Leita í fréttum mbl.is

Samningar við mömmuríki

Á bloggsíðu eins þingmanns Samfylkingarinnar er athyglisverð færsla, svo ekki sé meira sagt. Þar kemur fram að hann vilji að ungu fólki verði gert kleift að gera eins konar búsetusamninga við ríkið og fá þá einhver fríðindi í staðinn, rétt eins og unglingum sem lofa foreldrunum að reykja hvorki né drekka er lofað heilum bíl á 17 eða 18 ára afmælinu. Ég er viss um að Karl V. Matthíasson er að vinna þingmál upp úr þessum furðuhugmyndum sínum sem mun jafnvel vekja meiri athygli en það bleika og bláa.

Væri ekki nær fyrir Karl að beita sér fyrir breyttri fiskveiðistjórn eins og hann lofaði fólkinu, s.s. að leyfa frjálsar handfæraveiðar? Þegar trillurnar voru settar í kvóta var það enn eitt byggðahryðjuverkið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinn Hafliðason

Þetta er forræðishyggja hjá Karli af versta tagi. Ég væri til í eitt og annað m.a. að búa út á landi. Ef ég kysi að flytja þangað þá myndi ég bara leyta þeirra tækifæra sem bjóðast í þeim efnum og þau eru fjölmörg.

Ef ríkið á að fara að mata fólk eins og um smábörn væri að ræða þá erum við illa stödd.

Steinn Hafliðason, 7.12.2007 kl. 14:56

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Já, það yrði meiriháttar skrifræði ef ríkið gerði einstaklingssamninga við fólk til að það myndi búa á hinum og þessum stöðum. Ekki veit ég hvernig Karl hugsar þetta en það hljóta að gilda almennar jafnræðisreglur. Þetta ætti þá líka að ná til þeirra sem búa þegar á stöðunum sem hann vill halda í byggð. Annars held ég að þetta sé fyrst og fremst innistæðulaus kjaftavaðill í Karli, það væri miklu nær að Samfylkingin tæki rækilega til endurskoðunar núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi.

Sigurjón Þórðarson, 7.12.2007 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband