4.3.2008 | 19:36
Davíð Oddsson birtir nýjar tölur
Ég skrifaði grein í gær sem birtist í DV í dag þar sem ég greindi frá því að hrein staða bankanna við útlönd væri neikvæð um 2.190 milljarða, en í dag birti Seðlabankinn nýjar tölur þar sem fram kom að staða bankanna hefði versnað frá þriðja ársfjórðungi 2007 til þess fjórða um rúma 600 milljarða. Fram kemur sömuleiðis að hrein staða þjóðarbúsins við útlönd væri neikvæð um 1.845 milljarða og hafði hún versnað um tæpa 500 milljarða sem samsvarar fimm Kárahnjúkavirkjunum.
Þessar miklu breytingar má eflaust rekja að miklu leyti til breytinga á mörkuðum og gengi íslensku krónunnar. Þetta eru skuggalegar sviptingar. Hér er greinin sem birtist í DV í dag:
Burt með verðtrygginguna Mikil umræða er um blikurnar í efnahagsmálum þjóðarinnar og þrönga stöðu bankanna. Á einu ári hefur dæmið heldur betur snúist til hins verra fyrir bankana þar sem bankastjórar náðu vart að lenda þotunum sínum í fjármálamiðstöðvum heimsins áður en þeir tóku sig á loft á ný í enn einn víkinginn. Oftar en ekki voru tignir gestir með í för, s.s. forsætisráðherra og bóndinn á Bessastöðum. Þessi staða kom ráðamönnum í opna skjöldu og hafa viðbrögð forsætisráðherra verið að gera ekki neitt. Það fór nokkuð fyrir brjóstið á ungum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, þeim Illuga og Bjarna sem tóku af skarið og lögðu fram krampakenndar tillögur í efnahagsmálum svo vægt sé til orða tekið. Þeir vildu leysa málin með því að hleypa verðbólgunni á hraðara skeið. Hið helsta sem Samfylkingin hefur lagt í púkkið við lausn mála er að skipta um mynt þótt allir sem eitthvað kynna sér málið ættu að vita að ekki er í myndinni að taka upp evru nema ná fyrst efnahagslegum stöðugleika. Í fyrsta lagi er Ísland ekki í Evrópusambandinu sem er skilyrði fyrir upptöku evrunnar en þótt Ísland gerðist aðili að Evrópusambandinu væri björninn ekki unninn. Aðrar kröfur sem settar eru fyrir upptöku evru eru þær að verðbólga sé ekki 1,5% hærri en í þeim þrem löndum Evrópusambandsins þar sem verðlag er hvað stöðugast. Sömu sögu er að segja um vexti, að þeir séu ekki 2% hærri en í fyrrgreindum löndum.
Íslendingar eru langt frá því að uppfylla þessi skilyrði þar sem vextir hér eru þeir hæstu í Evrópu og verðbólga er enn nálægt 7% en þyrfti að vera í kringum 2,5%. Það skiptir afar miklu við lausn mála að átta sig á ástæðunni fyrir rót vandans. Ein þeirra er án nokkurs efa gríðarleg erlend lántaka bankanna en þeir hafa borið inn í íslenskt efnahagslíf gríðarlegar upphæðir og endurlánað innlendum markaði. Í lok árs 2003 var hrein staða bankanna við útlönd neikvæð um 471 milljarð en fjórum árum síðar hafði staða þeirra versnað um 1.718 milljarða og var orðin neikvæð um 2.190 milljarða. Þetta eru gífurlegar sviptingar á örfáum árum. Bankarnir höfðu greiðan aðgang að erlendu lánsfé á lágum vöxtum sem þeir endurlánuðu á hæstu vöxtum í Evrópu og voru þar að auki gulltryggðir fyrir gengisbreytingum þar sem lánin voru verðtryggð til íslenskra lántakenda. Verðtryggingin hefur því átt gríðarlega stóran þátt í að skapa þá stöðu sem bankarnir eru nú í þar sem lítt hefur verið hvatt til innlends sparnaðar, einungis slegin lán í útlöndum sem dælt hefur verið inn á markaðinn.Við afnám verðtryggingar gæti lánveitandi ekki varpað allri ábyrgð á verðbólguáhættu á lántakandann og það mundi ýta undir ábyrga efnahagsþróun. Við breytinguna mundi einnig skapast þrýstingur til lækkunar vaxtastigs í landinu þar sem lánveitendur og lántakendur yrðu að taka mið af raunhæfum vaxtakröfum. Seðlabanki Íslands sem hefur af einhverjum óskiljanlegum ástæðum látið hjá líða að setja þak á hreina erlenda skuldastöðu bankanna þarf að fara að negla upp þak. Bönkunum er nauðugur sá kostur að grípa til aðhalds í rekstri til þess að eiga þess kost að endurfjármagna skuldasúpuna á sæmilegum kjörum. Sömuleiðis þurfa stjórnvöld að grípa til raunverulegra aðgerða, s.s. að gæta aðhalds og hvetja til sparnaðar. Í sjálfu sér ætti að vera greið leið fyrir íslenskt efnahagslíf að vinna sig út úr stöðunni en það verður ekki gert með einhverju froðusnakki um evru eða að hleypa verðbólgunni af stað heldur raunverulegum aðgerðum.
Skuldatryggingarálag allra bankanna lækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:39 | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Nýjustu athugasemdir
- Aðgerðablaðamennska Morgunblaðsins: Takk fyrir svarið, Sigurjón. Inga Sæland sagði í viðtali, "Við ... 23.1.2025
- Aðgerðablaðamennska Morgunblaðsins: Flokkur fólksins var rétt skráður en lögum var síðan breytt got... 23.1.2025
- Aðgerðablaðamennska Morgunblaðsins: Ég las eftirfarandi á Vísi.is: Skrifstofa Alþingis hefur staðf... 23.1.2025
- Aðgerðablaðamennska Morgunblaðsins: Nei alls ekki það er ekki rétt hvernig færðu það út? 22.1.2025
- Aðgerðablaðamennska Morgunblaðsins: Er það ekki rétt að Flokkur fólksins fékk peninga sem hann átti... 22.1.2025
- Aðgerðablaðamennska Morgunblaðsins: Ad hominem. Gerðu betur. 22.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 2
- Sl. sólarhring: 345
- Sl. viku: 981
- Frá upphafi: 1020279
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 852
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Reyndar mætti lesa mest af minni gagnrýni á þessa vitleysu á:http://johanneliasson.blog.is/blog/johanneliasson/entry/464602/ Því er við þetta að bæta að ríkisstjórnin getur haft áhrif, til hins betra, með því að spara í ríkisútgjöldum, þar á ég ekki við að það eigi að spara í þeirri þjónustu, heilbrigðisþjónustu, félagsþjónustu eða menntamálum, HELDUR Í REKSTRI HINS OPINBERA en það er aldrei niðurskurður í rekstrinum heldur í þjónustunni sem ríkið veitir okkur skattgreiðendum sínum þessu þarf að breyta og viðskiptabankarnir þurfa að hreinsa upp eigin "skít" áður en er farið að tala um að bjarga þeim. Hvað skyldu þessar ferðir hjá Geir Haarde, til London og New York til að bæta ímynd bankanna kosta og hver borgar?
Jóhann Elíasson, 4.3.2008 kl. 21:55
Varðandi verðbólgumarkmið v/ ESB aðildar, þá er rétt skv. Maastricht skilyrðunum svokölluðu að hún skuli ekki vera meira en 1,5 prósentustigum hærri en meðaltal verðbólgu þeirra tvegga ESB ríkja þar sem hún er næst. Þetta þýðir m.ö.o. að verðbólgan á Íslandi hefði þurft að vera 3,1% á síðasta ári. Þess í stað var hún 3,7% hér, eða 0,6 prósentustigum yfir því markmiði.
NB: Hér er miðað við samræmda vísitölu neysluverðs sem er hinn rétti mælikvarði á verðlagsbreytingu neyslu því fjárfestingar eru ekki neysla (húsnæðisliðurinn).
Ef haldið er fast í 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabanka er rétt að fara að miða við réttar verðbólgumælingar, þ.e. samræmda vísitölu neysluverðs. Það sjá líka allir að ólíkt betra er fyrir skuldara að sjá lánin hækka verðtryggð með lægri verðhækkanastuðli.
Verðbólguhækkanir hafa fram að þessu fyrst og fremst verið vegna húsnæðisliðarins. Nú eru blikur á lofti og verðhækkanir eru fyrst og fremst á neysluliðum. við þessu má spyrna ef stjórnvöld lækka t.a.m. tímabundið álögur á eldsneyti og aðrar neysluvörur. En NB: hafa ber vökul augu á að ábatinn hverfi ekki í "ranga" vasa, líkt og þegar vsk á matvæli var lækkaður.
NN (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 09:25
NN, takk fyrir athugasemdina. Það má efast um að það sé vænlegt að taka húsnæðisliðinn út úr vísitölunni á þessum tímapunkti burtséð frá þeim gildu rökum hvort hann eigi að vera inni í vísitölunni eða ekki. Það er nefnilega ólíklegt að húsnæði hækki meira umfram almennt verðlag á næstu misserum og jafnvel eru meiri líkur á að þær hækkanir dragist aftur úr öðrum hækkunum. Með því að hafa húsnæðisliðinn áfram inn mun það eflaust sýna lægri verðbólgumælingu en ella.
Sigurjón Þórðarson, 5.3.2008 kl. 10:23
"""Vísitala neysluverðs er reiknuð samkvæmt íslenskum lögum (nr. 12/1995 og nr. 27/2007). Útreikningur vísitölunnar tekur hins vegar að verulegu leyti mið af aðferðum sem beitt er við útreikning á samræmdri vísitölu neysluverðs
sem reiknuð er fyrir EES ríki. Samræmda neysluverðsvísitalan er reiknuð í samræmi við ESB lög sem um hana gilda.
1.1 Efnislýsing
Vísitala neysluverðs er Lowe fastgrunnsvísitala, keðjutengd í mars ár hvert. Vísitalan hefur sterka drætti framfærsluvísitölu því í henni er leiðrétt fyrir staðkvæmni með því að nota margfeldismeðaltal í grunni. Keðjuvogir eru notaðar til að leiðrétta staðkvæmni milli verslana og gæðaleiðréttingum beitt til að leiðrétta staðkvæmni vegna innkaupa heimila. Þjónusta við búsetu í eigin húsnæði er reiknuð sem einfaldur notendakostnaður. Flokkun sem notuð er fylgir alþjóðlega flokkunarkerfinu COICOP (Classification Of Individual COnsumption expenditure by Purpose)."""
http://hagstofa.is/pages/1517/?src=../../vorulysingar/v_transporter.asp?filename=V01011.htm
Birt til fróðleiks, BF.
Baldur Fjölnisson, 5.3.2008 kl. 15:02
"""Vísitalan hefur sterka drætti framfærsluvísitölu því í henni er leiðrétt fyrir staðkvæmni með því að nota margfeldismeðaltal í grunni. Keðjuvogir eru notaðar til að leiðrétta staðkvæmni milli verslana og gæðaleiðréttingum beitt til að leiðrétta staðkvæmni vegna innkaupa heimila."""
Fimmþúsundkall segir að innan við eitt prósent landsmanna skilji hvernig hið opinbera skilgreinir og hannar verðbólguna.
Baldur Fjölnisson, 5.3.2008 kl. 15:04
Góð grein hjá þér Sigurjón.
Halla Rut , 6.3.2008 kl. 09:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.