Leita í fréttum mbl.is

Prófessor Björg, hvað er það sem er ekki skýrt?

Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, kvakar í frétt á mbl.is að niðurstaða  mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna í máli tveggja sjómanna sem íslensk stjórnvöld beittu órétti og sviptu atvinnuréttindum sé ekki skýr og rökstuðningur sé knappur.

Hvernig er það, er það ekki lágmarkskrafa til þeirra sem kvarta yfir að frekari rökstuðning vanti að þeir rökstyðji það álit sitt? Það gerir Björg Thorarensen prófessor ekki.

Það er svo annað mál að flestum landsmönnum er ljóst að niðurstaðan er skýr. Kvótakerfið er óréttlátt og jafnræðis þegnanna er ekki gætt.

Það er fjarstæðukennt ef Ísland sem ætlar sér stóra hluti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í að bæta mannréttindi þjóða heimsins ætlar algerlega að hunsa tilmæli mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um að leiðrétta misrétti í eigin landi.


mbl.is Álit mannréttindanefndar ekki þjóðréttarlega bindandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

mér finnst líka óskiljanlegt hvað próffessorinn meinar??

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.1.2008 kl. 15:19

2 identicon

Hún er einfaldlega að lýsa lögfræðilegum veruleika þessa álits, hún er ekki að taka efnislega afstöðu til málsins. Við erum skuldbundinn að þjóðarétti að fylgja samningnum, en hann hefur hins vegar ekki lagagildi, á þessu tvennu er eðlismunur. Tek það fram að ég er ekki sammála Vatneyrardóminum.

Arngrímur (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 15:41

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Margir hafa farið flatt á því að vanmeta þöggunardeild Sjálfstæðisflokksins sem að er eitt hans mikilvægasta & skilvirkasta batterí.

Enda haft nóg að gera undanfarna vikuna, mánuðina, árin & áratugina þar á undan.

Fólk í góðri æfíngu, eins & sjá má þegar borinn er saman fréttaflutníngur mbl.is, miðað við aðra fjölmiðla.

Steingrímur Helgason, 11.1.2008 kl. 16:42

4 identicon

Hvernig veistu að hún rökstuddi álit sitt ekki?  Tókst þú viðtalið?  Og ef svo er; af hverju baðstu hana ekki um rökstuðning?

thorvaldur (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 17:21

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er ljóst að hlutabréfaelítan veðjaði á rangan hest þegar ákveðið var að sækja um setu í Öryggisráðinu.

Greinilega átti að sækja um setu í Mannréttindanefndinni.

Þá hefði kannski mátt bjarga þessu klúðri.

Margar Afríkuþjóðir hafa hunsað álit Mannréttindanefndarinnar og einnig eru dæmi frá SuðuAmeríku, t.d. Urugvai.

Það yrði nefnilega slæmt fyrir bankana okkar og ýms fyrirtæki í fjárfestingum og jafnvel útrás ef við færum að fórna hagsmunum fyrir mannréttindi.

Árni Gunnarsson, 11.1.2008 kl. 17:50

6 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þorvaldur: Nei ég tók ekki umrætt viðtal við Björgu Thorarensen enda er í raun fráleitt að taka viðtal við þá annars mjög mætu manneskju út af þessu máli, þar sem hún eiginkona eins þeirra dómara sem kvað upp dóm hæstaréttar sem mannréttindanefnd SÞ úrskurðaði um.

Sigurjón Þórðarson, 11.1.2008 kl. 17:55

7 identicon

Hvað er með þig Sigurjón og að vera alltaf með skítkast út í annað fólk? Af hverju fjallar þú ekki bara um málið án þess að blanda öðru fólki í það? Er þetta einhver minnimáttarkennd? Mér er spurn...

Guðfríður (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 18:17

8 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

" Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, kvakar í   "

Það er svona lítilsvirðing við skoðanir annarra  sem heldur fólki frá ykkur Jóni Magnússyni og ykkar líkum.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.1.2008 kl. 18:44

9 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Guðfríður ég get ekki séð neitt í mínum skrifum sem getur flokkast sem eitthvert skítkast.  Ég hef einfaldlega bent á þá staðreynd að prófessorinn rökstyður ekki það álit sitt að það vanti rökstuðning og síðan tengsl  prófessorsins við hæstaréttadómarann sem kvað upp dóminn sem mannréttindanefnd SÞ fjallaði um.

Það er rétt að hafa það í huga að hér um alvörumál að ræða og fjölmargir einstaklingarnir og heilu byggðalögin hafa farið illa út kvótakerfinu sem er að mati mannréttanefndar SÞ ósanngjarnt þar sem jafnræðis borgaranna gætir ekki. 

Sigurjón Þórðarson, 11.1.2008 kl. 18:49

10 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Heimir: Ég er svo mikill fuglavinur nema svona rétt yfir rjúpnaveiðitímann að mér dytti ekki í hug að taka það sem sérstaklega lítilsvirðingu ef einhver segði mig kvaka.

Sigurjón Þórðarson, 11.1.2008 kl. 18:58

11 identicon

Sæll Sigurjón

Hafið þið í Frjálslyndaflokknum heyrt orðið "tækinýjunar" ég vill minna á það að frá árinu 1900 hafa komið fram tækninýjungar sem stuðla að því að fækka  störfum fólks. Slík hið sama hefur hefur hent sjávarútveg, og vill ég telja fram fremstan í flokki konubanan sem var tekinn upp í öllum rækjuvinnslum hér á landi meðan þær voru í blóma. Flæðilínur frá Marel hafa fækkað störfum í sjávarútvegi mikið síðustu ár. Ég get ekki annað skilið á ykkur í frjálslindaflokkum en það að landpósturinn verði tekinn upp ef svo ólíklega vildi til að þið kæmust til valda

Nú skulið þið setjast niður og hugsa þó um það fólk sem starfar í sjávarútvegi og leyfa því að vinna störfin sín í friði. Ekki vijið þið bera ábyrgð á því að ég og annað fólk sem höfum lísviðurværi á þessari grein, þurfum að flyjast á aðra staði til að vinna við það sem við kunnum. Af 2 slæmum kostum vildi ég frekar vilja missa vinnuna og flytjast annað ef atvinnurekandi, seldi reksturinn, heldur en að láta misvitra stjórnmálamenn sem fæstir hafa unnið við þessa grein standa fyrir hreppaflutningum

Bk

Hrannar 

Hrannar (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 19:02

12 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Hrannar: Í mínu ungdæmi hét þessi tækninýjung kerlingabanar. Þú talar um einhverja hagræðingu og einhverjar tækninýjungar og þess vegna ættir þú að vera með okkur í liði þar sem nú er veitt þrisvar sinnum minna af þorski en áður en kvótakerfið var tekið upp.

Í öðru lagi hvetur kerfið til brottkasts. Ég get alveg tekið undir með þér að afskipti stjórnmálamanna af sjávarútvegi á undanförnum árum hafa verið misráðin, s.s. úrskurður mannréttindanefndar ber með sér. Að auki má segja að sumt sem hefur verið látið óátalið, t.d. af bæjarstjóranum í Vestmannaeyjum, hefur verið mjög umdeilanlegt, s.s. útflutningur á gámafiski. 

Í þriðja lagi er ég sammála þér um að það eigi að hugsa um fólk sem starfar og vill starfa í sjávarútvegi. Það er algerlega óþolandi að leiguliðar greiði 80% af tekjunum sínum í leyfisgjald til þeirra sem fengu eigur almennings án endurgjalds.

Sigurjón Þórðarson, 11.1.2008 kl. 19:29

13 identicon

Sæll Sigurjón

Ég næ þessu ekki alveg hjá ykkur, en tek það fram að ég hef einungis 1 háskólagráðu (vildi að ég hefði jafn margar og Georg Bjarnfreðarson eða 5 stk) þá myndi ég kannski skilja ykkur, því verð ég að spyrja þig nokkra spurninga til að öðlast vit í málinu

1) Hvernig á að auka aðgengi annara í sjávarútveg og dreifa vinnunni, án þess að skerða lífskjör okkar fáu furðufugla sem að höfum þetta enn að atvinnu?

2) Er ekkert brottkast í sóknardagakerfi?

3) Er það ekki skerðing á atvinnufrelsi að banna gámaútfluting??

 4) Hérna fyrir 1980 stunduðu skipin mikið veiðar á smáfiski fyrir norðurland, þar stóðu menn frívaktir við að henda fiski, hvaða kerfi var þá??

Mér þætti gott að fá svör við þessum spurningum þá átta ég mig kannski betur a ykkur

Bk

Bikki

Hrannar (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 20:04

14 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Fátt eitt getur bjargað sjávarútvegsráðherra og öðrum sem bera ábyrðg á þessu klúðri. Hins vegar er ég þess fullviss að lög verða samin hið snarasta og það afturvirk til að lögleiða það

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 11.1.2008 kl. 20:44

15 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Bikki: 

1) Staðreyndin er sú að almennt hafa tekjur sjómanna ekki haldið í við launaþróun annarra á síðustu árum þrátt fyrir að sjávarútvegurinn sé lokaðri en aðrar atvinnugreinar og nánast harðlæstur.

2) Það er miklu minni hvati til brottkasts í sóknarkerfi en kvótakerfi og það er nánast óþekkt í Færeyjum.  Það er að vísu mögulegt að minnka hvata til henda fiski í kvótakerfum.  Það var gert með góðum árangri að koma á svo kallaðri 5% reglu sem ég reikna með að þú þekkir til ef þú starfar í sjávarútvegi.  Hafa verður í huga að sá sem á mestan heiður af því að koma þeirri reglu á var Níels Ársælsson sem viðurkenndi það sem viðgengst í flotanum þ.e. brottkastið.  Hann fékk að vísu ekki orðu fyrir heldur þungan dóm en þjóðarbúið græddi og þá sérstaklega Hafró sem fær að fénýta drjúgan hluta af þeim afla sem annars væri hent.

Ef vilji væri til þá væri hægt að ganga enn lengra í að minnka hvata til að henda fiski með því að láta minni fisk sem er verðminni per kg. dragast hlutfallslega minna frá kvóta en stærri fiskur.

3) Það má spyrja á móti hvort að það sé ekki skerðing á atvinnufrelsi að gefa ekki innlendri fiskvinnslu kost á að bjóða í afla áður en hann er fluttur óunninn til útlanda.  Ef að það væri tryggt að þá ríkti jafnræði.

4) Ég kannast ekki við að sjómenn hér á Norðurlandi hafi notað frítíma sinn til þess að henda fiski sem þeir veiddu á vaktinni.

Sigurjón Þórðarson, 11.1.2008 kl. 21:42

16 identicon

Sæll Sigurjón

 Sjálfur tók ég þátt í að róa á sóknardagabát í litla kefinu, ég man það vel að það var áhugamál þónokkra útgerðamanna að melda sig ekki út á miðin fyrr en þeir voru komnir þangað, til þess að drýja daganna og fiska meira. Ég myndist ekkert á það að sjómenn af norðurlandi hafi staðið frívaktir við að henda fiski, heldur sagði ég að skip sem stunduðu veiðar á þessum svæðum lögðust sum hver í smáfiks og hentu honum því það tók of mikinn tíma að gera að honum, mörg skip frá öllum landshlutum tóku þá í þessu. Persónulega þekki ég þónokkra sem tóku þátt í þessu. Þegar grálúðuveiði var og hélt hér fyrir löngu kom fyrir að það fiskaðist svo mikið að henda var heilu  og hálfu förmunum. Þetta eru bara staðreyndir sem að auðvelt er að fá menn sem stunduðu sjóinn á þeim tíma til að viðurkenna. Vissulega er brottkast og öll ill meðferð á takmarkaðri auðlind sem að fiskistofnarnir í kringum landið eru, forkastanleg og á ekki að líða, þar getum við verið sammála um. Það er mín skoðum og skoðun margra að umhverfisþættir í hafinu hafa valdið að stórum hluta þeirri niðursveiflu sem að átt hefur sér stað, td breytt göngumynstur og uppeldistöðvar loðnunar, hærra hitastig í sjónum, stórkostleg aukning á hvölum. Kerfið hefur ekkert með þessa þætti að gera. Þorskbrestur hefur alltaf komið annaðslagið. Það sem hefur ekki gerst lengi er að hér hefur ekki komið grænlandsganga til fjölda ára, sem bar uppi aflan á íslandsmiðum frá 1973 eða 75 að mig minnir og í þó nokkur ár þar á eftir. Skrýtið er að sá þorskstofn sem er í hvað mestri sókn þessa daganna í Barentshafsstofninn, þar er aflamarkskerfi og viðkennt er að mikil rányrkja er stunduð þar.

Við eigum öll að einhenda okkur í er að auka og styrkja verulega rannsóknir á sjávarlífkeðjunni hér við Ísland, kanna mun betur fæðuöflun fiskanna og svo framvegis.

Einnig á að auka hvalveiðar, því þeir éta mikið af frumframleiðslu í hafinu.

Mín skoðun er sú að það er alveg sama hvaða kerfi er í gangi og hverjir eru handhafar þess, ef að réttar aðstæður fyrir fæðuöflun eru ekki fyrir hendi þá breytir engu hvaða kerfi er notað.  

Bikki (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 22:49

17 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæll Sigurjón, hér í eyjum hafa útgerðarmenn í mörg ár sent fisk erlendis í gámum og byggt upp markað sem borgar mun hærra verð en hér tíðkast , ef við hinsvegar myndum landa öllum þessum fiski hér í eyjum þá yrði sennilega að byrja á því að byggja eitt frystihús í viðbót við þau sem fyrir eru , en þá myndu tekjur sjómanna á þessum bátum að sjálfsögðu minka verulega . Lítið dæmi. meðalverð á karfa hér er c,a  100 kr kg en erlendis í síðustu viku fór karfi hæðst á 590 kr kg. kv.

Georg Eiður Arnarson, 11.1.2008 kl. 23:53

18 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Guðrún: það er mín skoðun að Einar Kristinn þjáist af pólitískri stríðsþreytu sem er ósköp skiljanlegt þ.e. var á móti kvótakerfinu fyrir margar kosningar en lenti síðan í því að verða sjávarútvegsráðherra upp á þau bítti að verja kerfið sem hann var búinn að vera andvígur í áratug.  Núna er það svo komið að hann ætlar jafnvel að fara á móti úrskurði mannréttindanefndar SÞ til að verja kerfi sem hann var andsnúinn.  Þetta hlýtur að vera lýjandi og það kæmi mér ekki á óvart ef honum verði róterað í eitthvað annað.

Bikki: Þú vitnar til sagna sem margur segir vera vera ýktar en á þeim þessum tíma sem þú vitnar til voru ekki fiskmarkaðir heldur eitt verðlagsverð þar sem undirmálsfiskur þ.e. undir 40 sm var einskisvirði og tók því varla að ýsa og hafa með í land.  Málið snérist sem sagt fyrst og fremst um verðið.

Georg: það er rétt að það eru ýmsir fletir á þessu máli en öllu jafna má ætla að sjómönnum væri betur borgið ef að fiskur færi almennt á markað og vinnslum hvort sem er á Íslandi eða erlendis geti boðið í fiskinn.

Sigurjón Þórðarson, 12.1.2008 kl. 01:10

19 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Prófessor Björg deilir við dómarana.  Það mætti spyrja prófessor Björgu að því af hveju hún var að taka til varna fyrst úrskurðurinn skiptir engu máli?

Sigurður Þórðarson, 12.1.2008 kl. 06:01

20 identicon

Sæll Sigurjón,þá erum við loksins komin með það vopn í hendur sem okkur vantaði nú er bara að brýna vopnið og beita því.

Kristín Arnberg (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 09:33

21 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

 4) Hérna fyrir 1980 stunduðu skipin mikið veiðar á smáfiski fyrir norðurland, þar stóðu menn frívaktir við að henda fiski, hvaða kerfi var þá?? Hrannar (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 20:04

 Ég myndist ekkert á það að sjómenn af norðurlandi hafi staðið frívaktir við að henda fiski, heldur sagði ég að skip sem stunduðu veiðar á þessum svæðum lögðust sum hver í smáfisks og hentu honum.  Bikki (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 22:49

Bikki þetta dæmir sig sjálft, Menn sem þræta fyrir það sem þeir skrifuðu 2 tímum og 45 mín áður eru vart trúanlegir, eða hvað? Hverjir voru þessir menn um borð í skipunum, ef það voru ekki sjómenn (túristar) eða hvað? Alveg er þetta eftir uppskriftinni Sigurjón, það eru kallaðir til vinir og jafnvel makar til að reyna að breiða yfir viðbjóðinn sem við erum beittir 

Hallgrímur Guðmundsson, 12.1.2008 kl. 09:45

22 identicon

Hallgrímur

Ertu þá að segja að allur smáþorskur sem veiddur var fyrir daga kvótakerfisins hafi komið í land, svo spyr ég  Hallgrímur hvaða viðbjóði ertu beittur, ef mig langar til að vinna í banka, þá reyni ég að fá mér vinnu í banka, ég stofna ekki banka, afhverju færð þú þér ekki bara vinnu hjá góðu sjávarútvegsfyrirtæki??? 

Hallgrímur, það sem ég átti við var það að þetta voru kki engöngu sjómenn af norðurlandi sem stunduðu þetta, þannig færði Sigurjón þetta í stílinn. 

Bíddu við hafa ekki verið að koma sögusagnir um núverandi kvótakerfi frá ykkur, hver er munurinn á ykkar eða mínum?? Ég spyr???

Þú segir Sigurjón að laun sjómanna hafi lækkað, hver er helsti þátturinn í launum sjómanna, ég get sagt þér hvað ræður því

1) Afurðaverðí íslenkum krónum, sem hefur nánast staðið í stað frá 2000, þó svo að verðið hafi hækkað verulega í erlendri mynt. Gengið hefur dregið veralega úr launum

2) Olía heur hækkað mikið, skiptakjörinn hættu að telja þegar að mig minnir þegar að olíuplatsið fór yfir 235, nú er það í rúmum 800

Ef að gámaútfluttingur væri lagður niður, afnám frystitogara yrði að veruleika, fiskur færi á markað í þeim fjórðungi sem hann er veiddur, þetta eru þær tilllögur sem að margir ykkar frjálslindra ganga með í maganum, ef þær yrðu að veruleika, þá lækkuðu nú laun sjómanna verulega.

Bk

Bikki 

Bikki (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 11:05

23 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Blikki

Fiskverð hefur aldrei verið hærra en nú um stundir og þess vegna ættu  laun sjómanna aldrei að vera hærri ef allt væri með felldu.

Gengisvísitalan er nú þessa daganna í kringum 120 þannig að krónan hefur oft verið sterkari.

Það sem hefur breyst á síðustu 10 árum er að skuldir sjávarútvegsins hafa 3 faldast á meðan tekjur hafa staðið í stað.

Það þarf engan speking til að átta sig á því að þessi skuldabaggi á fyrirtækjunum kemur illilega niður á því hversu aflögufær þau eru til að greiða laun.  Nú þegar vextir hafa farið hækkandi hafa byrðarnar orðið enn þyngri.

Síðustu kjarasamningar sjómanna báru þess merki en eins og þú veist þá er ýmislegt gert til þess að ná því sem kemur til skipta niður.

Sigurjón Þórðarson, 12.1.2008 kl. 15:08

24 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Blikki ég var ekkert að tala um sjómenn fyrir Norðan eða Sunnan.  Nákvæmleg Blikki við eigum rétt á að vinna við það sem við viljum ekki satt? Ef þú vilt vinna í banka þá gerir þú það. Ef ég vil vinna við það sem ég hef gert síðan þriðja Janúar 1977 þá geri ég það ekki satt? Ef útgerðin sem ég vinn hjá leigir eða selur frá sér kvótann, hvað köllum við það? Ef ég stofna mína eigin útgerð af því að ég var gerður atvinnulaus með gróðabraski, og þarf að kaupa mér rétt til þess að stunda mína vinnu sem ég hef gert frá fermingu, og menntaði mig í upp á 3000 og eitthvað kr kílóið hvað köllum við það?

Hallgrímur Guðmundsson, 12.1.2008 kl. 18:32

25 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Nú geta allir sjómenn sem hafa verið reknir, farið í mál við ríkið og heimtað skaðabætur .Bæði ég og einhverjir fleiri.

Sigurgeir Jónsson, 12.1.2008 kl. 21:42

26 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Sigurgeir ert þú hættur að geta fiskað?

Sigurjón Þórðarson, 12.1.2008 kl. 22:09

27 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Kvak er rétta orðið þegar kemur að Björgu. Hvernig má annað vera þegar litið er á tengslin. Hvar eru fjölmiðlar nú? Er enginn þeirra án hlutdeildar íhaldsins?

Rétt hjá þér Sigurjón varðandi Einar Kristinn, þjáist sannarlega af stríðsþreytu og orðinn útbrunninn. Virðist ekki hafa rænu til að hugsa út í kosningar eftir nokkur ár. Verður þá búinn að útrýma byggð á Vestfjörðum. Kannnski hann stóli á það að landið verði orðið eitt kjördæmi þá en dugar það honum?

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 12.1.2008 kl. 23:07

28 identicon

Ég fór á fund hjá Frjálslyndum í síðustu viku og kunni vel að meta málflutning ykkar. Það er hins vegar mitt álit að oft er betra að gagnrýna fólk sem minnst fyrir skoðanir þeirra því við höfum jú öll rétt á þeim. Þó þú sért ósammála Björgu er kannski skynsamlegra að segja „sagði“ heldur en „kvakaði“ en það er bara mitt álit. Öllum verður auðvitað á og stundum þegar manni er heitt í hamstri segir maður eitthvað sem maður sér jafnvel eftir.

Ég er hins vegar sammála því að þeir hefðu átt að velja annan viðmælanda í þessu tilfelli því hún er of tengd málinu sem um ræðir persónulega til að geta verið hlutlaus.

Hildur

Hildur Sif (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 01:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband