Leita í fréttum mbl.is

Þórunn ætti að leita ráða hjá Björgvini G. klúbbfélaga sínum

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra veit ekki sitt rjúkandi ráð um hvernig hún getur beitt sér gegn byggingu álvers í Helguvík. Helsta baráttuaðferð hennar hefur verið að humma það fram af sér eða tefja að úrskurða í kærumáli Landverndar. Landvernd hefur óskað eftir því að umhverfismat feli ekki einungis í sér mat á álverinu, heldur einnig öllum framkvæmdum tengdum orkuöflun, s.s. raflínum o.fl.

Menn sem eru betur að sér í þessum málum en ég segja að það sé nánast útilokað að það sé málefnalegt hjá ráðherra að fallast á kæru Landverndar. Það eru engin fordæmi fyrir slíku. Það væri miklu nær fyrir Þórunni að fara svipaða leið gegn háspennulínunum og Björgvin G. Sigurðsson sem sýndi mikinn dug og setti hvorki meira né minna en bráðabirgðalög á rafmagnslínurnar sem Kaninn skildi eftir sig.

Það er eitt sem ég á erfitt með að skilja með okkar ágæta umhverfisráðherra og Dofra Hermanns og fleiri í Samfylkingunni, þau eru alltaf fljót til að samþykkja alls kyns útgjöld, s.s. aukin ríkisútgjöld upp á 20% á milli ára, t.d. til friðargæslu í fjarlægum heimshornum, fáránlegrar kosningabaráttu til öryggisráðs SÞ og sendiherra í kippum. Á sama tíma og þau gera þetta eru þau á móti því að reynt sé að afla fjár til að fjármagna vitleysuna, hvort sem það er með því að veiða fisk, skutla hval eða byggja álver.

Í hvaða heimi lifir þetta fólk?


mbl.is Efast um réttmæti leyfisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Komdu sæll Sigurjón. Ég held að þetta fólk lifi algjörlega í sínum eigin eyðslufíknarheimi. Með ólíkindum hvernig þau haga sér. Mætti halda að þau væru í sandkassaleik. Með beztu kveðju.

bumba (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 22:28

2 Smámynd: Hundshausinn

Sennilega eru framangreindar bloggfærslur ekki sjálfs síns ráðandi. Í fyrsta lagi ákvað "Samfylkingin" ekki að "fara fram til Öryggisráðsins", í öðru lagi hefur hún ekki "skipað sendiherra í kippum", og í þriðja lagi hefur hún ekki tekið þátt í samhengisrugli bloggfærslunnar í heild.
Hér er um að ræða miklu stærra mál en "innisetufólk" og fáfróðir um samgengi hlutanna geta komið inn í kollinn á sér... - því miður, ef marka má innihald þess er að framan greinir.

Hundshausinn, 12.3.2008 kl. 22:52

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Bumba ætli þau trúi því ekki að allt fyllist af peningum við það eitt að taka upp Evru?

Sigurjón Þórðarson, 12.3.2008 kl. 23:11

4 Smámynd: Halla Rut

Evran er nýi Guðinn þeirra í SF sem á að leysa allan vanda hverjar sem rætur hans eru. En þó væri kannski nær að lýsa Evrunni og ESB við djöfulinn þar sem við þurfum að selja sálu Íslands til að fá fyrirheitið um gullið.

Halla Rut , 12.3.2008 kl. 23:38

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það sem er verst við þetta umhverfisöfgalið, sem að stærstum hluta er kringum Lækjartorgið, er að það skuli ekki geta hangið saman í einum stjórnmálaflokki.Það lifir að stærstum hluta á ríkisjötunni og heldur að allar tekjur ríkisins komi frá ríkinu sjálfu.

Sigurgeir Jónsson, 12.3.2008 kl. 23:48

6 Smámynd: Halla Rut

Sigurgeir: Enda voru þeir að stofna samtök í dag sem eru einmitt hverfissamtök miðbæjarins með Jakob Frímann í fararbroddi.

Halla Rut , 12.3.2008 kl. 23:57

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Merkilegt hvað menn verða hugaðir þegar þeir skýla sér á bak við nafnleynd eins og osa gerir.

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.3.2008 kl. 01:37

8 Smámynd: Agný

Hvað er langt síðan að okkar elskulega króna hafði eitthvað að segja úti í hinum stóra heimi?... Hún gæti það kanski ef þeir sem stýra þjóðarskútunni yrðu einhverntíma sammála um að láta ekki traðka á okkur......Eina sérstaðan sem við höfum er að vera eyland og gætum þessvegna algjörlega stjórnað því hverjir kæmu hingað til lands og með hvaða gjaldmiðil... Kanski yrðum við einöngruð við það.En kanski líka það spennandi að fólk myndi gera næstum hvað sem er til að heimsækja þá þjóð sem þyrði að stjórna sér sjálf.....Svona eftir að við losnuðum undan einokunarveldi Dana...En nei...víkingablóðið er þornað í æðum okkar..eða þrælsblóðið írska hefur tekið yfirhöndina...því miður er víst meira að írsku þrælablóði í mínum æðum ...samkvæmt ísledingabóken fjárinn að ég vilji endalaust vera þræll þó að forfeður mínir hafi verið það!!

Agný, 13.3.2008 kl. 03:59

9 Smámynd: Agný

Sorry ...þetta hefði nú kanski fittað betur við aðra færslu....

Agný, 13.3.2008 kl. 04:01

10 Smámynd: Árni Gunnarsson

Agný! Það skiptir engu hvar þessi athugasemd þín stendur. Hún þarf bara að sjást.

Takk fyrir!

Árni Gunnarsson, 13.3.2008 kl. 06:58

11 Smámynd: Vigfús Davíðsson

Sæll Sigurjón þú veist það sem firverandi þingmaður að það er bara til losunarheimildir fyrir eitt álver á íslandi. Þú bauðs þig fram fyrir Norðausturkjördæmi , ekki gleyma okkur. Næsta álver á íslandi á að reisa á Bakka við Húsavík. Stöndum samann Sigurjón.

Vigfús Davíðsson, 13.3.2008 kl. 08:40

12 identicon

Svö við pælingum þínum sjást hér. Eins og margoft hefur komið fram þá verður ekki sleppt og haldið. Helguvík = Ekki Bakki. Hvar er pólitíska nefið þitt?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 09:27

13 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Gísli mér sýnist sem Samfylkingin vilji sleppa öllu nema þá að eyða.

Sigurjón Þórðarson, 13.3.2008 kl. 10:02

14 identicon

Jú hugsanlega halda þau það Sigurjón. Þegar Samfylkingin var við völd í Reykjavík, að vísu þá með Framsókn og Vinstri grænum, eyddu þau og spentu eins og druslan dró. Skrýtið hvaðþau skildu lítið eftir að nothæfum "verkum" sem þau gæut státað sig af. hvernig var með Línunet? Hvað fuku margir milljarðar? Eða Hringrautar og Miklubrautar ófreskjan? Hvað kostaði það? Bíddu og hvað byggðu þau svo af félagslegum íbúðum? Ekki einu sinni einn kjallara! Hvert megnið af þessum peningum fór skilur enginn. Skuldirnar sem þau skildu eftir eru höfuðverkur komandi kynslóðar. NIÐUR MEÐ SAMFYLKINGUNA. Með beztu kveðju.

bumba (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband