Leita í fréttum mbl.is

,,Ísland - best í heimi

Það er visst áhyggjuefni að Geir Haarde, forsætisráðherrann okkar, er aftur kominn í best-í-heimi-ræðuna sína sem hann flutti á Viðskiptaþingi fyrir rúmu ári. Fyrir tæpu ári flutti hann athyglisverða ræðu á ársþingi Seðlabankans þar sem hann var geysilega ánægður með það að nú snerust umræður um stjórnmál nánast ekki neitt um efnahagsmál. Fannst honum það merki um hvað allt væri í góðu lagi.

Þessi glýja yfir stöðu efnahagsmála hélt síðan áfram fram eftir ári og á þjóðhátíðardaginn okkar flutti hann ræðu þar sem hann taldi þjóðarbúið standa svo vel að menn gætu nánast hætt fiskveiðum, þ.e. skorið þorskveiðiheimildir gríðarlega niður - vegna þess að allt efnahagslífið léki í lyndi. 

Það var ekki fyrr en í lok árs að Geiri rankaði við sér af draumórum sínum og tilkynnti þjóðinni að nú væri svo komið í efnahagsmálum að landsmenn ættu að hætta að kaupa íbúðir! Nú virðist Geir kominn i heilan hring og aftur byrjaður á best-í-heimi-ræðu þrátt fyrir að gengi íslensku krónunnar hafi hríðfallið í dag. Það er miður að þessi ræða skuli ekki boða neinar aðgerðir í efnahagsmálum.

Ísland, best í heimi.


mbl.is Grundvöllur lagður að frekari velmegun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: haraldurhar

    Það verður að virða það Geir til vorkunnar, að hann er með margklofinn flokk á bak við sig, mbl. í stjórnarandstöðu, og ekki síst með óhæfa stjórnendur Seðlabankans, er gera ekkert annað en skara elda að sinni eigin köku, og verja forréttindahópa.

   Peningamálastefna Seðlabankans á undangegnum árum hefur að mínum dómi mótast að því að draga völd til fyrri forréttindastétta, og hnésetja þá sem óverðskuldað höfðu komist í álnir að dómi Heimastjórnarinnar.

haraldurhar, 13.3.2008 kl. 23:55

2 Smámynd: Jóhann Kristjánsson

Þetta sýnir best í hversu miklum tengslum hann er við hinn raunverulega heim. Er ekki best að skella bara rimlum fyrir gluggana í stjórnarráðinu og skella í lás bara?

Jóhann Kristjánsson, 14.3.2008 kl. 01:27

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurjón.

Þetta er afskaplega líkt sögunni af bræðrunum á Bakka forðum daga þar sem sólin var borin í húfum inn í kofann.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 15.3.2008 kl. 00:14

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er málið að stefna Seðlabankans í peningamálum hefur ALDREI komið fram.

Jóhann Elíasson, 15.3.2008 kl. 02:34

5 identicon

Sæll Sigurjón.

Langaði að þakka þér fyrir frábæran pistil á útvarp sögu.

Kveðja

Guðmundur Óli

gudmunduroli (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband