu frá dómstól og sleppt því að mæta og svara fyrir mig. Niðurstaðan er að honum er ekki sjálfrátt. 

Gunnar Skúli Ármannsson, 28.4.2008 kl. 23:14

25 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll aftur Sigurjón,

 ég gleymdi að geta þess að Egill er óvenju hörundsár, það örlar jafnvel á hroka. Gæða rannsóknarblaðamenn eins og Egill ættu einmitt að taka góðum ábendingum með þökkum.

Gunnar Skúli Ármannsson, 28.4.2008 kl. 23:37

26 Smámynd: Fannar frá Rifi

Atli það á að leyfa togveiðar á sléttum botni en því get ég verið sammála að innan 4 mílna á aldrei að hleypa þeim. ekki undir neinum kringum stæðum.

Síðan með grálúðuveiðar, þá er þetta besta veiðarfærið til að ná grálúðunni.  Það er ekki hægt að veiða hana að nokkru viti á línu þar sem hvalurinn bíður og bítur það sem kemur upp. með því fæst kannski 1 heil grálúða á móti kannski 2 til 3 sporðum eða hausum. 

Það sem ég sé helsta kost við aflamark umfram dagakerfi er: þú getur farið út og sagt við kaupandann. Við höfum svona mörg tonn sem við munum afhenta þér á þessu tímabili. með því er hægt að skipuleggja rekstur hjá báðum aðilum fram í tímann og betra verð fæst fyrir.  Því dag er þetta ekki lengur svo að menn landa bara og afgangurinn skiptir ekki máli. Við verðum að selja fiskinn og til þess að borga há laun verðum við að fá hátt verð. og til þess að fá hátt verð verður að vera til staðar framboðs öryggi fyrir kaupandann því hann er oftast bara milli liður fyrir verslanir og matsölukeðjur úti. Hann verður að geta sagt við sína viðskipta vini að á yfirstandandi fiskveiðitímabili þá muni hann fá 2000 tonn af þorski eða eitthvað álíka. en ekki: möguleiki á 1000 til 3000 tonnum af þorski á yfirstandandi tímabili, við látum þig vita þegar við veiðum eitthvað með nokkura daga fyrirvara áður en við sendum fiskinn út.

Síðan er mjög auðvelt að finna út hvort menn séu að henda fiski eða ekki. það kemur alltaf ákveðið magn af smá fiski. ef sú prósenta er ekki með lönduðum afla í ákveðið mörg skipti ætti að vera sannað að viðkomandi sé að henda fisk.

En Atli ef við ætlum að breyta lögunum því einhverjir vilja ekki fara eftir þeim, eigum við þá ekki afnema hámarkshraða innan bæjar sem utan því það brjóta svo margir löginn? 

með friðuð hólf þá er nóg af þeim en hinir háu herrar og miklu vísindamenn í hafró hafa fram og til baka opnað þau í miðri hryggningu. Að mínu mati myndi það ekki skipta máli hvort við værum með daga eða kvótakerfi undir stjórn Hafró.  

Læt þetta fylgja með.  

"Forseti, Félag Ungra Sjálfstæðismanna í Snæfellsbæ, mótmælir öllum veiðum með flottrolli inn á fjörðum og flóum landsins. Breiðafjörðurinn er ein af uppeldisstöðvum þorsks og til að byggja upp þorskstofninn þarf hann á æti að halda. Flottrollsveiðum í Breiðafirði fylgir auk þess meðafli þar sem síld er æti bolfiska eins t.d. þorsksins. Skyndilokun Hafrannsóknastofnunar nr. 132 sýnir fram á þetta. Félagið er lýsir andstöðu sinni við veiðar með flottrolli í Breiðafirði og Faxaflóa.

Stjórn Forseta, Félags Ungra Sjálfstæðismanna í Snæfellsbæ"

 -Sent á vor mánuðum 2007

Fannar frá Rifi, 28.4.2008 kl. 23:44

27 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þessir svokölluðu "rannsóknablaðamenn" (en Egill er í þeim hópi) eru meira en hörundsárir, ÞEIR EINFALDLEGA ÞOLA EKKI GAGNRÝNI og vernda hverjir aðra á móti svoleiðis nokkru.  Þeir virðast halda að þeir séu "skör" ofar en aðrir í þjóðfélaginu og við hin eigum bara að þegja og hlusta þegar þeir opna munninn til að segja eitthvað.  Þetta er mín reynsla af blaða- og fréttamönnum.

Jóhann Elíasson, 29.4.2008 kl. 08:17

28 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek hér fyllilega undir orð Gunnars Skúla, þessi svör Egils sýna bara að hann hefur ekki  hugmynd um, um hvað málið snýst, og alvarleika þess óréttlætis sem þetta kvótakerfi er, eða hið frjálsa framsal, en svo er einnig um Ingibjörgu Sólrúnu, hún hefur nefnilega ekki hugmynd um hvað gengur á á landsbyggðinni, hún er bara höfuðborgarmanneskja, sem er með hugann út í heimi, og telur sig vera Guðs útvalda til að bjarga heiminum.  Ojæja, það má alveg segja henni, að það er draumur margra, en verður aldrei neitt nema draumur.  Henni væri nær að fara að einbeina kröftum sínum á landið sitt og fólkið, sem hún þóttist bera svo mjög fyrir brjósti hér fyrir kosningar, plataði jafnvel mig með fagurgala sem var ekkert annað en fagurgali.  Ég hef orðið fyrir gífurlegum vonbrigðum með Samfylkinguna þ.e. ríkistjórnar fólkið, og ég bara trúi því ekki að hinn almenni samfylkingarmaður sé ánægður með þetta uppa-lið sem gerir nákvæmlega ekki neitt, þegar allt er í kaldakoli, nema hrokayfirlýsingar, og talandi niður til þess fólks sem er að reyna að berjast fyrir réttindum sínum og tilveru.  Svei þér bara Ingibjörg Sólrún, og svei þér líka Egill Helgason, sem þykist vera óhlutdrægur, harður fjölmiðlamaður, þú ættir að líta í þinn eigin barn, bullandi hlutdrægur eins og þú ert.  Þú mátt líka skammast þín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.4.2008 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband