Leita í fréttum mbl.is

Ólafur F. næsti formaður?

Í dag urðu góð tíðindi fyrir Reykvíkinga og ekki síst fólk á landsbyggðinni. Það er ljóst að ekki verður hreyft við Reykjavíkurflugvelli á næstu árum sem verður vonandi til þess að kaffihúsaliðið í R-listanum nái áttum og fari ekki á taugum þótt ein og ein sjúkraflugvél trufli latte-drykkjuna sem vissulega er mikilvæg enda hafa margar lífsgátur verið leystar við þá iðju.

Það verður spennandi að fylgjast með nýja borgarstjóranum. Ég hef þá trú að hugsjónamaðurinn Ólafur F. Magnússon eigi eftir að rækja starfið af trúmennsku, einlægni og harðfylgi. Það er ljóst að ef Ólafur F. Magnússon stendur sig sem forystumaður Reykvíkinga og nær að fylkja borgarbúum um sig og stefnumálin kemur hann vel til greina sem næsti forystumaður Frjálslynda flokksins.

Framundan eru mörg brýn verkefni í Reykjavík, það er alveg ljóst. Það má nefna starfsmannahald í stofnunum, til að mynda leikskólum, skíðasvæðum og sundstöðum. Svo má ekki gleyma samgöngumálum í Reykjavík sem verða ekki bara leyst með stærri umferðarmannvirkjum, heldur hlýtur að þurfa að líta til almenningssamgangna. Auk þess þarf að draga REI-málið upp á borðið og gera gangskör að Sundabrautinni. Málið hefur snúist um leikaraskap kjörinna fulltrúa í stað þess að þeir hafi rætt kjarna málsins af einhverju viti. Fyrst var Dagur í stjórnarandstöðu og gerði sig gildandi á móti Sturlu samgönguráðherra þar sem þeir kenndu hvor öðrum um að ekki væri hægt að fara í verkið. Síðan varð Dagur borgarstjóri og samflokksmaður hans ráðherra og þá strandaði málið á því hvort bjóða þyrfti verkið út eða ekki.

Nú má gera sér vonir um að skriður komist á málið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Enginn vafi í mínum huga að Ólafur mun sinna sínu starfi af trúmennsku og samviskusemi en hvernig ætlar maðurinn að standa einn vaktina? Hef gríðalegar áhyggjur af því þar sem hann er ekki með bakland innan flokks Frjálslyndra og óháðra. Er í raun óháður þar sem hann sagði sig úr flokknum. Hvernig sérð þú þetta ganga hjá honum????

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 21.1.2008 kl. 22:47

2 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Ég var einmitt að hugsa það sama og Guðrún Jóna. Ég hélt að hann hefði afmunstrað sig úr Frjálslynda flokknum, en það er alltaf hægt að munstra menn inn aftur og aftur og aftur og aftur.............

Gísli Sigurðsson, 21.1.2008 kl. 22:56

3 Smámynd: Egill Óskarsson

Yrði hann þá svona utanflokksformaður? Er það ekki skilyrði til formennsku í Frjálslyndum að menn séu skráðir í flokkinn?

Egill Óskarsson, 21.1.2008 kl. 23:00

4 Smámynd: Auðun Gíslason

Marklaust kjaftæði þessar yfirlýsingar um flugvöllinn.  Flugvöllurinn er ekki á dagsskrá næstu 3-4 árin (og svo fer hann vonandi).  Skautaðu yfir blaðamannafundinn á ruv.is og taktu eftir hvað Vilhjálmur segir um flugvallarmálið.  Auk þess að sýna Ólafi algeran dónaskap í lok fundarins.  Talaði yfir hann til að slíta fundinum.

Auðun Gíslason, 21.1.2008 kl. 23:01

5 Smámynd: Auðun Gíslason

Egill.  Er hann ekki utangarðsmaður í dag?

Auðun Gíslason, 21.1.2008 kl. 23:02

6 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Sigurjón, ég hef orðið smá áhggjur af þér ef þú telur að þetta örvæntingarfulla gengi sem stillti sér upp á Kjarvalsstöðum geti skapað einhverja spennandi tíma. En vonandi ertu ekki að þróast eitthvað forpokað íhald. Talar niður til félagshyggjunnar en finnst greinilega kompaní við ránfuglinn boða bjarta tíma.

Gunnlaugur B Ólafsson, 21.1.2008 kl. 23:05

7 Smámynd: Halla Rut

Ekkert hefur verið gert í starfsmannahald á stofnunum eða  leikskólum. Ekkert. Hvorki hjá Sjálfstæðisstjórninni né nú hjá vinstri stjórninni. Nú kemur þriðja tækifærið. Sjáum hvað gerist.

Það stór hluti leikskóla í Reykjavík sem þarf að biðja foreldra að sækja börn sín fyrr á daginn vegna manneklu. Á hverjum lendir þetta mest....Jú, auðvitað þeim sem síst skildi og verst hefur það. 

Ég óska Ólafi til hamingju og veit að hann á nægt bakland til að standa við stóru orðin. 

Halla Rut , 21.1.2008 kl. 23:14

8 Smámynd: Egill Óskarsson

Ég held að þú sért að misskilja mig eitthvað Auðunn. Ég er að benda á að mér finnst mjög ólíklegt að Ólafur F. verði næsti formaður Frjálslyndra á meðan hann er ekki skráður í flokkinn.

Egill Óskarsson, 21.1.2008 kl. 23:19

9 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það stóð ekki til að færa flugvöllinn á næstu árum...er á skipulagi til 2016 í það minnsta og rannsóknir á Hólmsheiði munu standa til 2011. Hvað er þá merkilegt í fyrsta lið blaðsins sem Ólafur F las í kvöld. Ekkert nákvæmlega.... það stóð ekkert til í þessum málum fyrr en á næsta kjörtímabili hið fyrsta.... annað hvort blekking hjá Ólafi eða hann veit ekki betur

Jón Ingi Cæsarsson, 21.1.2008 kl. 23:21

10 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég hélt að Óli Falski hafi sagt sig úr frjálslynda flokknum !! er það bara miskilningur í mér eða hvað ?

Óskar Þorkelsson, 21.1.2008 kl. 23:27

11 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Sammála Jóni.  Ef flugvöllurinn, sem klárt er að verður óhreyfður a.m.k. til 2016 og rannsóknir munu standa langt fram á næsta kjörtímabil, var það sem þurfti til að ná Ólafi upp í til Sjallanna þá er nú jafnvel minna í hann spunnið en ég hélt.  Það getur ekki hafa verið erfitt að sannfæra Sjálfstæðismennina um þetta sem þó virðist hafa verið Ólafi efst í huga.

Þá fannst mér merkilegt að hinn möguleikinn sem Villi nefndi var Hólmsheiðin sem er algerlega fráleitur möguleiki.  Það að setja flugvöllinn í 120 metra hæð yfir sjó og á næstu hæð við helsta vatnsból Reykvíkinga er hreint ótrúleg hugmynd.

Mér finnst hins vegar ástæða til að skoða það að sameina Keflavíkurflugvöll og Reykjavíkurflugvöll út á Löngsker eða annað út á uppfyllingu úti á Faxaflóa - að því gefnu að það gangi upp veðurfarslega...skoðum þetta á næsta kjörtímabili.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 21.1.2008 kl. 23:32

12 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Dag skal að kveldi lofa og mey að morgni.

Gunnar Skúli Ármannsson, 21.1.2008 kl. 23:57

13 Smámynd: Jens Guð

  Hverfi Guðjón A.  úr formannsstóli FF - ég mun reyndar harma það - þá styð ég Ólaf F.  heilshugar sem arftaka.  Gegnheill hugsjónarmaður sem hvikar hvergi frá málefnastöðu FF.

Jens Guð, 22.1.2008 kl. 00:00

14 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ólafur á heiður skilið fyrir að ná öllum stefnumálum flokksins fram.

Hann mun örugglega láta hendur standa fram úr ermum. 

Sigurður Þórðarson, 22.1.2008 kl. 00:00

15 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Tek undir orð Sigurðar hér á undan, Ólafur á sannarlega heiður skilið fyrir að ná öllum stefnumálum fram.

Ólafur er nefnilega einn klókasti stjórnmálamaður sem við eigum, sem verk hans nú bera vitni um.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 22.1.2008 kl. 01:39

16 identicon

Hann á eftir að sanna það,Ólafur og hvort að hann hefir nokkurt vægi sem verður vafamál.Vilhjálmur og hans gengi munu stjórna Ólafi frá fyrsta degi.Stefnumál Ólafs komu vel út á prenti og vellesið hjá honum.En þessi blaðsnepill hans á eftir að rýrna.

jensen (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 08:05

17 identicon

Nú er tími spurninga: Það eru athyglisverðar yfirlýsingar að þú og Jens styðji Ólaf F. Magnússin til formennsku í Frjálslyndaflokknunum. Spurning: Er Ólafur flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og frá hvaða tíma? Hvaða málefnaágreiningur leiddi til þessa meirihlutamyndunar? Styðja aðrir forystumenn F-listans skoðun þína s.s Jón Magnússon, að hefja samstarf við Vilhjálm Þórmund?

Sigurjón, ertu búinn að finna leiðtoga lífs þíns?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 08:56

18 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Þetta kjörtímabil er ónýtt útaf endalausum mannabreytingum. Mjög kostnaðarsömum mannabreytingum. Biðlaun, skrifstofuhrókeringar, breytingar á bréfsefnum o.fl., o.fl. Þeir sem hafa verið stungnir í bakið eru borgarbúar sem treysta þessu fólki til að vinna í sína þágu. Það hefur ekki verið vinnufriður útaf valdabrölti nokkurra einstaklinga og mikilvæg málefni setið á hakanum. Allt þetta fólk á að sjá sóma sinn í því að biðjast fyrirgefningar á því tjóni sem þessar aðgerðir hafa kostað borgarbúa og gefa okkur 15% yfirvinnu af þeim sökum.

Páll Geir Bjarnason, 22.1.2008 kl. 09:11

19 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

sammála síðasta ræðumanni

Hólmdís Hjartardóttir, 22.1.2008 kl. 09:21

20 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæll

Mikið vildi ég að þú værir að grínast Sigurjón.  - bk Svanur

Svanur Sigurbjörnsson, 22.1.2008 kl. 09:33

21 identicon

Heldur þú Sigurjón, virkilega, að Ólafur geti ráðið við Sjálftökuflokkinn þegar á reynir? Hann fékk þennan stól og það hefði alveg eins verið hægt að borga honum bara pening fyrir, það hefði alla vega verið trúverðugara fyrir kjósendur. Allt á að vera upp á borðinu og Ólafur var heldur lúpulegur í Kastljósi í gær og hálf ömurlegt að maður sem hreykir sér af því að hafa fengið 6000 atkvæði skuli fá valda mesta embættið eingöngu til að Sjálftökuflokkurinn komist til valda. Þetta eru soglegir atburðir það hljóta allir að sjá sem vilja.

Valsól (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 10:33

22 Smámynd: Atli Hermannsson.

Ólafur F. sagði í gær að F listinn hafi átt erfitt með að fá fulltrúa í samráði við kjörfylgi þegar fráfarandi meirihluti var stofnaður. Mér er því spurn; Mun Ólafur ganga framhjá Margréti og hennar stuðningsfólki við skipanir í nefndir og ráð... en ef mér skjáttlast ekki þá sé ég vart önnur andlit á framboðslistanum.

Atli Hermannsson., 22.1.2008 kl. 10:35

23 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég á nú frekar von á því að Margrét Sverrisdóttir nái áttum og máli sig ekki enn og aftur út í horn.   Ég get ekki betur séð en að leiðtogi hennar Ólafur F Magnússon tilvonansdi borgarstjóri sé búinn að ná fram  öllum helstu baráttumálum F listans og þess vegna ætti Margrét að vera sæl og glöð með þróun mála.

Það er ekki rétt sem látíð er í veðri vaka að Ólafur standi algerlega einn á listanum.

Sigurjón Þórðarson, 22.1.2008 kl. 11:08

24 identicon

Fylltist nú frekar hrolli en gleði við að sjá blaðamannafundinn í gær. Það sem brýnna er að leysa frekar en eitthvað flugvallarmál er starfsmannamál á leikskólum borgarinnar og eitthvað fór lítið fyrir þeim lið á stefnuskránni. Hvað er átt við með því annars að bæta þjónustu, er þá átt við að borga betri laun eða syngja betri lög inná deild?? Þetta er hryllingur fyrir Reykvíkinga og ég spái því að Ólafur hverfi jafnskjótt og hann skaust í þetta embætti.

Verð nú líka að segja að mér finnst með ólíkindum að Ólafur skuli tilbúinn að stökka með Sjálfstæðisflokknum núna eftir að þeir létu hann svo sannarlega róa í byrjun kjörtímabilsins fyrir Björn Inga Hrafnsson.

Lísa Margrét Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 11:36

25 Smámynd: Halla Rut

Lísa: Þetta sem þú segir um leikskólamál er einmitt það sem margir hugsuðu, þar á meðal ég.  Ef Ólafur velur sér það bakland sem vonast er til þá mun svo sannarlega eitthvað vera gert í leikskólamálum borgarinnar enda komin tími til því ekkert hefur verið gert í áraraðir sama hver hefur verið við stjórnvöldin.

Halla Rut , 22.1.2008 kl. 11:58

26 Smámynd: krossgata

Flugvöllurinn var ekki fara neitt næstu árin hvort sem var, það var alveg morgunljóst og hefur lengi verið. 

Strandar ekki Sundabraut enn á útboðsskerinu hvort sem Ólafur er borgarstjóri eða ekki?  Útboðskrafan er ekki háð því hver er borgarstjóri. 

Leikskólar, skíðastaðir og sundstaðir gengur ekki betur að manna þó Ólafur verði borgarstjóri.  Laun starfsmanna á leikskólum er svo lág að þegar ekki er atvinnuleysi í landinu þá fer fólk ekki í þessi störf - algerlega óháð því hver er við stjórnvölinn, eitthvað álíka má segja um sundstaði.  Sama gildir um skíðasvæðin nema hvað þar fæst ekki fólk því fólk kærir sig ekki um vinnu í nokkrar vikur og svo búið - þegar ekki er atvinnuleysi þarf fólk eða öllu heldur neyðist ekki til að taka slík störf.

 Þetta verður ekki leyst með nýjum og nýjum borgarstjóra.  Ekki var verið að ná neinu fram sem ekki hafði verið náð áður.  Það breytist ekkert, nema Ólafur fær mýkri stól og líklega betri laun.

krossgata, 22.1.2008 kl. 13:11

27 identicon

Sæll Sigurjón, í ljósi þess að 70% af málefnalista nýja meirihlutans eru baráttumál Frjálslyndra, munt þú þá styðja þá viðleitni að hefja strax viðræður við Ólaf F. um að hann komi til baka í Frjálslyndaflokkinn þar sem hann á heima?

Bkv, Krissi

Kristófer (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 13:21

28 Smámynd: halkatla

eru bara valdasjúklingar og draumórafólk í frjálslyndaflokknum? annars segi ég bara til hamingju með að vera komin í sjálfstæðisflokkinn, það er fyndið miðað við alla forsögu ykkar og raus um kvótakerfið

halkatla, 22.1.2008 kl. 14:04

29 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er engin hætta á öðru en að áfram verði horft til mannréttindamála, ég er t.d. sjúkur í að breyta í þeim málum til betra horfs.

Sigurjón Þórðarson, 22.1.2008 kl. 15:54

30 identicon

Þú átt bara að fara sjálfur í formanninn Sigurjón!!!

Það er alger óþarfi að vera að púkka eitthvað upp á flokkssvikara á borð við Ólaf F. Magnússon.  Ég hélt nú að hann hefði nú farið þannig með ykkur Frjálslynda og ykkar stuðningsmenn að þið hefðuð ekki skap til að taka við honum aftur.  Eruð þér menn eður mýs?

Jón Einarsson (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 17:53

31 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Nú er það ljóst Sigurjón að kjörnir fulltrúar FF styðja ekki Óla Falska.  Þessi borgarstjórn er í raun ekki í meirihluta því óli þarf ekki meira en að fá alvarlegt kvef til þess að þetta hrynji allt saman, jú eða bara annað þunglyndiskast.

Óskar Þorkelsson, 22.1.2008 kl. 19:00

32 identicon

það er sorglegt að sjá hvernig veikindi fólks er notað gegn því og talað niðrandi um ákveðna tegunds sjúkdóms.Væri þessi umræða að eiga sér stað ef um td. krabbamein væri að ræða?

Bryndís Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 20:12

33 Smámynd: haraldurhar

   Sigurjón þetta hlítur að ver grín hjá þer.  Þú veist að Ólafur er félagi í Íslandshreyfingunni, og þetta hljómar nú næstum eins og þú værir að gefa yfirlýsingu að þú styðir Davíð Oddson eða Björn Bjarna til forustu í Frjállindum.

   Þér hlítur að vera ljóst eins og flest öllum öðrum, að þessi gerð er gengisfelling á ísl. stjórnmálamönnum.  Bara það að fulltrúi fokks fari og semji um samstarf og geri málefnasaming án samráðs við flokksystkyni sín hlýtur að keikja á einhverju ljósi í höfðinu a þér.

haraldurhar, 22.1.2008 kl. 21:38

34 identicon

Þessi svokallaði stjórnarsáttmáli er mjög almennt orðaður enda hripaður upp á 20 mín. Vera góður við náttúruna og gamla fólkið geta ekki allir tekið undir það??

Það sem liggur undir er að bitlingi var veifað fram í Ólaf F. Bitlingurinn borgarstjórastóllinn. Ólafur veit að hann er á leið út úr pólitík. Í fyrsta lagi mun hann ekki ná kjör í næstu kosningum, og í öðru lagi hefur hann enga heilsu í pólitíst argusþras. En langar að láta gera styttu af sér í ráðhúsinu.

Síðan er það okkar kjósenda að velta því fyrir okkur hvort við viljum að pólitíkin hérna á Íslandi þróist í sömu átt og er í ameríku. Þar sem pólitíska þátttaka byggist eingöngu á því að efla eigin hag, hag einstakra fyrirtækja og einstaklinga. Við framgöngu Ólafs, þar sem hann er keyftur eins og hver önnur vara út úr búð, hefur hann sett sig á bekk með pólitískum mafíuóssum. Og því sorglegt að Sigurjón fyrrverandi þingmaður og Hegranesgoð skuli geta réttlætt svona vinnubrögð. Það sæmir ekki heiðnum manni. En ég get ekki annað séð að bæði Sigurjón og Ólafur F séu á leið á pólitíska ruslahauga. 

Sigurður H. Einarsson (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 22:45

35 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Ég er eiginlega ekki að ,,fatta" þessa gleði innan herbúða Frjálslyndra. Ólafur sagði skilið við flokkinn fyrir all nokkru og starfar ekki undir merkjum hans. Margrét enn síður. Hins vegar er það skiljanlegt að fagna því að sum þeirra málefna sem FF hefur staðið fyrir mun kannski fá brautargengi nú.

En verum nú raunsæ, ,,come on".!  Ólafur er ekki með varamenn á bak við sig og baklandið gisið innan framboðsflokksins.  Eina leiðin fyrir hann til að tryggja sína eigin stöðu er að ganga aftur til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Hvernig getur hann tryggt þennan meirihluta öðru vísi en að snúa aftur ,,heim"? 

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 22.1.2008 kl. 23:22

36 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Guðrún, svarið við spurningu þinni liggur í málefna- og verkefnaskrá nýja meirihlutans, sem er sú sama og kosningastefnuskrá FF fyrir kosningarnar 2006. Ólafur stendur nær okkur hugsjónalega og því er fullkomlega óraunhæft að tala um að hann gangi í Sjálfstæðisflokkinn. Hitt er rétt að breytingar eru fyrirsjánlegar.

Sigurður Þórðarson, 22.1.2008 kl. 23:54

37 identicon

Sigurjón, ég er algjörlega sammála þér. Flugvallarmálið er mér hjartans mál og mér finnst skipta gríðalegu máli að því sé fylgt eftir.

Þegar þú skrifar um hugsjónamanninn Ólaf og notar orðin trúmennska, einlægni og harðfylgni, þá finnst mér vini mínum Ólafi rétt lýst.

Ég er ekki búin að gleyma gleðinni við tvenna kostningasigra og í dag er ég glöð yfir nýjum stefnuföstum og traustum borgarstjóra.

Valdís (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 05:44

38 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

þér líkar þetta vel. ert þú líka hagsmunapotari Sigurjón?

Brjánn Guðjónsson, 23.1.2008 kl. 12:21

39 identicon

hvað með Gunnar Örlygsson sem næsta formann? eða Margréti Sverrisdóttur - þau eru bæði FYRRVERANDI flokksmenn Frjálslynda flokksins?

- (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 13:58

40 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Sjálfstæðisflokkurinn hefur þetta í hendi sér .Ólafur getur ekki farið aftur til baka til þeirra sem hann stökk frá.Sjálfsæðismenn munu gera það sem þeim sýnist.Ef Ólafur hættir að styðja sjálftæðismeirihlutann er hann úti í kuldanum vegna þess að einginn tekur við honum.Það verður ekki hægt að mynda meirihluta án Sjálfstæðisflokks. Það er sjálfsmorð frjálslyndra að styðja Ólaf.

Sigurgeir Jónsson, 23.1.2008 kl. 23:13

41 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Þú segir það Sigurjón, að hann standi FF nær hugsjónalega. Ég get tekið undir það miðað við málefnasamninginn við Sjálfstæðismenn. Ég sé hins vegar ekki hvernig maðurinn getur staðið einn vaktina.

Hvaða breytingar gætu orðið til að styrkja stöðu Ólafs? Hann er ekki í flokknum og þó hann snéri til baka eru 2. og 3. varamenn honum andsnúnir. Er ekki  frekar hæpið að varamenn neðar á listanum geti verið hans varamenn?  Nú spyr sá sem ekki veit. Ég fæ ekki refskákina til að ganga upp en er hins vegar ekki klók í skák.

Annað hnýt ég um. Hefur komið til tals að skipta út formanninum innan flokksins? Ég er svo ,,bláeyg" að ég hef ekki orðið vör við þá umræðu. Hallarbylting??? 

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 23.1.2008 kl. 23:18

42 identicon

Til upprifjunar:

Ólafur F. í Silfrinu 2. des. 07
Hér er slóð á viðtal við Ólaf F. Magnússon í Silfri Egils 2. desember síðastliðinn:

http://http.ruv.straumar.is/static.ruv.is/geyma/olafurf.2007-12-02.wmv


Kristján Þór Júlíusson um nýja meirihlutann í Reykjavík:
http://www.visir.is/article/20080124/FRETTIR01/80124016


Hér er því haldið fram að sjálfstæðismenn hafi lekið upplýsingum um heilbrigðisvottorð

Ólafs F,Magnússonar:

http://eyjan.is/hux/2008/01/22/bjortu-hli%c3%b0arnar/


kv. gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 17:20

43 identicon

Við sem búum við það að eiga ekki kost á flugi, ekki einu sinni sjúkraflugi, og hvað þá latte-drykkju ættum kannski ekki að hafa skoðun á þessu máli, en ég samfagna með því landsbyggðarfólki sem býr við áætlunarflug.

Kristín Sigurrós Einarsdóttir (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband