Leita í fréttum mbl.is

Viltu Vestfjarðaaðstoð, væna?

Óprúttnir stjórnmálamenn hafa grafið skipulega undan sjávarbyggðunum með t.d. því að koma á framsali veiðiheimilda landshorna á milli og nú síðast með að setja trillurnar inn í alræmt kvótakerfi. Allir sem stóðu að því vissu nákvæmlega hvaða afleiðingar það myndi hafa fyrir vestfirskar byggðir. Útgerð sóknarbátanna var verulegur búhnykkur fyrir vestfirskar byggðir. Sömu sögu má segja af óábyrgum niðurskurði í aflaheimildum þar sem margir stjórnmálamenn sem sækja umboð sitt til sjávarbyggðanna hafa gerst sekir um að fara ekki yfir vægast sagt umdeilda ráðgjöf Hafró með gagnrýnum hætti, ráðgjöf sem byggir á umdeildri reiknisfiskifræði sem hvergi í heiminum hefur gengið eftir.

Venjan hefur verið sú að þegar verið hefur verið að friða fólkið sem verður fyrir barðinu á vafasömum  aðgerðum, s.s. að setja trillurnar í kvóta, hefur verið boðið upp á einhvern nammipoka með einhverjum aðgerðum. Nú síðast var góðgætið kallað mótvægisaðgerðir, áður kallað Vestfjarðaaðstoð. Þegar til hefur átt að taka hefur pokinn reynst tómur, sbr. Vestfjarðaaðstoð sem var bara í orði en ekki á borði eins og sýnt hefur verið fram á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alltaf sami kjafturin á þér.

Líttu þér nær hegranesgoði.Þér væri nær að ráðast að Kristinn H. flokksbróður þinum í stað þess að vera alltaf að ráðast á okkur í Samfylkingunni.

Ertu búinn að gleyma því að það var Kristinn H. sem setti trillurnar í kvóta en samt ertu alltaf að hamast á Kalla Matt og okkur í Samfylkingunni.

Vestfirdingur (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 12:46

2 Smámynd: Jóhann Kristjánsson

Vestfirðingur.

Ég geri nú ráð fyrir að Kristinn H hafi nú séð eftir vitleysunni sem hann gerði í því máli annars væri hann líklega ekki í FF.

Ég veit nú ekki betur að járnfrúin ykkar í samtýningnum hafi stungið uppá þeirri hugmynd að setja allann kvóta á uppboð.. Hverjir myndu hirða hann þá ?? Jú þessir stóru myndu koma eins og hungraðir hákarlar og rífa hann allann til sín og trillukarlarnir sætu eftir með sárt ennið. Ég segi: Vestfirðingur líttu þér nær!

Jóhann Kristjánsson, 29.3.2008 kl. 13:58

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það hefur sjaldnast þótt góð leið að bæta böl með að benda á eitthvað annað verra. Nú ber Samfylking ábyrgð á því að fara að áliti mannréttindanefndar SÞ og það er staðreynd að Kalli Matt plataði fólkið í sjávarbyggðunum til að kjósa sig á þeirri forsendu að hann ætlaði að breyta kvótakerfinu. Frá kosningum hefur hann reynt að komast frá því loforði þrátt fyrir að hafa fengið álit mannréttindanefndarinnar.

Sigurjón Þórðarson, 29.3.2008 kl. 15:10

4 identicon

Sigurjón ég er sammála þér að maður bætir ekki böl með því að benda á eitthvað annað verra.  Ég viðurkenni það að þú hefur verið harður og samkvæmur sjálfum þér í sjávarútvegsmálum þó svo þú sért í þessum vitleysingaflokki.

Ekki skil ég hvað þú ert að gera þarna eftir að Addi fékk þig í framboð á Akureyri og lofaði þér vinnu í flokknum en hann er búinn að ráða alla aðra en þig.  Drífðu þig í Samfylkinguna og komdu sjávarútvegsmálum í umræðuna í alvöru flokki.

Vestfirdingur (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 15:52

5 Smámynd: Jóhann Kristjánsson

HA HA HA HA Vestfirðingur hvað meinarðu eiginlega??? Samtýningurinn er mesta samansafn af vitleysingum sem hægt er að hugsa sér.....  Ég trúi varla að það skuli vera fólk þarna úti sem hefur nokkra trú á þeim flokki ;)

Jóhann Kristjánsson, 29.3.2008 kl. 21:32

6 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Samfylking = Framsókn , er einhver munur ?  Sigurjón lætur ekki nafnlausa menn plata sig í einhverja vitleysu . kv .

Georg Eiður Arnarson, 29.3.2008 kl. 21:33

7 identicon

Sæll Sigurjón.

Þú talar um óprúttna stjórnmálamenn og trillurnar í dagakerfinu sáluga.

Af hverju ekki að tala hreint út, það voru 4 þingmenn að vestan sem á framboðsfundum og í blaðagreinum lofuðu algerri vörn fyrir dagakerfið. Tveir hétu Einar og tveir Kristinn. Er þetta að vera óprúttinn eða ómerkingur?

Ég mundi ekki treysta því að pokinn með Vestfjarðadúsunum sé tómur, þær hafa lengi komið á óvart.

Með kveðju, Vilhj

Vilhjálmur Jónsson (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 08:03

8 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Sæll Sigurjón.

Já það er nú margt sem er "bara" i orði en ekki á borði.

Takk fyrir skemmtilegan félagsskap í gær.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 30.3.2008 kl. 12:33

9 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Takk sömuleiðis fyrir einkar skemmtilegt teiti en Jón Magg er höfðingi heim að sækja.

Sigurjón Þórðarson, 30.3.2008 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband