Leita í fréttum mbl.is

Geir sleginn

Það mátti vel greina að Geir Haarde var mjög sleginn á fréttamannafundi sem haldinn var í lok fundar ríkisstjórnarinnar í dag. Engu að síður var boðskapur forsætisráðherrans eitthvað á þá leið að þetta hefði ekki átt að koma á óvart og að hann ætlaði sér ekki að gera neitt. Hann virðist þó vera ringlaður sjálfur. Ef það væri töggur í forsætisráðherranum ætti hann að blása til sóknar og beinast liggur við að tvöfalda þorskveiðar. Nú gengur sjómennskan á Íslandsströndum hins vegar helst út á það að forðast þorsk í stað þess að veiða hann. Það er auðvitað geggjun.

Ef forsætisráðherra vill endilega halda í þá aðferðafræði sem notuð er af Hafró sem hvergi í heiminum hefur gefist vel blasir við að tryggja að íslensk fiskvinnsla geti boðið í ferskan fisk sem annars fer óunninn í gámum til útlanda. Með því einu væri hægt að auka gjaldeyristekjur þjóðarinnar verulega.


mbl.is Þurfum að fara varlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Og L.Í.U. hlakkar og segir að fall krónunnar vegi upp á móti skerðingu, er ég að brjálast eða er þetta alveg út úr öllu korti ? Ég á ekki orð. Og þetta er tekið gagnrýnislaust upp af fréttamönnum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.3.2008 kl. 18:58

2 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Sú kreppa sem skollin er á virðist ekki vekja athygli almennt, hvorki meðal ráðamanna þjóðarinnar né fjölmiðla. Hverju skyldi það áhugaleysi sæta?

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 19.3.2008 kl. 00:32

3 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Geiri er kannski með pest, iðrakveisu eða eitthvað slíkt. Nú svo saknar hann Sollu örugglega mikið.

Settu endilega greinina þína úr DV á bloggið. 

Gunnar Skúli Ármannsson, 19.3.2008 kl. 01:34

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Jón ég er alls ekki sammála þér. 

Í Barentshafinu hefur árlega verið veitt mörghundruð þúsund tonn umfram ráðgjöf og hvað eftir annað hefur verið spáð um að eitthvað endanlegt hrun.  Í Barentshafinu ganga veiðar sinn vanagang.  Í Færeyjum var spáð fyrir um eitthvað ógurlegt hrun sl. sumar en nú herm fréttir að það sé nóg af fiski.

Ástæðan er auðvitað sú að fiskistofnarnir eru endurnýjanleg auðlind en ekki takmörkuð.

Sigurjón Þórðarson, 19.3.2008 kl. 08:35

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er alls ekki sammála því að þorskurinn sé ofveiddur þvert á móti er margt sem bendir til þess að "hafið" sé ofsetið af þorski sem svo leiðir til þess að hann verði að "eta undan sér" til þess að fá æti.   Á hvað er hægt að treysta annað en fiskinn?  Það er hægt að byggja eitthvað á þeim náttúruauðlindum sem eru hér til staðar en það tekur langan tíma að byggja upp markaði og tækniþekkingu til þess að náttúruauðlindir okkar verði "arðbærar" og þar til það verður er fiskurinn okkar lifibrauð hvort sem mönnum líkar það betur eða verr.  Menn höfðu um það stór orð ekki alls fyrir löngu að nú væri það fjármálageirinn sem væri aðalmálið, en hver er staðan í dag?

Jóhann Elíasson, 21.3.2008 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband