Leita í fréttum mbl.is

Ætlar Möllerinn að halda óhikað áfram með klúðrin?

Þegar Kristján Möller tók við starfi sem samgönguráðherra fylgdu honum ýmis erfið mál eins og Grímseyjarferjan. Einhvern veginn tókst honum ekki að bæta það mál, heldur gera vont mál jafnvel enn verra. Ekki hefur honum heldur tekist að gera neinar stefnubreytingar varðandi olíu og bensín og skera upp þungaskattskerfið eins og hann básúnaði um meðan hann var í stjórnarandstöðu.

Nú þegar Magnús Kristinsson tekur upp merki Grétars Mars Jónssonar og fleiri sjómanna sem vara stórlega við því að gera höfn í Bakkafjöru virðist hann ekki heldur vera tilbúinn til að endurskoða málið. Það er engu líkara en að Kristján Möller líti bara svo á að hann sé kominn í var og hans helsta vinna sé að framfylgja stefnu fyrrverandi samgönguráðherra, ekki síst Halldórs Blöndal.


mbl.is Of seint segir ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ekki vantaði digurbarkaleg ummælin þegar hann var í stjórnarandstöðu en svo þegar hann verður ráðherra þá rekur hvert klúðrið annað.  En svo vilja Samfylkingarmenn bera í bætifláka fyrir hann og segja að hann sé búinn að vera svo stutt ráðherra og hafi tekið við svo "miklum skít" frá forverum sínum.  En er þá ekki hægt að segja á móti, tekur hálft kjörtímabil að koma sér inn í málin og hreinsa upp "skít" eftir forverana?

Jóhann Elíasson, 17.4.2008 kl. 16:23

2 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Ég verð nú að segja að ég bjóst ekki við miklu af Kristjáni þegar hann var valin til starfsins. Samt er alltaf gott að láta verkin tala, það tala ekki mörg góð verk hans tungum. Hvernig endar öll þessi vitleysa ?

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 17.4.2008 kl. 17:27

3 identicon

Hvaða hvaða! Er hann ekki búinn að bora þessi fínu Héðinsfjarðargöng? Og meira að segja að lofa að rífa upp örugga kaflan á Hellisheiðinn til að tvöfalda hann? Svo maður tali nú ekki um hvernig hann hefur rifið skriffinskuskrímslið Vegagerðina upp á rassgatinu og sagt þeim að hundskast nú af stað að gera vegina í stað þess að spá og spögglera árum saman um ekki neitt.

Það hreinlega gustar af þessum manni. Ég hreinlega hélt að það gæti ekki komið öflugri maður í þetta embætti en Sturla, en þar hafði ég svo sannarlega rangt fyrir mér.

 Húrra!!!

Hrannar Magnússon (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 17:40

4 identicon

Skrambinn! Það vantar n og i þarna inn á milli.

Allavega: Lifi Möllerinn!

Hrannar (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 17:44

5 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Enn hægt að hætta við . kv .

Georg Eiður Arnarson, 17.4.2008 kl. 23:31

6 Smámynd: Sævar Einarsson

Smelli bara minni færslu hingað:

Smíði á skipi + höfn + vegur vs jarðgöng + vegur.

Eru ráðamenn (með fullri virðingu) snargeðveikir ? ef þeir halda að það sé ódýrara að smíða skip og byggja höfn frekar en að gera jarðgöng þá er eitthvað mikið að. Ég segi það og skrifa það að þessi gjörningur á eftir að kosta 25 milljarða hið minnsta og rekstur á þessu skipi verður gríðarlega mikill á hverju ári. Nú er ég ekki hagfræðingur eða stærðfræðingur en mér reiknast það engu að síður að þó svo jarðgöng myndu kosta 35 milljarða þá væri það mun hagkvæmara en þessi gjörningur, það hlýtur að teljast sem heimsmet í vitleysu að byggja eitt stykki höfn fyrir eitt skip

Svo má bæta því við að ef þessir bjánar færu nú að hugsa sjálfstætt en ekki láta verktaka stjórna sér þá græða sjómenn á því að nýtt togsvæði myndast þar sem lagnir til eyja færu í gegnum jarðgöng, ætli það hafi verið reiknað með inní dæmið ? og hvað skyldi nú sparast vegna viðhalds þeirra lagna þegar þær verða komin á þurrt ?

Sævar Einarsson, 20.4.2008 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband