Leita í fréttum mbl.is

Siggi og Bjössi, þynnka og röfl

Athyglisvert var að renna í gegnum Fréttablaðið í morgun. Þar tók Sigurður Líndal Björn Bjarnason rækilega í gegn í grein þar sem hann fjallaði um umdeilda skipan Sjálfstæðisflokksins í dómaraembætti. Hann dró fram hvernig Björn Bjarnason reyndi að víkja sér undan þegar hann var orðinn rökþrota í málinu.

Ég hef ákveðna samúð með Birni Bjarnasyni þar sem hann lifir og hrærist í áhugamáli sínu í hernaðarkúltúr þar sem menn fylgja skipunum foringjans. Hann hefur greinilega fylgt þeirri skipun og ver vígið með öllum tiltækum ráðum þó að staðan sé æði þröng út frá þeim viðmiðum sem siðuð þjóðfélög búa við. 

Öllu lakari var grein Sauðárkróksskáldsins Hallgríms Helgasonar en hann reit söguna Rokland sem er óður til heimabæjar míns. Þessi grein í Fréttablaðinu er að nokkru leyti ferða- og lífsreynslusaga þar sem lýsir hughrifum sínum í Færeyjum og þeirri gleði að komast í Bónusverslun sem var klímax ferðarinnar. Hann bergði á bragðlausum Bónusdjús og það var toppurinn í ferðinni.

Það var nokkuð erfitt fyrir mig að átta mig á hvað skáldið mitt, Hallgrímur Helgason, var að fara í þessari grein en eftir þó nokkra yfirlegu og umhugsun, m.a. í heitum potti í sundlaug, komst ég að því að eina rökrétta ástæðan fyrir þessu væri venjuleg íslensk þynnka með færeysku ívafi. Hringdansinn getur farið illa í óvanan Íslendinginn.

Það var virkilega erfitt að komast að því hvað hann væri að fara í greininni, en mér er með öllu óskiljanlegt hvað Helgi Áss Grétarsson rr að fara í greinaflokki sínum um álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna á íslenska kvótakerfinu. Þriðji hluti hans birtist í dag. Greinaflokkurinn hefur verið flest annað en upplýsandi. Það er erfitt að henda reiður á hvað þessi illskiljanlega samsuða og nánast röfl hefur að gera með álit mannréttindanefndarinnar.

Ég veit varla hvernig ég á að útskýra hvernig tautið virkar á mig. Hann hljómar svolítið eins og maður sem hefur búið sér til kennisetningar og fær nú í hausinn að þær gangi ekki upp út frá jafnræðissjónarmiði og séu óréttlátar. Samt sem áður streðast hann við að segja í hálfum hljóðum að álitið muni litlu breyta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: haraldurhar

    Gæti hugsat að Helgi Ás. Grétarsson hafi þegið styrk frá LÍÚ. við rannsóknir sínar á kvótakerfinu? 

haraldurhar, 9.2.2008 kl. 23:29

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Já, hann er á góðum styrk.

Sigurjón Þórðarson, 10.2.2008 kl. 00:14

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hinn óskiljanlegi greinarflokkur er sem sagt í boði LÍÚ

Sigurður Þórðarson, 10.2.2008 kl. 00:27

4 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Það stefnir í timburmenn á mörgum bænum, heyrist mér.

Gunnar Skúli Ármannsson, 10.2.2008 kl. 07:19

5 Smámynd: Jóhann Hannó Jóhannsson

Varðandi Sigurð Líndal þá er ekki hægt að taka manninn alvarlega eftir ömurlegan málflutning hans og tengingu við nasisma fyrir stuttu.  Karlgreyið tók sjálfan sig af dagskrá a.m.k. í þessu máli.

Jóhann Hannó Jóhannsson, 10.2.2008 kl. 08:50

6 Smámynd: Auðun Gíslason

Hannó:  Lastu einhvern tíma greinina hans Sigurðar eða greinina sem Sigurjón er að tala um.  Nei, sennilega ekki(?).  Kannski þarftu, einsog fleirri Sjálfstæðismenn, að taka flokksleppinn frá augunum.

Sigurjón.  Er ekki þessi hugarheimur BB löngu liðinn hjá?  Hugsun sem felst í því að valdhafarnir hafa þetta sjónarmið:  Ríkið það er ég!  Ýmsir Sjálfstæðismenn virðast illa haldnir af þessu sjónarmiði, sem Sigurður fjallar um ígrein sinni í gær.  Sjónarmið valdboðs, valdhroka og "rétti" valdhafa til nánast ofbeldiskenndrar beitingar  valdsins, þarsem skautað er yfir öll önnur sjónarmið en þrönga lagatúlkun og sérhagsmunagæslu!

Auðun Gíslason, 10.2.2008 kl. 14:48

7 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Eigum við ekki að vona að Helgi nái að bakka út úr þessari pattstöðu, rétt eins og Guðni Ágústsson virðist vera að fikra sig með til baka með sitt sjónarmið í fiskveiðum? Það verður fróðlegt að fylgjast með hvort allir í herbúðum Guðna, s.s. Birkir og Valgerður, muni fylgja honum á þeirri vegferð. 

Sigurjón Þórðarson, 10.2.2008 kl. 15:44

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hannó, í guðs bænum!

Sjálfstæðismaðurinn, lögmaðurinn Sigurður Líndal er sterkasta vígi flokksins þegar kemur að trúverðugum lögmönnum. Það er ykkur skylt að vita og viðurkenna.

Það tóku sig því miður nokkur stór nöfn af dagskrá í dómaramálinu.

Nafn Sigurðar Líndal er ekki á þeim lista. 

Árni Gunnarsson, 10.2.2008 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband