Leita í fréttum mbl.is

Agnes Bragadóttir og Jesúbúðirnar

Það var nokkuð skrykkjótt sem ég horfði á Silfur Egils í dag en þar voru stjórnmálaleiðtogar allra flokka nema Frjálslynda flokksins mættir og höfðu fáar lausnir til að ráða bót á efnahagsvandanum. Voru sumar reyndar harla einkennilegar, s.s. að lækka verð á innfluttum vörum en það má leiða líkum að því að það yrði til þess að viðskiptahallinn yrði enn meiri og auka frekar á vandann en hitt. Ekkert var rætt um að auka framleiðsluna og fara betur með, s.s. með sparnaði í utanríkisþjónustunni eða þá að auka þorskveiðar. Við það eitt að tvöfalda þorskveiðar og tryggja að íslensk fiskvinnsla hafi aðgang að hráefni sem veitt er á Íslandsmiðum myndu gjaldeyristekjur þjóðarinnar aukast um 50 milljarða króna árlega. Það munar um minna.

Í skrykkjóttu sjónvarpsglápi mínu flakkaði ég á milli útsendinga RÚV+ sem sýndi Silfrið og RÚV sem sýndi á sama tíma fræðsluþátt um kristilegar uppeldisbúðir þar sem börn bókstafstrúaðra fengu boðskapinn beint í æð. 

Mér varð ekki um sel þegar holdmikill kvenpredikari varaði börnin við satani sem bjó í Harry Potter bókunum. Hún náði svo miklum tökum á börnunum að hún grætti þau um leið og hún lét þau þvo af sér syndirnar. Ég brá þá á það ráð að skipta yfir á RÚV+ en þar birtist önnur kona á skjánum, Agnes Bragadóttir, sem ekki var beint vinaleg á svipinn en hún yggldi sig ógurlega. Það var ekki Harry Potter sem olli henni þessum viðbjóði heldur var það gamall félagi minn úr UMF Víkverja, Karl Th. Birgisson, sem olli þessum grettum en hann hafði ekki gerst sekur um að vera óvinur Guðs eins og Harry Potter var sakaður um heldur var hann óvinur Styrmis Gunnarssonar á Morgunblaðinu. Það var greinilegt að öðrum sem staddir voru í myndveri RÚV var mjög brugðið, s.s. félaga mínum úr Leikni, Halli Magnússyni en þó ekki svo að Agnes næði að græta hann.

Það er spurning hvort það ætti frekar að sýna þessa þætti á þeim tíma sem börn eru sofnuð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Þú segir nokkuð Sigurjón, þyrftum við þá ekki að setja börnin í rúmið klukkan sex ef við vildum sleppa þeim við allt "óbarnavænlegt" sem að sjónvarpið sýnir. Segi nú bara svona.

Agnes getur verið grimm, ég sá þetta, Það var gaman að horfa á Árna Matt, sem er alltaf jafn sannfærður um eigið ágæti. Það haggar honum ekkert.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 30.3.2008 kl. 16:39

2 identicon

Sæll,

Er nú ekki alveg sammála með þér um að lækka gjöld og tolla (þú segir reyndar verð, býst við að þú eigir við gjöld og tolla) leiði til aukins viðskiptahalla. Slíkt er sjaldnast gert nema báðir aðilar(tvö lönd eða fleiri) lækki tolla sín á milli og ættu því báðir aðilar að hagnast. Ef svo væri ekki þá ættum við einfaldlega að stunda sjálfsþurftarbúskap.

Aftur á móti ætti slíkt að lækka verðlag, sem er nú gott á verðbólgutímum, ekki satt?

Guðni Rúnar (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 17:40

3 identicon

Það er ástæðulaust að væla undan Agnesi. Gott að heyra í fólki sem segir hug sinn í þessum þætti á hreinskilinn hátt. Alltof mikið af pólitíkusum sem eru svo fyrirsjáanlegir að maður fær klígjuna upp í háls eftir fyrsta innslagið. Það hefði hins vegar ekki átt að koma á óvart að Agnes væri tilbúin að taka  upp hanskann fyrir heiðarlegan mann. Agnes er mikil baráttukona og tilefnið var ærið. Rógur og mannorðsmorð er ekki eitthvað sem á að láta óátalið.

Árni var bara afslappaður og kúl. Og hefur ekki ástæðu til annars. það fer víst fyrir brjóstið á mörgum. Ákveðinn hópur manna hefur talið sér trú um að ráðamenn, og sérstaklega ef þeir eru sjálfstæðismenn, megi ekki verja sig. Má ég minna á að mannréttindi eru algild.

Má vera að stjórnmálakonan í Kína hafi ekki verið í klíkunni, en henni var boðið í Silfrið. Hún varð einmitt fórnarlamb rógsherferðar og hefði verið betra að hún hefði haft málsvara á borð við Agnesi þegar á lá.

ragnhildurkolka (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 20:20

4 Smámynd: Jóhann Kristjánsson

ragnhildurkolka, menn hafa jú rétt á að verja sig og kannski sérstök þörf á, sérstaklega hjá klaufalegum sjálfstæðismönnum.

En það er ekki þar með sagt að þeir eigi rétt á að gera það á kostnað annara.

Jóhann Kristjánsson, 30.3.2008 kl. 23:33

5 identicon

Jóhann,  það er hvergi tekið fram að menn segi sig frá mannréttindum séu þeir kosnir til opinberra starfa. Ef þú ætlar að taka þetta alla leið, þá þýðir það að kosnir fulltrúar, svo maður tali nú ekki um ráðherra geta ekki leyft sér að mæta á flokkssamkomum eða að vinna að eigin framboðsmálum, því þá eru þeir að snuða almenning. Endurnýjun á öllu klabbinu yrði þá á 4 ára fresti.

Sumir myndu kannski segja að það væri bara allt í lagi, en væri það það?

Ragnhildur Kolka (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband