Leita í fréttum mbl.is

Það þarf hugrekki til að semja frið

Ríkisstjórnin hefur sýnt bílstjórum mikinn hroka. Það má segja að kröfur bílstjóranna séu endurómur af málflutningi Samfylkingarinnar frá síðasta kjörtímabili. Eins hefur Samfylkingin tekið undir sjónarmið bílstjóra en nú, þegar Samfylkingin er komin í stjórn, virðist ekkert hægt að gera ef frá er talið að KLM var eitthvað að móast í Brüssel við að breyta reglum.

Í stað þess að einblína á að leysa þessi mál og leysa úr óánægju bílstjóranna sem er afleiðing ójafnvægis í efnahagsmálum hefur ríkisstjórnin verið í háloftunum, í einkaflugvélum úti um allan heim. Í stað þess að skipa formlega viðræðunefnd til að fara yfir stöðu mála þar sem hist væri á reglulegum fundum taldi formaður Samfylkingarinnar vænlegra að skipa sendifulltrúa Palestínu.

Þessi átök í dag eru sorgleg í okkar annars friðsæla landi. Það hlýtur að vera kappsmál forystumanna þjóðarinnar, bílstjóra og mótmælenda sem flestir eru ábyrgir þegnar sem hafa unnið þjóðfélaginu gagn að slíðra sverðin. Lögreglan er núna í virkilega erfiðri stöðu við að framfylgja skipunum og takast á við almenna borgara sem þeir sem hafa betur fer litla æfingu í.

Nú er spurning hvort Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún jafnaðarmaður geti brotið odd af oflæti sínu og boðið sættir. Hið sama á við um bílstjóraforingjann Sturlu Jónsson.


mbl.is Grjótkastari segir lögreglu hafa sýnt valdníðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Það var ótrúlegt að horfa á þetta í sjónvarpinu Sigurjón, en nafni fær prik fyrir að mæta á svæðið. Tindátaforinginn Björn Bjarna hefði nú átt að taka þátt í leiknum, hann hlýtur að vera alveg í skýjunum yfir dugnaði sinna dáta, nú kannski sannfærist um að það þarf ekki her.

Grétar Rögnvarsson, 23.4.2008 kl. 17:38

2 Smámynd: Dofri Hermannsson

Gott áttu Sigurjón að sitja álengdar og segja öðrum að semja frið. Má ég spyrja hverjar væru tillögur þínar í málinu ef þú hefðir eitthvað um það að segja?

Hvað þessi mótmæli varðar get ég sagt sem meintur atvinnumótmælandi til nokkurra ára að það er á þeim talsverður byrjendabragur.

Í fyrsta lagi er ekki ljóst hverju er verið að mótmæla, í öðru lagi verða þeir fyrir skaða af mótmælunum sem bílstjórarnir vilja fá í lið með sér og í þriðja lagi hafa mótmælendur freistast til að beita ofbeldi sem er aldrei líklegt til vinsælda eða viðurkenningar.

Legg til að bílstjórar skoði aðferðir náttúruverndarsinna og e.t.v. enn frekar aðferðir samkynhneigðra til að vekja athygli á sjónarmiðum sínum. En fyrst ættu þeir samt að reyna að skerpa á málstaðnum.

Dofri Hermannsson, 23.4.2008 kl. 17:42

3 identicon

Þeir illa þroskuðu einstaklingar,um miðjan aldur flestir þarna af vörubílstjórunum eru að mínu mati stórhættulegir.Hvernig skyldu þeir haga sér í umferðinni eftir þessi ótrúlegu mótmæli,þeir munu eflaust láta hinn saklausa vegfaranda finna fyrir því einsog þeir hafa gert hingað til.Ég stóð með þeim í fyrstu,en bæði í gær við Bessastaði og að sjá til þessara fullorðnu manna í dag er skömm.Verða allir ökumenn stórra bíla núna dæmdir varasamir einstaklingar.Að sjálfsögðu styður maður það að eldsneyti lækki hér.En aðfarir eru farnar út í veður og vind.Sturla Jónss,minn gamli vinnufélagi er einsog Tigrísdýr,váá.Með lögum skal land byggja,skora á þessa trukkatöffara að finna aðra aðferð,of mikil hætta fylgir þeim aðförum líkt og er orðið nú.

Máni Núma (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 17:51

4 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Fyrir mörgum árum siðan sagði kona "afhverju borða þeir bara ekki kökur " um almúgan í landi hennar sem að svalt heilu hungri. Fleiri dæmi eru til um ráðamenn sem að voru gjörsamlega komnir úr takt við þjóð sína. Það eru stjórnunar leg mistök að vera ekki fyrir löngu búin að semja frið við vörubílstjóra þeir eru bara toppurinn á hvernum og í dag held ég að stjórnvöld hafi allt að því lyft lokinu af.  Stjórnvöld virðast enga grein gera sér fyrir því að hér brennur þau eru eins og keisarinn sem sat og spilaði meðan Róm brann annað eiga þau sameiginlegt með keisaranum en það er að báðir aðilar kveiktu eldana sem brenna, sjálfir. Grundvallar munur er þó sá að Romverski keisarinn spilaði þó en hér ríkir þögnin ein og stjórnvöld eru eins og veðurhræddur sveitarakki sem að felur sig undir skitadreifaranum og býður þess að þrumuveðrið gangi hjá.
Ég held að það sé komin tími á nýja fjöldahreyfingu fyrir fólkið í landinu

Jón Aðalsteinn Jónsson, 23.4.2008 kl. 18:05

5 identicon

Skyldi Franska bændaaðferðin gagnast hér.Hver veit.Þvílíkur suðupottur sem var þarna á suðurlandsvegi,fer í sögubækur þjóðarinnar.Spurning hvort að Björn Bjarnason segi af sér en Sturla Jónss,skaut því að fréttamanni áðan.Held að það þurfi breiðari samstöðu hjá þjóðinni til að knýja fram sanngirni,og réttlæti.Það má segja að Trukkatöffararnir hafi sannarlega vakið þjóðina.

Máni Núma (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 18:13

6 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Sigurjón, kæri félagi mer finnst þú afar bjartsýnn í dag.

Sólin hlýtur að skína hjá þér í Skagafirinum.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 23.4.2008 kl. 18:18

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég er sammála þér Sigurjón, ríkisstjórnin hefur sínt ótrúlegan hroka og fásinni í þessu máli öllu.  núna er búið að sá fræum mikillar reiði og aðgerðir í framtíðinni vera harðari og Bíbí fær að lokum óskabarnið sitt á legg.. vopnaða lögreglu.

Samfylkingin sem ég kaus hefur sett mikið niður og er ég sannfærður um að samfylkingin tapar mikið á þessu aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar.. sjálftektarflokkurinn mun ekki skaðast mikið enda hefur hann kjósendur sem ekki hugsa út í pólitík heldur kjósa stærsta flokkinn athugasemdarlaust og gagnrýnislaust.

Óskar Þorkelsson, 23.4.2008 kl. 18:47

8 identicon

Eftir að hafa horft á Ísland í dag,og Kastljós  þá er maður bara orðlaus.

Máni Núma (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 20:08

9 identicon

Mikið er ég sammála þér. Samfylkingin veldur mér miklum vonbrigðum. Geir og Ingibjörg eru bara að hugsa um allt aðra og „skemmtilegri“ hluti en leiðindaóánægjuraddir hér heima á Fróni.

Eva Ólafsd. (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 20:10

10 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurjón.

Hvorki Geir né Ingibjörg átta sig á í hvaða hlutverki þau hin sömu eru varðandi yfirlýsingar í þessu efni , því miður.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 23.4.2008 kl. 23:59

11 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er rétt sem komið hefur hér fram að ég eigi mjög gott enda var  skrifað á einum besta stað í heimi þ.e. á Sauðárkróki. Það styttist í sæluviku og söngafmæli Geirmundar en ég missi því miður af því vegna sundmóts öldunga.

Ég ítreka það að það er nauðsynlegt að hefja viðræður og slíðra sverðin.  Ég var ekki hrifinn af belgingi ráðherranna okkar, hvort sem það var Geir, Ingibjörg eða Björn í dag, en þau settu niður.  Dagurinn var sorgardagur í mannlegum samskiptum. 

Mér finnst miður að sjá að fulltrúi Samfylkingarinnar, Dofri Hermannsson skuli hlaupa á sig og gera lítið úr vinnandi fólki.  Ég hef þá trú á honum og Samfylkingunni að hún sjái að sér og reyni frekar að friðmælast.  Hvað varð um Samræðustjórnmál Samfylkingarinar er það gleymt? Treystir Samfylkingin nú frekar á gas og kylfur?

Sigurjón Þórðarson, 24.4.2008 kl. 00:04

12 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Samræðustjórnmál, sennilega er Dofri höfundurinn að þessu fáránlega orðatiltæki Samfylkingarinnar hver veit? Er Það ekki ljóst að Samfylkingarfólk hefur ekki hugmynd um hvað þetta orð þýðir?

Þetta minnir mig á það hvernig er talað um okkur sjómenn á tyllidögum. Þá erum við hetjur hafsins og stríðsmenn þjóðarinnar sem meðal annars drógum forfeður Dofra og fleiri út úr torfkofunum með fórnfýsi og dugnaði. Daginn eftir erum við ekki litnir viðlits og sjálfsagt að halda áfram að brjóta á okkur mannréttindi. Samræðu hvað, pappírinn sem þessi orð voru skrifað á er ekki einu sinni þess virði að skeina sig á.

Hallgrímur Guðmundsson, 24.4.2008 kl. 00:27

13 Smámynd: Steingrímur Helgason

Samfylkíngin er trúðahópur með trúverðugleika á við grænann frostpinna, án súkkulaðihjúps.

Steingrímur Helgason, 24.4.2008 kl. 00:41

14 Smámynd: Haffi

Hvernig átti lögreglan að semja vð þessa aðila, þeir voru þarna öskrandi út í eitt að lögreglu sem reyndi að tala rólega til þeirra og róa þá niður. Þeir hótandi þarna öllu illu. Ekki er ég geðlæknir en ég óttast um geðheilsu þeirra og um leið óttast ég um umferðaröryggið með þá í umferðinni.

Haffi, 24.4.2008 kl. 08:31

15 Smámynd: Jóhann Elíasson

Var ekki á staðnum en samkvæmt fréttamyndum voru það nú LÖGREGLUMENN sem öskruðu mest.  En persónulega finnst mér að þessi mótmæli mættu beinast meira að því að loka ráðherrabílana af og hefta för þeirra til og frá Leifsstöð en það er erfitt að eiga við það því ráðherrarnir eru svo sjaldan á landinu.

Jóhann Elíasson, 24.4.2008 kl. 09:16

16 Smámynd: Jóhann Elíasson

Gleðilegt sumar Sigurjón og kærar þakkir fyrir veturinn.

Jóhann Elíasson, 24.4.2008 kl. 09:18

17 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Þeir sem eru að skrifa athugasemdir hér verða að taka tillit til þess að hópur af vörubílstjórum ber sig ekki eins að og hópur af langskólagengnu fólki sem hefur að sumu leiti lifað í vernduðu umhverfi. Bakgrunnur slíkra hópa er mjög mismunandi. Langskólagengin kennari öskrar ekki og lemur í borðið með hnúunum til að vekja athygli á sínum málsstað, heldur eru aðferðir eins og hópuppsagnir og fl. notað. Öðru máli gegnir með einyrkjann eins og flestir þessir bílstjórar eru. Hjá þeim er bullandi samkeppni og því ekki alltaf auðvelt að mynda samstöðu hjá slíkum hópum. Þeir eru líklega þegar búnir að mála sig út í horn fyrir löngu síðan með undirboðum og baráttu fyrir lífsbjörginni til margra ára (íslenska aðferðin) og því má lítið útaf bera til að það fara að þrengja að slíkum hópum. Þeir eru sumir að reka bíla sem kosta 10 - 20 milljónir á dýrum lánum og eru að rukka á tímann líklega brot af því sem tannlæknir er að rukka fyrir sína vinnu. Þó reikna ég með að fjárfestingin hjá báðum aðilum sé svipuð og ef eitthvað er, þá meiri hjá vörubílstjóranum.

Það er greinilegt að hér eru ekki á ferðinni þaulskipulagðar aðgerðir heldur aðgerðir sem að sumu leiti stjórnast af tilfinningum. Því finnst mér að stjórnvöld eigi að sjá sóma sinn í að hætta þessu BB bulli og reyna að leysa úr vanda þessa fólks og hætta að vera í stöðugri sýndarmennsku í útlöndum

Kjartan Pétur Sigurðsson, 24.4.2008 kl. 10:42

18 Smámynd: Dofri Hermannsson

Takk fyrir umhyggjuna í minn garð Sigurjón en þótt það hljómi ekki skemmtilega í eyrum einhverra þá eru mótmæli bílstjóranna a) á veikum grunni byggð og b) illa útfærð.

Það eina sem verður þeim til bjargar núna er að lögreglan gekk eins langt og hún gerði. Annars væri hver einasti maður orðinn dauðleiður á mótmælum þeirra.

Ég er hins vegar spenntur að heyra tillögur þínar að "sáttum" sem þú telur að Geir og Ingibjörg ættu að bjóða fram. Geri ráð fyrir því að þú hafir einhverjar snjallar lausnir á deilunni.

Og bið að sjálfsögðu að heilsa í Skagafjörðinn! 

Dofri Hermannsson, 24.4.2008 kl. 10:49

19 identicon

Gaman að sjá pissudúkkuna Dofra slá sér á brjóst sem atvinnumótmælanda og tjá þá skoðun sína að mótmæli vörubílstjóra hafi á sér byrjenda brag. Hverju hafa mótmæli háttvirts Dofra skilað svo vitað sé ? Er ekki enn verið að virkja og reisa álver í gríð og erg þrátt fyrir hans atvinumótmæli ? Munurinn á atvinnumótmælandanum honum Dofra sem engu skilaði og vörubílstjórunum er að þeir síðast nefndu eru reiðir venjulegir launamenn sem hafa fengið upp í kok af stjórnmálamönnum sem ekki eru starfi sínu vaxnir og keyrt hafa Íslenskan efnahag í strand með þeim afleyðinum að ekki sér til sólar.

Og í stað þess að viðurkenna misstökin og bregðast við þá ætla sömu handónýtu stjórnvöldin að láta almenning eins og ekkert sé sjálfsagðara borga brúsann meðan þau sem misstökin gerðu halda sínu. Þessu er meðal annars verið að mótmæla og Dofri jú það er rétt hjá þér,fólk er orðið reit og á eftir að verða enn reiðara því að bæði þinn formaður og svo formaður Flokksins hafa bæði sýnt að þau eru ekki fólk stóra verka og því lítils að vænta frá þeim og ykkur.

Jon Mag (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband