1.4.2008 | 09:33
Frjálsir Vestfirðir
Hún hefur farið nokkuð hátt, sú umræða meðal Vestfirðinga og annarra þeirra sem er annt um byggðina að helsta ráðið til að snúa við byggðaþróuninni, eða réttara sagt byggðahnignuninni, sé að stofna fríríki eða sjálfstjórnarhérað. Mér er mjög annt um byggðirnar fyrir vestan og fannst á tíðum ferðum mínum sárt að koma til staða þar sem ég sá byggðunum greinilega hnigna frá ári til árs.
Ég hef miklar efasemdir um að það sé rétt eða árangursríkt fyrir þá sem vilja breytingu að leiða talið að einhverju sjálfstæði Vestfjarða og leiða þá talið frá meginmeinsemdinni sem er fiskveiðióstjórnin. Þá verður að segja eins og er að mikill meirihluti þeirra stjórnmálamanna sem hafa komið frá Vestfjörðum hefur stutt kvótakerfið sem hefur grafið undan byggðinni. Það hafa þeir gert þrátt fyrir loforð um annað fyrir kosningar og jafnvel eftir að hafa gengið undir borða á fjölmennum fundum þar sem á hefur verið letrað að orð skuli standa.
Eitt síðasta voðaverk stjórnmálamannanna var að setja minnstu bátana inn í alræmt kvótakerfi og það var gert þrátt fyrir viðvaranir og vissu um voveiflegar afleiðingar þess fyrir vestfirskar byggðir. Mun minna hefur heyrst frá bæjarstjórninni á Ísafirði um að verða við áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna en að beita sér fyrir mögulegri byggingu olíuhreinsistöðvar innan einhverra ára. Samt sem áður liggur fyrir að íslensk stjórnvöld þurfa að bregðast við áliti Sameinuðu þjóðanna eftir örfáar vikur.
Skynsamleg breyting sem opnaði leið Vestfirðinga til sjávarins á ný yrði gríðarleg lyftistöng fyrir vestfirskar byggðir. Þá ríður mikið á að þeir sem óska Vestfjörðum og hinum dreifðu byggðum bjartrar framtíðar leggist á árar um breytingar í átt að frelsi til fiskveiða á Íslandi.
Grein sem birtist í Fréttablaðinu á laugardaginn var.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 111
- Frá upphafi: 1013226
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 62
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Af mbl.is
Innlent
- Myndskeið: Stórbrotið útsýni af flugbrautinni
- Maskína: Framsókn í fallbaráttu
- Myndir: Hraunið við bílaplan Bláa lónsins
- Gosstöðvarnar ekki aðgengilegar fyrir ferðamenn
- Vatnsleki hjá Brauð & co
- Má segja að þetta gos hafi þjófstartað
- Hraunið við bílastæði Bláa lónsins
- Stal munum úr starfsmannaaðstöðu
- Virknin dregist saman um 600 metra
- Rafmagn komið á: Engin viðgerð fyrr en eftir gosið
- Erum í miðri hrinu: Styttist í Eldvörp
- Fylla í skörð í varnargarði
- Ábyrgt stjórnvald hljóti að áfrýja
- Blóðkám á vegg ráðhússins
- Mæðgur dæmdar til að greiða 64 milljónir
Athugasemdir
enn og aftur.. ég vil frjálst krókaleyfi.. það mundi rífa upp vestfirði og önnur smápláss úti á landi.
Óskar Þorkelsson, 1.4.2008 kl. 09:40
þegar kvótakerfinu var komið á, þá var hlutfallslega einn stærsti hluti kvótans á Vestfjörðum. hinsvegar bjuggu Vestfirðingar við það að Þingmenn þeirra voru duglegir að pota niður togurum í sína firði. það er að segja, mjög mikil afskipti og hjálp frá hinu opinbera. þetta leiddi síðan til þess að á Vestfjörðum, voru mörg, stór fyrirtæki og enginn lítill aðili gat keppt við togara útgerðina um mannskap eða laun. Síðan í áranna rás hættu sumir rekstri, fóru á hausinn eða sameinuðust öðrum. þannig að loksins þegar mannskapur varð til þá var það orðið nánast of seint.
mörg smá fyrirtæki eru mun betri heldur en eitt eða tvö risafyrirtæki. það sést best í dag á Eskifirði, ef fyrirtækið fer á hausinn þá er nánast hægt að segja að byggð leggist þar af. Smákonungar sem eru studdir af þingmönnu, eins og var á Vestfjörðum kom þeim í koll.
þess vegna, í ljósi sögunar, verður það eitthvað betra ef menn reyna núna að breyta eða bæta með handaaflsstýrðum aðgerðum? nei ég bara spyr. Þegar hringalanda háttur og missvísandi skilboð og von um hjálp frá hinu opinbera er alltaf yfir höfðinu, gera þá einstaklingar eitthvað?
að mínu mati er aðalhagsmuna mál Vestfjarða í dag, vegalengdir. hálftíma stytting til sundahafnar um Sundabraut (enginn umferðarhnútabið um Mosó) mun gera fluttningar, til og frá Vestfjörðum, mun hagkvæmari.
Síðan þykir mér mun gáfulegra að leggja einn veg sem tengir allar byggðir á Vestfjörðum (að ströndunum undanskildum) og myndi síðan liggja suður um Barðarströnd.
bara að koma með smá innlegg í umræðurnar.
Fannar frá Rifi, 1.4.2008 kl. 12:35
Athyglisverð söguskýring hjá Fannari frá Rifi. Akkúrat í anda dagsins.
Togaravæðingin sem hann talar um með aðstoð hins opinbera var framkvæmd 1959. Það þurfti enga sérstaka opinbera aðstoð, aðeins venjulega lánafyrirgreiðslu sem allir fengu, til að fá skuttogarana til Vestfjarða, undir þá miklu aflaskipstjóra sem tóku við þeim skipum þegar þau komu.
Í áranna rás, áður en kvótakerfið var sett á, framleiddu Vestfirðingar lang mestar gjaldeyristekjur, á hvern íbúa, af öllum landshlutum. t. d. 1986 kr. 456.121, pr. íbúa, meðan Vesturland (að Rifi meðtöldu) skapaði kr. 231.007. Þeir fengu hins vegar ekki að njóta þessara tekna sinna.
Staða vestfirðinga nú gæti átt rót sína í því að þeir hafi trúað of lengi á að heiðarleiki og drenglyndi mundi hafa yfirhöndina hjá stjórnmálamönnum. Þeir virðast hafa tapað á að veðja á heiðarleikann. Er það ekki svolítið lýsandi fyrir þjóðfélag okkar í dag?????????
Kveðja frá fyrrvegandi hagdeildarmanni í banka, sem þekkir söguna.
Guðbjörn Jónsson, 1.4.2008 kl. 14:46
"aðeins venjulega lánafyrirgreiðslu sem allir fengu"
trúiru þessu sjálfur sem þú skrifar? það fengu ekki allir lán. aðeins útvaldir fengu lán og þá oftast með fyrirgreiðslu af hendi þingmanna.
Þingmenn Vestfjarða voru duglegir að pota hér í denn.
allir fengu jafnt úthlutað á sínum tíma. það er eftir því hvernig þeir höfðu veitt. þannig að þú getur viðurkennt að Vestfirðingar fengu lang messt í sinn hlut ekki satt?
Síðan verða menn bara reka sín fyrirtæki. Togarar hafa þann ókost í byggðarlegu tiliti að þeir geta verið gerðir út hvar sem er. þá er helst kostur að gera bara togarann út þar sem aflinn er sendur úr landi ef hann á ekkert að vinna í landi. Frystitogarar eru gott dæmi um það.
með mikinn togara flota og fáar útgerðir, þá stóðu atvinnumál Vestfiðringa á tæpasta vaði. við höfum síðan séð mímörg dæmi, bæði þar og annarstaðar að þær byggðir sem treystu á togara útgerðir hér áður fyrr, hafa farið verrst út.
Byggðir sem voru með fleyri en smærri útgerðir og báta hafa farið mun betur út.
og Guðbjörn, helduru að Vestfirðingar séu eitthvað sér á báti þegar kemur að ósannsögli stjórnmálamanna og að þeir hafi farið eitthvað verr út úr því heldur en aðrir?
Fannar frá Rifi, 1.4.2008 kl. 17:41
Sæll Fannar!
Nei, ég held ekki að Vestfirðingar séu neitt sér á báti varðandi ósannsögli stjórnmaálamanna, eða að þeir hafi farið eitthvað verr út úr henni en aðrir.
Mér sýnist hins vegar að þú hafir farið illa út úr ósannsögli einhverra eða röngum upplýsingum. Það breytir hins vegar ekki því sem liðið er.
Mynd þín af Vestfirsku atvinnu- og útgerðarlífi stenst ekki samanburð við raunveruleikann, en það er ekki hægt að banna þér að lifa í þeirri villu sem þú virðist hafa tileinkað þér.
Lifðu heill.
Guðbjörn Jónsson, 2.4.2008 kl. 10:06
Sæll Sigurjón,
Það er svolítið merkilegt hversu lítið heyrist frá sveitarstjónarmönnum um mannréttindarmálið og eins og þú bendir á:
"Mun minna hefur heyrst frá bæjarstjórninni á Ísafirði um að verða við áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna en að beita sér fyrir mögulegri byggingu olíuhreinsistöðvar innan einhverra ára."
Ég má þó til með að hrósa sveitastjórnarmönnum fyrir Vestan fyrir framtak sitt er varðar fundarhöld sem Fjórðungssambandið stóð fyrir. Tólf framsögumenn sem fóru yfir málið vítt og breytt. Glærur og hljóðupptökur frá fundinum í framhaldinu sett á netið. Þetta verklag ætti að vera öðrum til eftirbreyttni. Set hér að gamni inn tengil á síðuna þar sem nálgast má gögn fundarins.
Kveðja,
Bergur
Landvernd, 2.4.2008 kl. 10:13
Síðan má nú bæta einu við. Eru menn virkilega að taka mark á þeirri nefnd sem ályktaði svo að í Rúandi væri bara allt í góðum málum á meðan þjóðarmorð geisuðu þar. Eða að hún neyti að ræða á neikvæðan hátt um þjóðernishreynsanir í Darfúr?
Fannar frá Rifi, 2.4.2008 kl. 11:52
Já Bergur þetta er stórmerkilegt hvað það heyrist lítið í Halldóri Halldórssyni bæjarstóra.
Það fer ótrúlega mikil orka í þessa olíuhreinsunarstöð miðað hvað það er stutt í að ríkisstjórnin þurfi að bregðast við að leiðrétta óréttlætið.
Það segir sína sögu að fólk hvaðan af úr heiminum sem ýmsu er vant í mannréttindamálum eins og bent hefur verið á er algerlega misboðið af íslensku kvótakerfi - það segir sína sögu um kerfið.
Sigurjón Þórðarson, 2.4.2008 kl. 22:13
Sigurjón.
Það er bara auðveldara fyrir þau að gagnrýna vesturlönd heldur en að taka á málum heima fyrir. Sést best í Zimbabwe þar sem heima tilbúinn vandi er kenndur upp á vesturlöndum. þannig að þín rök fyrir þessu halta ekki vatni.
Fannar frá Rifi, 4.4.2008 kl. 22:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.