Leita í fréttum mbl.is

Til hamingju með daginn, seðlabankastjóri

Einn hópur manna á Íslandi er enn án gildandi kjarasamninga, sjómenn á minnstu bátunum. Sumir þessara báta eru í raun ekki litlir, heldur hafa verið stækkaðir út í ystu mögulega afkima furðulegra reglugerða sem gilda um smábáta þannig að þeir líta út eins og risavaxnir skókassar. Í sumum þessara báta eru jafnvel sjálfvirkar beitningarvélar. Smábátarnir geta sumir aflað mikilla fjármuna, jafnvel hátt í milljón á dag.

Ef marka má viðtökur sem kjarasamningur Landssambands smábátaeigenda hefur fengið í aðildarfélögunum virðist ekki vera borð fyrir báru í rekstrinum til að gera kjarasamninga þrátt fyrir gríðarlegur tekjur þessara útgerða. Ástæðan er næstum örugglega sú að margar útgerðanna leigja aflaheimildir af einhverjum sem fékk þær gefins eða eru að reyna að festa kaup á þeim og greiða þar af leiðandi mikinn fjármagnskostnað.

Ég hef oft verið nokkuð undrandi á því hversu aðgerðalaus verkalýðshreyfingin hefur horft á þetta fiskveiðistjórnunarkerfi þar sem það gríðarlega fjármagn sem hefur farið út úr greininni hlýtur að koma niður á þeim sem vinna í atvinnugreininni. Það segir sig sjálft. Og það bitnar líka á sjávarbyggðunum.

Ef marka má færslu Halla er gerjun í félagsmálum útgerðarmanna. Það er greinilegt að þeir aðilar sem vilja breytingar á kerfinu virðast vera að þjappa sér saman.

Að lokum er rétt að óska Davíð Oddssyni til hamingju með daginn. Það væri ráð fyrir hann í tilefni dagsins - úr því að kvótakerfið er komið að fótum fram - að festa sér miða til Kanarí. Hann taldi í eina tíð það ráð vænst þegar allt útlit væri fyrir að kvótakerfið væri á síðustu metrunum. Við hin getum þá fengið að stunda þá vinnu sem við kjósum og búa við sanngjarnar leikreglur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Halli er búinn að draga upp hauskúpufánann.

Sigurgeir Jónsson, 17.1.2008 kl. 19:53

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Nú blásum við til sóknar Sigurjón og sækjum rétt okkar. Það er deginum ljósara að það verður að laga til. Stefna sem er ráðandi og notuð hefur verið er gjaldþrota. Það er hreint með ólíkindum að menn skuli ekki þora að viðurkenna það. Ég bendi til dæmis á þetta Hér hvernig hlutirnir eru í raun, skuldirnar eru gríðarlegar og ofveðsetningin er stjarnfræðileg. Sigurgeir það eru takmörk á öllu, nú verður farið á fullt og rödd okkar sem minna mega sín gegn ofbeldinu fær að heyrast af krafti. Það er mikill samhljómur meðal þeirra sem ég er í sambandi við og það eru allir velkomnir í hópinn.

Hallgrímur Guðmundsson, 17.1.2008 kl. 20:49

3 Smámynd: Herbert Guðmundsson

Þessi fyrirsögn þín, Sigurjón, er lágkúra, eins og niðurlagið. Þú kannt ekki mannasiði, hófsemi né virðingu. Skoðanir þínar máttu eiga í friði.

Herbert Guðmundsson, 17.1.2008 kl. 21:42

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Sæll Herbert  og þakka þér fyrir þessa ábendingu en ég hef nú séð það svartara s.s.

HVER KEMST AF MEÐ KJAFTÆÐI UM MEÐALTÖL?

Kæri Hannes Hólmsteinn!
Mikið vorkenni ég þér að standa í þessu endalausa ströggli um fátæktina hér á landi, sem þú þekkir ekkert til nema sem talna og meðaltala.
Romsur þínar um kjör fátæks fólks hér á klakanum eru til vitnis um afneitun veruleikans, hvort sem er í smáu eða stóru.
Í þessu litla og viðkvæma þjóðfélagi okkar gilda ekki kúrfur og klisjur, þú getur ekki sett þig í sæti dómara um raunveruleika sem þú viðurkennir ekki.
Ég vorkenni þér fyrir fleiprið um þessi mál. Það er í engu til bóta!

Sigurjón Þórðarson, 17.1.2008 kl. 22:17

5 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

ha,ha,..Hvað hefur Herbert þessi étið ofaní sig í kvöld? Er hann svona vantrúaður á að þú viljir óska "foringjanum" til hamingju með daginn og tekur þetta eitthvað öfugt inná sig? Hér þarf að útskýra.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 17.1.2008 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband