Leita í fréttum mbl.is

Verra en Rússland var

Á árum áður sigldu ýmsir í fjölskyldu minni til Sovétríkjanna og höfðu misjafnar sögur að segja af smásmygli og sérkennilegum uppákomum í höfnum þar eystra. Það virðist þó eins og roka í vindinum miðað við það sem sumir gestir Bandaríkjanna mega þola um þessar mundir. Það er ekki bara Erla þessi sem hefur þurft að sæta harðræði, æ fleiri sögur berast af slíkri framkomu. Ég heyrði rétt í þessu í vini mínum á Akureyri sem sagði mér að amma sín á níræðisaldri hefði lent í líkamsleit vegna þess að hún fann ekki strax passann sinn í flughöfninni!

Unglingsdóttir fyrrum samstarfskonu minnar lenti í spurningaleik og síðan í langri yfirheyrslu og varð fyrir vikið viðskila við samferðafólk sitt á leiðinni til skyldfólks í Bandaríkjunum. Þetta var hennar fyrsta ferð einsömul til útlanda.

Því miður virðist Bush forseti vera á góðri leið með að glata trausti hjá frjálsum vestrænum lýðræðisríkjum með óþarfa hörku. Svo virðist sem við séum að verða meðvirk þegar íslenskir fréttamenn eru farnir að telja eðlilegt að velta fyrir sér hvort 16 ára strákur ofan af Skaga fái til langrar framtíðar ekki að fara til Bandaríkjanna vegna tilraunar til símahrekks. Maður hefur fullan skilning á að Bandaríkjamenn vilji hafa öflugt landamæraeftirlit en þetta tekur út yfir allan þjófabálk.


mbl.is Mun krefjast afsökunarbeiðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: The Jackal

Ég fór með fjölskyldu minni til USA árið 2004. Systir mín var með gubbupest og hafði með sér fötu sem hafði áður verið notuð fyrir candy-floss. Hún og mamma voru teknar í yfiheyrslu vegna fötunnar...

The Jackal, 14.12.2007 kl. 15:22

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég fór með Helgu konu minni akandi með bílablaðamönnum frá Rovaniemi til Murmansk 1978 og voru bílarnir skoðaðir af ótrúlega mikilli smásmygli. Rússarnir voru hins vegar kurteisir, ekki með neinn æsing og komu vel fram við okkur á allan hátt.

Þegar við komum til baka spurðu þeir Helgu af hverju hún væri ekki með hring á fingri sem hún hafði verið með á leiðinni austur ! Hún útskýrði að vegna bólgu á fingrinum hefði hún tekið hringinn af sér og sett niður í tösku sína. Hún var beðin um að sýna hringinn sem hún og gerði.

Allar filmur voru teknar úr myndavél minni á þeim forsendum að bannað væri að taka ljósmyndir í Murmansk. Á þeim tíma var borgin höfuðmiðstöð Norður-Atlatnshafsflota Sovétríkjanna og oft mikilvæg herskip og vopnabúnaður þar.

Úr þessu var gerð heilmikil frétt þegar ég kom heim og málið kynnt fyrir sovéska sendiherranum. Ég var að sjálfsögðu búinn að afskrifa filmurnar, sem urðu eftir ein hvers staðar inni í myrkviði skógarins á Kolaskaga langt norður í rassgati.

En, viti menn, - nokkrum vikum seinna fékk ég allar filmurnar og myndirnar til baka og voru sumar þó teknar á stöðum þar sem var besta útsýnið yfir höfnina í Murmansk, stöðum þar sem mér hafði verið gert það skilmerkilega ljóst að allar myndatökur væru bannaðar! Haldið þið ekki að sovéska kerfið hafi bara svínvirkað og sýnt af sér þýska nákvæmni.

Í allri þessari rekistefnu var aldrei um neinn ruddaskap eða ókurteisi að ræða.

Það er fjandi hart ef að Bandaríkjamann í upprunalandi og forystulandi lýðræðisins þurfa að fara að læra almenna mannasiði af sovéska einræðiskerfinu !

Ómar Ragnarsson, 14.12.2007 kl. 19:29

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Fullur: Mér þætti vænt um að þú létir það vera að skrifa athugasemdir inn á síðuna, nema þá að biðjir Ómar Ragnarsson afsökunar á þessu þvaðri.

Ég hef fengið nokkur viðbrögð frá sjómönnum sem silgdu á Rússland við þessum pistli mínum og taka þeir undir með Ómari Ragnarssyni að framkoma Rússanna hafi verið með ágætum.  Hér eru skrif úr tölvupósti til mín frá einum silgdum Rússafara.

Geri ráð fyrir að þessir sjómenn hafi sagt þér frá reglum um að vera komnir um borð fyrir miðnætti í Rússlandi? Rússar tóku þær reglur upp frá Kanaruglinu. Þ.e. þessar reglur giltu fyrir austur blokkina i US þar af leiðandi voru þessar reglur settar á vestur blokkina í USSR. Sigldi sjálfur á Rússland m.a. Murmansk, þá frægu herskipahöfn. Leningrad og fleiri.

Varð aldrei var við nein vandræði hjá þeim, virtist sem vaktmenn (ungir hermenn) væru mjög hlutlausir gagnvar okkur ef eitthvað var. Þetta smá smygl sem þú skrifar um var vegna þess að ekki var auðvelt að frá aura til að hafa með sér í land, til að versla bæði eitt og annað. Ef ekki var komið um borð fyrir miðnætti var eingöngu sett á landgöngubann á viðkomandi, búið.

Þegar landar okkar voru vel drukknir þarna en skiljanlegir og reyndu að komast um borð var þeim iðulega hjálpað þegjandi og hljóðalaust af yfirvöldum án vandræða, en ekki settir í gjótið eins og hjá ástkærum vinum fyrir vestan.

Einnig get ég upplýst þig um eftirfarandi.

 Kynntist fólki þarna, það eyddi sínum frítíma í að sýna hvað var helst að skoða og segja frá hlutunum. Þetta fólk var mjög vel menntað vissi ótrúlega mikið um Island sem og um aðrar þjóðir, mun meira en maður sjálfur, talaði yfirleitt þrjú tungumál. Bætti hér inn í, dóttir mín fór til nám í US , þegar hún sagði frá hvaðan hún væri, var spurt í hvaða fylki er það??? Eitt sem þú ættir ef til vill að spá í, isl. sjómenn eru (voru) óhræddir við að leika sér og ath hvað langt var hægt að ganga ekki bara í Rússlandi heldur ekki síður annarstaðar í Evrópu. Frægt var þegar löggan í köben fór og hreinsaði upp reiðhjóla haug, úr sjónum þar sem íslensku skipin lágu í gamla daga. Þ.e. ísl sjómenn nenntu ekki eða áttu ekki peninga til að fara með bíl og stálu bara næsta reiðhjóli til að koma sér um borð og létu síðan hjólin gossa í höfnina!

Hef farið víða um og er orðinn leiður að hlusta eða lesa um þetta bull um Rússanna.

Sigurjón Þórðarson, 15.12.2007 kl. 13:59

4 Smámynd: Jóhann Kristjánsson

Sæll ég er með nýyrði yfir þessa hegðun bandaríkjamanna.. reyndar hef ég notað þetta nýyrði yfir ógæfumenn í miðbænum sem eiga það til að sparka í liggjandi menn.. og þetta nýyrði kemur hér: BUSHISMI. :)

Jóhann Kristjánsson, 16.12.2007 kl. 01:53

5 Smámynd: Jóhann Kristjánsson

Já og svo ég bæti því við að þá held ég að sá sem heitir FULLUR hér að ofan ætti að halda sig aðeins á mottunni ég get því miður ekki túlkað orð hans öðruvísi en persónuníð. Ég vona sannarlega að þessi aðili það er að segja hr (FULLUR) leiti sér hjálpar áður en hann kemur sér í vandræði með svona bulli.

Jóhann Kristjánsson, 16.12.2007 kl. 01:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband