14.4.2008 | 22:59
Hvort er Evrópusambandið himnaríki eða alræðisríki?
Sínum augum lítur hver á silfrið.
Samfylkingin lítur á Evrópusambandið sem frelsun. Manni er stundum brugðið við að horfa upp á gamalreynda þingmenn Samfylkingarinnar, t.d. Katrínu Júlíusdóttur, kikna í hnjáliðunum af lotningu fyrir Evrópusambandinu og telja að við það eitt að ganga í það breytist tilveran í allsherjarsælu og nánast jólahald alla daga ársins.
Svo eru það hinir sem sjá allt svart ef minnst er á bandalagið, s.s. rússneski andófsmaðurinn Vladimir Búkovksíj sem sér miklar hliðstæður með Sovétríkjunum sálugu og Evrópusambandinu. Hann greinir frá fáránlegu hlutverki Evrópuþingsins, segir að það minni um margt á löggjafarþing Sovétríkjanna og segir að framkvæmdaráð Evrópusambandsins sé mjög svipað og Politburo. Eini munurinn sé að framkvæmdaráðið hafi 25 fulltrúa en í Politburo hefðu venjulega verið helmingi færri, 13-15 fulltrúar. 80.000 blaðsíðna regluverk Evrópusambandsins minnti andófsmanninn óþægilega á margra ára áætlanir kommanna sem skipulögðu atvinnulífið út í smæstu skrúfur og bolta.
Gagnrýni andófsmannsins á Evrópusambandið er að mörgu leyti þörf. Evrópusambandið þarf að bregðast við henni þótt hún sé vissulega ýkt enda var nánast eini munurinn sem hann sá á ráðunum að það vantaði gúlagið í Evrópusambandið.
Samfylkingin þarf hins vegar að hugsa sinn gang. Hún segist vilja umræðu um Evrópumálin en býður þjóðinni í raun ekki upp á upplýsta umræðu. Hún minnir um margt meira á trúboð en að taka umræðu um kosti og galla á málefnalegan hátt.
Sjálfum finnst mér rétt að skoða hlutina frá öllum hliðum. Mér hefur löngum þótt Evrópusambandið ofvaxið regluverk og skrifræði þar sem hefur skort á raunveruleikatengingu. Sambandið líður einnig fyrir lýðræðishalla eins og andófsmaðurinn bendir á. Ég vinn mikið með reglur sem eru ættaðar frá Brussel og þykist vita um hvað ég er að tala. Á hitt ber þó að líta að ýmis réttarbót í íslensku samfélagi, og framþróun, t.d. á sviði samkeppnisreglna og aðhalds í íslenskri stjórnsýslu, að ég tali ekki um nýtt álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, er komin að utan. Ráðandi öfl í íslensku samfélagi hafa oft og tíðum tekið úrbótum í fyrstu mjög illa, s.s. sjálfstæðismenn taka áliti mannréttindanefndar SÞ um að virða rétt íslenskra sjómanna. Á endanum hafa þeir þó tekið því og kyngt eins og hverju öðru hundsbiti.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Nýjustu athugasemdir
- Bara ef það hentar mér: Hér má sjá ráðleggingar Hafró um afla hvers árs og það sem enda... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: "Vagn" svei mér þá þú ert bara mun meiri "GRAUTARHAUS" en ég ha... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Jóhann, úthlutaður kvóti, veiðiheimildir, er ekki það sama og r... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Pálmi það skal tekið fram að ég fylgjandi auknum veiðiheimildum... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Sæll Sigurjón Þú ert bara ekki að bera saman epli og epli. Þú v... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Hvað er eiginlega á milli eyrnanna á þér "Vagn"???? Kvóti og v... 7.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.1.): 1
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 110
- Frá upphafi: 1019281
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 85
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Alræðisríki með tjáningarfrelsi, ferðafrelsi, frelsi til búsetu - og engum pólitiskum föngum eða gúlagi. Það var merkilegt atarna.
Eins og ég sé það eru þrjú megin þjóðfélagslíkön í heiminum í dag: Herskálakapítalismi Kínverja, ofurfrjálshyggja og hernaðarhyggja Bandaríkjanna og svo Evrópa með sínu velferðarkerfi og áherslu á samninga friðsamlegar lausnir í deilumálum
Þarf að spyrja hvar maður vill vera?
Egill (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 23:22
Góður Egill.. Miðað við framgang íslenskra stjórnmálamanna þá held ég að okkur (almenningi) sé best borgið í skrifræðinu í Brussel...
Óskar Þorkelsson, 14.4.2008 kl. 23:33
Sammála Agli í aðalatriðum. Hinsvegar er það endalaust verkefni að vinna að umbótum, þar á meðal innan ESB. Tel að reglur og lög sem við höfum þurft að taka upp hafi yfirleitt verið til bóta fyrir íslenska stjórnsýslu.
Ég held að Samfylkingin þurfi ekkert að hugsa sinn gang meira en aðrir flokkar. Ég held að það fari net í taugarnar á öðrum flokkum að Samfó er búin að leggja mikla heimavinnu í þennan málaflokk og hefur afstöðu.
Nú á eftir að fara í gegnum slíkt ferli í Frjálslynda flokknum og áhugavert að fylgjast með því hversu evrópusinninn Jón Magnússon nýtur mikils fylgis. Eða þarf hann að "fara að hugsa sinn gang" ? Mbk, G.
Gunnlaugur B Ólafsson, 15.4.2008 kl. 02:12
Samfylking hefur enn ekki mótað sér skoðanir á íslenska fiskveiðistjórnunarkerfinu en er samt með hugmyndir um inngöngu í Evrópusambandið þótt slíkt þýði fullkomið valdaafsal yfir fiskimiðunum við landið eins og skilyrði sambandsins til þess hins arna eru nú.
Slík pólítík er ódýr populismi, skoðanaleysis í helsta hagsmunamáli þjóðarinnar til lengri og skemmri tíma.
Flokkurinn gekk skoðanalaus til kosninga 2003 og sama sagan endur tók sig 2007 en í millitíðinni hafði formaður flokksins gengið á fund LÍÚ með sáttplagg um óbreytt kerfi hér innanlands.
Flokkurinn situr nú í ríkisstjórn sem situr uppi með Mannréttindabrot á herðum vegna innbyrðis skipulags kvótakerfis en hefur ekkert að gert til umbreytinga enn ekkert.
Það eitt myndi væntanlega þýða það að innganga í Esb væri óframkvæmanleg.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 15.4.2008 kl. 02:40
Sammála Guðrúnu . kv .
Georg Eiður Arnarson, 15.4.2008 kl. 07:25
Þegar við íslendingar höfum afsalað okkur yfirráð yfir auðlindum sjávar. Halda menn virkilega að það verði frekar hlustað á okkur en fólk á strandhéruðum Bretlands ? Finnst ykkur það ekki einkennilegt að sjálfur viðskiptaráðherra þjóðarinnar getur varla sagt eina einustu setningu án þess að í henni sé “ónýt króna” eða “innganga í ESB”
Snorri Hansson, 15.4.2008 kl. 07:31
Samfylkingin lætur í veðri vaka að heimurinn sé tvískiptur en ég get ekki betur séð að þú teljir hann heldur flóknari þ.e. þrískiptur.
Sigurjón Þórðarson, 15.4.2008 kl. 09:38
Kyngir maður hundsbiti?
Hjörtur J. Guðmundsson, 15.4.2008 kl. 12:28
Hjörtur sem góður og gegn Skagstrendingur ætti hvorki taka áliti Mannréttindanefndar SÞ illa né kyngja því með óbragði heldur fagnandi og fá xD til að gera slíkt hið sama.
Sigurjón Þórðarson, 15.4.2008 kl. 13:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.