Leita í fréttum mbl.is

Samlífi stjórnmála og íþrótta

Það er fráleitt að halda því fram að íþróttir og stjórnmál séu ótengd, heldur lifa þessir kimar samfélagsins í nánu samlífi þar sem stjórnmálamenn eru snöggir að baða sig í sviðsljósi íþrótta þegar vel gengur. Þeir laumast síðan í snatri frá liðum sem gengur illa og eru að gera í brækurnar. Handboltalandsliðið íslenska þekkir þetta vel, liðsmenn geta ekki þverfótað fyrir ráðamönnum þegar vel gengur sem síðan gufa upp þegar á móti blæs. Íþróttahreyfingin hefur vissulega líka gagn af þessu samlífi þar sem árangur sem varpað getur jákvæðum ljóma á ráðamenn getur verið viss réttlæting fyrir fjárframlögum og ef ekki gengur nógu vel þarf auðvitað að bæta aðstöðu til að tryggja að það gangi bara betur næst.

Niðurstaðan er að stjórnmál og íþróttir eru samtvinnuð hvað sem hver segir. Samt sem áður er það svo að þegar litið er á mótmæli gegn óafsakanlegum mannréttindabrotum Kínverja gegn Tíbetum finnst manni þau ósanngjörn þar sem þau ganga út á að varpa rýrð á einn skemmtilegasta íþróttaviðburð sem þjóðir heims sameinast um að hafa ánægju af sem er vissulega í samlífi með stjórnmálum. Þetta er ósanngjarnt að því leytinu til að réttara hefði verið að beina kröftunum gegn því að Kínverjar fengju að halda Ólympíuleikana í stað þess að varpa skugga á mót eftir að skaðinn er skeður.

Í lokin má spyrja hvort margir þeirra mótmælenda sem ganga hvað harðast fram sniðgangi kínverskar vörur.


mbl.is Hlaupið með eldinn utan við San Francisco
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband