Leita í fréttum mbl.is

Sjálfstæðisflokkurinn boðar frekari skattahækkanir á einstaklinga

Hið opinbera hefur á síðustu árum ráðstafað æ stærri hlut af þjóðarkökunni. Á árinu 1995 var skattbyrðin 32% en hefur farið hratt upp á við í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins, er komin vel yfir 40% og áreiðanlega farin að nálgast 45% af landsframleiðslu.

Ekki er að sjá að Sjálfstæðisflokkurinn hafi slakað á eyðsluklónni þó að hann hafi skipt um meðreiðarsvein í ríkisstjórninni. Fjárlög fyrir árið 2008 hækkuðu um 18% frá fyrra ári. Miklu frekar hefur því verið gefið í en dregið úr eyðslunni.

Birgir Ármannsson   

Í 24 stundum í dag er grein eftir Birgi Ármannsson þar sem hann boðar sérstaka skattalækkun á fyrirtæki þannig að það er ekki hægt að ráða annað af orðum hans og eyðslu stjórnvalda en að fara eigi dýpra í vasa einstaklinganna til að standa undir síaukinni eyðslu Sjálfstæðisflokksins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Sigurjón, í þessu sambandi þarftu líka að hafa í huga ákveðna dulda gjaldtöku sem felst í reglugerðafrumskógi sem hægri og vinstri kommúnistar sem ráða vesturlöndum gera einstaklingum og fyrirtækjum að fylgja. Við getum áreiðanlega bætt amk. 10% ofan á ríkisbáknið vegna þess og erum þá komin í þetta 55-60% efnahagslífsins sem kommúnískt kerfi okkar í raun kontrólerar.

Baldur Fjölnisson, 8.2.2008 kl. 00:50

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Mogginn hefur selt þessa kommúnista vel fótósjoppaða hverjar kosningarnar eftir aðrar og fengið allar auglýsingarnar borgaðar í topp og verið alsæll með það. Þetta hefur verið svo góð stefna og báknið hefur alltaf verið á leiðinni burt en svo nokkrum mánuðum áður en Styrmir fer á elliheimilið er bara eins og eitthvað stórslys hafi orðið og einhver lone gunman hafi spillt partíinu og það vantar hugmyndafræði. Hugsa sér. Þessir helv. kálhausar myndu nú varla þekkja hugmyndafræði ef hún biti þá í aðsetur heilabús þeirra, rassgatið á þeim.

Baldur Fjölnisson, 8.2.2008 kl. 01:00

3 identicon

Er þetta rétt Sigurjón? Manni rennur nú bara kalt vatn á milli skinns og hörunds. Skil það núna að það er erfiðara og erfiðara fyrir mig að ná endum saman. Ach, ég held bara að það sé mál að halla sér. Þvílík fásinna. Með beztu kveðju.

bumba (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 09:10

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Besta leiðin er að sjálfsögðu að draga úr ríkisútgjöldum en það er dýralækninum líklega ofviða (hann ræður ekki við flókna hluti eins og það að örva sparnað og spara í rekstri hins opinbera) og þá er auðveldast að hækka bara skatta á almenningi en taktu eftir því að um leið er talað um að lækka skatta á fyrirtæki. Er skrítið þó maður velti því fyrir sér hvort það sé rétt að þegar hann verði að telja upp að ellefu verði hann að opna buxnaklaufina?

Jóhann Elíasson, 8.2.2008 kl. 11:30

5 Smámynd: Agný

Ég held að í reynd séu bæði einstaklingar og fyrirtæki að borga of mikinn skatt ekki síst þar sem ansi margt er tví og marg skattað en það heitir bara hinum og þessum nöfnum ja eða er skírt upp á nýtt.. Svo virðast bara skattalækkanir í krónum  og aurum aldrei skila sér til þeirra sem upphaflega var ætlað að hefðu hag af því..

Íslensk stjórnvöld hafa löngum verið góð í því að færa úr þessum vasanum í hinn og svo eru vasarnir haug götóttir líka...

 Svo virðist mér  að það væri í lagi að þeir sem haldi um stýrið á þjóðarskútunni fari að læra  hvað viss orð þýða miðað ..

Samanber að það hefur verið mikið klifað á  þessu orði "sam"keppni en eins og framkvæmdin hefur orðið í reynd þá er  það "sam"þjöppun.. þá á ég við að fyrirtækjum er fækkað og smærri fyrirtæki innlimuð undir þau stærri...þetta er nú skilningur ráðamanna hér á landi á samkeppni.. nú svo má ekki gleyma orðinu "sam"ráð

 Svo er það annað orð sem er sama sagan með...en það er  "hátækni" og "hátekju"..  

Í þessu tilfelli á ég við hið marg umtalaða hátækni sjúkrahús..

Hér finnst mér að hafi verið ruglast á "há"tækni og "há"tekju  sjúkrahús..því einhvern veginn sé ég það þannig fyrir mér að þeir einu sem hafi efni á dvöl á þessum stað verði þeir sem eru með laun sem eru á mánuði svona svipað og mínar árstekjur og á þessu rómaða sjúkrahúsi muni koma til með að vinna innflutt vinnuafl sem verður undirborgað ...þetta er mín sýn alllavega...Kveðja...

Agný, 8.2.2008 kl. 11:48

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég er að borga ca. 30% af mínum útborguðu launum í vexti. Það er litlu minna en það sem ég borga í skatt.

Þá er ég að tala um íbúðarlán, bílalán, kreditkort og yfirdrátt.

Þessi skattlagning bankanna er á bilinu 15-25% hjá flestum. Þetta bætist ofan á skattprósentuna, 36 %. Samtals gerir þetta 45-60% af tekjum, að teknu tilliti til persónuafsláttar (ekki vaxtabóta.) 

Theódór Norðkvist, 8.2.2008 kl. 18:20

7 Smámynd: Júlíus Valsson

Socialisminn hefur ávallt reynst mönnum dýrkeyptur.

Júlíus Valsson, 8.2.2008 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband