Leita í fréttum mbl.is

Mun Samfylkingin stuðla að áframhaldandi mannréttindabrotum?

Nú hefur það verið staðfest að Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hefur úrskurðað að íslenska kvótakerfið brýtur í bága við almennar sanngirnisreglur.

Eðlilegt væri að stjórnvöld í réttarríki brygðust skjótt við þessum úrskurði og breyttu kerfinu í snarhasti í sanngirnis- og jafnræðisátt. 

Það verður mjög fróðlegt að fylgjast með hvernig ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks muni bregðast við þessum úrskurði.  Áður en Samfylkingin fór í ríkisstjórn var flokkurinn mjög hávær í mannréttindabaráttu sinni, s.s. harðri kröfu um að hverjum steini yrði velt við í rannsókn á hálfrar aldar hlerunarmáli, á meintum hlerunum sem beindust gegn þingmönnum flokka sem runnu síðan inn í Samfylkinguna. Sömuleiðis héldu þingmenn Samfylkingarinnar innblásnar og funheitar ræður gegn lokun einnar skrifstofu í Reykjavík sem heitir Mannréttindaskrifstofa Íslands.

Nú hefur verið staðfest sem ekki hefði átt að koma á óvart að brotið er gróflega á íslenskum sjómönnum og íbúum sjávarbyggðanna. Það verður fróðlegt að bera saman viðbrögð Samfylkingarinnar annars vegar við brotum gegn íslenskri alþýðu og hins vegar sellufélögum.

Ef Samfylkingin reynir að leiða málið hjá sér segir það okkur það eitt að flokkurinn er endanlega genginn í björg, eins og ræða Ingibjargar á LÍÚ-þinginu 2005 gaf til kynna.


mbl.is Útfærsla kvótakerfis gagnrýnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þú gleymir Lanssambandi smábátaeigenda Sigurjón, sem hefur sömu stefnu og L.Í.Ú.,hvað aflahlutdeildarkerfið varðar.Ingibjörg Sólrún hefur fengið senda ályktun síðasta landsfundar LS,hvað það varðar.

Sigurgeir Jónsson, 10.1.2008 kl. 23:30

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Satt segirðu, Samfylkingin getur ekki verið þekkt fyrir að þegja yfir og líða hvað þá stuðla að mannréttindabrotum!

Sigurður Þórðarson, 10.1.2008 kl. 23:30

3 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Nú er lag að fara að skemmta sér við að lesa nokkurra mánaða gamlar greinar og ræður Samfylkingarforkólfa, bæði um auðlindamál og mannréttindamál, sem fluttar voru á síðasta kjörtímabili við hin ýmsu tækifæri.

Þær voru nú ekki ófáar!

Magnús Þór Hafsteinsson, 10.1.2008 kl. 23:58

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já nú hljóta alls konar Mannréttindasamtök hér innan lands að vakna og láta mál þetta til sín taka , annað getur ekki verið ........

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 11.1.2008 kl. 01:07

5 identicon

Voðalega er ég hræddur um að valdaklíkan finni einhverja leið framhjá þessum úrskurði. Það eitt út af fyrir sig að leyft var að veðsetja kvótaeign tvinnaði rækilega saman vald kvótaeigenda og peningastofnana. Hinsvegar verður að fara að leysa þennan hnút. Það er hægt að gera með ýmsu móti, en verður ekki gert meðan íhaldið er í stjórn. Sem betur fer þurfum við ekki að hafa áhyggjur af framsóknarhröppunum lengur, þeir komast ALDREI til valda aftur.

Ellismellurinn (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 07:39

6 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er engin önnur leið fyrir stjórnvöld að hunsa dóminn nema þá að stilla Íslandi upp sem ríki þar sem sanngirni og jafnræði ríkir ekki og verður ekki kennt við réttarríki.

Sigurjón Þórðarson, 11.1.2008 kl. 09:17

7 Smámynd: Halla Rut

Ég er ansi hrædd um að Ellismellurinn hafi mikið til síns máls.

Halla Rut , 11.1.2008 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband