Leita í fréttum mbl.is

Spilling og subbuskapur - viðsnúningur á vori

Á umliðnum árum hefur Jóhanna Sigurðardóttir óðamála greint þjóðinni frá subbuskap og spillingu stjórnvalda. Henni hefur jafnan verið mjög mikið niðri fyrir um vafasama meðferð á opinberum eigum, s.s. ráðstöfun bankanna til velunnara þáverandi stjórnarflokka og nauðsyn þess að skipa rannsóknarnefnd, og aðrir minni spámenn Samfylkingarinnar, s.s. Björgvin G. Sigurðsson, hafa bara tekið undir.

Það vekur athygli mína nú að enginn, ekki nokkur, áhrifamaður í Samfylkingunni hefur tekið undir þá sjálfsögðu kröfu að fara rækilega ofan í saumana á ráðstöfun varnarliðseigna uppi á Keflavíkurflugvelli til einstaklinga sem nátengdir eru ráðamönnum í Sjálfstæðisflokknum. Sérstaka furðu vekur þögn þingmanns Suðurkjördæmis, Björgvins G. Sigurðssonar, sem hefur sýnt þessu húsnæði einskæran áhuga, og eru landsmenn þess minnugir þegar hann setti bráðabirgðalög á raflagnirnar í sumar.

Til að gæta allrar sanngirni er rétt að minnast þess að Jóhanna er einungis ein af 12 í ríkisstjórninni, eins og hún minnti á á dögunum, og ræður því þess vegna e.t.v. afskaplega litlu þegar á hólminn er komið. Mér finnst þó að þögn hennar um Keflavíkurmálið sé á hálfgerðu bónusverði ef litið er til þess hversu litlu hún hefur áorkað í að fá hækkuð fjárframlög til hugðarefna sinna, s.s. vaxta- og barnabóta.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

já skrítið.

Óskar Þorkelsson, 4.12.2007 kl. 22:42

2 identicon

Það er engin afsökun fyrir Jóhönnu að hún sé aðeins ein af 12 ráðherrum. Hún hefur sitt ráðuneyti og á að halda tryggð við sína fyrri stefnu því til þess var hún kjörin. Hún hefur alltaf verið á félagsmálavængnum og stefna hennar fyrir löngu kunn á þeim vettvangi. Samfylkingin hefur varla sett hana þarna ef hún ætti bara að vera eitthvert aðgerðarlaust auglýsingamerki fyrir flokkinn? Annars hef ég ekki mikið álit á Jóhönnu sem stjórnmálamanni. Hún er ekki með neina virka stefnu varðandi það að leysa húsnæðismál þeirra sem eru að kaupa sér íbúð í fyrsta skipti. Hversvegna var fólki ekki boðið upp á að kaupa íbúðir á Vellinum á t.d. kaupleigusamningi, beint af ríkinu, sem átti eignirnar á Vellinum? Afhverju eru þær afhentar einhverjum milliliðum, sem kunna ekki einu sinni að mála eða vinna venjulega viðgerðarvinnu? Svarið er að á Íslandi þykir sjálfsagt að gefa fjármálamönnum ævinlega kost á að braska með eignir og lóðir til að græða á venjulegu fólki. Jóhanna fellur hundflöt fyrir þeirri markaðshyggju.

Guttormur Sigurðsson (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 23:17

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já góð ábending Sigurjón og sennilega nauðsynlegt að fara að beita sér enn frekar í þessu máli.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 5.12.2007 kl. 02:05

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Hallgerður að athuguðu máli er ekki úr vegi að gefa Jóhönnu tíma til morguns. 

Á morgun flytur Geir Haarde nefnilega skýrslu um Varnarliðseignirnar og þá er spurning hvort að Jóhanna Sigurðardóttir eða þá Björgvin Sigurðsson gefi sér tíma til þess að blanda sér í málið. 

Sigurjón Þórðarson, 5.12.2007 kl. 09:54

5 Smámynd: Skarfurinn

Mér finnst öfugsnúið hjá þér að ráðast á Jóhönnu sem er ný orðin ráðherra og hefur samt komið ýmsu góðu til leiðar á stuttum tíma, reiði þín ætti að beinast að Árna Mathiesen, Geir Haarde og bæjarstjórnar keflavíkur sem flestir ku tengjast kaupunum umdeildu, auðvitað átti þetta eð fara í útboð. 

Skarfurinn, 5.12.2007 kl. 15:13

6 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er engin reiði heldur undrun yfir kúvendingu Jóhönnu Sigurðardóttur. Við vissum öll um Árna Matt. og höfum gagnrýnt hann saman í gegnum tíðina, ég og Jóhanna, en nú virðist Jóhanna meta stólinn meira en málefnin.

Sigurjón Þórðarson, 5.12.2007 kl. 15:33

7 Smámynd: Skarfurinn

Jóhanna hefur því miður að því er mér finnst verið sú eina sem talar máli öryrkja og annara smælingja hér á klakanum, hún hefur ein þorað að gagnrýna vaxtaokur bankanna svo dæmi sé tekið. hef fulla trú á að henni geðjist ekki að því hvernig farið var með eigur ríkisins (OKKAR) á varnarsvæðinu gamla og eigi eftir að gagnrýna það ef það er það sem þér finnst aðallega vanta hjá henni, en í sannleika sagt þá er kannski erftitt fyrir einn stjórnmálamann að vera 100% heima í öllum málum og því þarf að forgangsraða, ætla samt ekki að reyna að verja Jóhönnu þó ég hafi fulla trú á henni, því miður ræður hún kannski of litlu eða 1/12..

Skarfurinn, 5.12.2007 kl. 16:16

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hvað verður Jóhanna lengi "nýr" ráðherra?

Jóhann Elíasson, 5.12.2007 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband