Leita í fréttum mbl.is

Ríkisstjórn með móral

Ég hef bent hér á að fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar hefur miklu frekar boðað almenna skerðingu en bætt kjör fyrir aldraða og þá sem hafa þurft að nýta sér velferðarkerfið. Nú virðist sem ríkisstjórnin sé að fá einhvern móral yfir þessu og boðar breytingar á blaðamannafundi þegar Alþingi sem hefur fjárveitingavaldið er í miðjum klíðum við að útbúa fjárhagsramma hins opinbera fyrir næsta ár.

Það er margt gott hægt að segja um þær breytingar sem ríkisstjórnin hefur boðað, en maður fer óneitanlega að efast um stjórnarhættina þegar menn koma með fyrirvaralausar tillögur sem ganga sumar á skjön við fjárlagafrumvarpið. Ef við skoðum þær upphæðir sem um hefur verið að ræða samkvæmt blaðamannafundinum er um 2,5 milljarðs hækkun að ræða í þennan málaflokk, að bæta kjör aldraðra og öryrkja. Það sem er vert að hafa í huga er, eftir því sem ég man best, að hið opinbera ver til lífeyrisgreiðslna tæpum 50 milljörðum kr. Aukningin nemur um 5% sem ekki er ólíklegt að rétt haldi í við almennar verðlagshækkanir á næsta ári.

Þessa hækkun verður einnig að skoða í því ljósi að fréttir berast af því að öryrkjar hafa orðið fyrir  gríðarlegum skerðingum á greiðslum úr lífeyrissjóðum. Einhvern veginn finnst mér vanta heildarstefnumótunina, þegar Samfylkingin er í vanda og virðist ætla að verða undir í umræðunni setur hún út eitt spil og ætlar að láta það duga.

Talnaglöggir menn mega gjarnan leiðrétta mig ef ég hef misstigið mig einhvers staðar í tölunum sem eru hripaðar upp eftir minni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband