Leita í fréttum mbl.is

Simmi góður við Geir

Sigmar ræddi við drottninguna Geir í Kastljósinu í kvöld. Það verður að segjast eins og er að Sigmar spurði gagnrýninna spurninga án þess að vera með einhvern yfirgang.

Vandamálið var bara að Geir gat ekki svarað neinum spurningum um hvers vegna allt væri hér í efnahagslegri óvissu eftir svo góða stjórn hans á efnahagsmálum. Það eina sem Geir gat svarað með fullnægjandi hætti og útskýrt sannfærandi fyrir þjóðinni var hagkvæmni þess að leigja einkaþotu undir sig og sína til að fara til Búkarest á morgun. Hann sagði að þá tapaði hann ekki vinnudegi á því að kúldrast á hótelherbergi í London meðan hann biði eftir framhaldsflugi.

Það er vonandi að hann sofi vel heima hjá sér í nótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skarfurinn

Þetta lið ætti að sleppa ferðinni og reyna að spara eins og það skipar almenningi að gera. Annars var Geir ótrúlega úrræðalaus í svörum sínum og Sigmar tók hann með silkihönskum eins og einhverja prímadonnu, af hverju ekki að hjóla í karlinn og reyna að fá vitræn svör ? nei engir peningar til ekkert hægt að gera, en menn eru ansi snarir þegar þarf að redda einkaþotu eins og fyrir olíufusrstana. Hvernig væri að loka 4-5 sendiráðum sem eru alltof mörg ? þannig mundu sparast einhverjir milljarðar sem gætu komið að góðum notum núna þegar kreppir að.

Skarfurinn, 1.4.2008 kl. 22:29

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Mér fannst þetta nokkuð smart hjá Sigmari en hann afhjúpaði stöðu mála án þess að vera með nokkurn æsing og allir sem á annað borð eru  færir um að sjá að fræg stefna Geirs "Að gera ekkert" hefur ekki gefist vel fyrir þorra fólks en snerta kannski hvorki hann né vinkonuna Ingibjörgu.

Sigurjón Þórðarson, 1.4.2008 kl. 22:41

3 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

http://www.youtube.com/watch?v=HV6qZJJFpOI

ótrúlegt síðasta kommentið...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 1.4.2008 kl. 23:38

4 Smámynd: haraldurhar

   Það er nokkuð augljóst að Geir er ráðþrota, og á erfitt með að tjá sig um stöðu mála, ekki síst vegna klofnings í flokknum. Það var óhepplegt hjá honum að nefna Bear Stearns, sem eins og kunnug komst í þrot með lausafé, en með nokkuð sterkan efnahagsreikning. Bankinn var settur upp við vegg, og syna lausafe, en gat það ekki þá voru stjórnendur þvingaðir í að samþ. sölu á hlutabréfum á hrakvirði til Jpm.  Þetta getur gerst hér heima ef við rennum út á lausafé. Gjaldeyriskortur virðist vera staðreynd.  Davíð spila bara á fiðluna og hækkar stýrivexti og Solla syngur undir.

haraldurhar, 2.4.2008 kl. 00:08

5 Smámynd: Þórir Kjartansson

Sigmar er lang besti spyrjandinn  í Kastljósinu. Virðist  setja sig inn í málin og spyr þar af leiðandi réttra spurninga.  Margt af þessu fólki þarna er alveg handónýtt og veit greinilega ekkert um þau mál sem það er að spyrja út í. Furðulegt að stjórnandi Kastljóssins skuli  ekki skipta því út.

Þórir Kjartansson, 2.4.2008 kl. 17:26

6 identicon

Simmi er frábær.  En mér finnst þetta algjört röfl með þessa einkaþotu.  Hvað með það að Geir og Ingibjörg´+föruneyti hafi leigt einkaþotu, sem samkvæmt þeim kemur út það sama peningalega séð.  Eru allir að drepast úr þunglyndi?  Er ekki ágætt að þau hafi meiri tíma í að kljást við núverandi efnahagsmál, veit ekki betur en tími t.d. Geirs sé betur varinn í að ræða við fréttamenn, t.d. ft í dag, heldur en að hanga á hótelherbergi.  Síðan röfla menn yfir að einkaþotur sé óumhverfisvænar....og sama tíma hrannast upp þungaflutniningavörubílar í hrönnum og spúa út koltvíoxí til að mótmæla háum sköttum ríkis, sem skv. stöð 2 er samt með því lægsta á norðurlöndum.  Er ekki bara ágætt að treysta þeim fyrir því að gera það sem þau telja best fyrir íslensku þjóðina, og hætta þessu röfli og síðan bara að spyrja að leikslokum.  Starfsmaður á plani, starfsmaður á plani...

johanna (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband