Leita í fréttum mbl.is

Ég hef mikinn skilning á kjaftstoppi Guðnýjar

Ég fylgdist með umfjöllun Stöðvar 2 um kjaftstopp Guðnýjar Hrundar sem kom flestum á óvart sem þekkja hana. Ég hef sjálfur haft stutt og góð kynni af þingmanninum þegar hún var sveitarstjóri á Raufarhöfn. Hún kom mér fyrir sjónir sem skelegg manneskja, kraftmikil og fylgin sjálfri sér, barðist hart fyrir lækkun húshitunarkostnaðar og auknu tölvusambandi við umheiminn. Í öllum málflutningi var hún fumlaus og föst fyrir.

Mér kom hins vegar ekki á óvart að hún skyldi verða slegin út af laginu þegar hún átti að flytja ræðu um fiskveiðistefnu Samfylkingarinnar. Hún veit af eigin reynslu, af veru sinni á Raufarhöfn, um óréttlæti og gagnsleysi kvótakerfisins. Það hefur verið henni um megn að tipla í kringum það að segja meiningu sína sem gæti þá komið stjórnarstefnunni og Ingibjörgu Sólrúnu illa sem eflaust tryggði henni varaþingmannssætið án þess að hún þyrfti sjálf að heyja prófkjörsbaráttu.

Það verða erfiðir dagar hjá samfylkingarfólki framundan ef það ætlar að sniðganga álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna og vera á sama tíma að reyna að troða sér í sæti í öryggisráðinu til að tryggja mannréttindi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Hún flutti aðra ræðu í kvöld og komst vel frá henni. Þá var hún að tala um LÍN og fjallaði m.a. um skert lífsskilyrði á landsbyggðinni þegar ekki væru þar almennileg fjarskipti - hafi ég tekið rétt eftir.

Berglind Steinsdóttir, 17.4.2008 kl. 22:53

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Sigurjón, þetta er ein fín hæðni hjá þér, en mér fannst þetta samt meðmaumkvunarvert, við höfum nú öll orðið stúmm í ómerkilegri ræðustól en þessum.

Hífum rökræðuna upp frá þessum brekum...

Steingrímur Helgason, 17.4.2008 kl. 23:09

3 Smámynd: Sævar Helgason

Varðandi Samfylkinguna og mannréttindabrot kvótakerfisins hjá okkur 'Íslendingum að mati mannréttindanefndar SÞ.

Sjávarútvegs og landbúnaðarnefnd Samfylkingarinnar verður með ráðstefnu á Grand hótel í Reykjavík á laugardaginn frá 13.00-15.30 þar sem dagsskráin er helguð kvótakerfinu og áliti mannréttindanefndar SÞ.  Þangað eru allir velkomnir.

Sjávarútvegs og landbúnaðaráðherra er með á sínum herðum úrlausn þessara aðfinnsluatriða SÞ gagnvart okkur Íslendingum... Það styttist mjög í að svara mannréttindanefndinni.

Sævar Helgason, 17.4.2008 kl. 23:17

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Sævar ég renndi í gegnum þessa dagskrá og þar var enginn Jón Kristjánsson fiskifræðingur, Kristinn Pétursson, Nilli Ársæls eða hvað þá Ragnar Árnason.

Þetta virðist vera enn ein sótthreinsuð ráðstefnan  svona haldin til siða sakir.

 Steingrímur: Í alvöru talað þá held ég að þetta  sé skýringin: Hún áttaði sig áað textinn sem hún var með á blaðinu var ekki rökréttur og ekki samræmi við upplifun sína.

Ég hef trú á Guðnýju en saknaði þess í viðtalinu á Stöð 2 í kvöld að hún nýtti ekki tækifærið til að segja þjóðinni hvað hún hefði vildi sagt hafa um sjávarútvegsmálin sem hún kom greinilega ekki að.

Sigurjón Þórðarson, 18.4.2008 kl. 01:27

5 Smámynd:  Valgerður Sigurðardóttir

Ég vorkenndi Guðnýju

Valgerður Sigurðardóttir, 18.4.2008 kl. 09:43

6 identicon

Guðný er, eins og systir hennar; Edda Rós, mjög skelegg og fylgin sér og ávalt með allt á hreinu.  Það er enginn pólitískur rétttrúnaður hjá þeim, né ofstæki fyrir stefnu Samfylkingarinnar.

Sammála Sigurjón, þetta er sótthreinsuð ráðstefna og ein alsherjar halelújah trúarsamkoma Samfylkingarinnar til að réttlæat aðgerðarleysi þessa hræsnara í sjávarútvegsmálum sem og öðrum málum.

Eðvard R. Guðmundsson (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 10:44

7 identicon

Við skulum sjá hvað kemur frá ráðstefnunni. Auðvitað á að taka á þessu mái. Hvað Guðnýju varðar þá orðaði hún þetta skemmtilega: "Shit happens". En nú er hún komin í kjarnaliðið hér fyrir norðan. Munið að fall er fararheill. Ræðusnillingurinn Gunnar Thoroddsen sagði mér frá því að hann hefði kastað upp eftir jómfrúræðu sína í den. Ræðufrost Guðnýjar var ekki vegna málefnafátæktar.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 11:13

8 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sigurjón, ertu þá að meina að Framtíð samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi séu sótthreinsuð samtök? Það er öllum frjálst að mæta og koma með fyrirspurnir. Þar fyrir utan er þetta ekki ráðstefna um ástand fiskistofna, fyrst og fremst er þetta um álit mannréttindanefndar Sameinuðu Þjóðanna og hvernig bregðast skuli við því. Ég held að menn ættu frekar að fagna allri umræðu sem fást um þessi mál sem hefur verið að mjög svo skornum skammti undan farin ár frekar en leggjast í skotgrafirnar og tæta allt niður, sem er akkúrat ástæðan fyrir því að þessi mál eru í þessum ólestri eins og staðreyndirnar eru að sýna okkur.

Það sem ég myndi vilja sjá er að allir flokkar taki sig saman og haldi stóra ráðstefnu um sjávarútvegsmál á breiðum grundvelli. Ekki einhverjar andskotans ráðstefnur sem Hafró stjórnar frá A til Ö og hverjir mega koma og hverjir mega segja hvað. Það er nú bara einfaldlega þannig að sjávarútvegurinn er kominn í þá stöðu að allt tal um pólitík og flokka er eitthvað sem við höfum ekki efni á. Og í lokin vil ég minna á að mannréttindi eru ekki metin í fjármunum og allra síst pólitík.

Hallgrímur Guðmundsson, 18.4.2008 kl. 14:40

9 Smámynd: corvus corax

Kjaftstopp Guðnýjar kom ekki á óvart því hún er ekki orðin nógu sjóuð og ósvífin í lyginni og lýðskruminu eins og annað smáfylkingarhyski sem er ekkert að marka eins og til dæmis Össur sem minnir helst á skoffín sem er ekkert annað en slys náttúrunnar og svo utanríkisráðherrann sem lýgur og lofar hverju sem er fyrir sæti í ríkisstjórninni sbr. Helguvíkurmálið og nú fiskimiðaþjófnaðinn hans Halldórs Á sem við höfum sem betur fer losnað við úr yfirstjórn landsmálanna. Nú þurfum við bara að losna við dómsmálaráðherraundrið og dýralæknisfíflið svo hægt verði að gera eitthvað af viti í ríkisstjórninni áður en hún fellur á sínu eigin skítlega eðli.

corvus corax, 18.4.2008 kl. 15:01

10 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það verður erfitt að halda uppi vitrænni umræðu um ástand þessarar auðlindar og nýtingu hennar.

Og þetta stafar fyrst og fremst af því að miklar líkur eru á að flestar upplýsingar frá Hafró séu rangar; annaðhvort óvart eða vísvitandi.

Ég er ekki bjartsýnn á niðurstöður þessarar ráðstefnu. Samkvæmt venju þá munu frummælendur sjá til þess að knappur tími verði til andmæla eða til að bera fram erfiðar spurningar.   

Árni Gunnarsson, 18.4.2008 kl. 16:44

11 Smámynd: Jens Guð

  Svona atvik,  eins og þetta með Guðnýju,  er þekkt í sálfræðinni.  Undir vissum kringumstæðum,  sem viðkomandi upplifir sem álag,  tæmist hugurinn.  Hugsunin fer í baklás.

  Einn kunningi minn,  vanur að syngja á sviði,  lenti í svipuðu þegar hann tók þátt í Idol.  Hann "fraus" algjörlega þegar hann ætlaði að hefja söng.  Kom ekki upp einum tón. 

  Framleiðendum Idol þótti þetta broslegt og notuðu "skotið" grimmt í auglýsingum um Idolið.

Jens Guð, 18.4.2008 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband